Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 47 SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, sagði í samtali við Bolton Evening News í gær að hann vonaðist svo sannarlega eftir því að Guðni Bergsson, fyrirliði liðsins, myndi skipta um skoðun eina ferðina enn og hætta við að leggja skóna á hilluna að þessu keppnistímabili loknu. Allardyce sagði að Guðni hefði verið í ótrúlega góðri æfingu í vet- ur og kvaðst myndu halda öllum dyrum opnum ef hann skipti um skoðun. Hann hefði hins vegar engar aðrar forsendur til að ganga út frá en að Guðni myndi standa við fyrirætlanir sínar og fara alfar- inn heim til Íslands. „Guðni er ótrúlegur en málið snýst ekki bara um knattspyrnuna, heldur einnig um fjölskyldulíf hans. Hann hefur yngst allur upp við þessa góðu frammistöðu og batnandi gengi liðsins og þegar þannig gengur finnst mönnum þeir ekki eins gamlir og þreyttir og þegar ekkert gengur upp. En mál- ið er að Guðni sér ekki mikið af eiginkonu sinni og börnum og ef hann ætlar að leika eitt ár enn í úr- valsdeildinni þarf hann að færa miklar fórnir. Ella, eiginkona hans, mun taka endanlega ákvörð- un í málinu því þetta snýst allt um hvort hún og börnin þeirra geta séð af honum einn veturinn enn og hvort það sé þess virði,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce vonast eftir Guðna áfram ÁSTRALAR eru reiðubúnir að halda úrslitakeppni heims- meistaramóts kvenna í knatt- spyrnu í september á þessu ári taki Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, þá ákvörðun að mótið geti ekki farið fram í Kína vegna lungnabólgufar- aldursins sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur. Sjúkdómurinn hefur dregið 140 manns til dauða. HM kvenna í Ástralíu? DANINN Sören Byskov kem- ur til með að verja mark úvals- deildarliðs KA í knattspyrnu í sumar en gengið var frá samn- ingi við leikmanninn í gær sem gildir út leiktíðina. Byskov var til reynslu hjá KA-mönnum í síðustu viku og lék með þeim á móti Stjörnunni í deildabik- arkeppninni. Í þeim leik þurfti Daninn að hirða knöttinn úr neti sínu í þrígang en að sögn Gunnars Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra KA, var Byskov ekki dæmdur af frammistöðu sinni í þeim leik heldur á æf- ingunum þar sem hann sýndi góð tilþrif. Byskov er 26 ára gamall sem lék með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra en liðið hefur nú lagt upp laupana vegna gjaldþrots. Byskov hélt af landi brott á sunnudag en er væntanlegur aftur til Ak- ureyrar strax eftir páska. KA-menn sömdu við Byskov  ANTON Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, milliríkjadómarar í hand- knattleik, hafa verið valdir til að dæma í undankeppni heimsmeist- aramóts 21 árs landsliða, sem fram fer í Toulouse í Frakklandi 18.–20. apríl. Anton og Hlynur dæma í riðli, sem Frakkar, Tékkar, Ungverjar og Hollendingar leika í.  RÓBERT Fannar Halldórsson, 17 ára gamall skvassspilari úr Grafar- vogi, tekur þátt í Evrópumeistara- móti unglinga í skvassi sem fram fer í München í Þýskalandi þessa dag- anna. Róbert er einn af bestu skvass- spilurum landsins, þrátt fyrir ungan aldur og er í fjórða sæti á styrkleika- lista Skvassfélagsins eftir röð móta í vetur.  PAOLO Maldini, fyrirliði AC Mil- an, nefbrotnaði í leik um helgina og þurfti hann að gangast undir aðgerð. Maldini missir af undanúrslitaleik AC Milan og Perugia í bikarkeppn- inni í kvöld og af deildarleiknum á móti Empoli um næstu helgi. For- ráðamenn AC Milan eru hins vegar bjartsýnir á að Maldini geti leikið síðari leikinn á móti Ajax í Meist- aradeildinni í næstu viku.  ÍSLENSKIR leikmenn þóttu ekki áberandi í fyrstu umferð norsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn. Enginn þeirra fékk meira en 5 í einkunn hjá Verdens Gang en þá tölu, sem táknar með- algóðan leik, fengu Bjarni Þorsteins- son og Ólafur Stígsson hjá Molde, Gylfi Einarsson hjá Lilleström og Tryggvi Guðmundsson hjá Stabæk.  INDRIÐI Sigurðsson hjá Lille- ström þótti hins vegar bestur Íslend- inganna hjá Adresseavisen, sem gaf honum 6 í einkunn. Indriði lagði upp sigurmark liðsins gegn Bodö/Glimt. Hjá Nettavisen fengu Indriði, Tryggvi og Gylfi 5 í einkunn en aðrir minna.  HRAFNKELL Halldórsson verð- ur væntanlega áfram þjálfari norska liðsins Treff sem hafnaði í 5. sæti 1. deildar, þeirra næstefstu, í norska kvennahandboltanum í vetur. Hrafn- kell sagði í samtali við Romsdals Budstikke í gær að hann hefði hug á að styrkja lið sitt með íslenskum leikmanni fyrir næsta tímabil. Fyrir er í liði Treff markvörðurinn Jenný Ásmundsdóttir, sem áður lék með Haukum.  MICK McCarthy, nýráðinn knatt- spyrnustjóri Sunderland, hefur ver- ið sagt að nauðsynlegt verði að selja a.m.k. fimmtán leikmenn úr núver- andi leikmannahópi félagsins vegna tekjumissis sökum falls úr ensku úr- valsdeildinni.  GARETH Barry, miðjumaður Aston Villa, er kominn í tveggja leikja bann þar sem hann hefur feng- ið að sjá tíu gul spjöld. FÓLK LÁRUS Orri Sigurðsson segir að helstu ástæðu slaks gengis WBA á leiktíðinni megja rekja til meiðsla lykilmanna í vörninni. Lárus Orri, Phil Gilchrist og Darren Moore mynduðu sterkustu vörnina í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili og áttu stóran þátt í að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni. WBA hélt marki sínu hreinu í 27 leikjum í fyrra sem er met hjá félaginu en í ár hafa þremenningarnir sjaldan leik- ið saman þar sem þeir Gilchrist og Moore hafa verið mikið frá sökum meiðsla. Þetta hefur þýtt að Gary Megson, stjóri WBA, hefur þurft að stokka upp í vörninni og hún hefur alls ekki náð fyrri styrk en WBA hefur aðeins einu sinni haldið marki sínu hreinu á þessu ári. „Meiðslin hafa að vonum tekið mikinn toll og það hefur komið sér mjög illa fyrir okkur að missa leik- menn á borð við Gilchrist og Moore en við náðum sérlega vel saman í fyrra,“ segir Lárus Orri á heima- síðu WBA. Lárus og félagar eru komnir með annan fótinn niður í 1. deildina. Lárus Orri verður um kyrrt hjá WBA en hann gerði nýjan þriggja ára samning við félagið sl. sumar. Í keppni með höggsverði á aðreyna koma með sverðinu við lík- ama mótherja yfir ofan mitti, einnig höfuð sem er því vel varið með grímu. Keppt er í sérstök- um búningum sem leiða rafmagn þann- ig að þegar sverð snertir þau svæði á líkamanum, sem ætlast er til, blikka ljós á upplýsingaborði. Keppt er að fimmtán stigum og tekur hver bardagi oft um þrjár mínútur. Það virðist ekki mikið en þar sem spennan í líkamann er mikil og hver vöðvi í viðbragðsstöðu eru keppend- ur oft úrvinda eftir nokkra bardaga. „Ég komst í hann krappan en það er í lagi,“ sagði Guðrún eftir erfiðan sigurleik við Þorbjörgu Ágústsdótt- ur í úrslitum kvennaflokksins. Þor- björg hafði forystu en í stöðunni 10:12 tók Guðrún við sér og vann 15:13 í stórskemmtilegri viðureign. „Ég byrjaði betur en svo breytti hún um taktík og það tók mig tíma að finna svar við því. Hún breytti hraðanum, hafði sótt hratt fram og ég þá náð af henni stigi en þegar hún sá í gegnum það sótti hún lengra fram og náði þá að koma á mig höggi. Ég endurskipulagði þá mína tækni og það gekk upp en ég var ekki örugg um sigur. Sérstak- lega var ég óörugg í hléinu og þegar hún náði forskoti eftir það var það ekki alveg nógu gott. Hins vegar veit ég að ég get náð fimm stigum á hana svo að maður var ekki hrædd- ur, það er ekki óyfistíganlegt. Hún hefði þess vegna getað unnið því það er ekkert gefið í þessu,“ bætti Guðrún við og það er í nógu að snú- ast hjá henni. „Þetta mót er til að krydda vorönnina en við ætlum að reyna fara á heimsbikarmót í New York í júní og Norðurlandamótið verður einnig haldið hér á landi í júní. Þar hef ég titil að verja.“ Spennan var ekki síðri í úrslitum opna flokksins þar sem Ragnar Ingi Sigurðsson varði titil sinn á móti Andra H. Kristinssyni. Andri háði harðan og stórskemmtilegan bar- daga við Hróar Hugosson til að komast í úrslit. Þar velgdi hann Ís- landmeistaranum rækilega undir uggum til að byrja með og náði 6:5 forystu en tókst ekki að fylgja því eftir. „Ég tók mig til og gerði út um leikinn,“ sagði Ragnar Ingi eftir sigurinn á Andra. „Hann var orðinn þreyttur og ég ákvað að nýta mér það, þá munar um reynsluna. Þá tekur maður bara eitt stig í einu og notar leikhléið til að meta stöðuna ef maður er á rangri braut og farið að ganga illa.“ Eins og Guðrún benti á er ýmislegt á döfinni og Ragnar Ingi hyggst útbreiða íþrótt- ina. „Við erum þessa daga að koma á fót skylmingadeild í FH í Hafn- arfirði. Við byrjuðum rólega og könnuðum áhugann en ætlum að vera með meiri starfsemi í haust. Svo er búið að stofna deild á Sel- tjarnarnesi. Það einmitt vantaði fleiri félög til að koma á meiri keppni milli félaga og meiri stemn- ingu – ríginn hefur vantað,“ sagði Ragnar Ingi. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Guðrún Jóhannsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokki og Ragnar Ingi Sigurðsson í opnum flokki á Íslandsbikarmótinu í skylm- ingum með höggsverði á sunnudaginn. Meistarar höfðu betur LITLU munaði að margfaldir Íslandsmeistararnir í skylmingum með höggsverði, Guðrún Jóhannsdóttir og Ragnar Ingi Sigurðsson, yrðu undir þegar keppt var um Íslandsbikarinn í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn. Þeir lentu í kröppum dansi en tókst með því að grípa til reynslunnar og snúa bardaganum sér í hag undir lokin. Stefán Stefánsson skrifar Dýrkeypt meiðsli hjá WBA TEITUR Þórðarson stýrði Lyn í fyrsta sinn í norsku deild- arkeppninni í gær er liðið tók á móti fyrrum lærisveinum hans, Brann, en hvorugu lið- inu tókst að skora. Teitur var áður þjálfari hjá Brann en sagði upp störfum sl. haust. Leikurinn fór fram á Ullvål-leikvanginn í Ósló í gær og var um að ræða lokaleik fyrstu umferðar. Helgi Sig- urðsson og Jóhann B. Guð- mundsson léku báðir frá upp- hafi til enda í liði Lyn að viðstöddum rúmlega 6.000 áhorfendum en hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum. Helgi Sigurðsson fékk ágæt færi í leiknum sem hann nýtti ekki líkt og leikmenn Brann. Lyn og Brann skildu jöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.