Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 19 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Handtalstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Drægni allt að 5 km Verð frá kr. 5.900,- UHF talstöðvar í miklu úrvali w w w .d es ig n. is © 20 03 Nýtt Framtíð án elli Perfectionist Correcting Serum for Lines/Wrinkles Sértu að spá í leysigeislameðferð, húðslípun eða hrukkusprautur, því þá ekki að íhuga mildari valkost, án retínóls. Perfectionist er fljótvirkt, árangursríkt og áhrifin endast lengi. Uppistaðan í því er hið einstaka BioSync Complex. Eftir daginn: Fíngerðar þurrklínur hverfa. Eftir viku: Dýpri línur grynnka og húðin sléttist. Eftir mánuð: Endurheimtur æskuljómi. Gjöfin þín Gefðu húð þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Kannaðu hvað nýjasti farðinn gerir fyrir þig. Finndu angan vors og blóma í yndislegum ilmi. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í versluninni í dag og á morgun frá kl. 11-16. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.900 kr. eða meira í Lyf & heilsu, Austurstræti færðu fallega gjöf með eftirfarandi glaðningi:* 2 Pure Color augnskuggum Illusionist maskara Pure Color varalit Resilience Lift næturkremi Estée Lauder Pleasures EDP spray Nýtt: Perfectionist - fljótvirkt á línur og hrukkur www.esteelauder.com *meðan birgðir endast Austurstræti 12, sími 562 9020 GJÖFIN ÞÍN Ný sending Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið í dag frá kl. 10-16  Stakir jakkar  Kápur  Hörfatnaður  Bolir Verið velkomin RAGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segist von- ast til að úthlutun borgarinnar á byggingarétti á athafnalóð í Úlfars- árdal muni styrkja athafnasvæði Mosfellsbæjar í nágrenni dalsins vestan Vesturlandsvegar. Hún segir of snemmt að segja til um hvort til greina komi að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma fái lóð úthlutað í hlíðum Úlfarsfells innan bæjarmarka Mosfellsbæjar enda sé umrætt land ekki í eigu bæjarins heldur Íslenskra aðalverktaka. Morgunblaðið greindi frá því í síð- ustu viku að borgin hefur úthlutað fyrirtækjunum Rúmfatalagernum, BYKO og Mötu ehf. byggingarétti á umræddri lóð. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma töldu sig hins vegar hafa vilyrði fyrir lóðinni í tengslum við að svæði Gufuness- kirkjugarðs var minnkað. Í því sam- bandi hefur verið rætt um að Kirkjugarðarnir fái lóð úthlutað í hlíðum Úlfarsfells en hluti hennar er innan bæjarmarka Mosfellsbæjar. Að sögn Ragnheiðar hefur hún fundað með borgarstjóra og borg- arverkfræðingi vegna málsins. „Okkur fannst aðgerðaröðin hjá borginni ekki vera rétt því við erum í samráði hér á höfuðborgarsvæðinu og þessi tilfærsla hafði aldrei verið borin formlega undir okkur. Við er- um með athafnalóðir vestan Vest- urlandsvegar á mjög svipuðum stað þar sem eingöngu Ranalandið er á milli þannig að við hefðum kosið að þeir hefðu staðið að þessu með öðr- um hætti.“ Samvinna um framhaldið nauðsynleg Hún segir að þar sem Reykjavík- urborg hafi þegar tekið ákvarðanir varðandi svæðið sé nauðsynlegt að hafa samvinnu um framhaldið. „Ég vil leyfa mér að vona að þetta verði til þess að styrkja okkar svæði frek- ar en hitt. Það er líka að fara í gang ákveðin þróunarvinna varðandi svæðið á Keldnaholti. Við þurfum að skoða þetta allt í einni samfellu til að byggja hér upp öfluga heild en ekki búta okkur niður með einum eða öðrum hætti.“ Ragnheiður segir Mosfellsbæ ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hægt verði að úthluta landi í Úlfars- fellshlíðum fyrir kirkjugarð. „Það eru fleiri sem þurfa að koma þar að viðræðum því Mosfellsbær á ekki þetta land heldur Íslenskir aðal- verktakar.“ Í Morgunblaðinu sl. þriðjudag kom fram að Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar hefur hafið uppgræðslu á umræddu svæði og Ragnheiður seg- ir það rétt. „Þarna er komið talsvert af trjám en það er hins vegar spurn- ing um hvort kirkjugarður og tré geti verið í sátt og samlyndi og það þarf einfaldlega að skoða það bet- ur.“ Nýjar athafnalóðir í Úlfarsárdal í grennd við athafnasvæði Mosfellsbæjar Vonast til að athafna- svæðin styrki hvort annað Vesturlandsvegur KÝRIN Doppa var stolt yfir ný- fædda kálfinum sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardag- inn en hann kom í heiminn um hálf- sexleytið um morguninn. Kálfurinn er svartdröfnóttur og því lifandi eftirmynd móður sinnar. Doppa sjálf er frá Laugarbökk- um en faðirinn er nautið Guttormur sem þar með getur stært sig af 22 afkvæmum. Kálfurinn, sem nefndur hefur verið Sumarliði, er stór og myndar- legur og dafnar vel. Nafngiftin er til komin þar sem hann kom í heim- inn á sérstaklega sólríkum góðviðr- isdegi. Mikið af fólki kom í garðinn um helgina og ófáir komu til að skoða hinn unga Sumarliða. Sjálfur virtist hann vera ánægður með alla at- hyglina sem hann fékk frá stórum og smáum gestum. Sumarliði Guttorms- son borinn í heiminn Laugardalur Morgunblaðið/Kristinn NÝTT deiliskipulag Norðlingaholts í Reykjavík hefur verið samþykkt eft- ir að hafa verið auglýst að nýju í kjöl- far breytinga sem gerðar voru á til- lögu að skipulagi hverfisins frá síðastliðnu sumri. Andstaða íbúa leiddi til endurskoðunar tillögunnar og breytinga, sem meðal annars fólu í sér að byggð á svæðinu var lækkuð og íbúðum fækkað. Borgarráð samþykkti nýja skipu- lagið með öllum greiddum atkvæð- um á fundi sínum sl. föstudag. Bók- uðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að með nýrri tillögu að byggð á svæðinu hefði R-listinn komið til móts við sjónarmið flokksins og íbúa í grennd við skipulagssvæðið. „Engu að síður hefðu sjálfstæðis- menn viljað sjá deiliskipulagið með minni þéttleika og meira í anda fyrri skipulagshugmynda Sjálfstæðis- flokksins,“ segir í bókuninni. Þá er tekið fram að ekki sé hægt að sættast á hugmyndir að mislæg- um gatnamótum við Rauðavatn, þar sem gert sé ráð fyrir umferðarmann- virkjum út í vatnið. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, segir sömuleiðis í bókun sinni að breyting- arnar séu mjög til bóta en lýsir yfir áhyggjum sínum af svo þéttri byggð í námunda við vatnasvið og lífríki El- liðavatns. Þá séu umferðartengingar við hverfið óviðunandi þegar til lengri tíma sé litið. Í bókun Reykjavíkurlista vegna málsins segir að ekkert sé hægt að fullyrða um útfærslu mislægra gatnamóta við Rauðavatn enda sé gert ráð fyrir að þær umferðarteng- ingar sem eru í skipulaginu, nægi næstu 15–20 árin. Að öðru leyti er samstöðu um skipulagið fagnað. Komið til móts við sjónarmið íbúa Norðlingaholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.