Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.isb.is Hagstæ›  framkvæmdalán Húsfélagafljónusta Íslandsbanka ELLERT Hreinssyni á Flúðum brá heldur betur í brún er hann hugðist gera að rúmlega tveggja punda urr- iða sem hann veiddi á beitu neðst í Litlu-Laxá í Hreppum um helgina. Út valt hin stæðilegasta hagamús. Urriðinn hefur löngum verið álit- inn gráðugur ránfiskur og sagt hef- ur verið að urriðar éti mýs ef færi gefast. Þekktari eru þeir fyrir að éta andarunga, t.d. í Laxá í Mývatns- sveit. Garðar heitinn Svavarsson kaupmaður kunni sögu af „gríð- arstórum“ urriða sem veiddist frá báti í Langavatni á Mýrum og var með sjö hálfvaxna toppandarunga í maganum og Eyþór Sigmundsson kortaútgefandi veiddi sjö punda urriða í Ytri-Rangá sem var með fjóra stokkandarunga í maganum. Rafn Hafnfjörð prentsmiðjueig- andi, ljósmyndari og stanga- veiðimaður gerði eitt sinn þá tilraun við Laxá í Mývatnssveit að hnýta flugu sem líktist hagamús að stærð og lögun. Stórurriðar gerðu margar árásir á „fluguna“, en festu sig ekki. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ellert Hreinsson og sonur hans Orri með urriðann og músina. Hagamús á matseðli urriða VIÐRÆÐUR eru langt á veg komnar hjá fast- eignafélaginu Landsafli um leigu á hinu gamla skrifstofuhúsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Suð- urlandsbraut til hóps bæklunarlækna og fleiri aðila sem starfa nú í læknastöðinni við Álftamýri. Hafa læknarnir uppi áform um að reka stóra lækna- og sjúkraþjálfunarstöð í húsinu, með 70–100 starfs- mönnum, sem hefja mun rekstur í haust. Um er að ræða þrefalt stærra húsnæði en er til ráðstöfunar í Álftamýri, eða um 4.000 fermetra á fjórum hæðum við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir á læknastöðinni í Álftamýri, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þessar viðræður við Landsafl væru vel á veg komnar og í raun ætti aðeins eftir að undirrita leigusamninginn. Á sínum tíma stóð til að byggja upp höfuðstöðvar Símans á lóðinni við Suðurlandsbraut, en hætt var þúsund hjá bæklunarlæknunum og um 36 þúsund manns kæmu í sjúkraþjálfun. Einnig lægi fyrir áhugi fleiri sérgreinalækna á að komast inn í húsið við Suðurlandsbraut. „Við reiknum með mikilli uppbyggingu á þessu svæði hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttum. Gjörbylting hefur átt sér stað á þessum markaði. Þetta eru ekki lengur læknastofur úti í bæ sem eru opnar nokkra tíma í einu. Við erum að tala um stóra vinnustaði þar sem margir læknar eru hættir á sjúkrahúsunum og farnir að starfa við þetta ein- göngu,“ sagði Sigurður en reiknað er með hátt í þrjátíu sérfræðilæknum, nokkrum röntgenlæknum og nærri tuttugu sjúkraþjálfurum á vegum Sjúkra- þjálfunar Íslands. Þá er einn samstarfsaðili til við- bótar inni í myndinni, sem Sigurður vildi ekki upp- lýsa hver væri að svo stöddu. Samtals mætti reikna með 70–100 starfsmönnum í húsnæðinu nýja. við það og Landsafl keypti Símann út úr félagi, sem stofnað var um uppbyggingu á lóðinni. Landsafl er í eigu Íslenskra aðal- verktaka, Lands- bankans og Framtaks fjárfestingarbanka, áður Eignarhalds- félags Alþýðubankans. Sigurður sagði læknastöðina vinna að þessu verkefni í samstarfi við fleiri aðila en störfuðu í Álftamýri, m.a. hóp röntgenlækna, Sjúkraþjálfun Íslands, lyfsala og stoðtækjaaðila. Starfsemin væri fyrir löngu búin að sprengja húsnæðið utan af sér en Sigurður sagði að í Álftamýrinni leituðu tugir þúsunda fólks sér aðstoðar á ári hverju, þar af 20 Hið gamla húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut Áform um læknastöð með 70–100 starfsmönnum ENN urðu lífleg viðskipti með hús- bréf í Kauphöll Íslands í gær, eða fyrir nærri fimm milljarða króna. Um stuttan tíma myndaðist rétt innan við 1% yfirverð á bréfunum, þ.e. meira fékkst fyrir þau en kaup- verð sagði til um. Lítil viðskipti fóru fram á því verði en við lok við- skiptadags voru afföll algengustu vextir hér á landi lækkuðu og von- andi fylgja aðrir vextir eins og hús- bréfavextir á eftir. Mestu skiptir að ávöxtunarkrafa húsbréfa sé sem næst föstum vöxtum. Ég tel að þetta hafi greitt mjög fyrir fast- eignaviðskiptum og sé ekki síst mikil kjarabót fyrir þá sem eru að selja húsbréf,“ segir Jafet og tekur sem dæmi að árlega séu húsbréf gefin út fyrir um 30 milljarða. Afföll upp á 11%, sem var algengt á síðasta ári, þýði 3,3 milljarða sem kaupendur og seljendur húsbréfa hafi þurft að bera. Sé dæmi tekið um 5 milljóna króna húsbréf sem selt er á 4% yfirverði þá fást 200 þúsund kr. meira fyrir það en keypt var á. Afföll upp á 4% þýðir að 4,8 milljónir kr. fengjust fyrir bréfið. Aðspurður hvort sjá hafi mátt þessa þróun fyrir á árinu, að afföll lækkuðu þetta hratt eða hyrfu, seg- ir Jafet svo varla vera. Vegna yf- irvofandi stórframkvæmda spái margir hækkandi vöxtum og spurn- ing hvort um tímabundið ástand sé að ræða. hækkað á ný í 3,5%. Afföllin hafi svo lækkað hratt í síðustu viku þeg- ar gríðarleg viðskipti urðu. Á nokkrum dögum námu þau um 25 milljörðum króna, eða um helmingi af heildarútgáfu húsbréfa á síðasta ári. Mikil kjarabót „Þetta er ánægjuleg þróun og já- kvæð. Það var kominn tími til að húsbréfaflokka á bilinu 0,5 til 1,5%. Fyrir um ári voru afföllin í kringum 12% en hafa verið að lækka jafnt og þétt síðustu mánuði. Yfirverð hús- bréfa hefur ekki sést á markaðnum síðan árið 1999 þegar það varð mest rúm 5%. Jafet Ólafsson, forstjóri Verð- bréfastofunnar, segir að spurn hafi verið mikil eftir húsbréfum að und- anförnu og útgáfa bréfanna verið líflegri hjá Íbúðalánasjóði en áætl- anir gerðu ráð fyrir í upphafi árs. Eftirspurnin sé ekki síst mikil er- lendis, en þar seldust húsbréf fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Hefur Kaupþing einkum verið að selja húsbréfin, og þá í Bandaríkjunum. Jafet bendir jafnframt á að í dag sé lítið framboð af skuldabréfum og minnkandi spurn eftir lánsfé í bankakerfinu. Allt hafi þetta áhrif á viðskipti með húsbréfin og skýri að nokkru leyti að yfirverð sé farið að myndast. Búast megi við sveiflu- kenndum markaði á næstunni þar sem afföllin hafi verið við það að hverfa fyrir fáeinum vikum en Áfram lífleg viðskipti með húsbréf í Kauphöll Íslands í gær Yfirverð myndaðist um tíma , *  < *    H H  H  <  #$---   &%%' #7!9@2+=14!697Q<      : =   8  VERIÐ er að hefja framkvæmdir við gerð mislægra gatnamóta Stekkjarbakka, Reykjanesbrautar og Smiðjuvegar. Lögð verður brú yfir Reykjanesbraut þar sem Stekkjarbakki verður tengdur Smiðjuvegi en sitt hvoru megin brúarinnar verða hringtorg. Þá er áformað að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina rétt norðan við ökubrúna en einnig verða gerð undirgöng fyr- ir gangandi umferð undir Stekkjarbakka, Breiðholtsmegin. Framkvæmdum miðar vel en þær þurfa að ganga afar hratt fyrir sig þar sem áformað er að hleypa akandi umferð á gatna- mótin í nóvember. Gert er ráð fyrir að öllum frágangi verði lok- ið sumarið 2004. Áætlaður kostn- aður við verkið er 800–850 millj- ónir. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir hafnar við Stekkjarbakka DÆMI eru um að foreldrar ferming- arbarna panti sal undir fermingar- veisluna jafnvel ári áður en barnið á að fermast. Mjög hefur færst í vöxt að fermingarveislur séu haldnar í leigðum veislusal. Að sögn Margrétar Jóhannsdótt- ur hjá JT veitingum, sem sjá um veisluhöld á Hótel Loftleiðum, komu flestar pantanir fyrir fermingar- veislurnar í ár strax í fyrrahaust en fyrsta pöntunin var þó gerð í júní síð- astliðnum. Að sögn Signýjar Rafns- dóttur á Hótel Sögu er fyrsta pönt- unin fyrir næsta vor nú þegar komin. Salir bókaðir með árs fyrirvara ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.