Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞEGAR þetta er skrifað er stríðinu í Írak að mestu lokið og stjórn Sadd- ams Husseins fallin. Stríðið hófst með einhverjum gríðarlegustu loft- árásum sem sögur fara af með það beinlínis að markmiði að valda glundroða og skelfingu. Hörmungar þess hafa blasað við í stofum lands- manna og við hljótum því öll að fagna endalokum styrjaldarátak- anna, rétt eins og endalokum ein- ræðisstjórnar Husseins. Sá maður verður fáum harmdauði. Samfylkingin var hins vegar and- víg því að út í þennan hernað var far- ið, og að íslenska ríkisstjórnin skyldi lýsa siðferðilegum stuðningi við hann. Áttum við í því efni samleið með mörgum vestrænum rík- isstjórnum og leiðtogum. Menn spurðu með Robin Cook, í áhrifa- mikilli afsagnarræðu hans á breska þinginu: Af hverju þarf að ráðast í þessa styrjöld núna, þegar Vest- urlöndum stafar minni ógn af Íraks- stjórn en löngum áður, og þegar hvergi nærri er fullreynt með vopna- eftirlit? Fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna Jimmy Carter minnti á það í grein að þjóðaröryggi Bandaríkj- anna hefði ekki verið ógnað og sagði: „Styrjöld af þessu tagi getur aðeins verið síðasta úrræði eftir að allar leiðir til friðsamlegrar lausnar hafa verið reyndar til þrautar.“ En tjóir að fást um það nú, þegar Bandaríkjamenn og Bretar hafa haft skjótan sigur? Já, vegna þess að hér er um grundvallaratriði í sam- skiptum þjóða og leikreglum á al- þjóðavettvangi að tefla. Þær munu áfram verða til umræðu. Ekki síst þegar kemur að endurreisn og upp- byggingu Íraks. Þessar reglur varða ekki síst smáþjóðir en raddir þeirra heyrir enginn þegar vopnin eru látin tala. Þess vegna skiptir miklu að Ís- lendingar skilgreini hagsmuni sína í þessu efni, og fylgi þeim eftir með sjálfstæðri og ígrundaðri utanrík- isstefnu. Hér eru Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra lykilatriði. Banda- ríkjastjórn mistókst að afla víðtæks alþjóðlegs stuðnings við styrjald- arrekstur gegn Írak, en ákvað í kjöl- farið að hún þyrfti ekki afdrátt- arlausan stuðning öryggisráðsins. Með sama hætti virðist hún ætla að sniðganga Sameinuðu þjóðirnar við uppbygginguna í Írak. Íslendingar hljóta að vera andvígir þeirri stefnu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna voru settar á laggirnar eftir síðari heimsstyrjöldina til að reyna að koma í veg fyrir að annar arleikur endurtæki sig og því að lönd heimsins leystu ingsefni sín með friðsamle Því fer fjarri að þetta ætlu hafi tekist til fulls, og raun það margsinnis mistekist v stöðu einhvers stórveldan hlýtur þó að spyrja eins og isráðherra Þýskalands, Jo Fischer, gerði í nýlegu við eru valkostirnir? Hverra a kosta eigum við völ en að r efla þessar stofnanir í frið sinni? Þær eru eina brjóst ríkja ef vopnin eiga ekki a hvert skipti þegar deilur h er engin spurning að hags lendinga eru þeir að efla a og alþjóðastofnanir sem st batnandi samskiptum þjóð Og þar er komið að þeim sem blasir við í utanríkiss verandi ríkisstjórnar Ban anna. Bandaríkjastjórn h viljað fylgja Kyoto-bókun Loftslagssamning Samein anna. Hún vill ekki taka þ þjóðlega sakadómstólnum Sjálfstæð utanríkisstefn Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur „Samfylkingin boðar stefnu í utanríkismálum sem er í sam- ræmi við þann grunn sem lagð- ur hefur verið allt frá stofnun lýðveldis hér á landi.“ KONA á Vopnafirði spurði mig nýlega á fundi hvort ég sæi það fyrir mér að sonur hennar gæti komist yfir bát og kvóta. Nú er auðvitað billegt að svara eins og Frjálslyndi flokkurinn og segja að allir eigi að fá fiskveiðiheimildir og að allir eigi að fá skip. Orðrétt segir í stefnuskrá Frjálslynda flokksins eins og henni er dreift: „Forréttindakerfi að aflaheimildum verði aflagt í áföng- um á 5 árum. Núverandi rétthöfum kvótans verði tryggð aðlögun. Króka- veiðar landróðraskipa verði alfrjálsar í sóknarstýrðu veiðikerfi strand- veiðiflotans.“ Fólk tekur eftir því að hér er sagt skip en ekki bátur eða trilla, en með því er auðvitað verið að árétta að fisk- veiðar við Íslandsstrendur eigi að vera alfrjálsar þeim sem eru í réttum út- gerðarflokki en útgerðarflokkarnir eiga að vera fjórir, þannig að mismun- unin verður fjórskipt. Þetta er sú „sátt“ sem Guðjón A. Kristjánsson er að bjóða sínum gömlu félögum upp á sem völdu hann til forystu og treystu honum. En nú er Guðjón A. Krist- jánsson ekki lengur togaraskipstjóri. Nú stýrir hann öðru fleyi og gerir út á önnur mið. Tillögur vinstri grænna og Samfylk- ingarinnar eru af sama toga. Það á að taka veiðiréttinn af skipunum og sjó- mönnunum með lögum og veiðileiga eða ekki neitt að koma í staðinn. Ég trúi ekki á að þorskstofninn þoli það að hægt sé að sækja í hann hömlu- laust og fjölga skipum eftir hendinni. Því trúir fólkið í sjávarplássunum ekki heldur. Það veit að óhjákvæmilegt er að takmarka sóknina. Að öðrum kosti hrynur þorskstofninn eins hvarf og eins og loðnan hva lyndi flokkurinn horfir fram af því að honum finnst óþæ þurfa að svara þessu. Stefn Frjálslynda flokksins er lof kröfur en engin svör og eng lausnir. Nú gat ég auðvitað ekki konuna á Vopnafirði að son gæti keypt kvótalausan bát þess að hann mætti veiða e vildi og að allir mættu veiða þeir vildu. Þess í stað kaus að segja satt, árétta það sem vissum að kvótakerfið var s takmarka sóknina og að inn Fólk vill hafa fast land undir fótum á landsbyg Eftir Halldór Blöndal „Lausnin fyrir sjávarpláss- in er ekki að einblína á þorskinn og efna til stríðs milli útgerðarflokka og byggðarlaga.“ EÐLILEGT er að láta sig sjáv- arútvegsmál miklu varða og ég er í hópi þeirra sem gagnrýna núver- andi stjórn fiskveiða. Kerfið leiðir af sér ósanngjarna eignamyndun, sam- þjöppun veiðiheimilda, veldur byggðaröskun vegna þess að nýlið- un er nánast ógerleg og hefur ekki byggt upp fiskistofnana eins og til var ætlast, sérstaklega þorskstofn- inn. Þjóðin er líka ósátt við kerfið eins og nýleg könnun Fréttablaðs- ins leiðir í ljós, liðlega 80% svarenda eru andvígir því. Þá er málið í 3. sæti yfir þau mál sem kjósendur láta ráða afstöðu sinni til stjórn- málaflokka skv. könnun Fé- lagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Frambjóðandi Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi skrifaði grein í Mbl. í síðustu viku, lýsti sig sammála greiningu minni á vandanum í kerfinu og skoraði á mig að kynna mér stefnu hans flokks. Það hef ég gert og ég verð að segja að lausnir þær sem Frjálslyndi flokkurinn býður upp á eru ekki trú- verðugar og enda í öngstræti sem minna um margt á núverandi kerfi. Almennt má þó segja um sókn- arstýringu að hún hefur þann kost að brottkast hverfur og að veiddur afli kemur á land. Það er góð breyt- ing. Takmarkaður fjöldi veiðileyfa Megintillaga Frjálslyndra er að fara í sóknarstýringu og takmarka fjölda báta með veiðileyfum. Mér er mjög til efs að þessi leið gangi. Hæstaréttardómur féll fyrir rúmum 4 árum í svonefndu Valdimarsmáli og greining á dómnum lei að talið er óheimilt að tak þann fjölda báta sem hald veiða. Lögum var breytt þ allir bátar sem uppfylla a yrði fá veiðileyfi, en skilið veiðileyfis og veiðiheimild ætlar Frjálslyndi flokkur komast framhjá Hæstaré ardómnum? Mér sýnist a fyrst að breyta stjórnarsk taka af öll tvímæli um hei þess að stjórna fiskveiðum að takmarka stærð og fjö Nýliðun ómögu Takmörkun veiðileyfa o sóknardaga leiðir af sér s Öngstræti Frjálslyndra Eftir Kristin H. Gunnarsson „Aðeins tveir útgerðarflokkar er ákvarðaðir með útgáfu veiðileyf en hinir tveir flokkarnir takmark aðir við þær útgerðir sem eru í dag í viðkomandi flokkum.“ ENN UM EINKASKÓLA Í Morgunblaðinu sl. fimmtudag komfram að blikur væru á lofti um rekstur Landakotsskóla í Reykjavík, en hann er rekinn af kaþólsku kirkj- unni. Í viðtali við Vesturbæjarblaðið, sem vitnað var til í fréttinni, sagði Hjalti Þorkelsson skólastjóri að tæk- ist ekki að tryggja rekstrargrund- völlinn myndi hann leggja til að skól- anum yrði lokað vorið 2004. Hjalti bendir á að Reykjavíkurborg greiði 200 þúsund krónur á ári með hverju barni í skólanum, en í grunnskólum Reykjavíkur sé þessi kostnaður tal- inn vera a.m.k. 400 þúsund krónur. Áður hefur komið fram að svipuð staða er uppi í öðrum einkaskólum í Reykjavík og fjárhagsstaða þeirra hefur versnað til muna eftir að ábyrgð á fjármögnun grunnskóla færðist frá ríkinu til borgarinnar um miðjan síðasta áratug. Þeir eru, a.m.k. sumir hverjir, í sömu stöðu og Landakotsskóli, að þrátt fyrir veru- lega hækkun skólagjalda stendur reksturinn ekki undir sér og honum er í raun sjálfhætt nema borgin hækki framlag sitt. Slíkt væri auðvit- að gífurlegur skaði. Landakotsskóli á 106 ára sögu að baki og Ísaksskóli hefur starfað í tæpa átta áratugi, svo dæmi séu nefnd. Í þessum skólum hefur verið unnið merkilegt starf á sviði mennta- og uppeldismála. Út- tektir og athuganir sýna að þeir eru hagkvæmir í rekstri, ánægja nem- enda og foreldra þeirra með skóla- starfið er mikil og nemendurnir spjara sig vel í áframhaldandi námi, enda njóta skólarnir virðingar og eru eftirsóttir. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir í Morgunblaðinu í gær að von sé á til- lögum um næstu mánaðamót frá starfshópi, sem hafi verið falið að skoða hvernig bæta megi úr fjárhags- vanda einkaskólanna í borginni. Stef- án Jón segir að framlag borgarinnar verði aukið að vissu marki, án þess að nauðsynlegt verði að hækka skóla- gjöld upp úr öllu valdi. „Það er hins vegar alveg ljóst að við ætlum ekki að koma hér upp tvöföldu grunnskóla- kerfi í borginni. Við styðjum hið al- menna kerfi með hverfaskólum en hins vegar höfum við talið æskilegt að nokkrir skólar séu reknir sem sjálfs- eignarstofnanir og með ákveðna sam- félagsvitund að leiðarljósi. Við viljum tryggja að svo verði áfram,“ segir Stefán Jón í blaðinu. Yfirlýsingu formanns fræðsluráðs um að rekstur einkarekinna skóla í borginni verði tryggður ber að fagna. En um leið er nauðsynlegt að tíma- setning úrbótanna haldi, því að ef það dregst að borgin standi við sitt er rekstur skólanna á næsta skólaári settur í mikla óvissu. Hitt er svo annað mál að ummæli Stefáns Jóns bera vott um að borg- arstjórnarmeirihlutinn telji nóg að gert með því að varðveita þá einka- reknu skóla, sem þegar starfa í borg- inni. Það er skammsýnt sjónarmið. Þvert á móti á að auðvelda t.d. sam- tökum kennara og foreldra að stofn- setja skóla, gera foreldrum kleift að velja um skóla og láta fjárveitingar frá borginni fylgja nemendum í þann skóla, sem foreldrarnir velja. Þannig eru kostir einkaframtaksins nýttir í menntamálum, stuðlað er að betri nýtingu fjármuna skattgreiðenda, fjölbreytni og nýjar hugmyndir fá að blómstra og valfrelsi foreldra er tryggt. AUKINN ÞORSKAFLI Davíð Oddsson, forsætisráð-herra, skýrði frá því á stjórn-málafundi á Akureyri í gær- kvöldi, eins og fram kemur í fréttum Morgunblaðsins í dag, að fyrirsjáan- legt væri að hægt yrði að auka þorsk- afla á næsta fiskveiðiári frá 1. sept- ember nk. um 30 þúsund tonn. Forsætisráðherra sagði að togararall og aðrar mælingar gæfu þetta ótví- rætt til kynna. Í ræðu hans kom jafn- framt fram, að þessi aukning á þorsk- afla mundi leiða til aukningar útflutningstekna þjóðarinnar um 7–8 milljarða króna og að hagvöxtur mundi aukast um hálft prósent af þeim sökum. Þetta eru mikil tíðindi ekki sízt fyr- ir fólkið í sjávarplássunum um land allt. Þorskaflinn hefur verið að drag- ast saman síðustu árin og á yfirstand- andi fiskveiðiári er hann um 11 þús- und tonnum minni en árið áður. Er þorskkvótinn, sem talið hefur verið ráðlegt að veiða, kominn mjög nálægt því, sem hann komst lægst á kreppu- árunum á fyrri hluta síðasta áratugar. Það bakslag, sem kom í þorskstofn- inn eftir markvissa uppbyggingu hans á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, kom þjóðinni í opna skjöldu og vakti upp margar spurn- ingar um starfsaðferðir Hafrann- sóknastofnunar. Miðað við þær upplýsingar, sem fram komu í ræðu forsætisráðherra á Akureyri í gærkvöldi, virðist nú aukin bjartsýni um stöðu þorskstofnsins. Er það í samræmi við það, sem sjó- menn hafa haldið fram undanfarna mánuði. Í kosningabaráttunni að undan- förnu hefur komið skýrt í ljós, að megn óánægja er meðal fólks í sjáv- arplássunum. Sú óánægja hefur ekki sízt beinzt að fiskveiðistjórnarkerf- inu. Í því sambandi má ekki gleyma því, að sú grundvallarbreyting verður frá og með haustinu 2004 að útgerðin byrjar að greiða gjald fyrir réttinn til þess að nýta fiskistofnana við Ís- landsstrendur. Gjaldið er umtalsvert, þótt það hefði mátt vera hærra að mati Morgunblaðsins, eins og fram hefur komið. Aðalatriðið er þó að þetta grundvallaratriði hefur verið lögfest. Gagnrýni sjómanna á smábátum hefur beinzt að öðrum þáttum fisk- veiðistjórnarkerfisins. Um leið og veruleg aukning verður á þorskkvótanum frá og með upphafi næsta fiskveiðiárs má gera ráð fyrir að verulega dragi úr þeirri óánægju, sem til staðar hefur verið. Þær upp- lýsingar, sem nú eru komnar fram um aukinn þorskafla á næsta fisveiðiári, munu vafalaust hafa mikil áhrif á um- ræður um sjávarútvegsmálin á næstu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.