Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samtaka atvinnulífsins 29. apríl 2003 á Hótel Nordica Su›urlandsbraut 2, Reykjavík A‹ALFUNDUR Kl. 11:30 Venjuleg a›alfundarstörf Kl. 12:00 Hádegisver›ur Kl. 13:00 OPIN DAGSKRÁ Ræ›a formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Daví›s Oddssonar, forsætisrá›herra Bætum lífskjörin! Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnir sk‡rslu samtakanna um lei›ir til a› bæta lífskjörin í landinu me› kerfisumbótum. Í sk‡rslunni er fjalla› um reglubyr›i, einsleitari vinnumarka›, einkavæ›ingu, matvælaver› o.fl. Orsakir fl‡ska efnahagsvandans Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræ›ingur BDA - fl‡sku samtaka atvinnulífsins Kl. 14:45 Kaffi og me›læti í fundarlok D A G S K R Á TÆPUR helmingur starfsfólks Kaupþings banka á Íslandi er ekki í stéttarfélagi, að sögn Jónasar Hvannberg, starfsmannastjóra Kaupþings banka. „Fólki er í sjálfs- vald sett hvort það er í stéttarfélagi eða ekki. Það eru engar kvaðir á fólki að ganga í stéttarfélag,“ segir Jónas. Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir formanni Sambands Ís- lenskra bankamanna, SÍB, að það sé í lögum um Búnaðarbanka Íslands hf. að starfsmenn séu félagar í SÍB. Einhverjir af starfsmönnum Kaupþings banka munu vera í SÍB en flestir þeirra starfsmanna sem eru í stéttarfélagi eru félagar í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, VR. „Flestir af þeim sem eru í verkalýðsfélagi eru í VR. Fyrir þá sem ekki eru í félagi höfum við samninga VR og Samtaka atvinnu- lífsins til viðmiðunar. Upphaflega var Kaupþing fjármálafyrirtæki og margt ólíkt í starfsemi fyrirtækisins og almenns viðskiptabanka. Ég tel að SÍB-samningarnir hafi verið mið- aðir við starfsumhverfi og aðstæður sem ríkja í viðskiptabönkum. Ég held að starfsmenn annarra fjár- málafyrirtækja en banka séu í VR.“ Að sögn Jónasar verður farið yfir þessa þætti í sameiningarferli Kaup- þings banka og Búnaðarbankans sem nú tekur við. Gæti skapað vandamál „Þegar við sameinumst Búnaðar- banka þurfum við að taka tillit til þessara þátta. Við hjá Kaupþingi höfum enga skoðun á því hvort fólk eigi að vera í stéttarfélagi eða ekki. Vegna þess að VR-samningarnir eru ólíkir SÍB-samningunum getur þetta hugsanlega skapað einhver vanda- mál en það á eftir að ákveða hvernig á því verður tekið,“ segir Jónas. Engar kvaðir á starfsfólki að vera í stéttarfélagi REYKJAVÍKURBORG ætlar að inn- leiða samhæft árangursmat (e. bal- anced scorecard) í rekstri borg- arinnar á næstunni. Paul Niven, sem er einn af virtari sérfræðingum á þessu sviði, fræddi yfirstjórnendur borgarinnar og kjörna fulltrúa um gildi samhæfðs árangursmats hjá sveitarfélögum á fundi sem haldinn var í Gerðubergi í síðustu viku. „Við erum gífurlega áhugasöm um innleiðingu þessa kerfis,“ sagði Þórólfur Árnason borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að undirbúningsvinna hafi staðið yfir í um tvö ár og nú sé kom- ið að lokahnykknum. „Ég fór á ráð- stefnu í Stokkhólmi í febrúar um innleiðingu samhæfðs árangurs- mats í stjórnsýslu. Það var ákveðin opinberun fyrir mig að sjá þetta not- að í stjórnsýslu.“ Fyrirtæki hafa í auknum mæli tekið upp árangursmat, t.d. til að meta þjónustustig fyrirtækisins. Þórólfur segist hafa reynslu af slíku mati frá því hann var forstjóri Tals hf. Nú sé farið að beita sömu mats- aðferðum í stjórnsýslu, t.d. í Sví- þjóð, og þykir gefa góða raun. „Nú er komið að því að vinna þessu fylgi innan pólitíska kerfisins. Það er algjört skilyrði.Við ætlum að setja upp fáa en skýra mælikvarða á hvern einasta þátt í rekstri borg- arinnar.“ Í erindi sínu talaði Paul Niven um reynslu borga og sveitarfélaga er- lendis sem hafa innleitt samhæft ár- angursmat. Reykjavíkurborg er fyrsta sveit- arfélagið á Íslandi sem tekur upp samhæft árangursmat. Sett hefur verið upp heildarstefnukort fyrir borgina. Þar eru stefna hennar og markmið skýrð. Hinir ýmsu mála- flokkar borgarinnar byggja svo sín stefnu- og skorkort á heildarkort- inu, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Borgin tekur upp sam- hæft árangursmat VERÐ á hlutabréfum Búnaðarbank- ans hf. og Kaupþings banka hf. tók ekki miklum breytingum í Kauphöll Íslands í gær eftir fréttir helgarinn- ar, en tilkynnt var um samruna bankanna sl. laugardag. 22 viðskipti voru með bréf Bún- aðarbankans fyrir alls tæpa 61 millj- ón að markaðsverði, en lokaverð bréfanna í gær var 5,4 krónur á hlut og hækkaði um 2,86% frá lokun á föstudag. 20 viðskipti voru með bréf Kaup- þings banka hf. í Kauphöllinni í gær fyrir alls rúmar 77 milljónir króna að kaupverði. Lokaverð var óbreytt frá lokun markaðarins á föstudag eða 149,5 krónur á hvern hlut. Í Kauphöllinni í Stokkhólmi hækkaði verð Kaupþings banka hf. lítillega eða um 1,2% og endaði í 16,20 sænskum krónum á hlut. Mikil við- skipti en lít- il breyting Verðþróun BÍ og Kaupþings í gær BJÖRN Tryggvason, stjórn- armaður í Starfsmannafélagi Búnaðarbankans, segir að félagið vilji ekki tjá sig um sameiningu bankans við Kaupþing í bili. Sem Starfsmenn BÍ tjá sig ekki strax kunnugt er hafa stjórnendur bankanna getið þess í fjölmiðlum að til einhverra uppsagna geti komið í tengslum við samein- inguna. VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,13% frá fyrra mánuði og var 227,0 stig í apríl. Hækkunin er minni en fjármálafyrirtækin höfðu gert ráð fyrir en spárnar voru á bilinu 0,2– 0,3%. Vísitala neysluverðs án hús- næðis breyttist ekki milli mars og apríl. Verðbólgan er 2,3% á tólf mánaða tímabili en var 2,2% í mars. Verð- bólga er því enn undir 2,5% mark- miði Seðlabankans. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 4,2% verðbólgu á ári, segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs í apríl 2003 gildir til verðtryggingar í maí 2003. Vísitalan er nú reiknuð á nýjum grunni. Helstu breytingar nú er þær að hlutur húsnæðis eykst úr 18,3% af heimilisútgjöldum í mars 2002 í 20,3% í mars 2003 og hlutur matar og drykkjarvöru verður 15,2%, en var 16,3% í mars í fyrra. Föt, skór og húsnæði hækka mest Mest hækkun varð á verði á fatn- aði og skóm og á húsnæði. Mat- og drykkjarvörur lækkuðu milli mán- aða og verð á veitingastöðum einnig. Í Morgunkorni Íslandsbanka seg- ir að lok vetrarútsala á fötum og skóm skýri helst hækkun vísitölunn- ar milli mars og apríl. „Þetta er nokkuð minni hækkun en Greining ÍSB reiknaði með og virðist vera að verðlækkanir við upphaf útsalna ætli ekki að ganga að fullu til baka.“ Vægi húsnæðisliðar hefur aukist og í Morgunpunktum Kaupþings segir að húsnæðisverð sé sá liður innan vísitölunnar sem hækkað hef- ur hvað mest undanfarið. „Hækkun húsnæðisliðarins hafði 0,11% áhrif á vísitöluna til hækkunar en vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 1,1% undanfarna 12 mánuði. ... Það virðist því fyrst og fremst vera hækkun á húsnæðis- verði og þjónustu sem hefur fóðrað verðbólguna undanfarið.“ Í Hálffimm fréttum Búnaðar- banka segir að hækkunina megi að mestu leyti rekja til hækkunar á verði á fötum og skóm og hækkunar á húsnæði, „en samanlagt höfðu þessir liðir áhrif á vísitöluna um 0,25% til hækkunar. Helstu liðir sem höfðu áhrif á vísitöluna til lækkunar voru mat- og drykkjavörur og hótel og veitingastaðir.“ Nýr grunnur vísitölunnar byggist á neyslukönnun Hagstofunnar árin 2000 og 2001. Fyrir matvörur er stuðst við neyslukönnun frá 2002. Grunnur vísitölunnar er nú endur- nýjaður ár hvert til að koma í veg fyrir sveiflur. Vísitala neyslu- verðs í apríl 2003 '   !   ! $      ( )*              +%)   012  4/7": ,;   /5$ 0"+ %: ,;  8+3%" $+"71!+01: ,; 3 / 012 (  /012 4 . , ' 012  8+%<<9@%: ,; 4  ,' 4   0#12 ?%1 +#7+!+: ,; # .  012 (    012 '%00!+: ,; 5/   6'012  7/'  +'0 12  012 /   012 8    9)/  0#12 +, -./0/123 04+256  789 : E :;< : 1 : "#1 "1 " : 8%1'7 E D D , D Minni hækkun en gert var ráð fyrir $%'$ F $<#$G$<' H #%$(<%2$%( 0+%6+2$% ' '(0<  8/%<%0+6+%2$ 0+<% ' .$%'$H-G8 $0'$H .<2$ F 6+%2$%-0<HI6IJ 4!6KF'@ +2$ 6+%2$% <"H0+% 6+0+<'$ F '0H0%+2$%    L6693 +/5!G#+ +$ H #%+  0 1  1 4 5      1 ?(H 9!"1 G+ ( !+                                                        #   #        # #  #  #   # #      #        H  $/   9 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.