Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 4

Morgunblaðið - 15.04.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sjaldséður ránfugl á sveimi í Mýrdalnum SMÁFUGLASÖNGURINN í Fagra- dal þagnaði snögglega á föstudag þegar hættulegur gestur frá út- löndum tók að sveima yfir sveitinni. Síðan þá hefur lítið heyrst í smá- fuglunum og fréttaritari Morg- unblaðsins sefur því betur á morgn- ana. Að sögn Gunnars Hallgríms- sonar, fuglaáhugamanns, er að öll- um líkindum um að ræða vatna- gleðu sem er afar sjaldséður ránfugl hér á landi og gerir sér reyndar sjaldan ferð til annarra landa í Norður-Evrópu. Aðeins er vitað til að tvisvar áður hafi slíkur fugl sést hér á landi. Fyrir fimm árum flaug hingað svölugleða sem er náskyldur ætt- ingi. Hún hafðist hér við í um tvö ár en eftir að fýll spúði á hana lýsi tóku starfsmenn Náttúru- fræðistofnunar Íslands hana upp á sína arma og fluttu hana síðan til Skotlands þaðan sem hún var upp- runnin. Nú er sem sagt frænka hennar komin í heimsókn, fugla- áhugamönnum til mikillar ánægju og flykkjast þeir austur í Mýrdalinn í þeirri von að berja fuglinn augum. Gunnar Hallgrímsson er einn þeirra. Þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær hafði hann þó ekki séð fuglinn berum augum en af ljós- myndum sem fréttaritari Morg- unblaðsins tók taldi hann líklegast að um vatnagleðu væri að ræða, að öllum líkindum tegundarafbrigði sem á sér ekki heimkynni í Norður- Evrópu en er til bæði á Spáni og Ítalíu. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn þessarar tegundar. Það væri þó ekki einfalt mál að greina tegundina með vissu, m.a. vegna þess að fuglinn er að fella fjaðrir. Gunnar segir að vatnagleð- an sé á stærð við fálka en ekki eins fim. Hún gerir ekki skyndiárásir líkt og fálkinn en lifir fremur á hræjum og hremmir fugla og smá- spendýr þegar færi gefst. Morgunblaðið/Jónas Gleðan á sveimi milli Fagradals og Höfðabrekku austan við Vík. LÆKKUN tekjuskattshlutfallsins um fjögur pró- sentustig myndi gagnast yfirgnæfandi meirihluta skattgreiðenda betur en hækkun skattleysis- marka um 10.000 krónur á mánuði, samkvæmt út- reikningum ríkisskattstjóra fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Í minnisblaði skattstjóra til for- sætisráðherra, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að lækkun skatthlutfallsins myndi gagnast einstaklingum með 104.000 króna mánaðarlaun og hærri og hjónum með samanlögð 212.500 króna mánaðarlaun og hærri betur en hækkun skattleysismarkanna. Í svari ríkisskattstjóra til forsætisráðherra kemur fram að fyrir hjón með tekjur undir 2.550.000 kr. á ári sé skattalækkun meiri ef skatt- leysismörk séu hækkuð um 10.000 kr. á mánuði en ef skatthlutfallið lækki um 4% og persónuafsláttur verði óbreyttur. „Neðan þessara marka voru 8.116 hjón sem er um 14% allra hjóna. Af þeim hjónum sem greiddu skatt voru um 6.375 hjón neðan markanna og er það um 11% þeirra hjóna sem greiddu skatt,“ segir í svari skattstjóra. Fyrir einhleypa gagnast hækkun skattleysis- markanna betur þeim, sem hafa 1.250.000 króna árslaun eða lægri. „Neðan þessara marka voru um 34.900 einstaklingar sem er um 35% allra ein- hleypra. Af þeim einhleypum sem greiddu skatt voru um 12.000 neðan markanna og er það um 16% einhleypra, sem greiddu skatt,“ segir í svarinu. Forsætisráðherra spurði ríkisskattstjóra jafn- framt hvað skatthlutfall þyrfti að vera á tekjur yfir 150.000 krónur á mánuði ef skattleysismörk yrðu hækkuð um 10.000 krónur á mánuði og 30% skatt- ur síðan lagður á tekjur þar yfir og upp að 150.000 krónum, m.ö.o. ef einhvers konar fjölþrepaskatt- kerfi væri tekið upp þar sem fyrsta þrepið væri 30%, en miðað væri við að ríkissjóður missti ekki aðrar tekjur en sem leiddi af hækkun skattleys- ismarkanna. Í svari ríkisskattstjóra kemur fram að samkvæmt útreikningum embættisins þyrfti þetta skatthlutfall að vera um 47%. Þá er gert ráð fyrir því að hátekjuskatturinn sé óbreyttur, þann- ig að þeir, sem hefðu tekjur yfir u.þ.b. 340.000 krónum á mánuði, greiddu þá 52% af tekjum um- fram þá tölu í skatt. Samanburður á 4% lækkun skatthlutfalls og 10.000 kr. hækkun skattleysismarka Mikill meirihluti hagnast meira á lægra skatthlutfalli Fór eðlilega með „Stebbi stóð á ströndu“ TÆPLEGA fimmtugur maður var í gær dæmdur til að greiða sekt og sviptur ökuréttindum fyrir að aka bifreið sinni um Kópavog undir áhrifum deyf- andi lyfja í fyrrasumar. Maður- inn neitaði sök en játaði að hafa kvöldið áður tekið 2–4 svefntöfl- ur en ekki neytt lyfsins eftir það. Lögreglan stöðvaði för mannsins eftir að vitni hafði til- kynnt undarlegt aksturslag hans. Hann hefði m.a. um tíma ekið bifreið sinni á röngum veg- arhelmingi og í tvígang misst hana út fyrir akbrautina og hefði þá minnstu munað að hann æki á ljósastaur. Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa verið fær um að stjórna bifreið og kann- aðist ekki við að akstur hans á umræddri leið hefði verið skrykkjóttur eða aðfinnanlegur með öðrum hætti. Í skýrslu læknis sem skoðaði manninn eftir handtökuna segir m.a. að hann hafi verið þreytu- legur og geispað í viðtalinu, gangur hans rólegur og nánast yfirvegaður. Tal hans var skýrt og hann fór eðlilega með „Stebbi stóð á ströndu“ o.s.frv. Hreyf- ingar voru allar hægar og fín- hreyfingar klaufalegar. Rann- sókn á þvagsýni leiddi í ljós talsvert af svefnlyfjum sem benti til þess að hann hefði tekið fleiri töflur en hann viður- kenndi, þótt ekki væri útilokað að framburður hans væri réttur. Maðurinn krafðist sýknu en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það. Auk 70.000 króna sektar þarf maðurinn að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl. Sigríður Elsa Kjartansdótt- ir sótti málið f.h. sýslumannsins í Hafnarfirði. Þorgeir Ingi Njálsson kvað upp dóminn. DANSARAR á öllum aldri sýndu listir sínar á fjölmennri nem- endasýningu Jazzballettskóla Báru, sem haldin var í Borg- arleikhúsinu í gærkvöldi. Þar sýndu nemendur dansa sem þeir höfðu lært í skólanum í vetur. Á meðal þeirra sem tóku sporið voru þessar ungu dansmeyjar sem stóðu sig vel á sviðinu í Borg- arleikhúsinu. Morgunblaðið/Jim Smart Dansmeyj- ar í Borgar- leikhúsi FRÆÐSLURÁÐ Hafnarfjarðar telur Íslensku menntasamtökin ekki hafa gefið nægilega skýrar upplýsingar um hvernig þau hygg- ist tryggja áframhaldandi rekstur leikskólans Tjarnaráss. Þetta var niðurstaða aukafundar sem fræðsluráð hélt síðdegis í gær, að sögn Magnúsar Baldurs- sonar, fræðslustjóra Hafnarfjarð- ar. Ákveðið var að boða forsvars- menn ÍMS á fund í hádeginu í dag með fræðslustjóra, leikskólafull- trúa og lögmanni bæjarins. „Á fundinum munum við óska frekari skýringa á hvernig samtökin hyggjast standa að rekstri leik- skólans,“ segir Magnús. Til í viðræður um yfirtöku Samtökin munu einnig hafa lýst sig reiðubúin til viðræðna um yf- irtöku bæjarins á leikskólanum en Magnús segir að fræðsluráð vilji fyrst kanna hvernig samtökin ætla að standa að rekstrinum áður en aðrar leiðir verði skoðaðar. Ef samtökin reynist hins vegar ekki geta tryggt reksturinn í samræmi við gerðan þjónustusamning á milli aðila þurfi bæjaryfirvöld að leita annarra leiða. Vilja nánari skýringar á áfram- haldandi rekstri Tjarnaráss FIMM stéttarfélög innan Samiðnarhafa sameinast í Félag iðn- og tækni- greina, FIT. Félögin sem standa að hinu nýja félagi eru Bíliðnaðarfélagið, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Félag garðyrkjumanna, Málarafélag Reykjavíkur og Sunniðn. Sameiningin var samþykkt á stofn- fundi á laugardag, en áður hafði farið fram atkvæðagreiðsla innan aðildar- félaga. Hilmar Harðarson, formaður, segir að með sameiningunni sé fyrst og fremst verið að veita félagsmönn- um meiri og betri þjónustu. Stéttarfélög sameinast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.