Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 33 ✝ Þorsteinn Magn-ússon fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Mýra- sýslu hinn 6. apríl 1943. Hann lést á heimili sínu að Svartagili í Norður- árdal hinn 6. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Andrea Davíðsdótt- ir, f. 9. nóvember 1916, d. 24. apríl 1999, frá Arnbjarg- arlæk í Þverárhlíð, og Magnús Kristinn Kristjánsson, f. 28. júní 1916, d. 20. janúar 2003, frá Hreðavatni í Norðurárdal. Systkini Þorsteins eru: Magnús, f. 13. nóvember 1944, Sigurlaug, f. 10. júlí 1947, Guðbjörg, f. 4. nóvember 1952, og Davíð, f. 31. mars 1956. Hálf- systir Þorsteins er Hrafnhildur Sveinsdóttir, f. 28. maí 1936. Þorsteinn eignaðist eina dótt- ur, Öddu Magný, f. 26. júlí 1979. Barnsmóðir hans er Björk Emilsdóttir, f. 2. september 1954. Uppeldisdóttir Þorsteins er María Sæmundsdóttir, f. 12. desember 1974. Að loknu grunn- skólanámi stundaði Þorsteinn nám við Héraðsskólann í Reykholti og þaðan lá leiðin í Bænda- skólann á Hvann- eyri þar sem hann útskrifaðist sem bú- fræðingur árið 1961. Að loknu námi gerði Þorsteinn út gröfu og vörubíl þar til hann hóf bú- skap á Svartagili í Norðurárdal árið 1980 og bjó hann þar til dánardags. Útför Þorsteins fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 15. apríl og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Elsku pabbi minn er farinn frá okkur eða Steini á Svartagili eins og flestir þekktu hann, kallið kom alltof snemma og eftir situr maður með brostnar vonir og sorg í hjarta. Það var svo margt sem við tvö áttum eftir að gera saman og ég hélt alltaf að við hefðum nægan tíma, manni finnst þetta svo ósanngjarnt því hann pabbi var maður sem vildi allt fyrir aðra gera en lét sjálfan sig sitja á hakan- um. Til hans var alltaf gott að koma og það var sama hver kom að Svarta- gili, pabbi tók á móti öllum sem höfð- ingjum og þaðan fór enginn með tóm- an maga. Pabbi átti stórafmæli sama dag og hann lést. Hann var sextugur en hann var nú ekkert að kippa sér upp við það, þetta var eins og hver annar dagur í hans augum. Ég talaði við hann fyrr um daginn og þá var hann svo hress og kátur en ég mátti sem minnst tala um afmælið hans, hann vildi alltaf miklu frekar fá fréttir af mér, hvað ég hefði nú verið að gera af mér og þar fram eftir götunum, hann bar alltaf minn hag fyrir brjósti. Ég man svo vel eftir því þegar ég var yngri þá beið ég alltaf óþreyjufull eftir því að skólanum lyki svo að ég kæmist í sveitina til pabba, þar var alltaf líf og fjör á sumrin. Pabbi var oftast með ráðskonur og vinnumenn og svo þegar heyskapur stóð sem hæst þá hjálpuðu allir til, fólk úr sum- arbústöðunum á Svartagili kom og heyjaði með honum en við það mynd- aði pabbi sterk vináttubönd sem aldr- ei munu gleymast. Elsku pabbi, þín verður sárt sakn- að og ég fæ sting í hjartað við tilhugs- unina að fá ekki að sjá þig aftur eða heyra þig hlæja. Þær minningar sem við eigum nú saman eru mér ómet- anlegar og verða vel varðveittar og ég veit að þú munt vaka yfir mér eins og þú hefur ætíð gert. Þín dóttir, Adda Magný. Steini á Svartagili, eða pabbi eins og ég kallaði hann lengst af, hefur kvatt þennan heim um aldur fram. Ótímabært fráfall hans er mikið áfall, ekki síst fyrir elsku systur mína. Við Adda eigum margar góðar minningar úr sveitinni, sér í lagi þegar við vor- um yngri, en það er svo erfitt að koma þeim á blað. Þess vegna vil ég minnast hans með einu erindi úr Kveðju eftir Bubba Morthens: Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Ég er honum þakklát fyrir það veganesti sem hann gaf mér og mun minningin um hann fylgja mér um ókomna tíð. Systkinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill og ekki síður systk- inabarnanna sem voru í miklu uppá- haldi hjá honum. Elsku Adda mín, þegar stórt er spurt verður fátt um svör, en ég bið Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Þú varst ljósið hans og áttir hug hans allan. María. Bumbi datt, Bumbi datt! Skríkti í litlu stelpunni. Síðan var hún móðir mín hlaupin í öruggt skjól undir pils- faldi ömmu. Eftir sat á hlaðinu lítill strákur með sært stolt, sótrauður af reiði. Stuttu seinna var hann kominn brosandi upp á hlöðuloft og hélt áfram að negla saman pínulítil dúkkuhúsgögn handa þessari sömu stríðnu systur. Mamma hefur oft sagt mér þessa sögu og margar fleiri frá því að þið voruð að vaxa úr grasi heima í Norð- tungu. Þetta sá ég fyrir mér þegar hún sagði mér að þú værir dáinn. Ég sá fyrir mér þennan einstaka mann. Mann sem stundum varð reiður en samt alltaf svo ljúfur og tilbúinn að gleðja og hjálpa. Mann sem hreif fólk fyrir hreinskilni sína. Mann sem hafði fastar og ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét það ekki hafa áhrif á sig þótt ekki væru alltaf allir sam- mála. Það var alltaf yfir þér einhver æv- intýrablær og það hlakkaði í litlu strákshjarta í hvert skipti sem Steini kom. Það var sama hvort það var á Land Rover, Datsun, gröfu eða trakt- or. Alltaf fylgdi þér eitthvert vafstur sem var svo gaman að fylgjast með eða taka þátt í þegar ég hafði aldur til. En með öllu þessu vafstri bjóst þú til í huga mér ævintýraland og varst allt það sem ungan dreng dreymdi um að vera. Með vörubíl, gröfu, stóra traktora og fullt af fólki í ævintýra- legri heyskaparútgerð. Þannig urðu þínir draumar stundum að mínum. Miklir draumar, byggðir af stórum hug. En sumir draumar verða alltaf draumar og eiga að fá að vera það. Kannski líkt og eini heyvagninn í hér- aðinu sem þekktur var undir nafni: Draumurinn. En það var svo ótalmargt annað en vélar og tæki sem gerðu þig að þess- um heillandi ævintýramanni. Góð- mennska þín og þolinmæði þegar lít- ill forvitinn drengur sat hjá þér í gröfunni og spurði um hverja þá skrúfu og slöngu sem fyrir augu bar og hvað það nú væri sem gerði þessa gröfu betri en hina. Þegar þér svo þótti nóg um, þá snerir þú þér hlæj- andi að mér og bara gafst mér kara- mellu, vitandi að það tæki mig dágóð- an tíma að tyggja og því þegði ég líklega á meðan. Þú hreifst mig oft frá amstri hvers- dagsleikans þegar þú sagðir sögur frá liðinni tíð. Sögur af öllu því fólki sem átti athvarf í Norðtungu eða af uppátækjum afa og bræðra hans á Hreðavatni. Þú hafðir einstakan hæfileika til að gæða sögurnar lífi þannig að fyrir mér eru þetta ljóslif- andi atburðir sem eins hefðu getað gerst í gær. Ég sá það síðan í haust sem leið, að fátt hafði breyst þegar ég spurði Arn- ór son minn hvort hann vildi koma með að heimsækja Steina á Svarta- gili. Tilhlökkunin sem skein úr aug- um hans sagði meira en mörg orð. Hann vissi líkt og ég að aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér. Það var alltaf gaman að koma að Svartagili. Hvort sem erindið var ekkert, að smala kindum eða kjúk- lingum. En nú finnst mér það hafa verið allt of sjaldan þar sem ég get aldrei gert það aftur. Nú ert þú horfinn til annarra starfa á nýjum slóðum og skilur eftir þig tóm í mörgum hjörtum En við reynum að hugga okkur við það að allt hafi sinn tilgang, bæði lífið og dauðinn. Ég er þakklátur fyrir það að hafa þekkt þig og átt þig að frænda. Þakk- látur fyrir þá góðmennsku sem þú alltaf sýndir mér og umfram allt, þakklátur fyrir allar þær minningar sem ég á um einstakan mann. Löngum var ég læknir minn lögfræðingur, prestur. Smiður, kóngur, kennarinn kerra, plógur, hestur. (Steph. G. Steph.) Guðmundur Andri Skúlason. ÞORSTEINN MAGNÚSSON  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG HELGA SVEINSDÓTTIR, Suðurhólum 26, sem lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 11. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Sigríður R. Ólafsdóttir, Höskuldur Einarsson, Jón Ólafsson, Sigfús Ómar Höskuldsson, Hlynur Höskuldsson, Helga Höskuldsdóttir, Ólafur Jónsson, Haukur Ingi Jónsson, Halldór Hrafn Jónsson og langömmubörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐRÁÐUR DAVÍÐSSON bóndi í Nesi í Reykholtsdal, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. apríl. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju laugar- daginn 19. apríl kl. 11.00. Vigdís Bjarnadóttir, Bragi Guðráðsson, Bjarni Guðráðsson, Helga Guðráðsdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, FANNEY JÓNSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 11. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni þriðju- daginn 22. apríl kl. 13.30. Baldur H. Jónsson, Edda M. Jensdóttir, Brjánn Baldursson, Jón Ægir Baldursson, Jens Fannar Baldursson, Brynhildur Baldursdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁGÚSTA UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Litla Ósi, Vestur-Húnavatnssýslu, andaðist á Landspítala Fossvogi föstudaginn 11. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Þorvaldur Björnsson, Már Þorvaldsson, Álfheiður Sigurðardóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Hermann Ólafsson, Björn Þorvaldsson, Birna Torfadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Gréta Jósefsdóttir, Ágúst Þorvaldsson, Bergþóra Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VERONIKA KONRÁÐSDÓTTIR, Bogahlíð 18, Reykjavík, andaðist á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 13. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur G. Þorsteinsson, Þórarna Ólafsdóttir, María B. Þorsteinsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Björg Björgvinsdóttir, Anna S. Ingólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.