Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 13 Er allt í góðu hjá þér, ennþá? Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Þjónustuver 560 5000 www.vis.is Þegar allt gengur vel og allir eru frískir og heilbrigðir er sjálfsagt að huga að því að tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Slys eða veikindi gera aldrei boð á undan sér. Hafðu fjárhagslegt öryggi þitt og fjölskyldunnar tryggt. Þú færð Lífís líf- og sjúkdómatryggingar hjá VÍS og Landsbankanum. F í t o n / S Í A F I 0 0 6 5 5 6 KEILIR, nýtt olíuskip Olíudreif- ingar ehf., lagðist í fyrsta sinn að íslenskri bryggju á föstudag þegar skipið kom með skipaolíu til Fá- skrúðsfjarðar. Skipið var smíðað í Shanghai í Kína en kjölur þess var lagður fyr- ir um tveimur árum. Skipið, sem er hannað af Ráðgarði skiparáð- gjöf ehf., er 103 metra langt og tekur um 5.200 rúmmetra af olíu og er því stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga á síð- ari árum en jafnframt fyrsta olíu- skipið sem smíðað er sérstaklega fyrir Íslendinga í nærri aldarfjórð- ung eða frá því Stapafell kom nýtt hingað til lands árið 1979. Keilir er tíunda olíuskipið í eigu Íslendinga en þau hafa ekki öll verið smíðuð sérstakalega fyrir Íslendinga. Keilir leysir af hólmi olíuskipin Kyndil og Stapafell og segir Hörð- ur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, að með Keili breyt- ist nokkuð mynstrið í deifingar- þjónustu fyrirtækisins. „Skipið verður bæði í stranddreifingu en sækir einnig olíu til útlanda. Á heimsiglingunni frá Kína tók Keilir til dæmis pálmaolíu í Indónesíu og flutti til Lettlands og fór jafnframt tvær ferðir með olíu frá Lettlandi til Þýskalands, áður en það tók ol- íu í Svíþjóð og sigldi til Íslands. Skipið mun á næstu vikum fara tvo hringi í kringum landið og losa olíu á strandhöfnum.“ Áherslan á öryggismálin Hörður segir að skipið kosti fullbúið tæpan einn milljarð króna. Við hönnun skipsins hafi höfuð- áherslan verið lögð á öryggimálin. „Um borð er meðal annars full- kominn slökkvibúnaður, auk þess sem skipið er með tvöföldum byrð- ing og er þannig sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Skipið er ennfremur hannað með tilliti til ís- lenskra aðstæðna. Það ristir aðeins 6,3 metra fulllestað og kemst þannig inn í flestar hafnir landsins. Þá eru á skipinu tvær bógskrúfur í stað einnar ef önnur skyldi bila. Þá er í skipinu varaaflsvél sem trygg- ir að hægt er að koma skipinu til hafnar ef aðalvélin skyldi bila.“ Alls eru 10 manns í áhöfn Keilis. Skipstjóri á Keili er Páll Ægir Pét- ursson. Skipið verður til sýnis við Miðbakkann í Reykjavík á morg- un, miðvikudag, milli kl. 15.00 og 17.00. Fyrsta nýsmíðin í nærri aldarfjórðung Morgunblaðið/JGÓ Nýtt olíuskip leggst í fyrsta sinn að íslenskri bryggju IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneyti boðar til kynningarfundar um niður- stöður starfshóps um „Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjufram- kvæmda fyrir árin 2003–2008“. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri á morgun, 16. apríl, og stendur frá kl. 12–13.30. Í frétta- tilkynningu frá ráðuneytinu segir m.a.: „Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, mun ávarpa fundinn, en síðan verða niðurstöður starfshópsins kynntar. Einnig verða á fundinum erindi og hagnýtar ábendingar frá verkfræðistofum/að- ilum með mikla reynslu er varða þátttöku í stóriðjuverkefnum, um það hvernig íslensk fyrirtæki geta sem best undirbúið sig í þeim til- gangi að ná sem mestum árangri varðandi tilboð og verkefni í fyrirsjá- anlegum stóriðjuframkvæmdum.“ Kynningar- fundur um stóriðjufram- kvæmdir Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.