Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tríó Artis: Kristjana Helgadóttir flautuleikari, Gunnhildur Einarsdóttir
hörpuleikari og Jónína Hilmarsdóttir víóluleikari.
TRÍÓ Artis heldur tónleika í Saln-
um, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.
Tríóið var stofnað árið 2001 af
Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleik-
ara, Kristjönu Helgadóttur flaut-
leikara og Jónínu Hilmarsdóttur
víóluleikara. Í kvöld flytja þær Pré-
lude fyrir einleikshörpu eftir André
Jolivet, Air fyrir einleiksflautu og
tríóið And then I kneẃt was wind
eftir Toru Takemitsu, Capriccio
fyrir einleiksvíólu eftir Henri
Vieuxtemps og sónata fyrir flautu,
víólu og hörpu eftir Claude Debussy
Tríó Artis var stofnað árið 2001.
Gunnhildur Einarsdóttir hörpu-
leikari hefur lokið B.A. gráðu frá
Tónlistarháskólanum í Amsterdam
og leggur nú stund á mastersnám
við sama skóla þar sem hún sérhæf-
ir sig í flutningi samtímatónlistar.
Hún hefur m.a. leikið með The
royal wind music, Ensemble voor
niewe musik, Opera Studio Neder-
land og The Kollision Kwartett.
Kristjana Helgadóttir flautuleik-
ari stundaði framhaldsnám frá
1995-1999 við Tónlistarháskólann í
Amsterdam. Hún lauk mast-
ersgráðu þaðan auk þess sem hún
tók eitt ár í að sérhæfa sig í flutn-
ingi samtímatónlistar. Hún hefur
haldið fjölda tónleika á Íslandi sem
og erlendis bæði ein og í samvinnu
við aðra tónlistarmenn.
Jónína Auður Hilmarsdóttir
víóluleikari stundaði framhaldsnám
frá 1994-2001 við Tónlistarhá-
skólana í Brussel, Amsterdam og
Berlín. Hún lauk kennaraprófi og
B.A.- og mastersgráðu með áherslu
á einleik og kammertónlist. Hún
hefur m.a. leikið með Nederlands
Kamerorkest, Ensemble voor niewe
musik og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands.
Þrjú verk fyrir
einleikshljóðfæri
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var sérstaklega eftirtektar-
vert á tónleikum helgarinnar, að það
var húsfyllir á tvennum þeirra – þar
sem ný íslensk tónlist var flutt – en
fámennt á tónleikum þar sem verk
látinna útlendra meistara var leikin.
Sigrún Eðvaldsdóttir var í burðar-
hlutverki á öllum þessum tónleikum,
þannig að erfitt er að skýra þennan
aðsóknarmun með því að honum ráði
val tónleikagesta á flytjendum. Þá
var blíðviðri á laugardag, þegar ungt
fólkt fyllti nýja sal Borgarleikhúss-
ins til að hlusta á leikhústónlist Jó-
hanns Jóhannssonar, en hraglandi
sólarhring síðar þegar Kammerhóp-
ur Salarins lagði til atlögu við þá
Prokofijev og Poulenc, – þannig að
varla skýrist munurinn af löngun
fólks til útiveru. Auðvitað getur
margt fleira ráðið aðsóknarmunin-
um, – engu að síður var hann sláandi.
Það var líka sérstakt hve áheyrenda-
hóparnir voru ólíkir. Hjá Kammer-
hópi Salarins, Prokofijev og Poulenc
voru kunnugleg andlit fólks sem
sækir oft kammertónleika, en gestir
Eþoskvartettsins og Jóhanns Jó-
hannssonar voru fólk sem frekar
sækir aðra tónleika. Þar kunna að
skipta máli tengsl Jóhanns við Til-
raunaeldhúsið og Apparat. Þótt vel
megi skilgreina tónlist hvorra
tveggja þessara tónleika sem kamm-
ertónlist var eins og himinn og haf
skildu á milli hvað þetta ólíka públik-
um snerti. Eldri kammermúsíkunn-
endur hefðu að ósekju mátt vera
fleiri að hlusta á það sem ungt ís-
lenskt tónskáld er að gera á þessu
sviði, og unga fólkið hefði vafalítið
skemmt sér álíka vel undir Prokofij-
ev og Poulenc. Tónleikar Vox aca-
demica og Rússíbana með Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur og Sigrúnu Eðvalds
voru talsvert öðruvísi, aðallega fyrir
umfangið og fjölda flytjenda, – en
þar var þó líka verið að flytja nýtt ís-
lenskt verk, Hjörtinn eftir Hróðmar
Sigurbjörnsson við ljóð Ísaks Harð-
arsonar.
Það er ekki alltaf að tónlist sem
samin er til flutnings í leikhúsi, með
leikverki, geri sig í flutningi á tón-
leikum, en einmitt það hvort það
tekst er oftar en ekki mælikvarði á
lífslíkur hennar. Englabörn voru
sterkt og áhrifamikið leikverk, og
tónlist Jóhanns Jóhannssonar átti
sinn þátt í að gera sýninguna jafn vel
heppnaða og raunin varð. Undir
átakanlegu drama af afbrigðilegum
tengslum eða tengslaleysi persóna
verksins var tónlistin eins og flosm-
júkt teppi, í svo mikilli andstæðu við
það sem kraumaði undir niðri að
harður veruleiki sviðsverksins varð
ennþá ýktari og napurri. Þar var það
tónlistin sem umvafði persónurnar
þeirri hlýju og samúð sem þær upp-
lifðu ekki hver hjá annarri, fyrir utan
kannski aðalpersónurnar, – systkin-
in. Tónlist Jóhanns Jóhannssonar
við verkið kom út á geisladiski á sín-
um tíma, en hefur ekki áður verið
flutt á tónleikum. Það er skemmst
frá því að segja að verkið stóð fylli-
lega fyrir sínu í tónleikaformi, þótt
vitaskuld missi það sitt annað sjálf
þegar leikritið vantar. Það sem tap-
ast lifnar á annan hátt í tónleika-
forminu, þegar athygli salarins bein-
ist fyrst og fremst að tónlistinni.
Eþoskvartettinn, með Sigrúnu Eð-
valds í fararbroddi, lék verkið
feiknavel, Matthías Hemstock lék á
slagverk en sá líka um tölvuhljóð,
meðan tónskáldið stóð vaktina á pí-
anó, harmóníumorgel, rafmagns-
hljómborð og tölvu. Með lýsingu,
sem jafnframt gegndi því hlutverki
að skipta verkinu í kafla, varð út-
koman sterk og áhrifamikil. Tónlist-
in er ekki margbrotin, en margt í
henni. Hljómræn lýrík og svellandi
rytmík takast á, þótt átökin verði
aldrei yfirþyrmandi, en ágerist hægt
og bítandi eftir því sem á verkið líð-
ur. Sterk tilvísun í Ísland ögrum
skorið er ágeng og áhrifamikil. Íhug-
un eða andakt er kannski rétta orðið
til að lýsa stemmningunni í tónlist
Jóhanns, og á blíðviðrisdegi eins og á
laugardaginn ímyndaði maður sér að
verkið myndi hljóma unaðslega leik-
ið einhvers staðar úti í guðsgrænni
náttúrunni, þar sem hægt væri að
fleygja sér út af á grasgrænan bala
og njóta hennar um leið.
Seint verður sagt um Prokofijev
og Poulenc að þeir séu menn hinnar
íhuglu andaktar, – í það minnsta ef
mið er tekið af verkunum sem
Kammerhópur Salarins lék á sunnu-
dag í Salnum. Fiðlusónata þess fyrr-
nefnda, op. 94, er kraftmikið verk og
átakamikið, og var feiknavel leikið af
þeim Sigrúnu Eðvalds og Miklos
Dalmay. Hægi kaflinn, andante, var
þó í hraðara lagi, – eða öllu heldur
ívið órólegur, en blæbrigðaríkur
engu að síður. Það sem helst mætti
finna að var að spilastíll Sigrúnar,
heitur, hlýr og tilfinningaþrunginn,
var kannski of rómantískur og hent-
aði þessu verki síður en til dæmis
tónlist Jóhanns deginum áður. Einar
Jóhannesson var gestur Kammer-
hóps Salarins í verki Poulencs
Rapsodie Nègre, og þar var allt á
sömu bókina lært, framúrskarandi
flutningur á gleðimúsík af bestu sort.
Einar var sjálfur í einsöngshlutverk-
inu í miðþættinum, Honoloulou, við
ljóð sem tónskáldið orti ljóð í nafni
Makoko Kangourou á einhvers kon-
ar „afrísku“. Bráðskemmtileg uppá-
koma í verki sem dregur dám af alls
konar tónlist; – þjóðlegri, arabískri,
kínverskri, afrískri og guð má vita
hvað. Í spjalli fyrir tónleikana vitnaði
Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld ein-
mitt í þau orð Ravels þegar hann
heyrði verkið fyrst: „Gaman alltaf að
honum Poulenc, – finnur upp sína
eigin þjóðhætti.“
„Þjóðhættirnir“ voru líka í fyrir-
rúmi á tónleikum sunnudagskvölds-
ins í Salnum, þar sem Rússíbanar
hófu leik á þjóðlegu nótunum með
tónlist frá ýmsum löndum. Sigrún
Hjálmtýsdóttir fór algjörlega á kost-
um með þeim í þremur Napólísöngv-
um, Non ti scordar di me, La danza
og Te voglio bene assaie, og er vafa-
samt að smellur Rossinis, La danza,
hafi áður heyrst í jafn glimrandi og
súrrandi fjörugum flutningi hér á
landi. Íslenska þjóðlagið Ó mín flask-
an fríða í flutningi kórsins og Guðna
Franzsonar kom svolítið á skjön inn í
þessa taumlausu ítölsku gleði, en
betra var lag Victors Urbancic (sem
einnig útsetti flöskuna fríðu), Þreyr
mín lund við gamalt vikivakakvæði.
Karlar sungu fallega veikt, og sópr-
anrödd kórsins svo klingjandi tært
og hreint. Arabískur dans í klezmer-
stíl kom í kjölfarið, þar sem Sigrún
Eðvalds spreytti sig á gyðinglegum
fiðluleik. Hér hefði hún mátt snúa
aðeins upp á spilastílinn, beita sér
minna og nota minna víbrató. Hún
var þó hins vegar frábær með Tatu
Kantomaa í Sígaunavísum Pablos de
Sarasate, – þar var hún vel heima og
heiti og tilfinningaríki stíllinn það
sem við átti. Það voru gríðarleg fagn-
aðarlæti í salnum að flutningi þessa
verks loknum, dúndrandi stemmn-
ing og fjör. Hægur klezmerdans,
Freylakhs, var flottur, en vantaði þó
svolítið upp á sára tregann í fiðlunni.
Hjörturinn eftir Hróðmar Sigur-
björnsson við sjö ljóð Ísaks Harðar-
sonar var svo það sem beðið var eftir.
Kórinn fór ekki nógu vel af stað, óör-
uggur og hljómlítill í fyrsta ljóðinu,
Ísafold úr greipum dauðans. Annað
ljóðið, Gobbeddí, gobbeddí var betra,
– söngurinn hefði þó þurft að vera líf-
legri til að byggja upp fyrir þriðja
þáttinn, Golgata. Þar fór Diddú enn
á kostum og söng hreint stórkost-
lega, beitti röddinni öðruvísi en í óp-
erusöngnum; – annars konar porta-
mento og annars konar raddblær, og
sýndi að hún er enn með alla sína
gömlu Spilverkstakta algjörlega á
hreinu. Kórinn var virkilega góður í
Skilnaði, þar sem hann söng einn,
söngurinn músíkalskur og lagið
feiknafallegt. Hjörturinn skiptir um
dvalarstað var flutt af öllum hópn-
um, og markaði hápunkt verksins.
Kórinn enn í uppsveiflu, Diddú frá-
bær og Rússíbanar með Sigrúnu Eð-
valds í miklu stuði. Saman var annað
spilverkskt lag sem Diddú og Rússí-
banar fluttu undurvel, og trommu-
og bassaleikur Matthíasar Hem-
stock og Jóns Skugga skapaði þéttan
botn í frábært lag. Stjörnur yfir
Stokkseyri voru rytmískar og rokk-
aðar; – frábært lag, gríðarvel flutt af
hópnum í heild.
Verk Hróðmars er afburða
skemmtilegt. Það hefur verið sagt
um hann, að hann hafi lag á því að
draga módernismann að mörkum
dægurtónlistarinnar, og skapa sér-
staklega áheyrilega tónlist, og það
gerði hann hér á afar vel heppnaðan
hátt. Popp og rokk með þjóðlegu
ívafi einkenndi músíkina, en allt svo
fagmannlega gert. Hann er einn
okkar mesti meistari í skrifum fyrir
kór, og Vox academica naut þess.
Saman voru kórinn og Rússíbanarn-
ir óvenjuleg heild, sem virkaði þó
mjög vel.
Öll stóru verkin á ofangreindum
tónleikum leita samtíma síns sterkt,
þótt á mismunandi hátt sé. Tónlist
Jóhanns Jóhannssonar er kannski
persónulegust; Jóhann, Poulenc og
Hróðmar eiga allir rætur í dægur-
tónlist en leita líka í þjóðlega tónlist
og vitna í hana. Prokofijev var sýnu
fastastur á sporbaug vestrænnar
tónsmíðahefðar. Ef af aðsókn má
dæma virðast íslenskir tónleikagest-
ir vera nokkuð vel haldnir af henni,
en þeim mun forvitnari um það sem
nýjast er í tónlistinni.
TÓNLIST
Kammertónlist – kórtónlist
Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson úr leikrit-
inu Englabörnum.
Eþoskvartettinn: Sigrún Eðvaldsdóttir,
Greta Guðnadóttir, Guðmundur Krist-
mundsson og Bryndís Halla Gylfadótir
auk Matthíasar Hemstock og Jóhanns
Jóhannssonar.
Borgarleikhúsi, laugardag kl. 15.15
Fiðlusónata op. 94 í D eftir Prokofijev og
Rapsodie Nègre eftir Poulenc.
Kammerhópur Salarins: Sigrún Eðvalds-
dóttir, Miklos Dalmay, Einar Jóhann-
esson, Áshildur Haraldsdóttir, Sif Tul-
inius, Helga Þórarinsdóttir, Sigurður
Bjarki Guðmundsson og Nína Margrét
Grímsdóttir.
Salnum, sunnudag kl. 16.00.
Hjörturinn eftir Hróðmar I. Sigurbjörns-
son og fleiri verk.
Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Vox academica undir stjórn Há-
konar Leifssonar og Rússíbanarnir, skip-
aðir Guðna Franzsyni, Kristni Árnasyni,
Tatu Kantomaa, Jóni Skugga og
Matthíasi Hemstock.
Salnum, sunnudag kl. 20.00.
Bergþóra Jónsdóttir
Ný tónlist – nýir áheyrendur
Hróðmar I.
Sigurbjörnsson
Jóhann
Jóhannsson
AÐRIR tónleikarnir í nýrri
tónleikaröð Íslensku óper-
unnar, Hádegisgestum,
verða í dag kl. 12.15. 15. apríl
nk. Yfirskrift tónleikanna er
Í ungverskum anda. Flytj-
endur eru þær Ildikó Varga
mezzósópransöngkona og
Antonía Hevesi píanóleikari.
Á efnisskránni eru ungversk
þjóðlög í útsetningum nokk-
urra ungverskra nútímatón-
skálda; þeirra Zoltán Kodály,
László Lajtha, Jenö Ádám og
Ferenc Lehár.
Ildikó Varga er fædd í
Pécs í Ungverjalandi. Hún
hóf söngnám við Franz Liszt
tónlistarháskólann í
heimabæ sínum, þaðan sem
hún brautskráðist sem ljóða-
söngvari og söngkennari. Ár-
ið 1998 hlaut hún styrk frá
Þjóðaróperunni í Ungverja-
landi til framhaldsnáms við
Franz Liszt tónlistarháskól-
ann í Búdapest, og útskrifaðist það-
an sem einsöngvari vorið 2000. Í vet-
ur hefur hún verið í söngtímum hjá
Alinu Dubik. Síðastliðið sumar söng
hún hlutverk Dorabellu í Così fan
tutte eftir Mozart hjá Óperustúdíói
Austurlands og á sumri komanda
mun hún fara með hlutverk Donnu
Elviru í Don Giovanni eftir Mozart,
einnig hjá Óperustúdíói Austur-
lands. Ildikó starfar sem tónlistar-
kennari við Tónlistarskóla Stykkis-
hólms.
Antonía Hevesi er fædd í Ung-
verjalandi. Hún stundaði nám við
Ferenc Liszt tónlistarakademíuna í
Búdapest og þaðan útskrifaðist hún
árið 1988 sem kórstjóri, framhalds-
skólakennari í söng og hljómfræð-
ingur. Samhliða stundaði hún píanó-
nám og hóf orgelnám. Frá 1990
stundaði hún orgelnám við Tónlist-
arháskólann í Graz hjá Otto Bruck-
ner. Antonía fluttist til Íslands 1992.
Árið 1998 gaf hún út 24 orgellög, eig-
in útsetningar fyrir orgel. Hún starf-
ar nú sem organisti og kórstjóri við
Hafnarfjarðarkirkju.
Í ungverskum
anda
Ildiko Varga og Antonía Hevesi.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nýstárleg
sálmadagskrá
TÓNLISTARHÓPURINN Lux
terrae (Ljós jarðar) heldur tónleika
í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20.30 í
kvöld, þriðjudagskvöld.
Hilmar Örn Agnarsson orgelleik-
ari, Sigurgeir Sigmunds gítarleik-
ari, Jóhann Stefánsson trompetleik-
ari og Maríanna Másdóttir
söngkona flytja sálma úr ýmsum
áttum.
„Lux terrae flytur sálma og tón-
list sem betur eru þekkt sem sálma-
lög, en eiga það sammerkt að eiga
rætur jafnt utan sem innan kirkju-
tónlistar,“ segir Hilmar.
„Einnig flytur Lux terrae lög sem
má segja að tilheyri ýmsum sér-
stökum söfnuðum. Sálmaflóra Lux
terrae er fjölbreytt og við förum
með lögin sem leikandi létta lof-
gjörð, en þannig finnst okkur að þau
njóti sín best í svona dagskrá.“
Tónleikarnir verða einnig í Skál-
holtskirkju á Föstudaginn langa kl.
21.
Listasafns Íslands kl. 12.10-
12.40 Harpa Þórsdóttir listfræð-
ingur verður með leiðsögn um sýn-
ingar Georgs Guðna, Ásgríms Jóns-
sonar og Steinu Vasulka.
Te og Kaffibúðin, Laugavegi 2
Sigurrós Stefánsdóttir mynd-
listamaður sýnir olíupastelmyndir
sem hún hefur unnið á þessu ári.
Myndirnar eru allar til sölu. Sýn-
ingin er í innri sal búðarinnar og er
opin á verslunartíma til 15. maí.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is