Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 23 LANDIÐ Í VETUR hefur verið unnið að endurbótum á Norska húsinu í Stykk- ishólmi. Norska húsið er í eigu Héraðs- nefndar Snæfellinga og var byggt árið 1832 af Árna Thorlacius kaup- manni. Héraðsnefnd keypti Norska húsið árið 1970 og ákvað að byggðasafn sýslunnar yrði þar til húsa. Einn- ig var ákveðið að end- urbyggja Norska húsið og færa í upprunalegt horf þar sem það á merkilega sögu. Þrátt fyrir að 32 ár séu síðan ákvörðunin var tekin er verkinu ekki lokið. Í vetur er verið að koma neðri hæð hússins í upp- runalegt horf og á fjár- lögum Alþingis eru áætlaðar 7 milljónir króna til verksins. Ver- ið er að breyta her- bergjaskipan og verð- ur hún eftir breytingu eins og þegar Árni byggði húsið fyrir 170 árum. Veggir eru rifnir niður og fjögur herbergi gerð að 30 fermetra sal. Nýi salurinn verður þiljaður og sömuleiðis eldhús, snyrtingar og fatahengi. Að þessu verki loknu verður langt komið að endurbyggja Norska húsið. Aldís Sigurðardóttir for- stöðumaður vonast til að farið verði í lokaáfangann á næsta ári. Þá er á áætlun að gera upp eldstó, smíða krambúðarinnréttingar og ganga frá inngangi. Stjórn Norska hússins er mjög þakklát fjárlaganefnd Al- þingis, en hún hefur styrkt verkið svo að hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir. Skipavík í Stykk- ishólmi hefur séð um smíðavinnu og arkitekt að breytingum er Jan Nordstien. Þessum verkhluta verður lokið í næsta mánuði og þá verður Norska húsið opnað almenningi og boðið upp á fjölbreyttar sýningar í sumar Endurbætur á Norska húsinu í Stykkishólmi Úr hinu 170 ára gamla Norska húsi. Páll Hjalta- lín smiður og Aldís Sigurðardóttir forstöðumað- ur fyrir framan eldstó Árna Thorlacius. Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason „FYRIR þá sem hafa haft nokkra at- vinnu af snjómokstri má segja að þetta hafi verið algjör harðindavetur og lítil von um að úr rætist það sem eftir lifir vetrar“ segir Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum í Kaldrananeshreppi. Síðan hann eignaðist snjómokst- ursbúnað við dráttarvélina hefur það ekki gerst fyrr að ekki hafi þurft að moka snjó, oft hefur það þurft viku- lega í nokkra mánuði, stundum nán- ast daglega. „Eina dagstund í vetur blés ég snjó frá fjárhúsunum mínum, önnur hefur notkunin ekki verið.“ Hann segir þó að indælt sé að hafa fengið slíkan vetur eins og þennan. Harðindi hjá þeim sem vinna við snjómokstur Morgunblaðið/Arnheiður Strandir VORIÐ er óvenju snemma á ferðinni á Austurlandi þetta árið, góðviðri og blíða upp á hvern dag, þó aðeins hafi gránað í fjöll um helgina. Að sögn elstu manna er vorkoman og gróðurinn hér fyrir austan einum og hálf- um mánuði fyrr á ferðinni en í meðalvori. Þar sem vor- ið er svo snemma á ferðinni fannst þessum lömbum á Skriðuklaustri í Fljótsdal óhætt að koma í heiminn mánuði á undan áætlun. Hjá Hallgrími Þórhalls- syni og Önnu Bryndísi Tryggvadóttur eru bornar sex rollur og komin 13 lömb, eða rúmlega tvö lömb á hverja á. Mascha Thiel frá Þýskalandi, vinnukona á Skriðuklaustri, með fyrstu lömbin sem fæddust þar á þessu vori. Góðviðri og lömb í Fljótsdal Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SORPA hefur tekið í notkun nýja og betri heimasíðu á slóðinni www.- sorpa.is. Eins og áður er þar að finna ýtarlegar upplýsingar um fyr- irtækið, flokkun úrgangs, endurnýt- ingu og endurvinnslu. Mikið af aug- lýsingapósti berst nú inn um bréfalúgur og í póstkassa heimil- anna, ekki síst vegna kosninga sem eru á næsta leiti, og því ekki úr vegi að rifja upp hvernig best er að farga slíku efni. Gyða S. Björnsdóttir, kynningar- og fræðslufulltrúi Sorpu, segir að efasemdarraddir heyrist iðulega þegar endurvinnslu beri á góma. Endurvinna flokkaðan úrgang „Þá er viðkvæðið gjarnan að ekk- ert þýði að vera að flokka úrgang þar sem allt lendi í sama haugnum á endanum. Við fáum oft tækifæri til þess að leiðrétta þennan misskiln- ing, en vitum líka að á móti hverjum og einum sem við heyrum frá eru einn eða fleiri haldnir sama mis- skilningi, sem við náum ekki til. Þessi orðrómur dregur skiljanlega úr fólki löngun til að flokka úrgang til endurvinnslu, sem okkur þykir miður, enda er það markmið okkar að draga úr þeim úrgangi sem fer til urðunar. Því vil ég taka skýrt fram að flokkaður úrgangur sem við tök- um við til endurvinnslu, fer til end- urvinnslu,“ segir Gyða. Á nýju heimasíðunni er nú hægt að skoða endurvinnsluferli ferna og dagblaða og tímarita í máli og mynd- um og segir Gyða ennfremur að orð- rómurinn sem vikið var að hafi sér- staklega verið bundinn við þá flokka. Fernur, daglöð og tímarit er hægt að setja í grenndargáma, auk þess að skila þeim á endurvinnslustöðvar Sorpu. Einnig eru tenglar á heima- síðu Sorpu inni á heimasíður þeirra sem taka við fyrrgreindum flokkum úrgangs frá Sorpu til endurvinnslu. Góð flokkun er forsenda endur- vinnslu, segir Gyða ennfremur, og rýra ýmsir aðskotahlutir gæði hrá- efnisins. „Í gáma fyrir fernur mega eingöngu fara fernur. Aðrar pappa- eða pappírsumbúðir sem og plast er óæskilegt í þessum gámum. Hið sama gildir um gáma fyrir dagblöð og tímarit. Í þessa gáma fara dag- blöð, tímarit og auglýsingapóstur sem þessa dagana flæðir inn um póstlúgur höfuðborgarbúa,“ segir hún. Vert er að taka fram að pítsu- kassar og annar bylgjupappi má ekki fara í grenndargáma. Gámar fyrir slíkan pappa eru á endur- vinnslustöðvum Sorpu. Úr honum eru unnir nýir pappakassar. Enginn endurvinnslufarvegur er fyrir plastpoka, pakka utan af morg- unkorni og aðrar pappaumbúðir ut- an af matvælum. Gyða segir yfirleitt um að ræða afurðir úr endurunnum fernum og því séu gæðin minni. Enn sem kom- ið er sé enginn endurvinnslufarveg- ur til fyrir slíkar umbúðir. Hægt að nota leitarorð Upplýsingar á nýrri heimasíðu Sorpu eru aðgengilegar og einnig er mögulegt að slá inn leitarorð. Hægt er að nálgast upplýsingar um starfs- fólk og útgefið efni, skýrslur og kennaraupplýsingar, svo fleiri dæmi séu tekin. „Sorpa kappkostar að veita við- skiptavinum sínum greiðan aðgang að upplýsingum um þjónustu og er það von okkar að heimasíðan komi til móts við þarfir þeirra. Við hvetj- um þá sem hafa netaðgang til þess að skoða síðuna og fræðast um þá flokkunar- og endurvinnslumögu- leika sem við bjóðum íbúum höf- uðborgarsvæðisins upp á,“ segir Gyða S. Björnsdóttir að síðustu. Heimasíða Sorpu endurbætt Farið yfir flokkun úrgangs, endurnýtingu og endurvinnslu Á www.sorpa.is er ný heimasíða um flokkun sorps og endurnýtingu. HEINZ tómatsósufram- leiðandinn hefur sett á markað bláa tómatsósu. Bláa tómatsósan er í „EZ Squirt“ vörulínunni og hefur fyrirtækið áður sett fjólubláa og græna tómatsósu á markað í sömu línu. NBC frétta- stofan hefur eftir tals- manni Heinz að búist sé við að bláa sósan auki sölu á allri tómatsósu fyrirtækisins. Heinz setti græna tómatsósu á markað í október árið 2000 og kemur fram að fyrirtækið hafi selt rúmlega 25 milljónir flaskna af litaðri tóm- atsósu síðan þá. Einnig segir að markaðs- hlutdeild Heinz í Banda- ríkjunum hafi náð 60% í fyrra, sem mun vera sögulegt hámark hjá fyrirtækinu. Bláa tómatsósan heitir „EZ Squirt Stellar Blue“ og verða framleiddar 500 þúsund flöskur. Framleiðslu á grænni og fjólublárri Heinz tómatsósu hef- ur verið hætt. Finnst hún þó enn í hillum verslana. Blá tómatsósa Nýja Heinz- tómatsósan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.