Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurgeir Gísla-son fæddist í Reykjavík 17.6. 1925. Hann lést á St. Jósefs- spítalanum í Hafnar- firði 9.4. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Sigurgeirsson, f. 1.3. 1893, d. 6.5. 1980, og Jensína Egilsdótt- ir, f. 21.9. 1905, d. 5.6. 1991. Systkini Sigur- geirs eru Jensína Ól- ína, f. 2.11. 1926, Guðrún, f. 3.6. 1929, Marín, f. 22.5. 1934, og Þórunn Agla, f. 18.5. 1935. Sigurgeir kvæntist 21.10. 1950 Sigríði Ben Sigurðardóttur, f. 13.3. 1928, d. 22.12. 2002. Foreldrar hennar voru Hallfríður Einars- dóttir, f. 4.5. 1895, d. 21.12. 1973, og Sigurður Jónsson, f. 28.9. 1892, d. 3.7. 1927. Börn Sigurgeirs og Sigríðar eru: 1) Gísli, f. 17.5. 1951, kvæntur Hjördísi Þorsteinsdóttur, f. 30.3. 1951, og eiga þau tvo syni , Sigurgeir, f. 8.8. 1977, í sambúð með Berglindi Kristinsdóttur, f. 25.11. 1979 en þeirra sonur er Gísli Már, f. 13.6. 2002, Steinar Þór, f. 25.12. 1982. 2) Marín, f. 25.8. 1952, gift Konráði Breiðfjörð Pálmasyni, f. 24.4. 1950, og eiga þau tvo syni, Pálma Geir, f. 16.12. 1975, og Arn- grétar eru a) Gísli Örn, f. 1. 3. 1963, og á hann tvö börn, Daníel Örn, f. 20.9. 1985, og Karen Björg, f. 15.7. 1991. b) Halla Rut, f. 29.9. 1965 og á hún fjögur börn, Sveinbjörn Kristin, f. 2.12. 1984, Anítu, f. 8.2. 1987, Kristófer Elís, f. 20.10. 1995, og Viktoríu Dagmar, f. 1.8. 1998. c) Björn Kristinn, f. 13.5. 1968. Sigurgeir ólst upp í Hafnarfirði og gekk í barnaskóla í Hafnarfirði og lauk miðskólaprófi frá Flens- borgarskóla árið 1941. Hann starf- aði við vegavinnu hjá Jóni og Gísla, m.a. við lagningu Krísuvíkurvegar. Einnig starfaði Sigurgeir um tíma hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli, í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, hjá sjávarafurðadeild SÍS í Reykja- vík en lengst af starfaði hann á bæj- arskrifstofum Hafnarfjarðar frá árinu 1962 eða í hartnær 36 ár, til ársins 1998 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurgeir starf- aði lengst af sem manntalsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Sigurgeir átti mörg áhugamál og ber þar hæst skákina en hann var mikill áhugamaður um skák og telfdi m.a. fyrir hönd lands sín á Ólympíuskámótinu í Helsinki 1952 og síðan aftur á Ólympíuská- mótinu í Moskvu 1956. Einnig lagði Sigurgeir mikla rækt við áhuga- mál sitt sem var „enski boltinn“ allt frá árinu 1945 er hann fór að halda töflur og fylgjast með gangi mála í enska boltanum. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ar Ben, f. 10.3. 1983 3) Jenný, f. 19.7. 1954, giftist Ásmundi Ingi- mundarsyni, f. 17.1. 1941 en þau skildu, þau eiga þrjú börn, Róbert Örn, f. 29.5. 1974, Viðar Þór, f. 9.9. 1976 en hans sonur er Ísak Máni, f. 7.8. 1997,Guðrúnu Telmu, f. 10.2. 1983. 4) Sig- fríður, f. 10.4. 1958, gift Torfa Smára Traustasyni, f. 16.3. 1958, og eiga þau þrjú börn, Tinnu Rut, f. 2.3. 1981, í sam- búð með Stefáni Short, f. 14.5. 1973 en þau eiga dótturina Írenu Rut, f. 28.7. 1999, Trausta Geir, f. 24.6. 1985, og Tryggva Frey, f. 10.7. 1988. 5) Egill Þór, f. 11.1. 1961, í sambúð með Sigurlaugu Ólafsdótt- ur en þau slitu samvistir, þau eiga tvo syni, Elvar Örn, f. 6.1. 1991, og Ara Má, f. 19.3. 1993. 6) Sigurgeir Ari, f. 1.5. 1963. 7) Soffía Katrín, f. 31.12. 1966, í sambúð með Grétari Þór Hilmarssyni, f. 30.4. 1965, þau eiga tvö börn, Birnu, f. 24.06. 1989 og Bjarka Þór f. 30.3. 1993. Sig- urgeir átti fyrir dótturina Björgu Margréti, f. 19.3. 1945 en barns- móðir hans var Halla Ottósdóttir, f. 21.11. 1928. Börn Bjargar Mar- Tárin að ónýtu falli á fold, fá hann ei vakið er sefur í mold. Segðu hvað hjartanu huggunar ljær horfinnar ástar er söknuður slær; á himnum þess hygg eg að leita. (Jónas Hallgr.) Að leiðarlokum – örfá orð til minn- ingar um bróður okkar, Sigurgeir Gíslason, sem nú er látinn og var okkur systrunum svo mikils virði. Hann var stóri bróðir okkar og varð- aði leiðina. Hann fræddi okkur og leiðbeindi – og var okkur fyrirmynd. Hann reyndi að kenna okkur að keyra bíl – trébíl – sem hann hafði smíðað. Svo lagði hann vegi með steinum sem við áttum að aka eftir – en okkur gekk misjafnlega að keyra. Þá reyndi hann mikið að gera úr okkur skákkonur – en það var aldrei hægt. Þegar kom að tónlistinni gekk betur að ræða málin, læra og njóta – og þar fetuðum við þrjár leiðir: Agla og hann í djassinum, Rúna og Marín í klassíkinni og Sína í sálmasöngnum. Hlýtt og innilegt var samband hans og Diddu eiginkonu hans alla tíð og aldrei heyrðum við hann hall- mæla nokkrum manni. Svo skildu leiðir. Þrjár okkar fóru út í heim – meira að segja í aðra heimsálfu – en aldrei rofnaði sam- bandið því vegurinn í byrjun var lagður af svo mikilli vandvirkni og hjartahlýju. Hann varðveitti okkur allan tímann. Tárin að ónýtu falli á fold, fáı́hann ei vakið er sefur í mold; mjúkasta hjartanu huggun það ljær horfinnar ástar er söknuður slær hennar að minnast og harma. (Jónas Hallgr.) Hvíl þú í friði, kæri bróðir – þínar systur Jensína, Guðrún, Marín og Agla. SIGURGEIR GÍSLASON  Fleiri minningargreinar um Sig- urgeir Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigríður var fæddá Kerhóli í Sölva- dal, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 23. septem- ber 1908, Sigríður andaðist á Kristnes- spítala 8. apríl sl. For- eldrar hennar voru hjónin Rósa Sveins- dóttir 2.10. 1872 og Kristinn Kristjánsson, 11.6. 1877 sem bjuggu þar og síðar á Sand- hólum í Saurbæjar- hreppi. Síðast bjuggu þau á Akureyri þar sem Kristinn dó 6.3. 1939 og Rósa 13.5. 1949. Þau eignuðust auk Sig- ríðar þrjú börn: Sveinbjörgu f. 30.3. 1900, d. 26.7. 1968, Daníel f. 29.9. 1902 d. 13.5. 1987 og Aðalsteinn f. 3.1. 1906 d. 18.12. 1987. Sigríður giftist Jóni Gunnari Vil- mundarsyni f. 24.3. 1898 í Arnarnesi í Hvalvatnsfirði, vélstjóra d. 13.8. 1939 og eignaðist með honum tvær dætur: Rósu Kristínu f. 12.5. 1933, d. 6.10. 1995 gift Sigurði Indriðasyni, f. 4.12. 1930, börn: Steinunn f. 29.9. 1954, Jón Gunnar f. 12.7. 1958 og Sigurður Unnsteinn f. 30.3. 1963, og Sigurjónu, f. 3.12. 1936 sem bjó alla tíð með móður sinni. Með Guðmundi Reyni Antonssyni eignaðist hún dótturina Sóleyju f. 8.7. 1950 sem gift er Kristni Páli Einars- syni 27.4. 1949 og eiga þau fjögur börn Halldór Svein f. 27.1. 1971, Kristin Frey f. 21.2. 1974, Sig- ríði Ósk f. 7.6. 1976, og Davíð Már f. 30.10. 1986. Eftir að Sigríður missti eiginmann sinn bjó hún með móður sinni, Sveinbjörgu systur sinni og dætrum sínum. Sigríður vann al- menn verkamannastörf á Akureyri fram á efri ár. Seinustu æviár sín bjó hún í íbúðum aldraðra við Víði- lund 24. Sigríður verður jarðsung- in frá Akureyrarkirkju 15. apríl kl. 13:30. Í dag kveð ég með söknuð í hjarta mínu elskulegu ömmu mína og nöfnu Sigríði Kristinsdóttur. Þó ég viti að þú sért kominn á góðan stað, elsku amma mín, þar sem þér líður vel, er söknuðurinn þrátt fyrir það mikill. Alltaf var gott og notalegt að geta komið í Víðilundinn og spjallað við þig um allt milli himins og jarðar. Það fyrsta sem ég gerði alltaf þegar ég kom norður í heimsókn var að heim- sækja þig og Jónu, og áttum við þá góðar stundir saman. Þú varst alltaf með allt á hreinu fram á síðasta dag og vildir alltaf fá að vita allt um alla. Þú vildir alltaf hafa þína nánustu í kringum þig, þannig leið þér best. Þú varst mikil kjarnakona og dug- mikil alveg fram á síðasta dag, reynd- ist dóttur þinni Jónu mjög vel enda voru þið mjög samrýndar. Minning- arnar um þig eru ótal margar og minnisstætt er þegar þú áttir heima í Gránufélagsgötunni og við systkinin komum til þín, tókum upp kartöflur og tíndum rifsberin af trjánum í stóra garðinum þínum. Alltaf voru til klein- ur og soðið brauð sem við krakkarnir kunnum að meta. Prjónaskapur var líka eitt af þínum aðalsmerkjum og leistarnir og fingravettlingarnir sem til eru eftir þig eru ótal margir. Eftir að þú og Jóna fluttuð upp á brekku þá urðu samgöngurnar auðveldari bæði fyrir ykkur og okkur. Við gátum hlaupið til þín hvenær sem var og vor- um alltaf velkomin. Ennfremur varst þú dugleg að labba í Heiðarlundinn og heimsækja okkur. Elsku amma, eitt af því sem mér þótti vænst um í fari þínu var það hvað þú varst alltaf hreinskilin. Þú sagðir alltaf það sem þér fannst um hlutina og orðaðir það oft á svo skemmtilegan hátt. Eftir að ég og fjölskylda mín flutt- um suður héldum við góðu símasam- bandi og oftar en ekki varst það þú sem hringdir í mig. Í dag er ég afar þakklát fyrir það að hafa komið norður fyrir stuttu og kvatt þig. Elsku amma takk fyrir allt. Ég mun ávallt geyma minn- ingar um þig í brjósti mínu og ég mun alltaf hugsa um þig. Blessuð sé minn- ing þín. Sigríður Ósk Kristinsdóttir og fjölskylda. Amma okkar er dáin. Fyrstu bernskuminningar okkar systkin- anna eru af Eyrinni á Akureyri, þar sem hún amma átti heima ásamt Jónu dóttur sinni. Alltaf var gott að vera hjá ömmu og Jónu í Gránufélagsgöt- unni. Eldsnemma á morgnanna var hún amma farin af stað í vinnu hjá Niðursuðu K. Jónssonar. Eftir dag- vinnuna tók við vinna við ræstingar. Oft slógumst við krakkarnir með í för. Amma skúraði í Kaupfélaginu og hjá Pósti og síma. Hún vann því á þremur vinnustöðum og þess á milli prjónaði hún ullarvettlinga og sokka sem hún annað hvort seldi til verslanna eða gaf fjölskyldunni. Vinnusamari konu höf- um við aldrei hitt. Æskuárin í Sölvadal inn af Eyjafirði hafa eflaust verið erfið fyrir ömmu sem og aðra. Stundum sagði hún okkur sög- ur frá gömlum tímum, til dæmis frá fermingargjöfunum sínum sem voru tólf kort, öll eins. Amma ólst upp við að þurfa að vinna mikið og oft var þröngt í búi. Amma flutti síðar inn til Akureyr- ar og bjó mestan hluta ævi sinnar á Eyrinni. Stuttu eftir að amma hafði eignast aðra dóttur sína missti hún eig- inmann sinn. Síðar eignaðist hún Sól- eyju, móður okkar. Hún ól dætur sínar þrjár upp og á tímabili bjuggu systir hennar og móðir á heimili hennar. Með sparsemi og nægjusemi tókst henni það sem mörgum tekst ekki í dag án utanaðkomandi hjálpar. Við munum eftir ömmu hraustri og sterkri. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að líkaminn fór að þreytast. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar náðum við að heimsækja hana á Kristnes þar sem hún dvaldist síð- ustu dagana. Það er okkur mikils virði að hafa fengið að kveðja hana. Hvíl í friði elsku amma. Halldór Sveinn Kristinsson, Kristinn Freyr Kristinsson, Davíð Már Kristinsson. Mig langar að minnast ömmu Siggu í fáum orðum. Með henni er gengin kona sem hefur lifað miklar breytingar á lífsins gæðum. Hún ólst upp í torfbæ við bág kjör og endaði ævina í 5 hæða fjölbýli með lyftu og öllum hugsanlegum þægindum. Amma varð ung ekkja og hafði fyrir dætrum sínum að sjá svo við tók mik- il vinna heima og að heiman. Frá barna- og unglingsárum mínum man ég varla eftir ömmu öðruvísi en að hún hafi verið að koma úr eða á leið í vinnu. Á þeim tíma var hún að vinna á þremur stöðum. Mörg kvöldin not- aði hún síðan við að prjóna ullarvett- linga og sokka fyrir fjölskyldumeð- limi og togaraáhafnir. Margar góðar stundir átti ég í Gránufélagsgötu 18 þar sem amma, Bogga systir hennar og Jóna frænka sáu um að bera í mann veitingar og segja sögur eða spila á spil. Amma var lítið fyrir væmni og til- stand og er ég viss um að hún hristi ögn höfuðið yfir þessum skrifum. Að fá að fylgjast með vinnusemi ömmu, dugnaði og síðan elliárum hennar var þroskandi. Vil ég þakka henni fyrir allt það sem hún veitti mér og minni fjölskyldu. Ég vil kveðja ömmu með síðasta erindi úr ljóðinu Móðurminning eftir bróður hennar Daníel Kristinsson. Farðu sæl til friðarheima fjarri þraut, með hreinan skjöld. Bjartan, nýjan bústað áttu bak við hulin dauðans tjöld. Sælir eru hjartahreinir, herrann Jesús mælir slíkt. Dyggum eftir dagsverk unnið drottinn fagnar kærleiksríkt. Sigurður Unnsteinn og fjölskylda. SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Kristinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Olga Gísladóttirvar fædd á Stóru- Þúfu í Miklaholts- hreppi 7. maí 1912 en ólst upp í Viðey. Hún lést á hjúkrunaheim- ilinu Sunnuhlíð 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 14.5. 1871, d. 10.12. 1948, og Svava Jón- ína Sigurðardóttir, f. 27.8. 1881, d. 17.7. 1959. Systkini hennar voru: 1) Sigurður, f. 23.4. 1905, d. 22.9. 1958. 2) Ragnar, f. 3.10. 1906, d. 10.5. 1981 3) Mar- grét, f. 23.11. 1908, d. 16.7. 1964. 4) Elísabet Sigurlaug, f. 7.2. 1911, d. 4.2. 1965. 5) Gísli, f. 3.10. 1913, d. 16.5. 1996. 6) Svavar, f. 2.12. 1914. 7) þeirra synir eru Tómas Númi og Axel Máni. 3) Hildur, f. 6.10. 1964, sambýlismaður hennar er Ríkharð Ottó Ríkharðsson, þeirra dóttir er Þórdís Helga. 4) Arnar, f. 22.2. 1972, kvæntur Sigrúnu Hebu Óm- arsdóttur, börn þeirra eru Sigurð- ur Örn og Saga Lind. Eiginmaður Olgu var Sigurður Kristjánsson, f. 6.8. 1905, að Miðskeri í Nesjum í Hornafirði, d. 25.6. 1981. Börn þeirra eru: 1) Álfheiður, f. 10.8. 1948, gift Má Þorvaldssyni, f. 18.1. 1946, dætur þeirra 1) Olga Björg, f. 29.3. 1970, hennar sambýlismaður er Hreinn Hreinsson, dætur þeirra eru Marsibil og Ísold. 2) Svanhild- ur, f. 26.7. 1971, hennar börn eru Egill Már og Oddný Ýr, barnsfaðir Magnús Lárusson. 3)Hjördís Unn- ur, f. 23.9. 1974, hennar sambýlis- maður er Kári Sturluson, sonur þeirra er Tindur. 2) Gísli, f. 18.7. 1952, hans dóttir er Agla Steinunn, f. 29.10. 1987. Útför Olgu fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þórunn, f. 1.9. 1917, d. 4.2. 1991. 8) Ottó, f. 9.4. 1921. 9) Ásfríður, f. 5.8. 1924, d. 31.12. 1998. 10) Sigurrós, f. 28.8. 1926. Olga eignaðist Grét- ar, f. 17.6. 1938, faðir Kristján Sigurmunds- son, f. 3.9. 1905, á Fossá, Barðarstrand- arhreppi. Grétar er kvæntur Hildi Jó- hannsdóttur, f. 3.5. 1943. Börn þeirra eru 1) Jóhann, f. 4.6. 1961, sambýliskona hans er Erna Sigmundsdóttir og þau eiga Róbert Andra og Birtu Marín. Fyr- ir átti Jóhann soninn Grétar Þór, barnsmóðir Kristín Albertsdóttir. 2) Sigurður Örn, f. 2.5. 1962, kvæntur Ýri Gunnlaugsdóttur, Í dag kveð ég kæra tengdamóður mína eftir rúmlega fjörutíu ára kynni. Þegar ég kom inn í fjölskylduna bjó hún í Melgerði 6 í Kópavogi. Olga var þá rétt að verða fimmtug og heilsan enn í góðu lagi. Það var alltaf mikið um að vera í kringum hana enda var hún óvenju kraftmikil kona. Þurfti helst alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Allur saumaskapur lék í hönd- um hennar hvort sem var að bródera stórar landslagsmyndir eða sauma föt á barnabörnin. Hún vílaði ekki fyrir sér að venda gömlum fötum og sauma á barnabörnin frakka, kápu, útigalla og ýmislegt fleira. Enda hafði Olga góða reynslu af saumaskap þar sem hún vann fyrir sér með þeirri iðju á sínum yngri árum. Ég verð að minnast á garðinn hennar sem var alltaf jafnfallegur á sumrin. Olga sá til þess að nóg væri af blómunum með því að sá fyrir þeim á haustin og setja þau niður í maíbyrj- un. Allt sumarið var hægt að fá blóm í vasa úr garðinum í Melgerðinu og aldrei sást högg á vatni. Einnig voru settar niður kartöflur, grænmeti og jarðarber. Það má því segja að Olga hafi haft græna fingur. Olga missti eiginmann sinn, Sigurð Kristjánsson, árið 1981. Þó nokkru fyrr hafði heilsu hennar hrakað tölu- vert og var hún heilsulítil upp frá því. Eftir andlát Sigurðar flutti hún í Fannborgina og var þar í nokkur ár. Þaðan fór hún á sambýli fyrir aldraða á Skjólbraut 1, en síðustu árin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Þar leið henni mjög vel og minntist hún oft á hversu gott starfsfólkið væri henni. Olga hafði gaman af söng en söng þó sjaldan sjálf. Hún sagði stundum að góð söngrödd væri ein besta guðsgjöfin. Viti menn, þegar Olga var komn á níræðisaldur tók hún upp á því að syngja öllum stundum. Okkur öllum til mikillar undrunar kunni hún flesta söngtexta og söng jafnvel á dönsku. Það er óhætt að segja að Olga hafi verði einstakt gam- almenni. Hún var ávallt létt í lund, fylgdist vel með öllu sem var að ger- ast og sagði stundum við mig: „Æ, mér líður svo vel innan í mér.“ Hún andaðist með reisn eins og hún hefði óskað. Vissi að hún var að kveðja þennan heim, kvaddi sína nánustu, sátt við allt og alla. Hvíl þú í friði, elsku tengdamamma. Þín tengdadóttir Hildur. OLGA GÍSLADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Olgu Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.