Morgunblaðið - 15.04.2003, Síða 37

Morgunblaðið - 15.04.2003, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 37 ✝ Þóra Böðvars-dóttir fæddist á Bíldudal 9. febrúar 1918. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 5. apríl síðastliðinn eft- ir stutta sjúkrahús- legu. Foreldrar hennar voru Böðvar Pálsson kaupfélags- stjóri og útvegsbóndi á Bakka í Ketildölum í Arnarfirði, síðar Bíldudal, f. 12. febr- úar 1889 á Prests- bakka í Hrútafirði, d. 20. febrúar 1982, og eiginkona hans Lilja Árnadóttir, f. 26. maí 1895 á Tjaldanesi í Arnarfirði, d. 8. febrúar 1965. Systkini Þóru voru Páll, f. 6. desember 1919, d. 23. ágúst 1921, jarðsettur í Selárdal, og Auður, f. 19. ágúst 1922, d. 9. maí 1982. Auður giftist 1952 Héðni Finn- bogasyni héraðsdómslögmanni, f. 10. maí 1923 í Hítardal í Mýra- sýslu, d. 23. febrúar 1985, og eign- uðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Lilja, kennari f. 1952, gift Þórði Sverrissyni og eiga þau þrjú börn. 2) Bolli, hagfræðingur, f. 1954, kvæntan Ástu St. Thoroddsen og eiga þau fjögur björn. 3) Sverrir, f. 1957, d. 1964. 4) Böðvar, viðskipta- fræðingur, f. 1963, kvæntur Ás- gerði Theodóru Björnsdóttur og eiga þau fjögur börn. 5) Sigríður, ferðamálafræðingur, f. 1963 gift dóttur ferðamálafræðingi og eiga þau Auði Örnu, Brynju og tví- burana Bjarka og Fannar. 2) Jakobína Ragnheiður Adams, búsett í Gig Harbor í Wash- ingtonfylki í Bandaríkjunum, f. 7. ágúst 1943, gift James W. Adams fyrrv. flugstjóra hjá United Air- lines. Dóttir hennar er Tina Lor- raine Curran kennari í Gig Har- bor, f. 14. janúar 1971, gift Andrew G. Curran slökkviliðs- manni og eiga þau synina Kellan Andrew og Liam Robert. Föðurætt Þóru var við Djúp og nefnd Vatnsfjarðarættin. Foreldr- ar Böðvars voru Páll, prófastur á Prestsbakka í Hrútafirði, Ólafsson og Arndís, dóttir Péturs Friðriks- sonar Eggerz, kaupfélagsstjóra og bónda í Akureyjum í Breiðafirði, Friðrikssonar og Jakobínu Páls- dóttur Melsteð amtmanns, Þórðar- sonar. Séra Páll var af ættum Síðu- presta í beinan karllegg, sonur séra Ólafs Pálssonar, prests og prófasts í Vatnsfirði og fyrrv. dómkirkjuprests, Pálssonar, prests í Ásum, og í Guttormshaga, Ólafssonar. Kona séra Ólafs í Vatnsfirði var Guðrún Ólafsdóttir Stephensen í Viðey Magnússonar. Þóra fæddist á Bíldudal, ólst upp á Bakka í Arnarfirði og bjó í Reykjavík frá árinu 1939. Hún stundaði nám heima við og á Núpi í Dýrafirði veturinn 1934–35. Hún hóf störf í miðasölu Þjóð- leikhússins skömmu eftir opnun þess 1951 og starfaði þar allt þar til hún fór á eftirlaun árið 1985, eða í 34 ár. Útför Þóru fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigurði V. Sveinssyni og eiga þau tvö börn. Þóra giftist 13. jan- úar 1940 Ásgeiri Markúsi Jens Guð- mundssyni húsa- smíðameistara f. 28. febrúar 1916 að Sönd- um í Dýrafirði, d. 6. maí 1950. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgason, húsasmíða- meistari, f. 12. ágúst 1886 á Hofi í Dýra- firði, d. 22. júlí 1951, og Jakobína Ásgeirs- dóttir, f. 6. september 1896 í Álftamýri í Arnarfirði, d. 28. nóvember 1958. Þóra og Ásgeir eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Böðvar Páll, húsasmíðameistari og matsfulltrúi hjá Fasteignamati Ríkisins, f. 11. febrúar 1941. Kona hans er Greta María Sigurðardótt- ir, fulltrúi hjá Flugmálastjórn Ís- lands, og eiga þau fjögur börn. Þau eru: a) Þóra Brynja læknislíf- fræðingur og deildarstjóri hjá Novo Nordisk í Kaupmannahöfn, f. 3. desember 1960, gift Árna Frið- rikssyni húsasmíðameistara og eiga þau Gretu Maríu. b) Ásgeir Baldur, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 8. október 1962 og á hann soninn Böðvar Pál. c) Þórunn Sif, kennari í Reykjavík, f. 9. febr- úar 1964, hún á dótturina Aþenu Eydísi. d) Sigurður Arnar kerfis- fræðingur í Reykjavík, f. 10. jan- úar 1966, kvæntur Sigríði Jónas- Amma fékk mig í afmælisgjöf. Þessi orð voru alltaf sögð þegar hún kynnti mig fyrir frændfólki, vinum, kunningjum og samstarfs- fólki. Það var ekki svo sjaldan sem ég fékk að heyra þessa setningu, því að amma var vinamörg. Þegar ég var unglingur og gekk með henni niður Laugavegin voru ófá stoppin sem gerð voru til að spjalla um daginn og veginn, og fannst mér hún þekkja alla. Hún amma var ófeimin, hafði skoðun á öllum hlutum og var það hennar helsta yndi að spjalla við fólk. Hún hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja enda var hún fluggreind, vel lesin og fylgdist af miklum áhuga með fréttum og því sem efst var á baugi hverju sinni. Hún amma yfirgaf þennan heim á sama hátt og hún hafði lifað líf- inu. Árvökul með skýran kollinn og allt sitt á hreinu. Það var hennar gæfa að geta búið á heimili sínu á Leifsgötunni allt til dauðadags. Leifsgatan var meira en bara heimili ömmu, hún var heimili okk- ar allra. Örugg höfn þar sem alltaf var hægt að leita skjóls í hlýjum örmum ömmu hvort sem var til að stoppa í 20 mínútur eða til lengri tíma. Ég var einmitt svo lánsöm að fá að búa hjá henni með Aþenu mína í eitt og hálft ár. Aþena var fjögurra mánaða þegar örlögin höguðu því þannig að okkur vant- aði samastað og mátti amma ekki heyra á annað minnst en að við flyttum til hennar. Það var mikill styrkur fyrir unga móður að geta búið við það öryggi sem var að finna hjá ömmu og þrátt fyrir hennar innihaldsríka líf hafði hún alltaf tíma fyrir okkur og tók fullan þátt í umönnun hennar. Í samein- ingu vöktum við yfir barninu þegar þess þurfti með og sátum saman inni á stofu og grétum þegar það átti að venja hana við að sofna eina. Á þessum tíma tengdumst við amma mjög sterkum böndum sem ekkert fékk rofið og er ég eilíflega þakklát fyrir þennan dýrmæta tíma sem við áttum saman. Og seinna urðu samverustundirnar fleiri, ógleymanleg ferð til Biddu í Ameríku eitt sumarið, heimsókn til mín þegar ég bjó í Danmörku, að ógleymdri ferðinni okkar þriggja til Bíldudals. Það var dýrmætt að geta farið með ömmu til fæðing- arstaðar hennar, og unun var að hlusta á sögurnar sem hún sagði af mannlífinu þar, langafa mínum og langömmu. Hún gat bent á nánast hvert einasta hús og sagt frá fólk- inu sem þar bjó. Amma var alla tíð ákaflega stolt af afkomendum sín- um og fylgdist vel með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hennar sérstaka nána samband við son sinn, föður minn, og dóttur skilaði sér áfram til þeirra afkomenda. Ég gleðst yfir því að Aþena fékk að kynnast langömmu sinni og var þeirra samband náið og innilegt. Eitt af síðustu verkum ömmu var að pakka inn fermingargjöfinni hennar, sæng sem er henni mjög dýrmæt. Hún lést daginn fyrir ferminguna, en við fundum fyrir hennar sterku nálægð í athöfninni og sendi hún okkur öllum styrk til að gera daginn sem gleðilegastan. Það er ekki hægt að minnast á ömmu án þess að geta tryggðar hennar við afa sem var stóra ástin í lífi hennar allt til dauðadags. Þó svo að rúm 50 ár séu liðin frá ÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR dauða hans, fékk hún alltaf tár í augun þegar hún minntist hans. Þau eru nú loksins sameinuð á himnum og trúi ég að þeirra mikla ást blómstri þar nú og saman vaki þau yfir okkur, stolt og ánægð. Elsku pabbi, mamma og Bidda, missir okkar allra er mikill en áfram lifir minning um konu sem gaf okkur allt það besta sem hún átti, skilyrðislausa ást sína. Það er með þungum trega og söknuði sem ég kveð hana elsku ömmu mína sem ég var jafnstolt af og hún af mér. Ég kveð þig elsku amma með orðunum sem þú sagðir alltaf við mig: Guð geymi þig. Þín Sif.  Fleiri minningargreinar um Þóru Böðvarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR OLSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Dalbæ, föstudaginn 11. apríl. Jarðarförin fer fram frá Árskógskirkju, Árskógs- strönd, þriðjudaginn 15. apríl kl. 14.00. Ella, Eiríkur, Elsa, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést þriðjudaginn 8. apríl sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða. Ólöf Gunnarsdóttir, Viðar Einarsson, Reynir Gunnarsson, Sigríður V. Gunnarsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARKÚSÍNU GUÐNADÓTTUR, hárgreiðslumeistara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins og dagdvalar Sunnuhlíðar fyrir einstaka alúð og umönnun. Helena Alma Ragnarsdóttir, Jón Ingvar Ragnarsson, Sigurður Egill Ragnarsson, Bryndís S. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, HELGI INGÓLFSSON matreiðslumeistari, lést í Washington þriðjudaginn 8. apríl. Útförin hefur farið fram. Ásdís Ingólfsdóttir, Jóhanna Ingólfsdóttir. Eiginmaður minn, PAUL EBERHARD HEIDE úrsmiður, Fannborg 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 3. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Ágústsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA ÞORGEIRSDÓTTIR, lést á Sankti Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi sunnudaginn 13. apríl. Jarðaförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Níelsa Magnúsdóttir, Jón Lárus Bergsveinsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson, Guðrún Erna Magnúsdóttir, Pálmi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SIGURÐUR HALLGRÍMSSON vélfræðingur, Granaskjóli 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Elín Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir, María Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR YNGVI KRISTINSSON, frá Löndum í Vestmannaeyjum, Breiðvangi 8, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði miðvikudaginn 16. apríl kl 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Guðbjörg Bergmundsdóttir, Kristinn Þórir Sigurðsson, Ásta Úlfarsdóttir, Bergmundur Helgi Sigurðsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur Elli Sigurðsson, Ólöf Helga Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.