Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 21 DAMON Johnson og Birna Val- garðsdóttir voru útnefnd bestu leikmenn Keflavíkur á liðnu keppn- istímabili í körfluknattleik karla og kvenna á lokahátíð Keflavíkur sem fram fór um helgina í Stapanum. Keflavík sigraði sem kunnugt er í Íslandsmótum bæði karla og kvenna, auk annarra titla í vetur. Edmund Saunders var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Magnús Gunnarsson og Rannveig Randversdóttir voru talin hafa sýnt mestar framfarir í vetur, Guðjón Skúlason og Anna María Sveins- dóttir reyndust bestu skytturnar, Sverrir Þór Sverrisson og Erla Þorsteinsdóttir bestu varnarmenn- irnir og Kristín Blöndal var út- nefnd mesti baráttujaxlinn. Keflavík Damon og Birna leikmenn ársins Ljósmynd/Sævar Sævarsson Damon Johnson og Birna Valgarðsdóttir með bikarana. „LISTASMIÐJUNNI hefur verið vel tekið. Hingað getur fólk komið og unnið að list sinni. Það hafa ekki all- ir færi á að vinna við listsköpun heimavið. Hér fær það líka fé- lagsskap,“ sagði Hafdís Hill í sam- tali við Morgunblaðið en hún rekur listasmiðjuna Stapakot í Innri- Njarðvík. Undir lok síðasta árs opnaði Haf- dís Gallery Stapakot á sama stað og listasmiðjan er. Þá voru 17 lista- menn sem sýndu og seldu verk sín í gallerýinu en þeim hefur nú fjölgað í 21. Að sögn Hafdísar er ekki skil- yrði að nýta sér aðstöðu listasmiðj- unnar til að fá að sýna og selja í gall- eríinu, en skilyrði er að fólk skiptist á að vera á staðnum. „Þeir listamenn sem eru með verk hér í galleríinu skipta við- verutímunum um helgar á milli sín, en ég sé um fimmtudagana og föstu- dagana. Galleríið er opið fimmtu- daga til sunndags kl. 13-17. Á þeim tímum sem ég sé um galleríið býð ég upp á aðgang að opinni vinnustofu og einnig á fimmtudagskvöldum frá 20 til 23. Þá getur hver sem áhuga hefur komið og unnið í leir og gler og keypt til þess efni á staðnum en borgar auk þess fyrir afnotin.“ Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið í Stapakoti og var leir- námskeið í fullum gangi þegar blaðamaður leit þar inn. Einn þátt- takandinn hafði á orði að þangað væri gott að koma og félagsskap- urinn góður. „Hér gefst manni kost- ur á að tæma hugann.“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Meðal námskeiða sem boðið er upp á í Stapakoti eru leirnámskeið. Hér leiðbeinir Hafdís Hill (í miðið) þátttakanda. Innri-Njarðvík „Gott að koma og tæma hugann“ Starfinu í Listasmiðjunni Stapakoti hefur verið vel tekið RAGNHILDUR Steinunn Jóns- dóttir, 21 árs stúlka úr Keflavík, var kjörin fegurðardrottning Suð- urnesja 2003 í fegurðarsamkeppni sem fram fór í Bláa lóninu á laug- ardagskvöld. Ragnhildur Steinunn var einnig útnefnd K-sport stúlkan og Bláa lóns stúlkan í keppninni. Í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja varð Helga Jónasdóttir og Brynja Dröfn Eiríksdóttir í því þriðja. Þá var Bjarney Lea Guðmundsdóttir útnefnd Ljósmyndafyrirsæta Suð- urnesja og Sigríður Vilma Úlfars- dóttir var kosin vinsælasta stúlka keppninnar. Bláa lónið Ljósmynd/Víkurfréttir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Kjörin fegurðar- drottning Suðurnesja AÐALFUNDUR Félags eldri borg- ara á Suðurnesjum, sem haldinn var í Selinu í Njarðvík um helgina, skoraði á sveitarfélögin að hefjast þegar handa við að byggja elliheimili. Á fundinum gaf Hilmar Jónsson, sem verið hefur formaður félagsins í fimm ár, ekki kost á sér til endurkjörs og Trausti Björnsson var kosinn í hans stað. Trausti hefur verið ritari í stjórn félagsins. Með honum í stjórn eru Karl Sig- urbergsson varaformaður, Jón Guð- mundsson gjaldkeri, Hafsteinn Snæ- land ritari, Jóhanna Sigurðardóttir og Magnþóra Þórarinsdóttir. Trausti segir að skortur á plássi á elliheimilum og vandi heilsugæslunn- ar brenni mest á félagsmönnum um þessar mundir. Hann vekur athygli á að aðeins séu 74 rými í hjúkrunar- og dvalarheimilunum Garðvangi og Hlévangi á Suðurnesjum sem þjóni 17 þúsund manna byggð. Hann segir að ástandið sé slæmt hjá þeim sem geti ekki séð um sig sjálfir lengur en fái ekki inni á elliheimilum. Fundurinn skoraði á sveitarfélögin að hefjast þegar handa við að byggja elliheimili. Einnig var fjallað um vanda heilsu- gæslunnar vegna þess að heimilis- læknar fást ekki til starfa og lýsti fundurinn óánægju með vinnubrögð heimilislæknanna sem sögðu upp og óánægju með seinagang ráðherra við að leysa málið. Brýn þörf talin á nýju elliheimili Suðurnes SKÓLALÚÐRASVEIT frá Osló í Noregi heldur tónleika í Kirkjulundi í Keflavík í kvöld og hefjast tónleik- arnir klukkan 1930. Hljómsveitin heitir Oslo Youth Representation Band og er nokkurs konar úrvalssveit skólalúðrasveit- anna í Osló. Í henni eru 58 ungir hljóðfæraleikarar. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Norsk skóla- lúðrasveit leikur Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.