Morgunblaðið - 15.04.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 15.04.2003, Síða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 21 DAMON Johnson og Birna Val- garðsdóttir voru útnefnd bestu leikmenn Keflavíkur á liðnu keppn- istímabili í körfluknattleik karla og kvenna á lokahátíð Keflavíkur sem fram fór um helgina í Stapanum. Keflavík sigraði sem kunnugt er í Íslandsmótum bæði karla og kvenna, auk annarra titla í vetur. Edmund Saunders var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Magnús Gunnarsson og Rannveig Randversdóttir voru talin hafa sýnt mestar framfarir í vetur, Guðjón Skúlason og Anna María Sveins- dóttir reyndust bestu skytturnar, Sverrir Þór Sverrisson og Erla Þorsteinsdóttir bestu varnarmenn- irnir og Kristín Blöndal var út- nefnd mesti baráttujaxlinn. Keflavík Damon og Birna leikmenn ársins Ljósmynd/Sævar Sævarsson Damon Johnson og Birna Valgarðsdóttir með bikarana. „LISTASMIÐJUNNI hefur verið vel tekið. Hingað getur fólk komið og unnið að list sinni. Það hafa ekki all- ir færi á að vinna við listsköpun heimavið. Hér fær það líka fé- lagsskap,“ sagði Hafdís Hill í sam- tali við Morgunblaðið en hún rekur listasmiðjuna Stapakot í Innri- Njarðvík. Undir lok síðasta árs opnaði Haf- dís Gallery Stapakot á sama stað og listasmiðjan er. Þá voru 17 lista- menn sem sýndu og seldu verk sín í gallerýinu en þeim hefur nú fjölgað í 21. Að sögn Hafdísar er ekki skil- yrði að nýta sér aðstöðu listasmiðj- unnar til að fá að sýna og selja í gall- eríinu, en skilyrði er að fólk skiptist á að vera á staðnum. „Þeir listamenn sem eru með verk hér í galleríinu skipta við- verutímunum um helgar á milli sín, en ég sé um fimmtudagana og föstu- dagana. Galleríið er opið fimmtu- daga til sunndags kl. 13-17. Á þeim tímum sem ég sé um galleríið býð ég upp á aðgang að opinni vinnustofu og einnig á fimmtudagskvöldum frá 20 til 23. Þá getur hver sem áhuga hefur komið og unnið í leir og gler og keypt til þess efni á staðnum en borgar auk þess fyrir afnotin.“ Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið í Stapakoti og var leir- námskeið í fullum gangi þegar blaðamaður leit þar inn. Einn þátt- takandinn hafði á orði að þangað væri gott að koma og félagsskap- urinn góður. „Hér gefst manni kost- ur á að tæma hugann.“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Meðal námskeiða sem boðið er upp á í Stapakoti eru leirnámskeið. Hér leiðbeinir Hafdís Hill (í miðið) þátttakanda. Innri-Njarðvík „Gott að koma og tæma hugann“ Starfinu í Listasmiðjunni Stapakoti hefur verið vel tekið RAGNHILDUR Steinunn Jóns- dóttir, 21 árs stúlka úr Keflavík, var kjörin fegurðardrottning Suð- urnesja 2003 í fegurðarsamkeppni sem fram fór í Bláa lóninu á laug- ardagskvöld. Ragnhildur Steinunn var einnig útnefnd K-sport stúlkan og Bláa lóns stúlkan í keppninni. Í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja varð Helga Jónasdóttir og Brynja Dröfn Eiríksdóttir í því þriðja. Þá var Bjarney Lea Guðmundsdóttir útnefnd Ljósmyndafyrirsæta Suð- urnesja og Sigríður Vilma Úlfars- dóttir var kosin vinsælasta stúlka keppninnar. Bláa lónið Ljósmynd/Víkurfréttir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Kjörin fegurðar- drottning Suðurnesja AÐALFUNDUR Félags eldri borg- ara á Suðurnesjum, sem haldinn var í Selinu í Njarðvík um helgina, skoraði á sveitarfélögin að hefjast þegar handa við að byggja elliheimili. Á fundinum gaf Hilmar Jónsson, sem verið hefur formaður félagsins í fimm ár, ekki kost á sér til endurkjörs og Trausti Björnsson var kosinn í hans stað. Trausti hefur verið ritari í stjórn félagsins. Með honum í stjórn eru Karl Sig- urbergsson varaformaður, Jón Guð- mundsson gjaldkeri, Hafsteinn Snæ- land ritari, Jóhanna Sigurðardóttir og Magnþóra Þórarinsdóttir. Trausti segir að skortur á plássi á elliheimilum og vandi heilsugæslunn- ar brenni mest á félagsmönnum um þessar mundir. Hann vekur athygli á að aðeins séu 74 rými í hjúkrunar- og dvalarheimilunum Garðvangi og Hlévangi á Suðurnesjum sem þjóni 17 þúsund manna byggð. Hann segir að ástandið sé slæmt hjá þeim sem geti ekki séð um sig sjálfir lengur en fái ekki inni á elliheimilum. Fundurinn skoraði á sveitarfélögin að hefjast þegar handa við að byggja elliheimili. Einnig var fjallað um vanda heilsu- gæslunnar vegna þess að heimilis- læknar fást ekki til starfa og lýsti fundurinn óánægju með vinnubrögð heimilislæknanna sem sögðu upp og óánægju með seinagang ráðherra við að leysa málið. Brýn þörf talin á nýju elliheimili Suðurnes SKÓLALÚÐRASVEIT frá Osló í Noregi heldur tónleika í Kirkjulundi í Keflavík í kvöld og hefjast tónleik- arnir klukkan 1930. Hljómsveitin heitir Oslo Youth Representation Band og er nokkurs konar úrvalssveit skólalúðrasveit- anna í Osló. Í henni eru 58 ungir hljóðfæraleikarar. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Norsk skóla- lúðrasveit leikur Keflavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.