Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2003 35 ✝ Jóhanna Guð-jónsdóttir var fædd í Hrauntúni í Leirársveit 30. des- ember 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða hinn 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólöf Þorbergsdóttir og Guðjón Jónsson. Guð- jón og Ólöf fluttu að Melkoti í sömu sveit 1921. Systkini Jó- hönnu eru: Þorgrím- ur, f. 11. sept. 1909, d. 17. ág. 1910, Sigríður Þorgerður, f. 10. okt. 1910, gift Haraldi Gísla Bjarnasyni, Þorberg- ur, f. 20. sept. 1911, Ágúst Sigurð- ur, f. 28. ág. 1912, kvæntur Elísa- betu Þorbjörnsdóttur, og Auður Sunnubraut 8. Árið 1990 fluttust þau að Dvalarheimilinu Höfða Akranesi. Börn Jóhönnu og Gunn- ars eru: 1) Ólöf Gunnarsdóttir, f. 23.12. 1943, gift Viðari Einarssyni. Börn þeirra eru: a) Gunnar Jóhann, maki Þorbjörg Ragnarsdóttir, börn þeirra eru Ragnar Þór og Ólöf. b) Elín , maki Gerd Hammerström, börn þeirra eru Viðar Máni, Ólöf Svava, Mia og Jonas. c) Þorbergur Auðunn, maki Auður Magnúsdóttir, börn þeirra eru Óttar Ingi, Elísabet Huld og Laufey Eva. d) Einar, maki Kristín Sveinsdóttir, börn þeirra eru Karen Ósk, Elísa Björk og Heba Bjarg. e) Erlingur, barn hans er Sigrún Líf. 2) Reynir Gunnarsson, f. 25.1. 1948, kvæntur Sigríði Viktor- íu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru: a) Nína Borg, maki Jón Örn Arn- arsson, börn þeirra eru Reynir Ver, Ólöf Eir og Arna Ósk. b) Jóhanna Ólöf, barn hennar Sigríður Viktoría Líndal. c) Berglind. Útför Jóhönnu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kristín, f. 29.maí 1916. Af systkinum Jóhönnu er Þorbergur einn eft- irlifandi og býr hann á Dvalheimilinu Höfða á Akranesi. Jóhanna ólst upp í föðurhúsum. Hún fór ung að vinna fyrir sér og vann ýmis störf, meðal annars sem vinnukona á Akranesi. Hinn 22.11. 1942 giftist Jóhanna Gunn- ari Jörundssyni vél- stjóra, f. 10.11. 1915 í Álfadal á Ingjalds- sandi, d. 25.12. 1992. Foreldrar hans voru hjónin Jörundur Ebene- zersson og Sigríður Árnadóttir. Jó- hanna og Gunnar bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, lengst af á Ég var ekki gamall þegar ég kynnt- ist Jóhönnu Guðjónsdóttur fyrst. Við unnum saman við fiskvinnslu í Heimaskaga ásamt öðru fólki á öllum aldri, og þar kynntist ég því hversu auðvelt henni reyndist að umgangast alla með vinsemd og virðingu og gera engan mannamun eða láta aldur skipta máli til eða frá Hanna eins og hún var kölluð var einstaklega kát og skemmtileg kona og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að öðlast vináttu hennar þarna í Heimaskaga forðum og hélst sá vinskapur óslitið þar til hún kvaddi þetta líf 8. apríl sl. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég kynntist Hönnu fyrst að ég ættir eftir að verða tengdasonur hennar og hennar ágæta eiginmanns Gunnars Jörundssonar. Eftir að við Lóa, dóttir þeirra hjóna, giftum okkur og hófum búskap varð heimili þeirra Hönnu og Gunnars okkar annað heimili þangað var gott og gaman að koma. Það var mikið fjör og mikið gaman þegar börnin okkar Lóu heimsóttu afa og ömmu og oft var erfitt að greina á milli hver var elstur og hver yngstur þegar horft var á leikina sem í gangi voru hverju sinni. Hanna var mjög söngelsk og var hafsjór af kvæðum, vísum og söngv- um sem hún kenndi börnum mínum og öðrum barnabörnum sínum sem elskuðu ömmu sína. Hanna hafði mjög gaman af lestri góðra bóka og spila á spil, hún var ötul við það á með- an heilsa hennar leyfði. Hanna elskaði fjölskyldu sína af heilum hug og helg- aði henni allt sitt líf og var okkur öll- um mjög kær. Við fjölskyldan ferð- uðumst talsvert saman og eru ferðalögin okkur ógleymanleg og var þáttur Hönnu í þeim ekki sístur að gera góða ferð betri. Kæra Hanna mín, með þessum fá- tæklegu orðum vil ég þakka þér sam- verustundirnar og allt það sem þú gerðir fyrir mig, Lóu mína, börnin okkar, tengdabörn og barnabörnin okkar. Guð geymi þig að eilífu. Að lokum vil ég færa þér ástar- kveðjur frá Lóu þinni. Þinn Viðar. Elsku Hanna mín. Nú, þegar þú hefur kvatt þennan heim, langar mig að flytja þér þakkir með nokkrum fá- tæklegum orðum. Að fá að kynnast slíkri konu sem þú varst eru forrétt- indi. Þeim fækkar óðum sem geta sagt frá löngu liðinni tíð og miðlað af fróð- leik um þau kjör sem ungt alþýðufólk bjó við í upphafi síðustu aldar. Það var gaman að hlýða á þegar þú varst kom- in „á flug“ í frásögninni, eins og við kölluðum það, og upplifðir gamlar stundir og miðlaðir okkur með þínum skemmtilega frásagnarhæfileika. Þú háðir baráttu við vanheilsu í áraraðir og sífellt hallaði undan fæti en ekki brást þér lundin létta. Þú varst þeirri gáfu gædd að geta alltaf slegið á létta strengi þegar þú máttir mæla. Þó að þú værir sárþjáð gast þú gert að gamni þínu og alltaf var stutt í hláturinn þinn létta. Ég kynntist þér fyrst 1971 þegar dóttir mín, Silla, og Reynir sonur þinn gengu í hjónaband. Það var mikill hamingjudagur og við vorum svo ánægðar með ungu hjónin. (Þú hefðir nú sennilega orðað það þannig að við hefðum verið að drepast úr monti.) Frá þeim degi tengdist traust vinátta milli okkar sem aldrei bar skugga á. Þegar þú nú ert öll, Hanna mín, er þín sárt saknað. En minningin um góða og ástríka konu yljar um hjarta- rætur og allir, börn, tendabörn og barnabörnin eiga um þig yndislegar minningar. Ég kynntist þér sem heil- steyptri konu, sem aldrei lagði nema gott eitt til manna og málefna og vildi öllum vel. Ég bið þér góðrar heimkomu til ástvina þinna, sem á undan þér eru farnir og ég veit að þér er tekið opn- um örmum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Aðstandendum öllum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Nína Sigurðardóttir. JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG HALLDÓRSDÓTTIR, áður Dvergabakka 36, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni fimmtudagsins 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mið- vikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Stefán V. Skaftason, Sigríður R. Hermóðsdóttir, Halldór Skaftason, Ína Gissurardóttir, Gyða Thorsteinsson, Rósa Thorsteinsson, Árni S. Björnsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN KRISTGEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju á morgun, miðvikudaginn 16. apríl, kl. 15.00. Guðný Guðmundsdóttir, Sveinn V. Jónsson, Herborg Guðmundsdóttir, Trausti Már Ingason, Helga Guðmundsdóttir, Guðni Sigþórsson, Finnbjörg Guðmundsdóttir, Benedikt Davíðsson, Oddný Guðmundsdóttir, Gestur Kristinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Arnór Eyþórsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Ólöf Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, HELGA TRYGGVADÓTTIR, Smiðjustíg 4 lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 11. apríl. Agnar Tryggvason, Lára Þorsteinsdóttir, Sverrir Agnarsson, Edda Helga Agnarsdóttir, Jón Magnússon, Tryggvi Þór Agnarsson, Erla Valtýsdóttir, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Kristján Sigurðsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KETILBJÖRG ERLENDÍNA MAGNÚSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 13. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Jens Magnússon, Þuríður Hólmgrímsdóttir, Guðný M. Gunnarsdóttir, Kristbjörg Þ. Gunnarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og langömmubarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT GUTTORMSDÓTTIR, Lynghaga 8, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.30. Sigríður H. Ólafsdóttir, Guttormur Ólafsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Ásthildur S. Rafnar, Eggert B. Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.