Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SPARA 120 MILLJÓNIR Kostnaður Vegagerðarinnar vegna snjómoksturs verður vænt- anlega hátt í fjórðungi undir áætlun vegna mildrar tíðar og er gert ráð fyrir að sparnaðurinn vegna þessa geti numið um 120 milljónum króna. Verða stúdentar átján ára Nýr einkarekinn menntaskóli, Menntaskólinn Hraðraut, mun taka til starfa í Hafnarfirði á hausti kom- anda. Þar verður boðið upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs og geta nemendur því útskrifast við átján ára aldur. Boðið verður upp á bóknám á tveimur brautum, nátt- úrufræði- og málabraut. Vottuð öryggisstjórnun Alcan er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem hefur fengið staðfest að öryggis- og vinnuumhverfisstjórnun þess standist alþjóðlega staðalinn OHSAS 180001. Staðallinn er kröfu- lýsing og á að tryggja að öryggis- og heilbrigðismál séu órjúfanlegur þáttur í mats- og ákvörðunarferli við fjárfestingar og framkvæmdir. Hernámsliðið fari frá Írak Utanríkisráðherrar grannríkja Íraks hvöttu í gær hernámslið Bandaríkjanna og Bretlands til að fara frá Írak eins fljótt og auðið væri. Ráðherrarnir sögðu einnig að Sameinuðu þjóðirnar ættu að gegna lykilhlutverki við endurreisn lands- ins og myndun nýrrar stjórnar. Þeir lögðu áherslu á að íraska þjóðin ætti sjálf að taka við stjórn landsins sem fyrst og ákveða hvernig nýta ætti olíuauðlindir þess. Fimm Írakar handteknir Fimm af 55 Írökum, sem Banda- ríkjamenn leggja mesta áherslu á að taka til fanga, hafa nú verið handteknir og vonast er til að þeir veiti upplýsingar um meinta ger- eyðingarvopnaáætlun Saddams Husseins. Þeirra á meðal eru fyrr- verandi fjármálaráðherra Íraks, Hikmat al-Azzawi, hálfbróðir Sadd- ams, Barzan Ibrahim al-Tikriti, og Samir Abul Aziz al-Najim, einn af helstu forystumönnum Baath- flokksins. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugsað upphátt 51 Erlent 20 Myndasögur 48 Listir 28/35 Bréf 58/59 Af listum 28 Dagbók 60/61 Forystugrein 36 Krossgáta 63 Reykjavíkurbréf 36 Leikhús 64 Skoðun 38/39 Fólk 64/69 Umræðan 40/46 Bíó 66/69 Minningar 48/51 Sjónvarp 62/70 Hugvekja 48 Veður 71 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Borgarveisla – Haust 2003“ frá Úrvali-Útsýn. Blaðinu er dreift um allt land. EF KJÓSENDUR gefa núverandi stjórnarandstöðu meirihluta á þingi ber stjórnandstöðuflokkunum skylda til þess að reyna stjórnar- myndun. Ljóst er þó að stjórnar- meirihlutinn verður ekki felldur nema Frjálslyndi flokkurinn fái 5–8 þingmenn kjörna. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa aldrei náð meirihluta í skoð- anakönnunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sverris Hermannssonar, fyrrverandi formanns Frjálslynda flokksins, á kveðjufundi fundi með flokksfélögum á Ísafirði í liðinni viku. Hann segir þetta hafa verið síðustu opinberu pólitísku ræðu sína. Sverrir sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði lýst þeirri skoðun sinni að ef ríkisstjórnar- meirihlutinn félli væri það vantraust á núverandi stjórn og um leið dóm- ur kjósenda um að nýir menn, stjórnarandstaðan, ætti að taka við. „Ég lét þess getið að það væri kannski ekki auðvelt verk en menn ættu ekki að láta sér liggja neitt á í þeim efnum. Menn vita um megin- þætti í okkar stefnu og að þá stefnu getum við ekki yfirgefið. Ég sagði að það ætti þó ekki að vera óbrúan- legt bil á milli stjórnarandstöðu- flokkanna en það væri ekkert áhlaupaverk. Ég sagði einnig að ég sæi ekki hvernig við í Frjálslynda flokknum, ef þannig skipuðust mál, gætum samið við Sjálfstæðisflokk- inn vegna þess að ég sæi ekki hvernig hann myndi geta komið fram og fallist á þau höfuðsjónarmið sem við berjumst fyrir.“ Sverrir segist einnig hafa lýst þeirri skoðun að stjórnarandstaðan myndi aldrei fella núverandi ríkis- stjórn frá völdum nema Frjálslyndi flokkurinn fengi 5–7 þingmenn, í bestu skoðanakönnun hafi Samfylk- ingin og Vinstrihreyfingin ekki náð meirihluta. Þetta hafi legið fyrir í langan tíma. Sverrir Hermannsson kvaddi flokksfélaga sína á Ísafirði Stjórnarandstöð- unni ber að reyna myndun stjórnar HELGI Hróbjartsson, sem starfað hefur um áratugaskeið við kristni- boðs- og hjálparstörf í Eþíópíu, verð- ur aðalskipuleggjandi neyðarhjálpar í héraðinu El Kere á vegum Hjálpar- starfs kirkjunnar í samvinnu við yf- irvöld og lútersku kirkjuna þar í landi. Helgi hefur ásamt samstarfsmönnum sínum flogið milli svæða en hann hef- ur sjálfur flugpróf og notar fjögurra sæta Cessna-flugvél sem hann fékk frá Íslandi, gömlu „Frúna“ sem var í eigu Ómars Ragnarssonar frétta- manns. „Það hefur sparað okkur mik- inn tíma að geta farið um svæðið í flugvél og þannig getum við mun bet- ur fylgst með og stýrt starfinu,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. El Kere er lítið og afskekkt hérað í suðausturhluta Eþíópíu þar sem búa um 9 þúsund manns, bændur og hirð- ingjar. Þar hefur úrkoma verið með minnsta móti og uppskera því ónóg. Fæða er af skornum skammti og kornverð hefur farið mjög hækkandi. Hafa margir flutt sig til annarra land- svæða vegna ástandsins. Með söfnun- inni er stefnt að því að geta útvegað í það minnsta 1.500 börnum, mæðrum með börn á brjósti og barnshafandi konum tveggja kílóa matarskammt í viku hverri næstu þrjá mánuði. Lendingarstaðir ekki vandamál Helgi sagðist hafa ekið að meðaltali fimm til sex þúsund km á mánuði en hann hefur aðalbækistöð í Waddera sem er í um 500 km fjarlægð frá El Kere. Hann sagði ekki vandamál að finna lendingarstaði, landið væri há- slétta og víða væri nóg að tína burt steina, nokkur tré og fylla í holur. Kveðst hann finna lendingarstaðina sjálfur og fá heimamenn til að lagfæra þá með sér og fara síðan fyrstu ferð- ina á nýjan stað einn í flugvélinni. Eldsneyti kvað hann ekki heldur vandamál og flugvirki hans sér um reglulegt viðhald. „El Kere er á svokölluðu Sómalíu- svæði í Eþíópíu og þar hefur löngum verið harðbýlt og oft þurft að stunda þar hjálparstörf síðustu 10 til 15 ár- in,“ sagði Helgi ennfremur. Hann hef- ur síðustu 30 árin sinnt kristniboðs- og hjálparstarfi víða í Eþíópíu, bæði á vegum Sambands ísl. kristniboðs- félaga og Norðmanna. Haft er fyrir satt að fólk sem hann starfar á meðal, ekki síst múslimar, kalli hann „númer þrjú“ næstan á eftir Allah og Múham- eð. Eins og fyrr segir efnir Hjálpar- starf kirkjunnar nú til söfnunar vegna þessa verkefnis og munu landsmönn- um berast næstu daga gíróseðlar með upplýsingum og ósk um framlag. Jón- as Þ. Þórisson framkvæmdastjóri segir söfnunarféð verða notað til kaupa á matvælum, útsæði og lyfjum og að kosta flutning til neyðarsvæð- anna. Helgi Hróbjartsson er hér við gömlu „Frúna“, fjögurra sæta Cessna 182, sem Helgi segir hafa komið sér vel í hjálparstarfinu í suðurhluta Eþíópíu. Helgi Hróbjartsson skipuleggur neyðarhjálp frá Íslandi í suðurhluta Eþíópíu Notar flugvél frá Íslandi í hjálparstarf ANDRÉSAR Andar-leikunum á skíðum hefur verið aflýst vegna snjóleysis en keppni átti að hefjast í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar sum- ardaginn fyrsta. Gísli Kristinn Lór- enzson, einn forsvarsmanna leik- anna, sagði að ákvörðun um að aflýsa 28. leikunum hefði verið erfið en óumflýjanleg. Um 650 börn voru skráð til leiks að þessu sinni á þetta stærsta skíðamót landsins ár hvert en flestir hafa keppendur verið 850. Gísli Kristinn sagði að þegar að- stæður hefðu verið skoðaðar í Hlíð- arfjalli á föstudaginn langa hefði mætt þeim 15–16 stiga hiti og sunnanþeyr. „Það er ábyrgðarhluti að stefna hátt í eitt þúsund manns á þennan litla snjóskafl sem eftir er í fjallinu.“ Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir þau fjölmörgu börn sem skráð voru til leiks svo og ferðaþjónustu- aðila á Akureyri því hátt í 2.000 manns hafa komið til bæjarins í tengslum við leikana. „Það er vissu- lega leiðinlegt hvernig þetta fór en við höldum hér leikana með glæsi- brag að ári,“ sagði Gísli Kristinn. Andrésar Andar- leikunum aflýst TALIÐ er að yfir 11 milljónir íbúa Eþíópíu þurfi hjálp á þessu ári. Þörf er fyrir rúmlega 1,4 milljón- ir tonna af matvælum, einkum korn. Á síðustu átta árum hafa íbúar í El Kere iðulega mátt búa við uppskerubrest og hung- ursneyð. Með 100 kg af maís sem kostar sem svarar 1.600 ísl. krón- um má fæða fjölskyldu í tvo mán- uði. Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint nokkur héruð í Eþíópíu sem neyðarsvæði. Yfir 11 milljónir íbúa þurfa hjálp MENN frá siglingaklúbbnum Brokey voru mættir til vinnu í Reykjavík- urhöfn eldsnemma í gærmorgun að setja upp flotbryggjur félagsins og gera klárt fyrir sumarið. Brokey hefur haft aðstöðu við varðskipsbryggj- una við Ingólfsgarð í 20 ár en að sögn Jóns Búa Guðlaugssonar, stjórn- armanns í félaginu, er mikil hreyfing á þessum stað í höfninni og olli hún því að fara þurfti út í kostnaðarsamar viðgerðir á bryggjunum. Hann segir að félagið vonist til þess að það fái í framtíðinni betri og hagstæðari að- stöðu. Morgunblaðið/RAX Siglingaklúbbur gerir klárt fyrir sumarið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.