Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna
10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum
um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis.
Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22.
Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við
kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs-
ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs-
ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is.
Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um
stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag,
t.d. námsfólk erlendis.
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð,
105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736
Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720
Netfang: oskar@xd.is
LÖGREGLAN í Kópavogi tók mann
á 136 km hraða á Reykjanesbraut-
inni á föstudag. Má hann eiga von á
því að verða sviptur ökuréttindum
þar sem 70 km hámarkshraði er á
kaflanum þar sem hann var tekinn.
Hraðakstur í
Kópavogi
TVEIR menn voru handteknir á
föstudagskvöld í Reykjanesbæ en í
bíl þeirra fundust að því er talið er 30
g af amfetamíni og 15 g af hassi. Að
sögn lögreglu í Keflavík var mönn-
unum sleppt eftir yfirheyrslur.
Handteknir
með fíkniefniNÝ flugvél hefur bæst í flota flug-
félagsins Geirfugls í Reykjavík. Er
hún frönsk, af gerðinni Socata
TB-10 Tobago, fimm sæta og kost-
aði 12,5 milljónir króna. Geirfugl er
125 manna flugklúbbur en auk þess
að leigja hluthöfum flugvélar sinnir
félagið flugkennslu. Nýja vélin er
sú áttunda í flotanum og verður ein
eldri véla félagsins sett upp í kaup-
verðið. Stefnt er að kaupum á enn
einni vél sem væntanleg er í júní og
verður hluthöfum fjölgað um 22.
Birkir Örn Arnaldsson og Helgi
Kristjánsson flugu vélinni hingað
til lands frá Svíþjóð. Eru þeir með
öðru flugkennarar hjá Geirfugli og
Helgi auk þess flugrekstrarstjóri.
Þeir sögðu ferðina hafa gengið að
óskum en á skírdag flugu þeir frá
Stavanger í Noregi til Íslands með
viðkomu á Hjaltlandseyjum og
Færeyjum. Tók ferðin alls um 11
tíma.
Nýja vélin er árgerð 1999 en
henni hefur aðeins verið flogið í um
70 tíma og einkum verið notuð til
kynninga á vegum verksmiðjunnar.
Matthías Arngrímsson, einn kenn-
ara Geirfugls, segir vélina búna
fullkomnum blindflugstækjum, með
180 hestafla mótor og skiptiskrúfu.
Hann segir aðbúnað góðan hið
innra fyrir flugmann og farþega.
Flugvélin hefur ekki fengið ís-
lenska einkennisstafi en könnun
stendur nú yfir meðal hluthafa
Geirfugls um fimm möguleika.
Flest atkvæði hafa fengið TF-TIA
og TF-DIX.
Geirfugl fær nýja flugvél
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugkennararnir Helgi Kristjánsson (t.v.) og Birkir Örn Arnaldsson flugu
nýju vélinni til Íslands frá Svíþjóð og sögðu flugið hafa gengið vel.
♦ ♦ ♦
ALCAN á Íslandi hefur fyrst fyrir-
tækja á Íslandi fengið staðfest að ör-
yggis- og vinnuumhverfisstjórnun
þess standist alþjóðlega staðalinn
OHSAS 18001. Þetta var staðfest í
úttekt á gæðakerfi Alcan í Straums-
vík fyrir skemmstu en kerfið tekur
nú til þriggja þátta, gæðastjórnunar,
umhverfisstjórnunar og öryggis- og
vinnuumhverfisstjórnunar. Sviss-
neska vottunarfyrirtækið SQS gaf út
sérstakt vottunarskírteini þessu til
staðfestingar og tók það gildi á skír-
dag.
Að sögn Hrannars Péturssonar,
upplýsingafulltrúa hjá Alcan, er
OHSAS 18001-staðallinn kröfulýs-
ing á sviði öryggis- og vinnuum-
hverfisstjórnunar en staðallinn á
m.a. að tryggja, að öryggis- og heil-
brigðismál séu órjúfanlegur þáttur í
mats- og ákvörðunarferli við fjár-
festingar, framkvæmdir, rekstur og
kaup á vöru og þjónustu.
Segir öryggismenningu öfluga
Hrannar segir að í Straumsvík
hafi náðst mjög góður árangur und-
anfarin ár en það sé hins vegar
skylda stjórnenda og starfsmanna
fyrirtækisins að leita sífellt leiða til
að gera enn betur og OHSAS-stað-
allinn sé eitt þeirra hjálpartækja.
„Öflug öryggismenning hefur fest
sig í sessi innan fyrirtækisins og
ýmsir mælikvarðar hafa sýnt okkur
að starfsfólk hér hugsar almennt
mikið um öryggismál. Svo ég nefni
einfalt dæmi úr hinu daglegu lífi þá
hafa kannanir sýnt að starfsfólk
Alcan á Íslandi er líklegra til að
spenna alltaf bílbelti en samanburð-
arhópar á höfuðborgarsvæðingu og
landsbyggðinni.“
Hrannar segir að móðurfélag
Alcan á Íslandi stefni að því að öll
fyrirtæki innan samsteypunnar fái
öryggisstjórnun sína vottaða skv.
OHSAS 18001 áður en þetta ár er
úti. Mörg hver hafi þegar náð þess-
um áfanga en önnur undirbúa sig nú
fyrir úttekt síðar á árinu.
Öryggisstjórnun vott-
uð hjá Alcan á Íslandi
Álverið í Straumsvík.
HJÓNIN Heimo Schmidt, aust-
urrískur atvinnuljósmyndari og
Kara Wetherby, bandarískur stílisti,
eru væntanleg hingað til lands í
sumar í þeim tilgangi að taka mynd-
ir af fatnaði Spakmannsspjara í ís-
lenskri náttúru. „Við stefnum að því
að gefa út bók með myndum af
Spakmannsspjörum í íslenskri nátt-
úru,“ segir Schmidt í samtali við
Morgunblaðið. Segir hann að þau
hjónin vinni saman að þessu verk-
efni og að þau muni fjármagna það
sjálf.
Þetta er í annað sinn sem þau
Schmidt og Wetherby koma hingað
til lands til að taka myndir af Spak-
mannsspjörum en sumarið 2001
tóku þau myndir af fyrirsætum frá
Eskimo Models í fatnaðinum í ís-
lenskri náttúru. Þær myndir munu á
næstunni birtast í bandaríska tísku-
nettímaritinu Beige Magazine. Net-
slóðin er beigenet.com.2001.
Heillaðist af landi og þjóð
Schmidt segist hafa heillast af
landi og þjóð þegar hann kom hing-
að fyrst fyrir tæpum þremur árum,
en þá voru þau hjón að vinna að
auglýsingu fyrir bandarískt fjár-
málafyrirtæki ásamt Saga film. „Ég
hef eignast góða vini á Íslandi og er
mjög hrifinn af náttúru landsins og
fólkinu,“ ítrekar hann. Scmidt
kveðst hafa komið víða um heim og
segir Ísland engu líkt. Bætir hann
því við að þau hjónin hafi meira að
segja á tímabili verið að velta því
fyrir sér að flytja til Íslands.
Eigendur og hönnuðir fatamerk-
isins Spakmannsspjara, þær Björg
Ingadóttir og Vala Torfadóttir,
fengu eintök af myndunum sem
teknar voru sumarið 2001 og hafa
m.a. notað þær til að kynna Spak-
mannsspjarir. „Það er í raun happ-
drætti að hafa fengið svona góðar
myndir,“ útskýrir Björg enda hefðu
þær sjálfar ekki haft efni á því að
fara út í svo dýrar myndatökur.
Að sögn Bjargar byrjaði þetta allt
saman á því þegar Wetherby kom
inn í verslun Spakmannsspjara í
Reykjavík og keypti þar mokka-
jakka, sumarið 2000. „Þannig
kynntust þau vörunni okkar. Seinna
spurðu þau okkur hvort þau mættu
fá lánuð föt til að mynda í íslenskri
náttúru.“
Fatnaður úr æðardúni
Aðspurð segir Björg að Spak-
mannsspjarir séu aðallega seldar
hér á landi, en þó hafi eitthvað verið
um að flíkur hafi verið seldar utan í
gegnum sérpantanir.
Spakmannsspjarir hafa verið
kynntar víða og m.a. er ný lína úr
æðardúni nú til sýnis í Swarovski-
galleríinu í Innsbruck í Austurríki.
Stendur sú sýning fram í nóvember.
Myndir hjónanna Schmidt og
Wetherby af Spakmannsspjörum
eru þar einnig til sýnis. „Þá höfum
við verið beðnar um að senda fatnað
á brúðarsýningu sem haldin verður
í Dubai í lok apríl,“ útskýrir Björg,
en sá fatnaður er einnig unnin úr
æðardúni. Að sögn Bjargar hafa
þær m.a. hannað jakka, kápur, tösk-
ur, vettlinga og trefla úr æðadúni.
Mynda Spakmannsspjarir
í íslenskri náttúru
Austurríski ljósmyndarinn Heimo Schmidt tók þessa mynd af stúlku í
Spakmannsspjörum í íslenskri náttúru.
ÞEGAR Jóhannes Ás-
bjarnarson á Kárs-
stöðum í Helgafells-
sveit var á leið í
kaupstað og ók yfir
Kársstaðaá sá hann
hvar selur lá á gras-
bala við hyl í ánni.
Hann sneri þegar heim
og náði í byssu og
skaut selinn því eins og
Jóhannes segir þá er
ekki hægt að hafa slíkt
óhræsi í silungsá.
Þegar hann skoðaði
selinn sá hann að ekki
var um venjulegan sel
að ræða. Þegar betur
var að gáð kom í ljós að
þetta var kampselur.
Kampselir lifir í Norð-
ur-Íshafi og er stofn-
inn áætlaður 300.000
dýr. Kampselir ferðast
langar leiðir og koma
hingað sem flækingar
og eru þá fyrir Norð-
urlandi. Mjög sjald-
gæft er að hann komi
svo sunnarlega eins og
inn í Álftafjörð. Ein-
kenni hans eru veiði-
hárin. Þau eru löng og
mjög þéttvaxin og fyr-
irferðarmikil. Kamp-
selurinn lítur út eins og hann sé með
mikið skegg í kringum kjaftinn.
Jóhannes segir að selir geri mik-
inn usla í silungsám og að þeir séu
ekki skárri gestir en minkurinn. Því
hafi hann brugðist skjótt við og af-
lífað dýrið. Hann álítur að kampsel-
urinn hafi verið um 200 kg og 160 cm
langur. Líklegt er að um ungan
kampsel sé að ræða, því fullorðnu
dýrin er lengri og þyngri og getur
brimillinn orðið um 600 kg.
Jóhannes fór með selinn heim og
gerði að honum. Hann nýtir kjötið
og spikið. Hann segist kunna að
meta selkjötið og þyki gott og verð-
ur fyrsta verk hans að setja góðan
bita í pottinn. Því miður kunna fáir
Íslendingar nú til dags að meta þenn
góða mat, enda er hann ekki á boð-
stólum. Kjötið af selnum er meira en
hann getur torgað, því hefur hann
gefið kunningjum sínum í Hólminum
að njóta með sér.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Jóhannes Ásbjarnarson með kampselinn.
Skaut kampsel
í Kársstaðaá
Stykkishólmi. Morgunblaðið.