Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 25

Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 25 ÞEIR Hlynur, Bjarni og Haf-steinn úr fjöllistahópnumLorti eru sestir í sófann. Þeireru úr kvikmyndaanga Lorts og voru ásamt félögum sínum valdir kvikmyndagerðarmenn ársins á Bedduverðlaununum í fyrra, sem veitt eru af Bíói Reykjavík. Raunar er listahópurinn Lortur ekki alveg lagskiptur því allir hæfi- leikar eru nýttir til góðra verka. „Kristján Leifur sem klippir er t.d. einarður myndlistarmaður,“ segir Bjarni, sem sjálfur er í myndlist. „Við eigum að heita bókmenntafræðingar, en hann er farinn að krota núna,“ bætir Hafsteinn við um sig og Hlyn. Unnu á stuttmyndadögum Lortur byrjaði í kvikmyndagerð árið 1996, en árið 2000 fór meiri al- vara að færast í leikinn. „Þá réðumst við í stærri verkefni,“ segir Bjarni. „Við fórum að nýta fleira fólk og hóp- urinn varð ekki eins skýrt afmarkað- ur og áður heldur gengu þeir í hópinn sem þörf var fyrir,“ segir Hafsteinn. „Sá sem vinnur einu sinni með hópn- um er orðinn hluti af honum,“ segir Bjarni. Lortur hefur staðið fyrir þremur myndlistarsýningum eða öll sumur síðan árið 2000. Stuttmyndirnar eru orðnar tíu talsins og þeir unnu verð- laun á stuttmyndadögum árið 2000 fyrir myndina Georg: Lifandi lag og árið 2002 fyrir Leitina að heiðarlega Arabanum og Íslenska herinn. Núna er Lortur með þrjár myndir í vinnslu. Kvikmynd í fullri lengd „Same Story er kvikmynd í fullri lengd sem tekin er í Reykjavík og Aþenu árið 2001. Verkefnið er það stórt að við höfum ekki komist lengra, en í upphafi fengum við styrk frá Evr- ópuráði,“ segir Bjarni. „Þetta er mynd um samevrópska landamæralausa vitund; ástina á syðsta og nyrsta odda álfunnar,“ seg- ir Hlynur. „Hún fjallar um kvikmyndagerðar- menn sem eru hálfgerðir kjánar og uppfullir af samevrópskri vitund á meðan þeir eiga í erfiðleikum með samskipti sín á milli,“ segir Haf- steinn. „Það er alveg í anda myndarinnar að hún sé stopp og það vanti fleiri krónur til að ljúka henni,“ klykkir Bjarni út með. Stuttmyndir unnar með spuna En aðaláherslan hefur verið á gerð stuttmynda. „Oftast styðjumst við ekki við fullunnið handrit, en erum við niðurnegldar hugmyndir og fastmót- aðar persónur og spinnum út frá því,“ segir Hlynur. „Fyrir vikið tökum við mikið efni og það hefur gengið vel. Við njótum þess að vera stór hópur þannig að það skortir aldrei hugmyndir,“ segir Bjarni. „Þetta er eins og í hljómsveit,“ seg- ir Hafsteinn. Og þeir sjá engan mun á því að gera stuttmynd, heimildarmynd eða til- raunamynd. Leitin að heiðarlega Arabanum var t.d. stutt heimildar- mynd og Georg: lifandi lag var „leikin heimildarmynd um íslenska og danska karókísöngvara sem reyna að meika það karókísenunni í Kaup- mannahöfn. Þetta var eitt sumar og afsprengi hópavinnu og þess andrúms sem skapaðist,“ segir Hafsteinn. Í augnablikinu er Lortur að vinna að fjörutíu mínútna langri stuttmynd, Grön: Mottan talar. „Þetta er hvers- dagslegt tilvistardrama um stöðu karlmannsins í upphafi nýrrar aldar,“ segir Hlynur. „Hvernig karlmaðurinn getur fótað sig í nýrri heimsmynd,“ segir Haf- steinn. „Þetta markar upphaf karlabarátt- unnar,“ segir Bjarni. „Það sem koma skal,“ segir Haf- steinn. „Það vantar fyrirmyndir fyrir karl- menn og að fjallað sé um íslenskan veruleika,“ segir Hlynur. Að lokum tala þeir um að það vanti markað fyrir stuttmyndir hér á landi. „Allur aðbúnaður er orðinn það góður með stafrænu tækninni að myndirnar eru vel gjaldgengar í sjón- varp eða bíó. En eini vettvangurinn virðist vera Bíó Reykjavík, sem er stórkostlegt og þarft fyrirbæri og þar er mikil gróska. Reyndar sýndi Sjón- varpið Leitina að heiðarlega Araban- um á dögunum, en eina ástæðan var sú að hún hafði unnið til verðlauna. Þá varð Sjónvarpið að sýna hana.“ Karlmenn og fyrirmyndir Kvikmyndagerðarmenn úr fjöllistahópnum Lortinum og til hægri er sýnishorn úr stuttmyndum þeirra félaga. Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.