Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 33 mar Örn Aðalsteinsson var skemmti- lega ofvirkur Jón (það hefur trúlega verið lítið um himneska ró í efra síðan hann kom), en furðulegur munur á framsögn hans eftir því hvort hann talaði í hljóðnema innan úr skjóðunni (góð) eða stóð á sviðinu í eigin per- sónu (ekki svo góð). Guðmunda Ólafs- dóttir og Laufey Einarsdóttir voru öflugur Óvinur. Aðrir leikarar brugðu sér í ótal hlutverk og tókst öll- um vel að greina milli þeirra, engum betur þó en Valdimar Össurarsyni sem var frábær hreppstjóri og ynd- islegur bóndi á himnum. Sýning Umf. Vöku er ágæt skemmtun og óskandi að ekki líði þrjátíu ár fram að næstu uppfærslu í Þjórsárveri. Þorgeir Tryggvason Ferðalok er eftir Jón Karl Helga- son og kemur út í Svörtu línunni frá bókaforlaginu Bjarti. Meginefnið er saga beina Jón- asar Hallgríms- sonar og örlög þeirra í skáldskap og veruleika. Meðal efnis sem höf- undur kannar eru skáldsögurnar At- ómstöðin eftir Halldór Laxness og Fá- fræðin eftir Milan Kundera en í þeim báðum kemur beinamálið við sögu. Jón Karl ber vitnisburð sagnanna og fleiri nýlegra texta saman við tiltækar frumheimildir um beinamálið. Hann fullyrðir að þetta mál sé ekki aðeins merkilegt fyrir þá óvissu sem skapast hefur um innihaldið í kistu Jónasar heldur einnig og ekki síður fyrir það hvernig það tengist sjálfstæðisbarátt- unni, Keflavíkursamningnum, kaþ- ólskri dýrlingadýrkun, ódauðleikaþrá ráðamanna jafnt sem einstaklinga, spíritismanum á Íslandi og auðlin- daumræðu. Í fréttatilkynningu segir að í Ferða- lokum sé beinamálið sett í víðtækt og fjölbreytt samhengi og meðal ann- ars bent á að deilurnar sem urðu um bein Jónasar árið 1946 séu á ýmsan hátt hliðstæðar þeim deilum sem hafa á síðari árum orðið um ráð- stöfun á þeim náttúruauðlindum sem taldar eru sameign íslensku þjóð- arinnar. Bókin er 144 bls. og kostar 1.480 kr. Beinamál OPNUÐ hefur verið vefsíðan www.heimsbokmenntir.tk og er ábyrgðarmaður hennar Ragnar Þór Pétursson kennari og heimspeking- ur. Þar getur almenningur skráð sig í hóp fólks sem stendur fyrir sérút- gáfu helstu verka heimsbók- menntanna. Hagstæðir samningar Á síðunni segir m.a. „Með mikilli vinnu sjálfboðaliða og hagstæðum samningum hefur tekist að halda verði safnsins í algjöru lágmarki eða 350 kr. fyrir hverja bók. Samanburð- ur við Amazon.com sýnir að verðið er mörgum tugum prósenta lægra hjá okkur en þeim. Hjá okkur kostar allt safnið 7.000 kr. en tæp 11.000 hjá þeim. Þá er ótalinn flutningskostnaður og tollar! Allar bækurnar eru kiljur á ensku. Vandaðar að útliti og gerð. Hver bók byrjar á inngangi eftir valdan ein- stakling úr úrvalshópi. T.d. munu prófessorar í heimspeki skrifa um heimspekilegu ritin.“ Sérútgáfa heimsbók- menntanna á Netinu N‡tt happdrættisár hefst 8. maí Í hverri viku er einhver a› vinna -vinningur í hverri v iku • 20 milljónir í a›alvinning á tvöfaldan mi›a og 4 milljónir í hverri viku • 626 milljónir í heildarver›mæti á árinu ...og allt skattfrjálst!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.