Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 39
einstaklingunum í hópnum, sem felst í aukinni hættu á að falla (aftur) neðar í goggunarröð hópsins eða, fyrir þá sem efstir eru, að missa völd sín, ef tekið er feilspor. Þannig verða meðlimir hópsins að viðhalda völd- um sínum eða klifri upp á við og hóp- urinn er fastur í neti óöryggis og vanlíðunar. Í hópnum myndast síðan hópbundnar hegðunarreglur (norm), sem halda honum enn fastar í þess- um viðjum, og að lokum er það ein- ungis utanaðkomandi aðstoð við stjórnunina, sem getur hjálpað hópnum út úr þessum vítahring. All- ir meðlimir hópsins eru fastir í net- inu og það að gera tilraun til að brjótast út úr því eykur hættuna á að falla niður goggunarröðina og þá jafnvel lenda neðst í henni og eiga þar með á hættu að verða veikastur í hópnum. Allir meðlimir hópsins skynja hættuna af þeirri stöðu við þessar aðstæður og forðast hana eins og heitan eldinn. Valdabarátta Þegar þannig er komið fyrir hópi er mikil hætta á og nánast öruggt að einelti myndast í honum. Valdabar- áttan og þörfin fyrir að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra leggur grunninn að því. Fórnarlambið er þá ætíð valið úr neðstu þrepum gogg- unarraðarinnar. Fyrir kemur að fórnarlambið ber yfirmannstitil (kennari/leiðbeinandi), en þá er um að ræða yfirmann (kennara/leiðbein- anda), sem hefur í raun engin völd í hópnum, er neðst í goggunarröðinni og ræður ekki við yfirmannstitil (kennara-/leiðbeinandatitil) sinn. Hópurinn finnur eitthvað við fórn- arlambið og notar það til að benda á að viðkomandi eigi ekki heima í hópnum. Það getur verið eitthvað við útlit einstaklingsins, hegðun hans eða aðstæður. Eina leiðin er þó að fórnarlambið hafi ekki styrk til að verja sig og að hægt sé að koma fram við það með hegðun sem segir: „Þú ert öðru vísi en við og átt því ekki heima með okkur.“ Einelti byggist þannig á vissan hátt á því að styrkja hópinn innbyrðis með því að halda þeirri skoðun á lofti að um sé að ræða „okkur og þig“. Þrennt græðist á þessu fyrir meirihlutann. Í fyrsta lagi gerir það þeim sem ofar eru í goggunarröðinni kleift að kom- ast enn ofar með því að ýta fórn- arlambinu niður hana og raða öðrum hópmeðlimum á milli sín og fórn- arlambsins. Í öðru lagi verður til ákveðin (sjálfs)blekking um sam- stöðu og öryggi innan hópsins, a.m.k í efstu þrepum goggunarraðarinnar. Í þriðja lagi styrkir slíkt athæfi stöðu og styrk þeirra sem í efstu þrepunum eru, þar sem þetta bendir öðrum en fórnarlambinu á hvað bíði þeirra, ef þeir halda sig ekki á mott- unni. Það er vel þekkt fyrirbæri að kennari eða annar stjórnandi hóps sé svo óöruggur um stöðu sína, og þar með vanhæfur í hlutverki sínu sem stjórnandi, að hann reyni að styrkja sig með því að taka þátt í eineltinu, eins og til að segja við þá, sem völdin raunverulega hafa í hópnum: „Sjáið bara, ég er einn af ykkur.“ Þetta er skelfilegt, einkum þegar börn eiga í hlut, þar sem það er réttur barna að fá að lifa í öryggi á þeim stöðum (leikskólum, skólum og öðrum stöðum), þar sem foreldr- ar þeirra eða lög skylda þau til að vera. Stjórnunarstíll stjórnandans ræður úrslitum Af framanskráðu sést að einelti er félagslegt fyrirbæri, sem stjórnast af því að um vanlíðan er að ræða í hópnum. Það orsakast ekki af því að einstaklingarnir séu vondir, illa inn- rættir, illa uppaldir eða veikir. Það orsakast af því að hópnum er illa eða ekki stjórnað. Kennarinn (stjórn- andinn /leiðbeinandinn) veldur ekki stjórnunarhlutverki sínu. Eina leiðin til að bregðast við einelti er því að kennarinn (stjórnandinn /leiðbein- andinn) takist á við það hlutverk sitt að stjórna hópnum. Það er eitt meg- inhlutverk stjórnanda að stjórna þannig að í hópnum ríki vellíðan. Þannig skapar hann mest öryggi og ánægju í hópnum og nær hámarks- afköstum hjá einstaklingunum í hon- um. Ef einelti kemur upp í hópi, og einungis er tekið á málinu út frá ein- staklingunum, geranda og/eða fórn- arlambi, leiðir það ekki til breytinga á stjórnun hópsins, menningunni í hópnum eða hópgerðinni og hættan á að aðrir fari inn í hlutverk þessara einstaklinga og sagan endurtaki sig er ákaflega mikil. Þó er ekki hægt að útiloka að hópgerðin breytist óvart við slíkar aðgerðir. Þá er það og augljóst að sé fórnarlambið tekið út úr hópnum og flutt í annan hóp fer það eftir því hvort í nýja hópnum ríkir vellíðan eða vanlíðan hvernig fórnarlambinu reiðir þar af. Nýliði er alltaf veikasti einstaklingurinn í hópnum (nýliði, sem auk þess hefur lengi verið lagður í einelti er auðvit- að enn veikari) og getur því auðveld- lega aftur lent í fórnarlambshlut- verkinu í nýja hópnum, sé þörf fyrir einelti í þeim hópi. Það er undir kennaranum, stjórn- anda hóps, eða leiðtoga hans komið hvort í hópnum ríkir vellíðan eða vanlíðan. Það er kennarans/stjórn- andans að stjórna með þeim hætti að vellíðan ríki og það er hans að bregðast þannig við, ef upp kemur vanlíðan, t.d. vegna utanaðkomandi áhrifa, að hópurinn nái aftur jafn- vægi og vellíðan. Kennara eða stjórnanda ber að stjórna hópi þann- ig að ekki myndist í honum þörf fyr- ir einelti. Það er ekki nóg fyrir hann að velta fyrir sér viðbrögðunum við einelti þegar það er komið í fullan gang. Höfundur er sálfræðingur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 39 Meistaranám í Heilsuhagfræði í Háskóla Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Háskóli Íslands www.vidskipti.hi.is Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. Umsóknafrestur er til 31. maí 2003 Kynningafundur Miðvikudaginn 23. apríl kl. 17.00 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, vikuferð, flug, gisting, skattar. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, vikuferð, 14. maí, flug, gisting, skattar. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Benidorm þann 14. maí á einstökum kjörum. Þú bókar núna flug og gistingu, í eina eða tvær vikur og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir. Benidorm er einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Spáni og hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta við frábæran aðbúnað í sólinni. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 14. maí frá kr. 39.962

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.