Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 46

Morgunblaðið - 20.04.2003, Side 46
UMRÆÐAN 46 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er aðeins eitt sem skiptir höfuðmáli að mínu mati í kosning- unum 10. maí: Er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heiðarleg og traustsins verð? Ef Ingibjörg Sólrún er stjórn- málamaður eins og Davíð Odds- son og núverandi stjórnarþing- menn – pólitíkusar sem hugsa meira um sig og sína velgengni en fólkið sem þau eru fulltrúar fyrir – þá á ekki að kjósa Ingibjörgu Sól- rúnu. Er hún sú sem ég held að hún sé? Ég held það. En ég veit það ekki alveg fullkomlega. Oftast blekkja stjórnmálamenn mig. Þeir segja eitt og gera annað. Þeim er yfir- leitt ekki treystandi. En ef sá stjórnmálamaður er til sem segir það sem hann meinar og gerir það sem hann segir og stendur við það sem hann lofar og man það að hann er þar sem hann er af því að kjósendur trúa á það sem hann segir – og lofar mér því þjóðfélagi sem ég vil búa í – þá er það minn fulltrúi og þá er það minn stjórnmálamaður. Ef Ingibjörg Sólrún er ekki sú sem hún segist vera – ef hún er ekki fulltrúi fólksins heldur fjár- magnsins eða aðeins á egótrippi og sínu framapoti – ef hún er að blekkja okkur með sinni snilld og gáfum en ætlar síðan að gera eitt- hvað annað – þá segi ég mig úr þessu samfélagi og finn mér annað land og aðra þjóð – eða geng út í sjó og hengi mig. Því til hvers ætti ég að vera þegn þjóðfélags sem er óheiðar- legt og forrystumenn þess hugsa mest um að nota aðstöðu sína til að svindla og svíkja fólkið? Til hvers er ég að trúa á hið góða þegar kjörnir fulltrúar á Alþingi Íslend- inga eru aðallega þar til að þjóna sínum þröngu einkahagsmunum? Hvernig get ég þá sagt við börnin mín og barnabörn og aðra að það sé best að búa á Íslandi, þegar þeir hugsa bara um sjálfa sig og sinn frama og að ræna og rupla fólkið og landið sem ég elska? Ingibjörg Sólrún! Vonandi ertu eins og þú virkar á mig – heil manneskja og traustsins verð? Ég hef fengið nóg af hinu. Hans Kristján Árnason Heiðarleiki Höfundur er hagfræðingur. Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Gleðilega páska Fyrir hönd starfsmanna fasteignasölunnar Kjöreignar vil ég óska landsmönnum gleðilegra páska. Kveðja, Dan V.S. Wiium. TIL LEIGU Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir allar kröfur til skrifstofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg bílastæði. Frábært útsýni. 6. hæð ca 430 fm 7. hæð (efsta) 850 fm Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir og fl. Laust strax. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Starfsfólk Foldar fasteignasölu óskar landsmönnum gleðilegra páska. PÓLITÍSK umræða þessa vor- daga hefur verið hörð og óbilbjörn – persónuleg og meiðandi. Satt best að segja man ég ekki aðra eins orra- hríð í kosningabaráttu, eru þó grá hár mörg og kollvik há. Þyngst vega dæmandi ræður úr Borgarnesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur haslað sér völl á óvenjulegan hátt sem leiðtogi samfylkingar jafnaðar- manna. Hún vegur fremur að per- sónu en halda fram málstað. Það er miður, afleitt fyrir íslensk stjórnmál – íslenskt samfélag. Spjótum er beint að persónu, samtökum fólks. Markmiðið að grafa undan trúverðugleika og trausti – ala á óvild, skipta þjóð í fylkingar. Blá hönd er sögð lama þjóðlíf, hamast á forseta og biskup – berja á fréttamönnum sem ekki lúti valdi. Það er nú svo. Á útmánuðum 1994 flutti Stöð 2 fréttir af málaferlum sem í gangi voru gagnvart nokkrum forystu- mönnum Framsóknarflokksins með fyrrverandi formann Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar. Hluthafar málgagns Framsóknar- flokksins höfðuðu mál og sökuðu Steingrím og fleiri um að beita blekkingum til þess að leggja fram fé til útgáfu Nú-Tímans. Þetta var dapurlegt mál enda glötuðust háar fjárhæðir. Hluthafarnir töldu sig misrétti beitta, sóttu mál fyrir dóm- stólum. Á sama tíma voru kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík. R-list- inn bauð fram. Nokkrir frambjóð- endur R-listans voru meðal þeirra sem hluthafar sóttu fyrir dómstól- um. Hárra bóta var krafist. Stöð 2 flutti fréttir af málinu. Leiðtogi R-listans, Ingibjörg Sólrún, réðst að fréttastofu Stöðvar 2 og sparaði ekki ásakanir né stór orð. Hún gekk lengra. Fréttamaðurinn fékk það óþvegið. Hann var borinn þungum sökum, sakaður um að vera í liði; handbendi manna út í bæ, þeirra sömu og sagðir eru hamast á góðu fólki – forseta, biskup og frétta- mönnum. Nokkrum árum áður höfðu menn úr bláu fylkingunni sakað frétta- manninn um að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn þegar Albert heitinn Guð- mundsson gekk á dyr í Valhöll. Svona er nú veröldin skrýtin og fer í hringi. Mönnum hleypur kapp í kinn. Með fulla vasa af grjóti Eftir Hall Hallsson „Markmiðið að grafa undan trú- verðugleika og trausti – ala á óvild, skipta þjóð í fylkingar.“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.