Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 66

Morgunblaðið - 20.04.2003, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.50. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Tilboð 400 kr. 400 kr Páskamyndin í ár. Frábær gamanmynd sem fór á toppinn í Bandaríkjunum. Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Frábær spennumynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14. Sýnd kl. 2. ísl. tal. Sýnd kl. 4, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 12Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl. tal. Tilboð 400 kr. 400 kr Sjónvarps- framleiðandi á daginn, leigumorðingi fyrir CIA á kvöldin - ótrúleg sönn saga! George Clooney og Steven Soderbergh (Traffic) kynna svölustu mynd ársins! Sýnd kl. 3 og 5.30. HL MBL HK DV  Kvikmyndir.com  X-97,7 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 14. kl. 4, 6.30 og 9.30. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Páskamyndin í ár. Frábær gamanmynd sem fór á toppinn í Bandaríkjunum. Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Frábær spennumynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. NEX X-MEN 2 22.APRÍL - WWW.NEXUS.IS Sýningartímar gilda alla páskana Kvikmyndahúsin eru ÞAÐ er greinilega ekkert grín að vera grínari. Flestir álíta uppi- standara fyndinn náunga sem ryður út úr sér öllum bestu bröndurunum sínum og tekur salinn með trompi. En þessi mynd um líf og starf grín- arans, sýnir að uppistand þarfnast margra mánaða æfinga eftir margra ára erfiðisvinnu. Í góðu uppistandi skiptir hvert orð, hver hreyfing, ryþmi, flæði, þagnir og fleiri atriði mesta máli. Og yfir þessu þjást grínararnir. Myndin stillir upp tveimur ólík- um grínurum. Orny Adams hefur unnið hörðum höndum í 9 ár og er nú að slá í gegn, sem tekur mikið á taugarnar. Svo er það Jerry Sein- feld sem ákvað eftir sjónvarps- þáttalokin að henda gömlu uppi- standsrullunni sinni og byrja aftur frá grunni. Sem tekur einnig á taugarnar. Hann ræðir málin við kollega sína, sem allir dást að hug- rekki hans. Það er er sniðugt að stilla þeim upp saman, Seinfeld sem er sjóaður í bransanum og frægðinni, en Orny er sjúkur í frægð og viðurkenningu, og áreiðanlega lýsandi dæmi fyrir hvernig stórlaxarnir voru einu sinni. Það er bara verst hversu hrokafullur og ógeðfelldur náungi Orny er. Í hvert sinn er hann birt- ist á skjánum fer um mann hrollur. Það er áhugavert að sjá hvernig þessir heimsfrægu milljónamæring- ar, sem enga þörf hafa fyrir meiri peninga, geta ekki hætt uppistand- inu. Ég held að eins konar spennu- fíkn valdi því. Heimildamyndamað- urinn hefði mátt kafa dýpra í sálarlíf þessara einstaklinga sem hafa svo sterka þörf fyrir að vekja hlátur sama hversu sársaukafullt það er. Myndatakan hefði líka mátt vera vandaðri, en hvergi er að sjá áhuga- verð sjónarhorn eða pælingu, og hljóðgæði eru einnig með minna móti. Myndina hefði mátt taka fast- ari tökum, en hún samt mjög upp- lýsandi um starf og angist grín- arans, og áhugaverð sem slík. En ef þið viljið sjá hana til að hlæja, þá eru brandarnir algjört aukaatriði. Sársaukafullt grín KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 Kvikmyndahátíð Leikstjórn: Christian Charles. Fram koma: Jerry Seinfeld, Orny Adams, Bill Cosby, Jay Leno, Chris Rock, Ray Rom- ano og George Shapiro. 82 mín. BNA. Miramax 2002. GRÍNARINN/COMEDIAN „Ætli ég muni nýju rulluna?“ hugsar Seinfeld. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.