Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 20
GARÐABÆR hefur tekið í notkun nýjan kortavef á heima- síðu bæjarfélagsins, www.- gardabaer.is. Í tilkynningu frá Garðabæ segir að mikil þróunarvinna liggi að baki kortavefnum enda sé Garðabær fyrst íslenskra sveitarfélaga til að taka í notkun jafnviðamikil og aðgengileg kort á vefsvæði sínu. Á kortavefnum eru tvö aðal- kort. Annað er sýnir allt land Garðabæjar en hitt sjálfan bæ- inn. Á báðum kortunum er hægt að skoða einstök svæði nánar með því að velja þau og þysja inn og út eftir því hverju fólk er að leita að. Hægt er að kveikja og slökkva á loftmynd á yfirlits- kortinu eftir því sem fólki hent- ar. Skilgreindar hafa verið nokkrar gönguleiðir bæði í þétt- býlinu og upplandi Garðabæjar sem hægt er að skoða á kortinu. Á kortavefnum má einnig skoða staðsetningu stofnana bæjarins og fleiri þjónustustofnana. Þá er unnt að nýta kortavefinn við kynningu á skipulagstillögum og samþykktu deiliskipulagi ein- stakra hverfa. Hægt er að nálg- ast þar deiliskipulag Sjálands, tillögu að deiliskipulagi á Garða- hrauni og kort sem sýnir lóðir sem eru til úthlutunar í Ása- hverfi. Kortin eru unnin af fyrirtæk- inu Teikn á lofti. Gagnvirkur kortavefur tekinn í notkun Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEILDARKOSTNAÐUR við höfuð- stöðvar (skrifstofubyggingu) Orku- veitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi er áætlaður um 2,9 milljarðar króna eða um 600 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir þegar fyrrum borgar- stjóri lagði hornstein að henni í apríl á síðasta ári. Þegar samningur um byggingu nýrra höfuðstöðva Orkuveitunnar var undirritaður í júlí 2001 var áætlaður heildarkostnaður rúmir 2 milljarðar króna. Þá var gert ráð fyrir að fyrsta áfanga verksins yrði lokið í janúar 2002 og að húsið yrði tilbúið í júní sama ár. Í apríl í fyrra var áætlaður heildarkostn- aður 2,3 milljarðar. Tveimur mánuðum síðar var kostnaðurinn metinn að nýju og reyndist þá vera 2.487 milljónir kr. Í dag er hann í kringum 2,9 milljarðar, sem fyrr segir, skv. upplýsingum frá VSÓ sem annast verkefnisstjórn með byggingunni. Ekki tekist að selja fasteignir við Eirhöfða Þá er ekki meðtalinn kostnaður við nýjar höfuðstöðvar framkvæmda- sviðs OR við Réttarháls sem OR festi kaup á í lok árs 1999 fyrir tæpar 400 milljónir og hafa borgarfulltrúar D-lista m.a. ítrekað bent á þetta. Á umræddri lóð er einnig að finna m.a. spennistöð og kyndistöð. Húsið er í útleigu en áætlað að framkvæmda- sviðið flytji þangað þegar tekst að selja fasteignir OR við Eirhöfða. Vinnuflokkar og verkstæði OR eru til húsa við Eirhöfða en húsið hefur verið til sölu í tæp tvö ár án þess að við- unandi kauptilboð hafi fengist. Að sögn Þorvaldar Stefáns Jóns- sonar, framkvæmdastjóra tæknimála hjá Orkuveitunni, er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdasviðið flytji í húsið við Réttarháls fyrr en skýrist með sölu á Eirhöfða. Hann bendir á að húsnæðið við Réttarháls hafi verið keypt löngu áður en frumáætlun fyrir höfuðstöðvarnar hafi verið gerð og frá upphafi hafi verið miðað við að kaupin á því væru fyrir utan heildarkostnað við höfuðstöðvarnar. Á móti bendir Þorvaldur á að Orku- veitan geri ráð fyrir að fá sem svarar 2,2 milljörðum á verðlagi dagsins í dag fyrir sölu á fasteignum OR við Suðurlandsbraut, Grensáveg og Eir- höfða sem mun ganga upp í bygging- arkostnað við nýju höfuðstöðvarnar. Nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1 Kostnaður 600 m.kr. umfram áætlun í fyrra Morgunblaðið/Jim Smart Afgreiðsla Orkuveitunnar var opnuð í nýjum höfuðstöðvum á Bæjarhálsi fyr- ir síðustu jól en var húsið formlega vígt í vikunni. Myndin er tekin í febrúar. Árbær SJÁLFSAGT hafa þeir pörupiltar Kasper, Jesper og Jónatan komið við sögu á söngskemmtun Skátakórs- ins sem haldin fyrir leikskólabörn á Seltjarnarnesi í tengslum við Gróttudaginn á dögunum. Tónleikarn- ir voru haldnir í félagsheimili Seltjarnarnesbæjar þar sem kórinn flutti lög og leikþætti úr Karde- mommubænum við góðar undirtektir yngstu kyn- slóðarinnar. Um 250 börn og foreldrar á Nesinu þáðu boðið og var því fullt út úr dyrum. Náðu Bastían bæjarstjóri, Soffía frænka og ræningjarnir þrír því svo sann- arlega að hrífa með sér unga sem aldna. Skátakórinn, sem er blandaður kór fullorðinna skáta af höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað um sjö ára skeið en kórstjóri er Örn Arnarson. Ræningjar og þrifóð frænka á krakkaskemmtun Seltjarnarnes Lóðirnar sem úthluta á eru grænlitaðar á kortinu. GARÐABÆR hefur auglýst eftir umsóknum um 19 einbýlishúsalóðir og eina þriggja íbúða raðhúsalóð í Ásahverfi. Einbýlishúsalóðirnar eru við Brekkuás og Brúnás en rað- húsalóðin við Borgarás. Að sögn Bergljótar Einarsdóttur, skipulagsfulltrúa í Garðabæ, er um að ræða síðustu einbýlishúsalóðirn- ar í Ásahverfi en hugsanlegt er að parhúsalóðir verði auglýstar til út- hlutunar síðar. Hins vegar sé skipu- lagið, sem þær lóðir tilheyra, í end- urskoðun og því ekki vitað hvenær eða hvernig þeirri úthlutun yrði háttað. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi og má búast við að bæjarráð Garðabæjar taki afstöðu til umsókna fljótlega eftir það. Síðustu ein- býlishúsa- lóðirnar í Ásahverfi Garðabær ustustöðin mun standa á lóð nr. 11 við Háholt á mótum Vesturlandsvegar og Þverholts. Hún er FYRSTA skóflustungan að nýrri þjónustumiðstöð ESSO í Mosfellsbæ var tekin sl. fimmtudag. Áætl- að er að framkvæmdir við stöðina hefjist um mán- aðamótin og að þeim ljúki í desember. Nýja þjón- alls 310 fermetrar að stærð. Þjónustustöðin verð- ur opin allan sólarhringinn. Þar verður meðal annars þægindavöruverslunin Nesti og Subway veitingastaður ásamt fullkominni bílaþvottastöð. Teikning/ASK-arkitektar Ný þjónustumiðstöð ESSO við Háholt Mosfellsbær NÝR einkarekinn leikskóli, Regn- boginn, er tekinn starfa við Bleikju- kvísl 10 í Árúnsholti. Af því tilefni verður opið hús í leikskólanum í dag milli kl. 14 og 16. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum leikskólans segir að áhersla verði lögð á skapandi starf, lesþroska og stærðfræðilega hugsun barna í starfi skólans. Þá sé lögð áhersla á tilfinningalega styðj- andi umhverfi. Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á vefslóð- inni www.regnbogi.is. Regnboginn tók til starfa á dög- unum. Einkunnarorð hins nýja leik- skóla eru: Börn eru merkilegt fólk. Nýr leikskóli tekur til starfa Ártúnsholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.