Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 29
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 29
Ý N I N G
AKUREYRI • SELFOSS • REYKJANESBÆR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
20
94
7
0
5/
20
03
SJÁLFVIRKUR REGNSKYNJARI
EINSTÖK HLJÓMTÆKNI
TÖLVUSTÝRÐ LOFTRÆSTING
FJÖLÞREPA SJÁLFSKIPTING 9 LOFTPÚÐAR
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1, Akureyri
Toyota Selfossi
Fossnesi 14, Selfoss
Toyotasalurinn
Njarðarbraut 19, Reykjanesbæ
Í BYRJUN febrúar á þessu ári bárust fregnir um að
lungnabólgu af ókunnum orsökum hefði orðið vart í
Guangdonghéraði í Kína og að nokkrir hefðu látist af
hennar völdum. Þessi veiki kallast nú heilkenni alvar-
legrar bráðrar lungnabólgu (HABL), á ensku Severe
Acute Respiratory Syndrome (SARS), og er talin or-
sakast af nýjum stofni svokallaðrar Coronaveiru.
Coronaveira er áður þekkt sem ein af fjölmörgum or-
sökum kvefs. Veikin barst síðan í lok febrúar til Hong
Kong og hefur nú greinst í a.m.k. 26 löndum.
Nokkuð náin samskipti þarf til að smit geti orðið og
eru það einna helst aðstandendur sjúklinganna og
heilbrigðisstarfsmenn sem hafa veikst. Helstu ein-
kenni veikinnar eru hiti, beinverkir, þurr hósti og önd-
unarörðugleikar, fyrstu batamerki koma eftir 5–6
daga en um 10–20% tilfella versnar sóttin og meðferð í öndunarvél getur
reynst nauðsynleg, í 4–5% tilfella leiðir lungnabólgan til dauða.
Varúðarráðstafanir
Á Vesturlöndum hefur verið komið í veg fyrir útbreiðslu veikinnar með ein-
angrun tilfella, einnig er reynt er að rjúfa smitleiðir með því að hafa uppi á öll-
um sem mögulega hafa smitast, séð til þess að þeir dvelji heima við í einangrun
og fylgst náið með heilsu þeirra.
Hérlendis er ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunarinnar (WHO),
um að ferðimenn fresti ferðum sínum til sýktra svæða nema þeir hafi brýna
ástæðu, fylgt eftir. Sýkt svæði í dag eru héruð í Kína, Hong Kong og Toronto í
Kanada, en stöðugt er verið að endurmeta stöðuna. Aðrar aðgerðir hérlendis
eru m.a. endurbætur á einangrunaraðstöðu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi,
verið er að festa kaup á fleiri öndunarvélum, gefnar eru út leiðbeiningar fyrir
heilbrigðisþjónustuna um hvernig skuli bregðast við og annast sjúklinga. Flug-
farþegar eru upplýstir og gefnar eru út leiðbeiningar fyrir áhafnir flugvéla.
Með þéttriðnu neti leiðbeininga og upplýsinga ásamt góðri einangrunar-
aðstöðu eru allar líkur á því að komið verði í veg fyrir útbreiðslu smits ef ein-
staklingur með HABL kæmi til Íslands eins og á öðrum Vesturlöndum. Frekari
upplýsingar er að finna á heimasíðu landlæknisembættisins (www.landlaekn-
ir.is) og Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunarinnar(www.who.int).
Guðrún Sigmundsdóttir læknir
Frá landlæknisembættinu
Heilsan í brennidepli
Heilkenni alvarlegr-
ar bráðrar lungna-
bólgu, HABL
Aðgerðir hér-
lendis eru m.a.
endurbætur á ein-
angrunaraðstöðu
á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
REGLULEG brjóstaskoðun lækkar
verulega dánartíðni af völdum
brjóstakrabbameins, og hefur hún
reynzt nýtast konum á fimmtugs-
aldri bezt. Þetta eru helztu niður-
stöður tveggja umfangsmikilla rann-
sókna á því hverju regluleg
brjóstaskoðun skilar, sem birtar
verða í nýjasta hefti hins virta lækna-
vísindarits The Lancet í dag, laug-
ardag.
Læknar eru sammála um að með
brjóstaskoðun sé hægt að greina
krabbameinsæxli á frumstigi. En
deilt hefur verið um hvort regluleg
slík skoðun sé skilvirkari ef henni er
beint fyrst og fremst að konum yfir
fimmtugu og um það hversu tíð skoð-
unin þurfi að vera.
Báðar rannsóknirnar sem um ræð-
ir – önnur unnin af læknum á aðal-
sjúkrahúsinu í Falun í Svíþjóð og hin
við Erasmus-læknastöðina í Rotter-
dam í Hollandi – eru byggðar á gögn-
um frá mörgum áratugum og ná til
hundruða þúsunda kvenna. Í báðum
tilvikum komast höfundarnir að
þeirri niðurstöðu að regluleg brjósta-
skoðun hafi dregið mjög úr dánar-
tíðni af völdum brjóstakrabbameins.
44% lækkun dánartíðni
Í sænsku rannsókninni var borið
saman mat á dánartíðni kvenna í 20
ár fyrir og eftir að regluleg brjósta-
skoðun var tekin upp í Svíþjóð, árið
1978. Greiningin náði m.a. yfir
210.000 konur á aldrinum 20 til 69
ára, sem greindar voru með brjósta-
krabbamein á þessu tímabili. Konur
á aldrinum 40–54 ára voru kallaðar í
skoðun á 18 mánaða fresti, en eldri
konur á tveggja ára fresti. Sænsku
læknarnir komust að þeirri niður-
stöðu að konur á aldrinum 44–69 ára
minnkuðu hættuna á að deyja af
völdum brjóstakrabbameins um 44%
með reglulegri brjóstaskoðun, í sam-
anburði við konur sem greindar voru
með sjúkdóminn áður en reglulegt
eftirlit var hafið.
Mestu munaði ef aðeins var litið til
kvenna á aldrinum 40–49 ára; í þess-
um aldursflokki lækkaði dánartíðnin
um 48 af hundraði.
Í Hollandi var regluleg brjósta-
skoðun tekin upp snemma á tíunda
áratugnum. Í hollenzku rannsókn-
inni reyndist dánartíðni kvenna á
aldrinum 55–74 ára, sem greindust
með brjóstakrabbamein, vera um
fimmtungi lægri árið 2001 en á ár-
unum 1986–88.
Ágæti brjóstaskoðunar staðfest
París. AFP.
BLÓÐKORN tedrykkjumanna
bregðast um fimm sinnum hraðar
við sýklum en blóðkorn þeirra sem
drekka kaffi að staðaldri. Te
styrkir þannig varnir líkamans
gegn sýkingum, það hvetur ónæm-
iskerfið til þess að ráðast á bakt-
eríur, sýkla og sveppi, segir á net-
útgáfu New York Times, en
niðurstöður rannsóknarinnar birt-
ust nýlega nýlega í tímaritinu Pro-
ceedings of the National Academy
of Sciences.
Niðurstöðurnar eru skýr vís-
bending um að fimm bollar af tei á
dag efla varnir líkamans, segir,
Dr. Jack F. Bukowski,sem stóð
fyrir rannsókninni en hann starfar
við læknaskólann í Harvard í Bost-
on.
Gagnrýndur telja að fleiri rann-
sóknir þurfi til þess að staðfesta
þessi tengsl en áður hafi komið
fram rannóknir sem sýna að te
geti hindrað myndun sjúkdóma.
Dr. Bukowski og rannsókn-
arhópur hans einangraði efnið
L-theanine sem finnst í venjulegu
svörtu tei. Í lifrinni breytist efnið í
ethylamine, sem síðar veldur því
að prótínefnið interferon myndast
en það gegnir mikilvægu hlutverki
í líkamanum til varnar sýkingum.
Te styrkir
varnir
líkamans
Morgunblaðið/Jim Smart