Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Elísa-bet Andrésdóttir fæddist í Stóru- Breiðuvík í Helgu- staðahreppi 10. júlí 1924. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 20. apríl síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Valgerðar Kristjáns- dóttir, húsfreyju í Stóru-Breiðuvík- urhjáleigu, f. 5. mars 1901, d. 15. nóvember 1975, og Andrésar Sigfússonar, bónda í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu, f. 10. ágúst 1893, d. 9. febrúar 1981. Systkini Elísabetar eru: Ólöf, f. 1. desember 1920, d. 23. maí 1959, Björg Ágústa, f. 1926, og Sigfús Hallgrímur. f. 1932. Hinn 26. febrúar 1949 giftist Elísabet Friðriki Friðrikssyni frá Vestmannaeyjum, f. 4. sept- ember 1926, þau skildu árið 2000. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún Valgerður, f. 1948, gift Ás- birni Guðjónssyni, börn þeirra eru: a) Elísabet Ólöf, f. 1969, gift Guðlaugi Jóni Haraldssyni, sonur þeirra er Adam Ingi, f. 2002, b) Eydís, f. 1973, sambýlismaður Kristján Svavars- son, synir Eydísar eru Ásbjörn, f. 1994, Andrés, f. 1995, og drengur fæddur andvana 1995, og c) Andrea, f. 1982. 2) Sveinn, f. 1953, giftur Kolbrúnu Sigurð- ardóttur, dætur þeirra eru Sig- urlaug Ingunn, f. 1973, Valgerð- ur Elsa, f. 1978, og Harpa, f. 1982. Árið 1948 flutti Elísabet til Vestmannaeyja og bjó þar þang- að til í gosinu 1973, flutti þá aft- ur á Austfirðina og bjó á Eski- firði til dauðadags. Útför Elísabetar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Þá ertu komin þangað þar sem allt er gott og góður guð er ríkjandi, og ég efast ekki um að stór hópur hafi beðið hinum megin til að taka á móti þér. Ég þakka þér, elsku amma, fyrir að hafa fengið að kynnast þér svo vel og ég þakka fyrir allt amma mín sem þú kenndir mér og alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir. Ég á engin orð sem lýsa hve mik- ið ég sakna þín og ég veit að ég á alltaf eftir að gera það, en ég veit líka að einn daginn hittumst við aft- ur og þá tekur litla hálsfestin henn- ar ömmu sinnar sko utan um hana. Ég elska þig amma mín, sofðu nú rótt og guð geymi þig. Þín Andrea. Elsku amma mín, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, en ég veit að þér líður vel núna. Það er svo margt sem flýgur í gegnum hugann þegar þú ert farin elsku amma mín. Við vorum búnar að brasa mikið í gegn- um árin. Ég á svo margar og góðar minningar um þig og þær mun ég alltaf geyma. Um leið og ég kveð þig í hinsta sinn langar mig að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín mikið elsku amma og það eiga þeir líka eftir að gera Gulli og litli lang- ömmustrákurinn þinn hann Adam Ingi sem fékk að njóta þín í of stutt- an tíma. Megi góður guð geyma þig, elsku amma mín. Elísabet Ólöf. Elsku amma! Ég var nú ekki tilbúin að sjá á eftir þér yfir móð- una miklu, en þú varst orðin svo þreytt og máttfarin. Samt var alltaf stutt í glensið svo erfitt var að átta sig á hvað þú varst mikið veik. Þeg- ar maður hugsar til baka kemur upp í hugann hvað þú varst alltaf traust og góð. Öllum þótti vænt um þig, ég var nánast spurð frétta af þér á hverjum degi enda varst þú alltaf að hugsa um aðra, hjápa öðr- um og gafst mikið af þér. Amma mín nú ertu orðin frjáls, sú hugsun huggar mig. Mikið var lagt á þig í þessu lífi og enginn hefði getað staðist allar þessar þrautir betur en þú. Ég á margar ynd- islegar minningar um þig eftir margar samverustundir. Ég þakka þér fyrir allt og að vera svona góð amma og traustur vinur. Við Stjáni og langömmustrákarn- ir þínir Ásbjörn og Andrés söknum þín sárt en ég veit að litli dreng- urinn minn Arnór sem við fengum aldrei að kynnast er nú í öruggum höndum hjá þér, langömmu og lang- afa. Eydís. Elísabet móðursystir okkar eða Beta, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Stóru Breiðuvík við Reyð- arfjörð. Þar ólst hún upp á mann- mörgu myndarheimili í skjóli ást- ríkra foreldra. Snemma fór hún að taka til hend- inni eins og venja var í sveit á þess- um tíma, til dæmis við heyskap á engjum þar sem vinnubrögð voru eins og verið hafði frá upphafi byggðar. Slegið var með orfi og ljá, rakað með hrífu og baggar fluttir á hestum til byggða. Erfitt er fyrir nútímafólk að setja sig inn í þær að- stæður sem lífsbjörgin krafðist. Minningarnar voru ljúfar og þrátt fyrir puðið, þreytuna og langa vinnudaga lýsti Beta lífinu eins og það hefði verið ein endalaus, skemmtileg útilega. Hún hafði gaman af því að segja frá og sagði spennandi sögur af æv- intýralegri smalamennsku í þoku, huldufólki, örnefnum og fólki sem bjó á bæjum sem nú eru löngu komnir í eyði. Ung fór hún að heim- an eins og systur hennar og aðstoð- aði á heimilum þar sem illa stóð á vegna veikinda eða barnsfæðinga. Beta var vinmörg og vinsæl. Hún var alltaf fús að hjálpa, eftirsótt í vinnu enda harðdugleg og ósérhlíf- in. Hún flutti til Vestmannaeyja og þar bjó hún í nærri þrjátíu ár og voru Eyjarnar henni alltaf mjög kærar. Þær systur, hún og Ólöf móðir okkar, bjuggu hlið við hlið á Landagötunni. Var samband systr- anna náið og studdu þær hvor aðra í dagsins önn og amstri. Þegar móðir okkar dó skyndilega frá ungum börnum má segja að Beta hafi tekið okkur undir sinn verndarvæng og þar áttum við skjól síðan þó að við værum löngu orðin uppkomin og hún fullorðin og þrotin að kröftum. Kæra Beta frænka, hafðu þökk fyrir allt. Það er komið að leið- arlokum en minning þín mun alltaf lifa í huga okkar. Andri og Ingólfur. Allt tekur enda hvort sem það er sorg eða gleði. Sorgin er okkar sem eftir sitjum, en um leið kemur upp í hugann þakklæti fyrir allt sem Beta gerði fyrir okkur og gaf okkur af tryggð og kærleika. Fáir nutu þess betur en við systkinin þegar við misstum móður okkar. Þá, sem endranær, vildi hún vera okkur skjól, vernd og huggun. „Enginn spyr hvað þú ert lengi að vinna verkið en allir skoða hvernig það er gert,“ sagði hún þeg- ar ég leitaði til hennar með sauma- skap eða aðra handavinnu. Hún var nákvæm og flink í höndum og ekki annað að gera en rekja upp og byrja á nýjan leik ef henni þóttu vinnubrögð mín ekki nógu vönduð. Æskuminningar tengdar Land- agötu 23 eru margar ljúfar. Til Betu var stöðugur straumur gesta. Fólk leitaði í nærveru hennar, kunningj- ar og vinir sem voru á vertíð, allir voru velkomnir. Tveir hlédrægir og feimnir frændur sátu og möluðu kaffi og undu upp garn í hnykla. Hún fékk sendan lopa að austan og það var notalegt að horfa á hana spinna og hlusta á hvininn í olíu- vélinni þar sem kaffibaunirnar voru brenndar þar til þær voru hæfilegar til mölunar. Ekki er auðvelt að útskýra svo náin fjölskyldutengsl eins og voru á milli heimilis Betu og fjölskyldu okkar sem bjó í næsta húsi, en kom þó vel í ljós fyrir nokkrum árum þegar Sveinn sonur hennar, sem búið hafði í Danmörku í mörg ár, kom í heimsókn til mín. Vorum við að hjálpast að við að leggja á mat- arborðið þegar dóttur Sveins varð að orði: „Þið vinnið svo vel saman að það er alveg eins og þið séuð systkini.“ Það var rétt athugað því Beta var mér og systkinum mínum sem besta móðir. Eftir að hún flutti á Eskifjörð var lengra á milli. Alltaf voru símtölin þó jafngóð og gjaf- irnar sem hún sendi, púðar, dúkar og önnur falleg handavinna sem hún vann. Eftir að heilsan fór að bila átti hún oftar erindi til Reykjavíkur. Þá dvaldi hún hjá okkur systkinunum til skiptis ef hún þurfti að leita til læknis. Síðustu árin bjó hún í Hulduhlíð. Ekki er á neinn hallað þótt Guðrún dóttir hennar sé nefnd en hún annaðist móður sína af stakri alúð, nærgætni og umhyggju- semi. Elsku Beta, þakka þér fyrir allt, mig og mína fjölskyldu. Bryndís Hrólfsdóttir. Beta frænka skilur eftir tómarúm sem enginn getur fyllt og minning- arnar streyma fram í hugann. Um hamingju í vernduðu, skemmtilegu umhverfi stórrar tveggja húsa fjöl- skyldu. Það má segja að heimili systranna Ollu og Betu hafi verið sem eitt og milli þeirra var náið, kærleiksríkt samband. En eitt vorið dró óvæntan, myrkan skugga upp á heiðskíran himin þessarar tilveru þegar móðir mín lést. Beta gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta okkur systkinunum byrði óskiljanlegs missis. Sjálf tregaði hún kæra systur og vinkonu. Árin liðu og Beta var trygg og til hennar var gott að leita. Hún leið- beindi og hrósaði, gat nú samt strítt og hlegið ef sá gállinn var á henni. Glaðlynd var hún að eðlisfari og lað- aði að sér fólk. Stundum sagði hún sögur og varð angurvær þegar hún minntist horfinna stunda æsku sinn- ar. Kornung vann hún á kaffihúsi á Reyðarfirði. Þar smakkaði hún app- elsínu í fyrsta sinn. Maður gat næstum fundið fyrir ávextinum í lófa sér svo lifandi var lýsingin. Hún réð sig í vist og á einum stað þar sem hún var hjú sat hún ein á her- bergi sínu meðan fjölskyldan hélt áramótin hátíðleg. Maður skildi ekki stéttaskiptinguna og var reiður að hugsa um að hún Beta, sem var svo góð og elskuleg, hefði verið skil- in útundan og látin sitja ein í köldu herbergi meðan aðrir glöddust. Beta missti heimili sitt í Vest- mannaeyjum í gosinu. Þá flutti hún austur á Eskifjörð þar sem hún bjó eftir það. Hún fylgdist samt vel með sínum, hringdi oft og var höfðingi í gjöfum sínum til mín og fjölskyldu minnar. Síðustu árin bjó hún í Hulduhlíð. Guðrún dóttir hennar var henni stoð og stytta í miklum erfiðleikum og veikindum síðustu ára. Ég þakka elskulegri frænku fyrir allt og veit að nú hefur hún fengið hvíldina sem hún þráði. Gunnhildur Hrólfsdóttir. ELÍSABET ANDRÉSDÓTTIR Elsku langamma mín, nú ertu orðin engill með vængi og hætt að vera lasin. Ég veit að bróðir minn er hjá þér og það er gott. Þinn Andrés. HINSTA KVEÐJA Elsku langamma, ég vildi að þú værir lifandi. En við hittumst einhvern tím- ann aftur. Ég sakna þín mjög mikið. Þegar mamma sagði mér þetta grét ég mjög mikið alla leiðina heim frá flugvellinum. Ég elska þig mjög mikið. Þinn Ásbjörn. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SNORRI ÞÓR JÓHANNESSON kennari og fyrrv. yfirkennari við Héraðsskólann í Reykholti, Daltúni 32, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut deild 12G miðvikudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.30. Sigríður Bjarnadóttir, Jóhannes Snorrason, Sigrún Jónsdóttir, Bjarni Snorrason, Bente Tønnesen, Aron Snorri Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason, Brynjar Orri Bjarnason, Thelma Theódórsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN LILJA HANNIBALSDÓTTIR, áður til heimilis á Bústaðavegi 57, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 24. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Páll Kristjánsson, Anna Kristjánsdóttir, Einar Kr. Sigurðsson, Rósamunda Kristjánsdóttir, Stefán Arndal, Kristján Kristjánsson, Kristín Einarsdóttir, Reynir Gylfi Kristjánsson, Kirsten Astrup, Kristín Lilja Kristjánsdóttir, Kurt Thomsen, Jóna Þ. Vernharðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir og tengdamóðir okkar, GUÐRÍÐUR SIGURBJÖRG HJALTESTED, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Karfavogi 43, lést miðvikudaginn 23. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Hjaltested, Gyða Þorsteinsdóttir, Stefán B. Hjaltested, Margrét Pálsdóttir, Kristján Hjaltested.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.