Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 34
ÚR VESTURHEIMI 34 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SAMKEPPNI um gerð viðskipta- áætlana fer fram í bandarískum og kanadískum háskólum ár hvert. Í næstu viku, nánar tiltekið föstudag- inn 2. maí, hefst úrslitakeppnin í Austin í Texas, MOOT Corp sam- keppnin, þar sem fram verða lagð- ar þær viðskiptaáætlanir, sem hafa staðið upp úr í samkeppninni í vet- ur, en sigurvegarinn verður krýnd- ur daginn eftir. Viðskiptaáætlunin, sem Tyler Specula og félagar leggja fram í nafni „fyrirtækisins“ PlasiaTEK, Inc., verður þar á með- al og sennilega ein önnur tillaga frá Kanada en alls verða um 16 tillögur í þessari úrslitakeppni. „Það var mikill áfangi fyrir okkur að verða hlutskarpastir í okkar eigin skóla, því þar með vorum við komnir með keppnisrétt í keppni háskóla og sig- urgangan síðan hefur verið mjög ánægjuleg,“ segir Tyler. „Mestu máli skiptir að áætlunin hefur vakið athygli í Kanada og Bandaríkj- unum og margt bendir til þess að henni verði hrint í framkvæmd, sem yrði auðvitað stórkostlegur sigur.“ Gerir súrefnisgjöf öruggari Tyler Specula er 23 ára og á fimmta ári í Asper viðskiptaskóla Manitoba-háskóla í Winnipeg, þar sem hann leggur áherslu á sjálf- stæðan atvinnurekstur og fjár- málastjórn, en hann ráðgerir að út- skrifast í lok ársins. Í haust sem leið byrjaði hann í grein sem tekur fyrir stofnun áhættufyrirtækja með áherslu á mikinn vöxt og tækninýj- ungar, en hluti námsins fólst í því að „stofna“ sprotafyrirtæki og leggja fram fullkomna við- skiptaáætlun. Félagarnir Tyler, Kevin Mich- aluk, sem er einnig frá Gimli, Eric Dalman og Michal Miller, sem er unglæknir á kandidatsári og átti hugmyndina að viðkomandi nýj- ung, mynduðu lið og settu saman viðskiptaáætlun sem gengur út á það að framleiða ómskoðunartæki sem gerir svæfingarlæknum kleift að fylgjast á öruggari hátt en nú þekkist með barkaþræðingum við svæfingu. Í áætluninni kemur m.a. fram að allt þetta ferli sé mjög við- kvæmt og ekkert megi út af bera, en misbrestur geti orsakað dauða, ólæknandi heilaskaða, hjartaskaða og fleira. Um 40 milljónir Banda- ríkjamanna fari í barkaþræðingu vegna svæfinga í ár og meðferðum fjölgi um 3% á ári. Í 14% svæfinga- tilvika fari slangan ekki alveg á réttan stað vegna þess að sá sem sjái um svæfinguna sjái ekki hvar hún endar, en í neyðartilvikum, í tengslum við t.d. slys, sé misbrestur í 37% tilvika. Um 25% kæra vegna vanrækslu við svæfingar í Banda- ríkjunum séu tilkomnar vegna þessa. Nýja tækið eigi að geta kom- ið í veg fyrir þessa áhættu og þann- ig tryggt öryggi sjúklinga betur og sparað mikla peninga. Vantar áhættufjármagn en mikil hagnaðarvon Félagarnir segja að þeir þurfi 7 til 10 milljónir dollara, um 540 til 770 milljónir króna, til að fjár- magna nýsköpunina og ganga út frá því að salan nemi 131 milljón dollara eftir fjögurra ára rekstur og nettóhagnaður verði meira en 21 milljón dollara, meira en 1.620 milljónir, að þeim tíma liðnum. Því sé um mjög góða fjárfestingu að ræða. „Áætlunin féll í góðan jarðveg í skólanum og eftir sigurinn þar fór- um við í fyrstu samkeppnina í Winnipeg í febrúar, þar sem okkar áætlun hafði betur í keppni við tvær aðrar viðskiptaáætlanir,“ segir Tyl- er, en verkefnið hefur til þessa fengið samtals 45.000 dollara, tæp- lega 3,5 millj. kr., í verðlaun fyrir að hafa orðið í 1. sæti í samkeppni hér og þar í Kanada og Bandaríkj- unum. „Næsta skref var í Vancouv- er, þar sem fimm sigurvegarar eins og við, sem höfðu haft betur í keppni við 20 aðra hópa, mættust. Við sigruðum og fengum 5.000 doll- ara í verðlaun. Næst fórum við til Boise í Idaho í Bandaríkjunum þar sem við mættum níu bandarískum liðum. Enn enduðum við í fyrsta sæti og gengum í burtu með 15.000 dollara í sigurlaun og þátttökurétt í stærstu samkeppni um gerð við- skiptaáætlana í Norður-Ameríku, MOOT Corp samkeppninni. Síðan höfum við tekið þátt í keppni hér og þar eins og til dæmis í San Diego, Denver og Portland, en á síðast- nefnda staðnum fengum við 20.000 dollara í verðlaun fyrir fyrsta sæt- ið. Allt þetta hefur hjálpað okkur mikið og þó nokkrir fjárfestar hafa sýnt áætluninni áhuga, en ef við fáum sjö til 10 milljónir dollara í áhættufjármagn höfum við tryggt starfsemina og höfum alla burði til að byggja upp fyrirtæki sem getur skilað miklum hagnaði á skömmum tíma.“ Vill starfa á Íslandi Tyler er frá Gimli, en á ættir að rekja til Íslands í móðurætt og þess má geta að Melanie Sigmundson, móðir hans, var útnefnd frum- kvöðull ársins 2000 í Manitoba af Samtökum kvenna í atvinnurekstri í Manitoba. Ketill Valgarðsson, langalangafi hans, flutti með föður sínum frá Snæfellsnesi til Kanada 1878, en annar langalangafi hans, Gísli Sigmundsson, flutti frá Þing- eyjarsýslu til Manitoba. „Ég hef kynnst nokkrum Íslendingum frá Íslandi og mig hefur lengi langað til að fara til Íslands,“ segir Tyler. „Draumurinn er að búa og starfa á Íslandi um hríð og ég hafði eig- inlega stefnt að því að láta þennan draum rætast nú í sumar, en ég hef ekki efni á því. Það eru líka spenn- andi tímar að fara í hönd vegna verkefnisins og skynsamlegra að vera til staðar ef eitthvað kemur upp á í því sambandi, en ég gæti vel hugsað mér að fara til Íslands eftir að ég lýk háskólanáminu í haust, ef tækifæri býðst og fái ég vinnu.“ Viðskiptaáætlun fjögurra stúdenta í Kanada slær í gegn Draumurinn að starfa á Íslandi Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Vestur-Íslendingurinn Tyler Specula með viðskiptaáætlunina fyrir utan aðalbyggingu Manitoba-háskóla í Winnipeg. steg@mbl.is Viðskiptaáætlun fjög- urra stúdenta við Manitoba-háskóla í Winnipeg kemur til greina sem viðskipta- áætlun ársins í háskól- um í Kanada og Bandaríkjunum, en einn stúdentanna, Tyler Specula, er af ís- lenskum ættum í móð- urætt. Steinþór Guð- bjartsson ræddi við hann og komst meðal annars að því að þótt verkefnið sé spenn- andi er draumurinn að upplifa það að búa og starfa á Íslandi. PÍANÓVERK Páls Ísólfssonar í flutningi Nínu Margrétar Grímsdóttur, sem komu út á geisladiski fyrir nokkru, hafa fengið góða dóma í er- lendum fagtímaritum um tónlist. Í umsögn American Record Guide segir: „Íslenska tónskáldið Páll Ísólfs- son hefur hingað til helst verið þekktur fyrir sönglög sín, en hann var einnig fær í tónsmíðum fyrir pí- anóið, eins og kemur í ljós á þessum vel þegna geisladiski með heildarverki hans fyrir píanóið. Verkin eru vel samin, með djúpri tilfinningu og hneigjast mörg að mollinum og mildri angurværð, þótt nokkrar sprellfjörugar glettur skjóti upp kollinum til mótvægis. Nína Margrét Grímsdóttir leikur af hlýju, ástúð og með léttu fjaðr- andi rúbató.“ Í hollenska tónlistartímaritinu Luister sagði: „Nína Margrét leik- ur ekki aðeins vel, hún skrifaði að auki mjög upplýsandi texta sem fylgir. Þetta er diskur fyrir aðdá- endur Griegs og Regers.“ Gautaborgarpósturinn tekur í sama streng og tónlistartímaritin, og þar segir: „Á geisladiskinum leikur frábær píanóleikari, Nína Margrét Grímsdóttir, öll verk Páls Ísólfssonar fyrir píanó. Tónlistin er lituð af rómantík, augljóslega sam- in undir áhrifum Griegs og Regers, og falleg áheyrnar.“ Í danska tímaritinu High Fidel- ity var enn farið lofsamlegum orð- um um leik Nínu Margrétar: „Nína Margrét leikur verkin af með- fæddri gáfu sem hæfir píanóverk- um Páls Ísólfssonar vel. Hún hefur óvenjufagran áslátt, þroskaða til- finningu fyrir tóni, lýtalausa tækni og næman skilning á sérkennum tónlistarinnar.“ Þýska tónlistar- tímaritið Piano News gefur geisla- diskinum ekki síður góðan vitnis- burð: „Íslenski píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir leikur öll píanóverk Páls Ísólfssonar af miklu innsæi. Í verkunum má greina skýr síðrómantísk stíláhrif og tilhneigingar til að þenja út hefðbundið hljómakerfi. Þar má einnig greina áhrif frá kennurum Páls, Reger, Teichmüller og Straube. Píanóleikarinn gæðir tón- listina dýpt og ríkri tjáningu pían- ískra blæbrigða, jafnvel þótt verk- in beri þess merki að vera samin af organista í fremstu röð. Píanóverk Páls teljast ef til vill ekki til höf- uðverka píanósins, en standa engu að síður vel fyrir sínu sem áhuga- vert innlegg í tónlistarsöguna.“ Páli Ísólfssyni og Nínu Mar- gréti hrósað Páll Ísólfsson Nína Margrét Grímsdóttir EINÞÁTTUNGARÖÐ Hugleiks, Þetta mánaðarlega, heldur áfram í Kaffileikhúsinu í dag og á morgun. Þá verða sýndir sjö ein- þáttungar eftir fimm höfunda. Kennir þar ýmissa grasa, enda höfundum Hugleiks ekkert mann- legt óviðkomandi. Við fylgjumst með leikurum á erfiðum stundum í lífi þeirra, veltum fyrir okkur hvernig sé að kyssa tannlausar konur, fræðumst um sundfata- tísku Amazon-indjána, og kynn- umst kúguðum eiginkonum í upp- reisnarhug. Fyrri einþáttungasýningar Hugleiks í vetur voru sýndar fyr- ir fullu húsi. Leikstjórar og leik- arar eru sem fyrr úr röðum fé- lagsmanna. Verkin sem sýnd verða að þessu sinni eru Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Andersen, Á hjólum eftir V. Kára Heiðdal, Árshátíð og Gestur eftir Þórunni Guð- mundsdóttur, Brot og Ég hefði ekki átt að segja þér þetta eftir Júlíu Hannam og Höfuðhögg eftir Árna Hjartarson. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða. Þetta mánaðarlega á vegum Hugleiks Vika bókarinnar Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18 Stjórnmálamenn koma og segja frá uppáhalds- bókum. Spákona kemur í heim- sókn. Borgarbókasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi kl. 15 Sögustund í barnadeildinni. Foldasafn í Grafarvogi. kl. 15 Töframaðurinn Jón Víðis sýnir töfrabrögð og vakin verður at- hygli á bókum um töframenn og galdra. Laugardagur Brauð og rósir – sönghefti Kvennakirkjunnar inniheldur 16 frumorta texta ís- lenskra kvenna við lög úr ýmsum áttum. Textahöf- undar eru Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjargey Arnórsdóttir, Eygló Eyjólfs- dóttir, Kristjana Jónsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Lögin koma úr söng- heftum frá kvennaráðstefnum á veg- um European Women’s Synod og úr bókinni Hymn and Worship Book of the United Curch of Canada. Fjögur þessara laga er að finna í 13. söngva- sveigsbók Skálholtsútgáfunnar sem nefnist Heyr söngvanna hljóm en í henni eru lögin útsett fyrir blandaða kóra. Aðalheiður Þorsteinsdóttir sá um val laga, útsetningar og tölvusetningu og eru lögin í einföldum útsetningum fyrir rödd og píanó. Guðrún Björns- dóttir myndskreytti bókina. Útgefandi er Skálholtsútgáfan – út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Verð: 800 kr. Sönghefti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.