Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐGARÐUR – ekki Kára-
hnjúkavirkjun, stóð á stóru skilti
sem umhverfissinnar mættu með á
opinn fund sem Náttúruverndar-
samtök Íslands og fleiri frjáls fé-
lagasamtök héldu á Hótel Borg á
degi umhverfisins í gær með
fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Sam-
fylkingar, Framsóknarflokks,
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og Frjálslynda flokksins.
Skiltið átti ágætlega við þar sem
mestur tími fundarins fór í að
ræða um Kárahnjúkavirkjun.
Flokkarnir ræddu þó einnig hvort
líta ætti á hálendið sem eina af
helstu auðlindum Íslands og hvort
þeir væru hlynntir að háspennu-
lína verði lögð frá Mývatni eða
Bárðardal til fyrirhugaðrar Kára-
hnjúkavirkjunar. Einnig var rætt
um fyrirhugaðan þjóðgarð norðan
Vatnajökuls, rammaáætlanir um
virkjanakosti á hálendi Íslands og
fleira.
Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að umhverfismálum á
Íslandi þokaði í rétta átt og taldi
meðal annars upp að ferskvatn
væri nú metið sem náttúruauðlind,
samstarfi við frjáls félagasamtök
hafi verið komið á ásamt því að
flokknum hafi tekist að vekja at-
hygli á ástandi hafsbotnsins.
Margrét Sverrisdóttir, Frjáls-
lynda flokknum, sagði flokkinn
mjög umhverfisvænan. Hún sagði
að líta ætti á hálendi Íslands sem
auðlind. „Friðlýsa skal fleiri og
stærri svæði á hálendinu,“ sagði
Margrét. Hún sagði flokkinn mót-
fallinn því að háspennulína yrði
lögð í gegnum fyrirhugaðan þjóð-
garð. Hún sagði sinn flokk styðja
gerð þjóðgarðs norðan Vatnajök-
uls, en hann yrði ekki að veruleika
ef hreyft væri við svæðinu. Hún
sagði Frjálslynda vilja halda áfram
með rammaáætlanir um virkjana-
kosti á hálendi Íslands. Margrét
sagði flokkinn vilja stuðla að frið-
un á háhitasvæðum en jafnframt
nýtingu jarðhita.
Styður 20 ára áætlun
Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri-
hreyfingunni – grænu framboði,
sagði að erfitt væri að treysta orð-
um Framsóknarflokks um um-
hverfismál. Hún sagði flokkinn
hafa haldið því fram árið 1998 að
hann ætlaði ekki að virkja friðuð
svæði. Nú stæði hann hins vegar
að Kárahnjúkavirkjun.
„Núverandi ríkisstjórn hefur
hundsað náttúruvernd. Við erum
flokkur sem setur rammaáætlanir
í forgang. Við vildum bíða með all-
ar framkvæmdir þar til ramma-
áætlanir væru gerðar. Áætlanir
verða að liggja fyrir áður en næstu
virkjanir verða framkvæmdar,“
sagði Kolbrún. Hún lagði einnig
áherslu á að umhverfismennt og
umhverfisvernd yrðu efldar. Kol-
brún sagði flokkinn styðja áætl-
anagerð til 20 ára.
Kolbrún sagði að hún teldi
rammaáætlun hafa verið löngu til-
búna og að ríkisstjórnin hefði legið
á upplýsingum varðandi þau mál.
Hún sagðist telja að það hefði ver-
ið arðbærara að ávaxta fjármunina
heldur en halda út í framkvæmdir
við Kárahnjúka.
Össur Skarphéðinsson, Samfylk-
ingunni, sagði umræðurnar um
umhverfisvernd fara fram í skugga
Kárahnjúkavirkjunar. Hann sagði
ákvörðunina um virkjunina hafa
verið erfiða en nú stæðu menn
frammi fyrir henni og því yrði að
leysa úr þeim vandamálum sem
upp kæmu. Hann sagði mikilvægt
að læra af þeim mistökum sem
gerð hefðu verið við Kárahnjúka-
virkjun. Össur sagði að hvergi í
Evrópu væri jafnmikið af ósnort-
inni náttúru og á Íslandi og enn
væru tugir svæða eftir til að
vernda.
Hann sagði flokkinn styðja þjóð-
garð norðan Vatnajökuls ásamt því
að byggja ætti á rammaáætlunum.
Hann sagði einnig að mikilvægt
væri að skilja á milli pólitískra og
faglegra þátta er rætt væri um
virkjanir.
Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar-
maður umhverfisráðherra, talaði
fyrir hönd Framsóknarflokksins.
„Ég svara því bæði játandi og
neitandi að Framsóknarflokkurinn
sé stóriðjuflokkur,“ sagði Einar og
bætti við að alla stóriðju þyrfi að
skoða af skynsemi og fyrirhyggju.
Hann sagði hálendið mikla auð-
lind. Einar sagði einnig að nýta
ætti raforku sem næst þeim stað
sem hún ætti rætur og því væri
háspennulína mikið lýti á hugs-
anlegum þjóðgarði norðan Vatna-
jökuls. Hann sagði mikinn áhuga
innan flokksins um stofnun Þjóð-
garðs en kom jafnframt inn á að
fjárlög ríkis nægðu engan veginn
til reksturs núverandi þjóðgarða.
Hann sagði náttúruverndaráætlun
langt komna og að næstu verkefni
væru að kynna hana.
Fulltrúar flokkanna ræddu einn-
ig um það hvort þjóðaratkvæða-
greiðsla ætti að fara fram um mál-
efni eins og Kárahnjúkavirkjun.
Katrín sagði Sjálfstæðisflokkinn
hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslu
en hún teldi að atkvæðagreiðsla
hefði ekki breytt miklu.
Margrét sagði frjálslynda
hlynnta þjóðaratkvæðagreiðslu um
stærri málefni. Hún sagði Alþingi
ábyrgt fyrir Kárahnjúkavirkjun og
sagði það slæmt að fólkið í landinu
þyrfti að greiða kostnaðinn.
Össur sagði að ef til þjóðarat-
kvæðagreiðslu kæmi um stærri
mál yrði það að gerast tímanlega.
Hann sagði Samfylkinguna hafa
ítrekað stutt tillögu um aukið fjár-
magn til náttúruverndar. Hann
sagði að ákvörðunin um Kára-
hnjúkavirkjun hefði verið tekin að
mjög vel athuguðu máli.
Einar sagði Framsóknarflokkinn
ekki leggjast gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu en bætti við að ef til
hennar kæmi þyrfti að skoða slíkt
mál með góðum fyrirvara.
Umræðufundur með stjórnmálamönnum á Degi umhverfisins
Harðar deilur um
Kárahnjúkavirkjun
Morgunblaðið/Jim Smart
Össur Skarphéðinsson, Margrét Sverrisdóttir, Einar Sveinbjörnsson,
Kolbrún Halldórsdóttir og Jón Ásgeir Sigurðsson á fundi um framtíðarsýn
stjórnmálaflokkanna til verndunar og nýtingar hálendisins.
„G-VÍTAMÍN. Bráðnauðsynlegt
bætiefni. Takist inn fyrir kosn-
ingar. Innihald: Baráttugleði,
bjartsýni og kjarkur. Losnið við
óbragð íhaldsáranna,“ stendur
m.a. á litlum plastpoka sem inni-
heldur vítamíntöflu. Þetta er kosn-
ingaáróður Alþýðubandalagsins
árið 1987, en Borgarskjalasafn
Reykjavíkur hefur sett upp sýn-
ingu á kosningaáróðri frá árunum
1880 til 1999. Á sýningunni má m.a.
sjá hvernig baráttumál flokkanna
fyrir alþingiskosningar í Reykjavík
hafa breyst í gegnum tíðina og
hvernig þeir hafa kynnt stefnu
sína. Til að mynda gefur að líta á
sýningunni kosningabæklinga,
veggspjöld, flugmiða og viðvaranir
til kjósenda, svo eitthvað sé nefnt.
Sýningin var opnuð í gær og er á
Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15.
Njörður Sigurðsson skjalavörður
segir að Borgarskjalasafn Reykja-
víkur eigi nú dágott safn af kosn-
ingaáróðri. „Og síðustu árin höfum
við safnað þessu skipulega,“ segir
hann. Spurður út í þann áróður
sem sýndur er á sýningunn segir
hann m.a. athyglisvert hve mikil
harka hafi verið í kosningabarátt-
unni fyrr á tímum. T.d. séu auglýs-
ingar frá árinu 1911 afar harð-
orðar. Á þeim tíma hafi og verið
sendir út t.d. ónafngreindir flug-
miðar, með svívirðingum um
náungann.
Gögnin sýna
stjórnmálaþróunina
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
bauð frambjóðendum í Reykjavík
að vera við opnun sýningarinnar í
gær. Birgir Ármannsson, fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins,
sagði sýninguna afar forvitnilega.
Á henni mætti m.a. sjá gögn sem
sýndu stjórnmálaþróunina fyrstu
árin eftir að Íslendingar fengu full-
veldi. Hann bendir á að áður fyrr
hafi t.d. verið meira um ein-
staklingsframboð og kosninga-
bandalög en nú er. „Það sem er
ekki síst athyglisvert fyrir mig sem
sjálfstæðismann er að sjá hvernig
aðrir flokkar koma og fara; skipta
um nafn og kennitölu en Sjálfstæð-
isflokkkurinn stendur af sér storm-
ana. Það er út af fyrir sig for-
vitnilegt að skoða það.“
Guðjón Ólafur Jónsson, fram-
bjóðandi Framsóknarflokksins,
segir athyglisvert að sjá hvernig
sagan endurtaki sig aftur og aftur.
„Slagorðin eru kannski ekki þau
sömu en áhersluatriðin er söm aft-
ur og aftur.“ Hann sagði það einnig
eftirtektarvert hve menn hafi verið
„lagnir við alla tíða að gagnrýna
andstæðingana“.
Bláa höndin
vekur athygli
Það sem vakti einna helst athygli
á sýningunni meðal frambjóðenda
stjórnarandstöðuflokkanna var
áróðursmynd sjálfstæðismanna í
Reykjavík frá árinu 1956. Á henni
er teikning af blárri hönd og síðan
segir: „Reykvíkingar sendum 5
sjálfstæðismenn á þing.“ Bryndís
Hlöðversdóttir, þingmaður og
frambjóðandi Samfylkingarinnar,
sagði það áhugavert að sjá bláu
höndina „í allri sinni mynd,“ eins
og Bryndís orðaði það. „Það vekur
óneitanlega athygli að bláa höndin
skuli vera til. Það trúðu því reynd-
ar margir að hún væri til en það er
áhugavert að sjá hana hér í allri
sinni mynd og að hún skyldi hafa
verið framleidd af sjálfstæð-
ismönnum sjálfum,“ segir Bryndís
og bætir því við að bláa höndin hafi
á síðustu misserum orðið fræg sem
einhvers konar ímynd valds Sjálf-
stæðisflokksins.
Eyjólfur Ármannsson, frambjóð-
andi Frjálslynda flokksins, og Kol-
brún Halldórsdóttir, þingmaður og
frambjóðandi Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, taka í
sama streng. Það vekur einnig at-
hygli Eyjólfs að á sama tíma og
auglýsingin með bláu höndinni var
framleidd notuðu sjálfstæðismenn
grænan lit í auglýsingu frá sér.
„Það vekur athygli mína að sjá
grænt X-D,“ segir Eyjólfur, „því
grænt er litur Framsóknarflokks-
ins. En þetta er kannski vísbending
um það hvert sjálfstæðismenn halla
sér.“
Kolbrún segir eftirtektarvert að
sjá hvernig kosningaáróður hefur
þróast í gegnum tíðina. „Það er t.d.
gaman að sjá hvernig menn hafa
smám saman farið að nota ýmislegt
sem grípur augað. Og svo er gam-
an að sjá þessa litlu hluti sem not-
aðir hafa verið eins og til dæmis
G-vítamínið. Hugvitið og hug-
myndauðgin hefur því verið mjög
mikið í gegnum tíðina.“
Sýningin stendur til 11. maí
næstkomandi og er opin mánudaga
til fimmtudaga frá kl. 10 til 20,
föstudaga frá kl. 11 til 19 og um
helgar frá 13 til 17. Aðgangur er
ókeypis.
Sýning á kosningaáróðri frá árunum 1880 til 1999 opnuð
Sagan endurtekur
sig aftur og aftur
Kosningaáróður Sjálfstæðisflokks-
ins frá árinu 1956.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Frambjóðendur skoða sýninguna. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum,
Eyjólfur Ármannsson, Frjálslynda flokknum, Guðjón Ólafur Jónsson,
Framsóknarflokknum, og Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokknum.
SEX stjórnmálahreyfingar
bjóða fram lista í öllum kjör-
dæmum landsins í alþingis-
kosningunum 10. maí nk. en
framboðsfrestur rann út kl. 12
á hádegi í gær.
Nýju afli tókst að safna
nægum fjölda meðmælenda í
Suðurkjördæmi áður en frest-
urinn rann út en eins og fram
kom í blaðinu í gær vantaði í
fyrrakvöld aðeins örfáar und-
irskriftir til að það markmið
næðist. Leggur Nýtt afl, sem
fengið hefur listabókstafinn N,
því fram lista í öllum kjör-
dæmum en aðrir flokkar sem
bjóða fram á landsvísu eru D-
listi Sjálfstæðisflokks, B-listi
Framsóknarflokks, S-listi
Samfylkingarinnar, U-listi
Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs og F-listi
Frjálslyndaflokksins. Í Suður-
kjördæmi verða sjö listar í
framboði en þar er einnig boð-
inn fram T-listi framboðs und-
ir forystu Kristjáns Pálssonar
alþingismanns.
Framboðin yfirfarin
Í dag munu yfirkjörstjórnir
í hverju kjördæmi halda fund
þar sem farið er yfir framkom-
in framboð og athugað hvort
einhverjir gallar eru á fram-
boðum. Finnist gallar er um-
boðsmönnum lista gefinn kost-
ur á að leiðrétta þá. Ef gallar
sem yfirkjörstjórn hefur bent
á eru ekki leiðréttir innan til-
setts frests kveður hún upp
úrskurð um hvort listi skuli
fyrir það teljast ógildur.
Sex
listar í
kjöri í öll-
um kjör-
dæmum