Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 63 METFJÖLDI útlendinga leikur í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Í liðunum 14, sem skipa úrvalsdeildina í ár, verða erlendir knattspyrnumenn 63 talsins, ein- um fleiri en á leiktíðinni í fyrra. Flestir útlendinganna eru frá Svíþjóð en 17 sænskir knatt- spyrnumenn skiptast á liðin fjór- tán í deildinni. Íslendingar eru næstfjölmennastir eða 12 talsins og Finnar eru í þriðja sæti með 8 leikmenn. Ekki eru allir Norðmenn sáttir við þessi tíðindi og segja að ung- um og efnilegum heimamönnum blæði fyrir það að félögin semji við leikmenn frá öðrum löndum, ungu og efnilegu leikmönnunum sé ýtt í burtu. Forráðamenn lið- anna hafa hins vegar sagt á móti að aðalástæða þess að þeir fái til sín erlenda leikmenn sé sú að þeir fái meiri gæði fyrir minni peninga. Nú sjá menn hins vegar að breyting geti orðið á því slæmur fjárhagur margra liða í deildinni, þar á meðal Stabæk, Vålerenga og Bodö/Glimt, geri það að verkum að félögin hafi ekki lengur efni á að kaupa erlenda leikmenn og séu þar af leiðandi farin að rækta sinn eigin garð í miklu meira mæli en áður.  JÖKULL Elísabetarson, bakvörð- urinn ungi sem spilaði alla leiki KR á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrra, verður ekki með gegn HB á morgun. Jökull meiddist á ökkla í leik með KR í Canela-bikarnum á Spáni fyrr í þessum mánuði en verður væntan- lega tilbúinn í slaginn þegar Íslands- mótið hefst 18. maí.  ARNAR Jón Sigurgeirsson, sem einnig var fastamaður í liði KR í fyrra, hefur verið frá æfingum og keppni frá því í janúar þegar hann meiddist á hné. Arnar Jón er byrj- aður að æfa á ný.  GUÐMUNDUR Benediktsson er einnig kominn í gang á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í allan vetur. Hann verður þó ekki í leik- mannahópi KR á morgun.  SIGURÐUR Örn Jónsson, fyrrum landsliðsmaður, sem hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan í júní 2001, æfir af krafti um þessar mund- ir og ekki er útilokað að hann nái að spila með KR í sumar.  ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR-inga um árabil, hefur ekkert æft með þeim í vetur og enn er óljóst hvort hann spili með liðinu í sumar. KR-ingar þrýstu á Þormóð um að leika með gegn HB á morgun en af því varð ekki.  ÞÓRHALLUR Hinriksson og Sig- þór Júlíusson eru ókomnir í raðir KR-inga fyrir sumarið. Þeir stunda nám í Bandaríkjunum og eru vænt- anlegir til landsins 10. maí.  ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, verður áfram á varamannabekk Rosenborg. Þjálfari Rosenborg, Åge Hareide, tilkynnti í gær að hann yrði með óbreytt lið þegar þeir heimsækja Teit Þórðarson og lærisveina hans í Lyn í úrvalsdeildinni á morgun.  ÁRNI Gautur þótti sýna mark- vörslu á heimsmælikvarða þegar varalið Rosenborgar vann Skarp, 6:2, í norsku 2. deildinni á dögunum en hlutskipti hans á næstunni verður greinilega að spila í þeirri deild.  SVO kann að fara að Patrick Vieira leiki ekkert meira með Arsen- al það sem eftir er leiktíðar. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að hnémeiðsli Viera séu erfiðari viðvangs en talið var í í fyrstu. Menn halda enn í vonina að Viera verði klár í síðasta leik deild- arinnar, gegn Sunderland 11. maí.  GLENN Roeder, knattspyrnu- stjóri West Ham, er ennþá á sjúkra- húsi eftir að hann fékk aðkenningu að hjartaáfalli um sl. helgi.  KEVIN Garnett skoraði 33 stig þegar Minnesota vann óvæntan úti- sigur á LA Lakers, 114:110, í fram- lengdum leik í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfuknattleik í fyrri- nótt. Minnesota er því komið yfir á ný, 2:1, en fjóra sigra þarf til að fara áfram. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers og Shaquille O’Neal 28. FÓLKÚRSLITALEIKIR í bikar-keppni Blaksambandsins 2003 verða leiknir í dag í Austur- bergi. Hið sigursæla kvennalið Þróttar frá Neskaupstað leik- ur við HK kl. 14 og kl. 16 eig- ast við Stjarnan og HK í karla- flokki. Þróttur Nes. og Stjarnan geta unnið þrefalt í ár, ef þau sigra í leikjum sín- um. Liðin urðu deildar- og Ís- landsmeistarar á dögunum. Stjarnan fagnaði þá Íslands- meistaratitili í fyrsta sinn en Þróttur vann Íslandsmótið fjórða árið í röð. TONY Pulis, knattspyrnustjóri Ís- lendingafélagsins Stoke City, hef- ur varað leikmenn og stuðnings- menn félagsins við því að fagna áframhaldandi sæti í ensku 1. deildinni of snemma. Stoke vann báða leiki sína um páskana og hefur aðeins beðið einn ósigur í síðustu 10 leikjum sínum, og lið- inu nægir eitt stig í síðustu tveim- ur leikjunum til að gulltryggja sæti sitt í deildinni. Einnig dugir að Brighton nái ekki að vinna báða sína leiki. Stoke sækir Crystal Palace heim í dag en Brighton fær Wat- ford í heimsókn. Í lokaumferðinni leikur Stoke við Reading á heima- velli en Brighton spilar þá við botnlið Grimsby á útivelli. Ívar Ingimarsson og félagar í Brighton eiga mjög góða möguleika á að vinna báða leikina og það er því geysilega mikilvægt fyrir Stoke að ná stigi á Selhurst Park í London í dag. „Við erum nálægt takmarkinu en höfum ekki náð því ennþá. Það verður að vera algjörlega skothelt að við séum öruggir áfram í deild- inni áður en farið verður að huga að einhverjum hátíðahöldum. En ég er sannfærður um að við get- um lokið verkinu gegn Crystal Palace ef leikmennirnir verða ein- beittir og staðráðnir í að ná hag- stæðum úrslitum,“ sagði Pulis. Brynjar Björn Gunnarsson verður að óbreyttu í byrjunarliði Stoke í dag en Bjarni Guðjónsson og Pétur Marteinsson koma vænt- anlega ekki við sögu, nema þá sem varamenn. Ade Akinbiyi, sem er í láni frá Crystal Palace, verð- ur líklega ekki með vegna meiðsla og þá eru fyrirliðinn Peter Handyside og Paul Warhurst tæp- ir af sömu sökum. Pulis vill ekki fagna of snemma Beckham er sagður hafa lagt hartað umboðsmanni sínum að hjálpa sér við að komast frá Man- chester United eins fljótt og mögu- legt sé en hann hefur leikið þar allan sinn feril. Hann verður 28 ára næsta föstudag og hefur spilað með aðalliði United frá 19 ára aldri. Stjórnar- menn United segja aftur á móti að fundur Beckhams og umboðsmanns- ins hafi snúist um auglýsingasamn- ing hans við Pepsi og segja ekkert hæft í sögum um brottför hans. En Beckham hefur verið sterk- lega orðaður við Real Madrid und- anfarnar vikur og í gær bárust óstað- festar fréttir úr þeim herbúðum að félagið væri þegar búið að ná sam- komulagi við hann. Talið er að spænska félagið vilji bæta honum í stjörnuhóp sinn en þar hefur mark- miðið verið að kaupa einn heims- frægan leikmann á ári. Ósættið við Ferguson Þeim Beckham og Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, hefur ekki komið of vel sam- an undanfarin misseri. Ósætti þeirra komst í hámæli á ný fyrr á þessu ári þegar sparkið fræga hjá Ferguson var forsíðuefni allra fjölmiðla en í reiðikasti í búningsklefa liðsins sparkaði hann í fótboltaskó sem flaug beint í andlit Beckhams og þurfti að sauma nokkur spor í augna- brún stjörnunnar. Beckham kom ekkert við sögu í leik Manchester United gegn Arsenal á dögunum, sat á varamannabekknum allan tímann, og var þar áfram í stórleiknum gegn Real Madrid. Eftir þann leik hljóp Beckham um og veifaði til áhorfenda á Old Trafford og vilja nú margir túlka það sem merki um að hann ætli að kveðja þá fyrir fullt og allt í vor. Beckham er hæst launaði knatt- spyrnumaður Englands fyrr og síðar en mánaðarlaun hans hjá Manchest- er United nema nú um 50 milljónum króna. Að auki þénar hann afar vel á ýmiss konar auglýsingum og ímynd sinni. En þrátt fyrir þessar launa- greiðslur til eins leikmanns er talið að Manchester United muni tapa stórfé ef Beckham yfirgefur félagið. Beckham er stærsta trompið í mikilli markaðsvæðingu Manchester Unit- ed á undanförnum árum og áætlað er að hann myndi færa félaginu 2,4 milljarða króna í tekjur á á ári, næstu fimm árin, ef hann yrði um kyrrt á Old Trafford. Þar munar mikið um sívaxandi sölu á alls kyns varningi tengdum Beckham og fé- laginu í Asíu. Það er einmitt Asíu- markaðurinn sem er talinn heilla for- ráðamenn Real Madrid og þeir sjá stóraukin sóknarfæri þar með því að fá David Beckham í sínar raðir. Mótmælir ekki fréttunum Það hefur vakið athygli að Beck- ham hefur sjálfur lítið gert til þess að slá á fréttaflutning af meintri brott- för sinni frá Manchester United. Þvert á móti er talið að með langri dvöl sinni á vellinum eftir að leiknum við Real Madrid lauk hafi hann vís- vitandi verið að vekja athygli fjöl- miðla á sér og stöðu sinni, rétt eins og þegar hann hann fékk skóinn í andlitið í vetur og gerði ekkert til að leyna því. Alex Ferguson hefur þeg- ar lýst því yfir að hann muni aldrei hafa frumkvæði að því að selja Beck- ham frá félaginu. Nú er boltinn hjá Beckham sjálfum. Tólf Íslendingar með norskum liðum Þrefalt hjá Þrótti N. og Stjörnunni? Reuters David Beckham, fyrirliði Englands, er vinsælasti leikmaðurinn í herbúðum Manchester United. Vill Beckham komast burt frá Manchester? ENSKIR fjölmiðlar fullyrða að David Beckham, fyrirliði enska lands- liðsins í knattspyrnu, vilji komast í burtu frá Manchester United. Hann er sagður hafa átt langan neyðarfund með umboðsmanni sín- um, ásamt Victoriu eiginkonu sinni, strax eftir leik United og Real Madrid í meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Þar sat Beck- ham á varamannabekk liðsins en kom síðan inn á og tryggði United sigur með tveimur mörkum, 4:3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.