Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 61 Dagskrá mótsins: Mfl. karla: kl. 11.00 8 manna úrslit Mfl. karla: kl. 11.45 4 manna úrslit Mfl. karla: kl. 12.30 Úrslitaleikur Mfl. kvenna kl. 11.00 8 kvenna úrslit Mfl. kvenna kl. 11.45 4 kvenna úrslit Mfl. kvenna kl. 12.30 Úrslitaleikur Áhugafólk um borðtennis fjölmennið! Guðmundur E. Stephensen og Halldóra Ólafs, Grand Prix meistarar 2002 Lokamót Grand Prix mótaraða BTÍ 2003 í borðtennis sunnudaginn 27. apríl TBR-íþróttahúsið  GUÐMUNDUR Ágúst Ingvarsson var í gær endurkjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) á ársþingi þess sem fram fór í gær. Aðeins ein breyting varð á stjórn HSÍ á þinginu, Guðmundur Davíðsson er kominn í stjórnina sem varamaður.  GUNNLAUGUR Jónsson, varnar- maðurinn sterki á Akranesi, fer ekki til Bandaríkjanna í háskólanám í ágúst eins og til stóð, en ef til þess hefði komið hefði Gunnlaugur misst af síðustu fjórum eða fimm leikjum ÍA á knattspyrnuvertíðinni. Félagi hans, Hjörtur Hjartarson, fer hins vegar út eins til stóð og getur þar með ekki lokið leiktíðinni með Skagamönnum. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍA.  JÓHANNES Karl Guðjónsson verður að öllum líkindum í byrjunar- liði Aston Villa sem mætir Everton á Goodison Park í dag en Jóhannes hefur átt í meiðslum í ökkla.  UNGMENNALIÐ Manchester United varð í gær enskur bikar- meistari í knattspyrnu þegar liðið lagði Middlesbrough, samtals 3:1, í tveimur úrslitaleikjum. David Beck- ham var á meðal 15.000 áhorfenda á Old Trafford sem sáu leikinn í gær en liðið er undir stjórn Brian Mc- Clair sem á árum áður lék með að- alliði félagsins.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, hefur ákveðið að framlengja ekki samning félagsins við Norðmanninn Henning Berg þegar samningur hans við félagið rennur út í vor. Líklegt er að Berg snú heim til Noregs og leiki þar þar til hann leggur skóna á hilluna. FÓLK MIKIL umskipti til hins betra urðu í rekstri Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, á síðasta starfsári, en það kom m.a. fram þegar reikn- ingar HSÍ voru lagði fram á árs- þingi þess í gær. HSÍ skilaði um 27 milljóna króna hagnaði sem eru geysileg umskipti til hins betra frá síðustu árum þegar reksturinn hef- ur verið afar erfiður vegna mikilla skulda. Velta HSÍ á síðasta ári var um 100 millj. króna. Mikið hefur áunnist við að lækka skuldir HSÍ og nema þær nú um 6,5 millj. „Um- skiptin í rekstrinum er verk margra aðila en fyrst og fremst þá var það þjóðin sem hjálpaði okkur út úr þessum erfiðleikum,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Auknar tekjur HSÍ á síðasta ári má fyrst og fremst rekja til landssöfnunar sem efnt var til á meðan Evrópumótið í Svíþjóð stóð yfir, styrks frá ríkis- stjórninni í kjölfar ágæts árangurs landsliðsins á mótinu og styrks frá samhjálp Alþjóðaólympíunefndar- innar. „Þrátt fyrir umskipti í rekstri höldum við áfram að gæta aðhalds, en vissulega er mun betra að vinna við rekstur HSÍ eins og málum er nú komið,“ sagði Einar ennfremur. 27 milljóna króna hagnaður hjá HSÍ Þarna eru á ferðinni mjög jöfn lið,bæði eru einkar vel mönnuð, þau allra sterkustu í deildinni um þessar mundir,“ seg- ir Stefán. Um helstu styrkleika liðanna segir Stefán: „Hjá ÍBV er Vigdís Sig- urðardóttir markvörður tvímæla- laust einn helsti styrkleiki liðsins. Hún hefur staðið sig mjög vel í markinu. Liðið leikur sterka 6/0 vörn sem hefur gengið vel. Á sama tíma hefur frammistaða Lukrecija Bokan í marki Hauka verið misjöfn, hún getur átt góða daga en þess á milli fellur hún niður og á slæma daga. Varnarleikur Hauka er hins vegar fjölbreytilegri, þar á bæ ráða leik- menn mjög vel við að leika flata 6/0 vörn, 5/1 vörn eða þá framliggjandi 3/2/1 vörn. Þetta er óneitanlega kost- ur liðsins gegn ÍBV sem leikur sjaldnastannað en 6/0 vörn. Eyjaliðið hefur aðeins reynt að leika 5/1 vörn en það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Það er enginn vafi að það getur reynst Haukum mjög sterkt, sér- staklega ef úrslitaleikirnir verða fimm, að hafa yfir að ráða mörgum varnarafbrigðum,“ segir Stefán og bætir því við að auk varnarleiksins sé Haukaliðið einnig afar sterkt þeg- ar kemur að hraðaupphlaupum. „Hanna G. Stefánsdóttir er fljót fram og nýtir færi sín vel. Hjá ÍBV ef svokölluð „seinni bylgja“ í hraðaupp- hlaupum einn styrkur liðsins,“ segir Stefán og telur vart veikan blett að finna á þessum tveimur keppinaut- um um Íslandsmeistaratitilinn. „Framan af leiktíðinni áttu Hauk- ar í vandræðum með að manna skyttustöðuna á vinstri kantinum. Upp á síðkastið hefur Nína [K. Björnsson] vaxið mjög ásmegin í þeirri stöðu þannig að sú staða er nú í góðu lagi hjá Haukunum. ÍBV-liðið hefur einnig tvær sterkar skyttur, Öllu Gokorian og Önnu Yakovu. Leikstjórnendur beggja liða eru einnig fyrsta flokks, Brynja Steinsen hjá Haukum og Sylvia Strass í liði ÍBV. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá báðum liðum og því bíð ég afar spenntur eftir að keppnin hefj- ist, þetta verða mjög skemmtilegir og jafnir leikir, reikna ég með,“ segir Stefán og vill engu spá um hvort Ís- landsmeistaratitillinn verði eitt ár enn í Hafnarfirði eða þá að Eyjaliðið nái að endurheimta titilinn sem það vann fyrir þremur árum. Haukar lögðu ÍBV í spennandi og dramatískum bikarúrslitaleik snemma árs. „Þetta eru sigursæl- ustu liðin í kvennahandknattleiknum á síðustu árum. Ég er alls ekkert viss um að sigur Hauka í bikarúrslita- leiknum hjálpi þeim í alvöru þessara leikja sem framundan eru. Ekki má gleyma því að Haukar töpuðu síðast þegar þeir sóttu ÍBV heim í Eyjum, þá var Nína að vísu ekki með Hauka- liðinu.“ Komi til þess að úrslitin ráðist í fimmta og síðasta leik þá verður leik- ið í Eyjum. Stefán sagði ómögulegt að segja til um hvort heimaleikja- rétturinn myndi þá ráða því hvort liðið hampaði Íslandsmeistaratitlin- um. „Auðvitað skiptir heimaleikja- rétturinn miklu máli. En liðin eru bara svo jöfn og búa yfir mikilli leik- reynslu að ég er ekkert endilega viss um að heimaleikjarétturinn ríði baggamuninn komi til fimm úrslita- leikja. Eyja-liðið hefur verið skrefi á undan öðrum í mestallan vetur, en eftir að Nína og Brynja komu inn í lið Hauka af fullum krafti hefur það leikið betur og betur,“ segir Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjastúlkan Anna Yakova í deildarleik gegn Haukum – er komin framhjá Hörpu Melsted og skorar. Ógjörningur að spá fyrir um úrslit „ÞAÐ eina sem hægt er að fullyrða um keppni ÍBV og Hauka um Ís- landsmeistaratitilinn er að þetta verður hörkukeppni og úrslitaleik- irnir verða örugglega fimm, hvort liðið stendur uppi sem sigurveg- ari er ómögulegt að segja til um,“ segir Stefán Arnarson, landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik, spurður um kapphlaup Íslands- og bikarmeistara Hauka og deildarmeistara ÍBV um Íslandsmeist- aratitilinn í kvennaflokki sem hefst í Eyjum klukkan 16 í dag. Eftir Ívar Benediktsson „ÞAÐ eru allir leikmenn mínir klárir í slaginn eftir því sem ég veit best,“ segir Gústaf Björnsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik kvenna, sem hefja titilvörnina í Vestmannaeyjum í dag. Að sögn Gústafs hrjá meiðsli enga leikmenn liðsins og þeir eru fullir tilhlökkunar að takast nú loks á við þá keppni sem fram- undan er við ÍBV um Íslandsmeist- aratitilinn. „Það hefur stefnt í þetta uppgjör um nokkurn tíma, nú er komið að því og þá verða allir að vera klárir,“ segir Gústaf sem fer með sveit sína með flugi til Eyja árdegis í dag. Stefnt að þessu frá upphafi leiktíðar „Það er mikil spenna og eft- irvænting í Eyjum, nú er loksins komið að þessum leikjum,“ segir Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari deildarmeistara ÍBV. „Við stefnd- um að því alla leiktíðina að komast í úrslitaleikina um Íslandsmeist- aratitilinn og því ríkir mikil til- hlökkun innan okkar raða að geta loks farið af stað. Það er rosalegur áhugi fyrir leikjunum hér í Eyjum og þegar við bætist að nú stendur yfir fjölliðamót í 6. flokki hérna um helgina þá reikna ég með mörgum áhorfendum og góðri skemmtun,“ segir Unnur sem kveður sína sveit vera klára í baráttuna við leik- menn Hauka, engin meiðsli séu innan raða ÍBV. „Þar ríkir til- hlökkunin ein,“ segir Unnur Sig- marsdóttir, þjálfari deildarmeist- ara ÍBV. Eftirvænting og spenna Samþykkt var á ársþingi Hand-knattleikssambands Íslands í gær að keppt verði eftir nýju fyr- irkomulagi á næstu leiktíð í 1. deild karla og kvenna. Í stórum dráttum er það þannig að frá september og til nóvemberloka verður leikin for- keppni í tveimur riðlum þar sem lið- um er raðað samkvæmt árangri ný- liðinnar deildakeppni. Að lokinni forkeppni fara fjögur efstu lið úr hvorum riðli í úrvalsdeild. Hin liðin leika í fyrstu deild. Í deildakeppninni er leikin tvöföld umferð, heima og heiman. Sú röðun sem myndast eftir deildakeppnina ræður röðun í riðla við upphaf næsta tímabils á þann hátt sem lýst er að ofan. Að deilda- keppni lokinni fara sex efstu lið úr- valsdeildar beint í úrslitakeppni. Auk þess fer það lið sem er í fyrsta sæti fyrstu deildar beint í úrslita- keppnina. Það lið sem er í sjöunda sæti úrvalsdeildar leikur við það lið sem er í öðru sæti fyrstu deildar um sjöunda sætið í úrslitakeppninni. Leikið skal heima og heiman og sam- anlagður árangur gildir, lið úr úr- valsdeildinni fá seinni leikinn sem heimaleik. Það lið sem sigrar í úrvalsdeild er deildarmeistari úrvalsdeildar og það lið sem sigrar í fyrstu deild er deild- armeistari fyrstu deildar. Liðum er skipt í úrvalsdeild og fyrstu deild, og að lokum spila sex efstu lið úrvalsdeildar ásamt efsta eða tveimur efstu liðum fyrstu deild- ar til úrslita um Íslandsmeistaratit- ilinn. Svo gæti farið að þessi breyting gildi aðeins í stuttan tíma því sam- þykkt var á þinginu að skipa milli- þinganefnd til þess að fara yfir móta- fyrirkomulagið í framtíðinni. Breytt keppnisfyrirkomulag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.