Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 28
HELSTU orkugjafar Íslend- inga eru hitaveitur og vatns- virkjanir. Þær eru í rauninni ný fyrirbæri því að fram til ársins 1973 notuðu 45% heim- ila olíu sem orkugjafa bæði fyrir rafmagn og hita. Síðan voru byggðar vatnsvirkjanir og hitaveitur og nú eru aðeins 2% heimila háð olíu sem orku- gjafa. Þegar orkuframleiðslan er skoðuð kemur á daginn að Íslendingar eru meðal hrein- legustu þjóða heims. Íslend- ingar geta státað af því, en samt sem áður þurfum við að huga að okkar daglegu orku- neyslu. Það er ódýrara og um- hverfisvænna að nota eins lítið rafmagn og við teljum okkur komast af með; við þurfum ekki að fórna öllu, heldur vera vakandi fyrir óþarfa neyslu. Orka Dæmi um orkufrekustu tæk- in á heimilinu eru meðal ann- ars ísskápar og frystiskápar og -kistur. Vistvernd í verki – Ráð vikunnar Kæli- og frystiskápar – Hitastig kæliskápa á að vera 4°C og -18°C í frystiskáp. Gott er að þíða frystihólf öðru hvoru. – Mikilvægt er að það lofti vel um tækin, drögum þau fram og ryksugum að aftan (einu sinni á ári). – Höfum allt í röð og reglu í ísskápnum svo ekki þurfi að hafa hann opinn lengi til að leita að því sem mann van- hagar um. – Tóm frystigeymsla notar næstum því jafn mikla orku og full. Hugleiðing vikunnar Efastu aldrei um að lítill hópur meðvitaðra og ákveð- inna einstaklinga geti breytt heiminum. Þeir eru þeir einu sem hafa gert það. NEYTENDUR 28 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ F R U M S Nýr AVENSIS verður frumsýndur í sýningar - sölum Toyota á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ laugard. 26 apríl frá kl.12.00- 16.00 og sunnud. 27. apríl frá kl.13.00-16.00. Nýr AVENSIS nýtur þess að vera af sterkum stofni, hlaðinn fullkomnustu tækni frá Toyota. Þú upplifir nýja fjöðrun og meira akstursöryggi, öflugri og vandaðri vél og mun meiri munað í allri innréttingu. Nýr AVENSIS er bæði liprari og sterkari en áður og útlits hönnunin er kraftmikil og fjaður mögnuð. Nýr Avensis var kjörinn besti bíllinn í sínum flokki af hinu kröfuharða bílatímiriti What Car í Bretlandi. Vertu því viðbúin að allar þínar væntingar verði uppfylltar. Það eru mörg einstök atriði sem gera nýjan AVENSIS að fullkominni gæðabifreið: sjálfvirkur regn skynjari á þurrkum, tölvustýrð loftræsting í miðstöð, klemmuvörn í rúðum, hágæða hljóm flutnings - tækni og einn fullkomnasti fjöðrunar -, hemlunar- og öryggisbúnaður sem fyrirfinnst eru aðeins nokkur dæmi um þessi atriði. Komdu og prófaðu. Komdu og upplifðu nýjan AVENSIS. www.toyota.is NÝR AVENSIS - Sannkallað meistaraverk VERSLUNARKEÐJAN Sains- bury’s hefur tekið höndum saman við heilsugæsluna í Bretlandi um fræðslu á fituinnihaldi matvæla. Markmiðið er að reyna að fá sjúk- linga til þess að velja hollari kost. Næringarsérfræðingur verslunar- innar, Kate Arthur, segir að matar- ráðgjafar muni leiða fólk um versl- unina og benda því á fituminni útgáfur af uppáhaldsréttunum sín- um. Sem dæmi má nefna að léttari útgáfan af tilbúnum korma-kjúk- lingarétti frá Sainsbury’s inniheldur fjögur grömm af fitu, en hefðbund- inn tilbúinn korma-kjúklingur frá versluninni 38 grömm. Heilsuleið- sögn verslunarinnar mun einnig fela í sér aðstoð við val á ódýrari vöru- flokkum, svo sem dósaávöxtum og frosnu grænmeti. Haft er eftir talsmanni offitusjúk- linga, Ian Campbell lækni, að margir skjólstæðinga hans vilji leggja allt í sölurnar til þess að megra sig, en eigi oft í vandræðum með að finna heilsu- samlegt fæði í verslunum. Einnig bendir hann á að breska heilsugæsl- an, NHS, hafi ekki tök á því að að- stoða þetta fólk. Bílakúltúr og verðlagning Tim Lang, prófessor í manneld- ismarkmiðum við City University, tekur undir það, að breska heilsu- gæslan hafi ekki ráð á einstaklings- ráðgjöf í matarinnkaupum, en telur jafnframt að verslanir eigi að draga úr framboði á fituríkum afurðum. Einnig telur hann að stórmarkaðir eigi að ráðast að félagslegum þáttum offituvandans. „Stórverslanir á borð við Sainsbury’s hafa gert sitt til þess að tryggja að viðskiptavinir verði að nota bíl við innkaupin. Markaðssetn- ing, verðlagning og staðsetning hef- ur lagt sitt af mörkum til þess að gera Breta að feitabollum,“ segir hann. Patsy Calton, talsmaður frjáls- lyndra demókrata í heilbrigðismál- um, styður framtak Sainsbury’s. „Heilbrigðisyfirvöld og almenningur verða að átta sig á hættunni sem felst í óhollum matarvenjum. Þessi þjónusta er hugmyndarík viðleitni í þá átt. Auðvitað má fólk borða fitu- ríkan mat stöku sinnum. Stöðug neysla á fituríkum afurðum leiðir hins vegar ekki til annars en lang- varandi heilsukvilla. Stjórnvöld verða að setja heilbrigði almennings framar í forgangsröðina og ráðherr- um ber að gaumgæfa virka forvarn- aráætlun í heilbrigðismálum. Hún á ekki bara að fela í sér ráðgjöf heldur hvatningu til hreyfingar og hollari lífshátta.“ Heimild: London Press Service Leiðsögn um heilsufæði hjá breskri stórverslun Reuters Sainsbury’s er önnur stærsta verslunarkeðjan í Bretlandi. FÉLAGAR í Lands- sambandi bakara- meistara eru að hefja sölu á kaffi sem framleitt er sér- staklega fyrir félag- ið. Kaffið er fram- leitt hjá Kaffitári í Njarðvík og pakkað í sérhannaðar umbúðir undir merkinu „Kaffi bakarans“, að því er fram kemur í tilkynningu frá fé- laginu. „Fyrst í stað koma á mark- að tvær bragðtegundir, bragðmikið kaffi með espresso-keim og með- albrennt, bragðmildara kaffi. Lík- legt er að bragðtegundum eigi eftir að fjölga. Kaffið verður eingöngu til sölu í bakaríum félagsmanna Landssam- bands bakarameistara,“ segir enn- fremur. NÝTT Sérstakt bakarakaffi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.