Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 13 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is HAGNAÐUR Bakkavarar Group nam 1,9 milljónum punda, sem svar- ar til 243 milljóna íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er um 10% lækkun frá árinu áður er hagnaður var 2,1 milljón punda. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, starfandi stjórnarformanns Bakka- varar Group hf. er ekki ástæða til að ætla að félagið nái ekki markmiðum sínum á árinu þrátt fyrir þennan samdrátt á fyrsta ársfjórðungi. „Það sem gerist núna er annars vegar að páskarnir eru í öðrum ársfjórðungi í ár en voru í þeim fyrsta í fyrra. Pásk- arnir hafa alltaf verið okkar helsta sölutímabil. Hins vegar kemur kostnaður við nýja verksmiðju okkar í London inn í uppgjör fyrsta árs- fjórðungs en tekjurnar hafa ekki skilað sér að fullu. Verksmiðjan kemur til með að skila tekjum á öðr- um ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi mun þannig vega upp á móti fyrsta ársfjórðungi.“ Ágúst segir það ekkert keppikefli að hver ársfjórðungur skili árangri heldur séu markmið félagsins byggð á árinu í heild sinni. „Það er engin ástæða til að ætla að félagið nái ekki sínum markmiðum á árinu. Það má benda á að sjóðstreymi í ársfjórð- ungnum var mjög gott, um 700 millj- ónir í frjálsu sjóðstreymi. Í reikning- unum hjá okkur eru heldur engar óreglulegar tekjur og engar tekjur af gjaldmiðlum. Allt er gert upp í breskum pundum þannig að áhrif af gengisbreytingum eru óveruleg.“ Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 4,9 millj- ónir punda, 618 milljónir króna, á tímabilinu en var 4,6 milljónir punda árið áður. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði (EBIT) var 3,8 millj- ónir punda, 476 milljónir króna, eða um 11,3% af rekstrartekjum, en var 3,6 milljónir punda árið áður, eða um 12,4% af rekstrartekjum. Fjár- magnsgjöld námu 1,1 milljón punda, 138,5 milljónum króna, á tímabilinu en voru 0,9 milljónir punda árið áður. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að efnahagsreikningur Bakkavarar hafi styrkst á fyrsta árs- fjórðungi en langtímaskuldir fé- lagins lækkuðu úr 61,5 milljónum punda um áramót í 58,8 milljónir punda, 7.408 milljónir króna og skammtímaskuldir lækkuðu úr 35,6 milljónum punda í 33,4 milljónir punda, 4.205 miljónir króna. Þannig lækkuðu heildarskuldir félagsins úr 98,9 milljónum punda í 93,9 milljónir punda á tímabilinu. Rekstur í samræmi við áætlanir Rekstur Bakkavör Group á fyrsta fjórðungi ársins 2003 var í meginat- riðum í samræmi við áætlanir. Sala félagsins jókst um 14,3% á milli ára og nam 33,2 milljónum punda, 4.189 milljónum króna, en nam 29,1 millj- ónum punda árið áður. Eigið fé Bakkavör Group jókst úr 58,6 millj- ónum punda um áramót í 60,8 millj- ónir punda á fyrsta ársfjórðungi en eiginfjárhlutfall félagsins er nú 36% án víkjandi skuldabréfs en að því meðtöldu 45%. Um síðustu áramót var eiginfjárhlutfallið 34% án víkj- andi skuldabréfs, en að því meðtöldu 43%. Arðsemi eiginfjár var 13,1% á tímabilinu og veltufjárhlutfallið 1,00 en var 1,02 í lok árs 2002. Í lok mars störfuðu um 2.400 starfsmenn hjá Bakkavör Group. Hagnaður Bakkavarar Group dregst saman Páskahátíðin lendir í öðrum ársfjórðungi í ár SVIPAÐAR reglur gilda hér um ábyrgð verðbréfamiðlara og í Bret- landi, en eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær sektaði þarlenda fjármálaeftirlitið hollenska bank- ann ABN Amro um 900 þúsund pund, fyrir að hafa með óeðlilegum viðskiptum haft áhrif á lokaverð hlutabréfa í nokkrum fyrirtækjum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að ábyrgð verðbréfamiðlara sé ótví- ræð, og þeir geti ekki skýlt sér á bak við óskir viðskiptavinarins. „Hér gilda svipaðar reglur og í hinum þremur Norex-kauphöllun- um, í Ósló, Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Þær eru alveg skýrar að því er þetta varðar. Svona við- skipti eru með öllu óheimil,“ segir hann. Þórður segir að viðskiptavinur- inn, þ.e. fyrirtækið sem biðji miðl- arann um að hagræða lokaverði, geti einnig sætt ábyrgð. „Það væri þá líklega Fjármálaeftirlitsins að sjá til þess. Við byggjum okkar eftirlit á samningssambandi við að- ila Kauphallarinnar og beitum við- urlögum og reglum sem byggjast á því. Síðan yrði Fjármálaeftirlitið að taka afstöðu til annarra þátta,“ segir hann. Að sögn Þórðar myndu viðurlög fara eftir eðli máls. „Að sjálfsögðu kæmi til álita að beita févíti, eins og við höfum gert í öðrum málum,“ segir hann. Eftirlit auðvelt Þórður segir að Kauphöllin fylg- ist vel með því hvort viðskipti af þessu tagi séu stunduð. „Og kannski rúmlega það, því síðan SMARTS-eftirlitskerfið var sett upp í byrjun mars hefur hvers kyns eftirlit verið mjög auðvelt, til að mynda hvort tilboð eða viðskipti eru í ósamræmi við það verðbil sem ríkjandi er á markaðnum,“ segir hann. SMARTS-kerfið er einnig notað á hinum Norðurlönd- unum og Þórður segist vita til þess að mál af þessu tagi hafi komið upp þar, með svipuðum málalykt- um og hjá ABN Amro í Bretlandi. Ekkert slíkt mál hafi komið upp hér síðan kerfið var sett upp. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að það sé Kauphallarinnar að hafa eftirlit með skráðum fyrirtækjum hvað varðar óeðlileg viðskipti til að breyta lokaverði, en FME hafi eft- irlit með Kauphöllinni og fjármála- fyrirtækjum. Morgunblaðið/Sverrir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir ábyrgð verðbréfa- miðlara ótvíræða, þeir geti ekki skýlt sér á bak við óskir viðskiptavinar. Ábyrgð miðlara sögð ótvíræð Óeðlileg viðskipti sem ætlað er að hafa áhrif á lokaverð hlutabréfa HAGNAÐUR Nýherja á fyrsta ársfjórðungi nam 32,9 milljónum króna eftir skatta samanborið við 23,6 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Hagnaður fé- lagsins á sama tímabili fyrir fjár- magnsgjöld og afskriftir, EBITDA, var 62,6 milljónir en var 50,6 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur námu 1.173,3 milljónum króna, en voru 1.036,6 milljónir króna árið áður og hækk- uðu því um 13%. Vörusala jókst um 11% og þjónustutekjur jukust um 23% á milli fjórðunga. Hlutfall EBITDA af veltu í fjórðungnum var 5,3% samanborið við 4,9% á sama tímabili árið áður. Starfsmönnum fjölgaði um 25 eða 10% á milli ára. Launakostnaður, annar rekstrarkostnaður og af- skriftir hækkuðu um 20% frá sama tímabili árið áður. Þessi hækkun er einkum vegna nýrrar starfsemi og starfsmanna sem hófu störf hjá fé- laginu þegar rekstur HT&T og umboð fyrir Heidelberg voru sam- einuð rekstri Nýherja, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Gengishagnaður nam 5,1 milljón samanborið við 11,7 milljóna geng- ishagnað árið áður. Hagnaður af rekstri dótturfélaga nam 1,1 millj- ón en 1,6 milljóna tap var hjá þeim á fyrsta fjórðungi ársins 2002. Hagnaður af sölu hlutabréfa í Ís- landssíma nam 6,8 milljónum fyrir skatta. Tekjur Nýherja í ársfjórðungn- um eru í meginatriðum í samræmi við rekstraráætlun félagsins. Eigið fé Nýherja í lok fyrsta ársfjórð- ungs er 1.250 milljónir kr. Félagið á eigin bréf að nafnverði 14,8 millj- ónir sem er 5,6% hlutafjár. Horfur á öðrum ársfjórðungi gefa væntingar um að tekjur verði samkvæmt áætlun og að hagnaður verði af starfsemi félagsins í fjórð- ungnum. Aukinn hagnaður hjá Nýherja ATORKA hf. keypti í gær 17,15% hlut í Lífi hf. eða um 73,7 milljónir króna að nafnvirði. Seljandi er Að- alsteinn Karlsson og tengdir aðilar. Gengið í viðskiptunum var 5,13 krónur á hlut. Kaupverð hlutarins í Lífi var því um 378 milljónir króna. Fyrir viðskiptin voru Aðalsteinn Karlsson og tengdir aðilar stærsti hluthafi í Lífi hf. auk þess sem Að- alsteinn er ráðgjafi hjá félaginu. Fjárfestingarfélagið Atorka á nú 20,2% hlut í Lífi en Aðalsteinn Karlsson hefur selt allan hlut sinn í félaginu. Stjórnarformaður Fjár- festingarfélagsins Atorku hf. og Lífs hf. er Margeir Pétursson. „Stjórn Atorku taldi þetta góðan kost. Kaupin á hlut í Lífi hf. eru í samræmi við þá stefnu Atorku um að eignast áhrifahluti í minni og meðalstórum fyrirtækjum sem talin eru sóknarfæri,“ sagði Margeir um viðskiptin í gær. Nafnvirði 20,2% hlutar Atorku í Lífi er 86,8 milljónir króna. Fyrir viðskiptin átti Atorka 3,05% í Lífi eða 13,1 milljón að nafnvirði. Atorka hf. eignast fimmtung í Lífi hf. MÓTMÆLI nýsjálenskra stjórnvalda við fyrirvara Íslands um bann við hvalveiðum í at- vinnuskyni hafa ekki áhrif á stöðu Íslendinga innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Ísland gekk í ráðið á síðasta ári en í aðildarumsókninni var gerður fyrirvari við bann ráðs- ins við hvalveiðum í atvinnu- skyni. Telja Nýsjálendingar að fyrirvarinn gangi gegn mark- miðum og tilgangi hvalveiði- samningsins. Fleiri ríki hafa mótmælt fyrirvara Íslands, þar á meðal Svíþjóð og Þýskaland. Stefán Ásmundsson, þjóðrétt- arfræðingur í sjávarútvegsráðu- neytinu, segir að nýsjálensk stjórnvöld hafi þannig ekki mót- mælt aðild Íslands að Alþjóða- hvalveiðiráðinu, heldur aðeins fyrirvara Íslands um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Stefán segir að mótmæli Nýsjálendinga hafi ekki áhrif á réttarstöðu Íslands innan ráðs- ins, heldur aðeins á tvíhliða sam- skipti Íslands og Nýja Sjálands. Hann segir mótmælin ekki koma á óvart í ljósi almennrar afstöðu Nýja Sjálands til hval- veiða, enda tilheyri það hópi þeirra ríkja sem hvað harðast hafi barist gegn hvalveiðum í at- vinnuskyni og gefið í skyn á síð- asta aðalfundi ráðsins að stjórn- völd myndu leggja fram formleg mótmæli við fyrirvara Íslands. Næsti aðalfundur Alþjóða- hvalveiðiráðsins verður haldinn í Berlín í júní nk. og segir Stefán að send verði formleg yfirlýsing til Bandaríkjanna, sem eru vörsluaðili hvalveiðisamningins, þar sem það sé harmað að ein- stök ríki hafi mótmælt fyrirvar- anum enda telji íslensk stjórn- völd hann ekki ganga gegn samningnum. Jafnframt verði þar viðurkenndur réttur ríkja til að setja fram mótmæli. „Það hefur frá upphafi verið afstaða íslenskra stjórnvalda að hvert aðildarríki innan Alþjóðahval- veiðiráðsins ætti að taka afstöðu til fyrirvarans, annaðhvort með því samþykkja hann eða mót- mæla honum einhliða.“ Mótmæli Nýsjálend- inga ekki óvænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.