Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 37 reyna á að- jósinu rð að því til Evrópu- ssi afstaða, iðræður.“ æður“? Evrópusam- arviðræður s aukast að óttast gibjörg Sól- ekki nema nar: Þetta u 24. apríl Íslendingar vart Evr- firráð yfir ggja nið- ings mið- ánsson pró- rstöður mbandsins ningsstöðu viðræðna gðu mik- mnings- era, þau ambandinu mu nið- éðinsson álið til a yfirráðum hæpið, að gar und- mbandsins, sjáv- pusam- bandið breytt löggjöf á sviði fiskveiðimála að vild. Þeir töldu líklegt, að Evrópusambandið myndi í aðild- arviðræðum gera kröfur um aðgang að íslenskum haf- svæðum og auðlindum. Fiskveiðireglur Evrópusam- bandsins hefðu í för með sér grundvallarbreytingar í íslenskum sjávarútvegi. Lögfræðingarnir sögðu, að í grófum dráttum mætti segja, að hvorki Norðmönnum né Maltverjum hefði tek- ist í samningum við Evrópusambandið að semja um nein- ar varanlegar undanþágur frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu sambandsins. Umsamdar undanþágur og sérákvæði ættu það sameiginlegt að vera ekki varanlega bindandi í lagalegum skilningi. x x x Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins sumardaginn fyrsta fór Össur Skarphéðinsson mikinn vegna rannsókna þeirra Óttars og Stefáns Más. Hann sagði þær sýna „ákaflega óvandaða fræðimennsku“ og ekki stæði steinn yfir steini hjá „blessuðum prófessornum“ heldur væri um „augljósan misskilning“ að ræða. Málstofa Lagastofnunar Háskóla Íslands var haldin daginn áður en Össur Skarphéðinsson felldi þennan harða dóm. Höfundarnir kynntu niðurstöðurnar í aðdrag- anda þess, að út kæmi bók þeim til frekari rökstuðnings. Össur þarf ekki að brjóta þær röksemdir til mergjar, sem hníga til annarrar áttar en vilji hans til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hann þarf ekki að kynna sér fræði- legar rannsóknir, sem skilgreina samningsstöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu í sjávarútvegsmálum, held- ur lýsir þær „óvandaðar“, af því að þær falla ekki að Evr- ópustefnu hans og Samfylkingarinnar. x x x Samfylkingin kom til sögunnar sem sameiningarafl vinstri manna fyrir þingkosningarnar 1999. Þá var ákveð- ið, að ekki skyldi setja Evrópumálin á oddinn vegna þess að forveri fylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn, hefði ekki náð nægilega góðum árangri undir Evrópusambandsfán- anum í þingskosningunum 1995. Síðastliðið haust ætlaði Össur Skarphéðinsson að gera Evrópusambandsaðild að höfuðágreiningsmáli við Sjálf- stæðisflokkinn í kosningabaráttunni núna. Össur sagði hins vegar í fréttum Ríkisútvarpsins 25. mars síðastlið- inn, að hann teldi Evrópumálin geta beðið, ekkert lægi á. Í útvarpsviðtalinu sagði Össur, að Evrópumálin hefðu „dofnað“ og væru „útvið sjóndeildarhring“ en ekki í „iðu hinna pólitísku átaka.“ Össur hafði áður dregið úr vægi eigin orða um muninn á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum í Evrópumál- unum í morgunumræðum á Stöð 2, þegar hann sagði það ráðast af Sjálfstæðisflokknum, hvort Evrópustefna Sam- fylkingarinnar næði fram að ganga! Þessi viðleitni Össurar til að draga úr vægi Evrópu- málanna í stefnu Samfylkingarinnar er einfaldlega reyk- bomba í kosningabaráttunni. Hún sýnir, að ástæðulaust er að treysta Samfylkingunni. Hún snýst eftir skoð- anakönnunum, en þær hafa sýnt síminnkandi áhuga Ís- lendinga á því að ganga í Evrópusambandið. Í þessari viku birtist könnunin í Fréttablaðinu, þar sem aðeins tæplega 30% aðspurðra sögðust vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili. Hefur stuðn- ingur við aðild minnkað jafnt og þétt undanfarið og þar með einnig áhugi Össurar á því að ræða aðildina sem höf- uðágreiningsmál sitt við Sjálfstæðisflokkinn. x x x Feluleikurinn vegna stefnunnar á Evrópusambands- aðild er aðeins enn eitt dæmi um málefnaótta Samfylk- ingarinnar fyrir þessar kosningar. Að flokkurinn treysti sér ekki til að setja þetta mál á oddinn í kosningabarátt- unni, eins og að var stefnt, er til marks um tækifær- ismennsku og ístöðuleysi gagnvart kjósendum. For- ystumenn Samfylkingarinnar vilja fórna trúverðug- leikanum til að þurfa ekki að standa og falla með þeirri sannfæringu sinni, að Íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Síst af öllu vilja þeir, að þetta höf- uðágreiningsmál þeirra við Sjálfstæðisflokkinn verði að kosningamáli. Með Evrópumálin að mælistiku varðandi traust og trú- verðugleika fellur Samfylkingin á prófinu. For- ystumönnum hennar er síst treystandi til að leiða við- ræður Íslands við Evrópusambandið eða gæta annarra hagsmuna þjóðarinnar út á við. m bjorn@centrum.is H ANNA Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athygl- isverða grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 22. apríl. Taka má undir margt sem fram kemur í greininni, meðal annars þessi orð: „Tími … allra kvenna á Íslandi er þannig löngu kominn og tíminn heldur áfram að vera þeirra, hvort sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir nær kjöri til þings eður ei.“ Á hinn bóginn stinga önnur orð í grein- inni í augu. Þegar Hanna Birna hefur gagnrýnt auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem Ingi- björgu Sólrúnu risavaxinni í lit er teflt gegn pínulitlum svart- hvítum myndum af fyrri forsæt- isráðherrum: „Enn eru þar við lýði löngu úreltar vinstri hug- myndir um að jafnrétti kynjanna náist með forréttindum fárra kvenna eða með því að stilla kynjunum upp í andstæðar fylk- ingar.“ Hvað á Hanna Birna við með þessum orðum? Hér notar hún orðið „vinstri hugmyndir“ til að vísa til tvenns konar hugmynda. Annars vegar að jafnrétti kynjanna náist með forréttindum fárra kvenna. Hins vegar að það náist með því að draga fram skarpar línur milli kynjanna. Hvorugri fullyrðingunni er fylgt eftir með röksemdum eða dæm- um. Hér er því óskað eftir þeim. Ég kannast ekki við það að það sé „vinstri hugmynd“ að forrétt- indi fárra kvenna jafngildi jafn- rétti. Öðru nær. Vinstrisinnaðar konur hafa jafnan barist fyrir því að konum sé tekið sem ein- staklingum og ekki aðeins sum- um konum heldur öllum. Fyrsta vinstrisinnaða konan sem náði kjöri á þingi hafði áður verið út- hrópuð fyrir að berjast fyrir fræðslu um getnaðarvarnir og fyrir að fóstureyðingar yrðu leyfðar. Sú barátta var ekki í þágu forréttinda fárra kvenna. Ekki heldur frumvarp sem sama kona flutti um að laun kvenna yrðu ekki talin með launum eig- inmanna þeirra í skattkerfinu, baráttumál sem varð að veru- leika mörgum áratugum síðar. Það væri óskandi að Hanna Birna tilgreindi þær vinstrisinn- uðu konur sem hún telur hafa barist fyrir forréttindum fárra kvenna. Á hún við Katrínu Thor- oddsen? Svövu Jakobsdóttur? Guðrúnu Helgadóttur? Rauð- sokkahreyfinguna? Staðreyndin er sú að forréttindi voru eitur í beinum vinstrisinnaðra kvenna. Baráttumálin voru sígild: Jöfn lagaleg réttindi, launajafnrétti og að konur séu metnar sem manneskjur. Allar konur. Ekki fáar. Margar vinstrisinnaðar konur börðust að sönnu fyrir því að Vigdís Finnbogadóttir yrði kosin forseti á sínum tíma. Eins og raunar konur og karlar úr öllum flokkum. Vigdís sjálf lagði ekki höfuðáherslu á að hún væri kona. Síst af öllu hefði hvarflað að henni að birtast risavaxin í lit á auglýsingu þar sem karlarnir fjórir sem áður höfðu gegnt emb- ætti væru litlir og svarthvítir. Þá á dögum vantaði ekki bar- áttuandann en ekki heldur auð- mýktina og að gera lítið úr for- verunum er svo sannarlega ekki í anda Vigdísar, þó að formaður Samfylkingarinnar líki þeim Ingibjörgu nú saman í öðru hverju orði. Seinni fullyrðing Hönnu virð- ist kannski ekki jafn fráleit við fyrstu sýn. Það má halda því fram að með tilurð Kvennalistans hafi kynjunum auðvitað verið stillt upp í fylkingar að vissu leyti — þó að það sé einföldun að láta eins og Kvennalistinn hafi boðað kynjastríð. Fráleitt er hins vegar að nota orðið „vinstri hugmyndir“ um það. Kvennalistakonur hömruðu á að þær væru hvorki til hægri né vinstri. Ingibjörg Sólrún hefur sjálf sagt að hug- tökin hægri og vinstri væru úrelt. Í Kvennalist- anum voru auðvitað margar ágætar vinstri- sinnaðar konur. Margar vinstri- sinnaðar konur störfuðu hins vegar innan annarra stjórn- málaflokka og höfnuðu alveg þeirri hugsun að stjórnmál sner- ust fyrst og fremst um kynferði. Konur í stjórnmálum eiga ekki að gleyma því að þær eru konur. Þær eiga ekki heldur að láta eins og kynferði skipti ekki máli og loka augunum fyrir kúgun kvenna sem er, þrátt fyrir ýmsar framfarir, enn víða að finna í ís- lensku samfélagi. Ég skal ekki kalla aðrar konur vinstrimenn en þær sem vilja gangast við því. Í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði starfa margar konur sem eru ófeimnar við að vera vinstrimenn. Sumar eru femín- istar en vinna með körlum að sameiginlegum baráttumálum á forsendum vinstristefnunnar, þar á meðal að því að berjast fyr- ir jafnrétti og kvenfrelsi. Það hafa vinstrisinnaðar konur alltaf gert. Það verður því ekki séð að Hanna Birna hafi neitt til síns máls þegar hún kallar það „vinstri hugmynd“ að stilla kynj- unum upp í andstæðar fylkingar. Kjarni hinnar vinstrisinnuðu rauðsokkahreyfingar var að kon- ur væru manneskjur og kynin væru jöfn. Þær og aðrar vinstri- sinnaðar konur hafa áratugum saman barist gegn kynjagoð- sögnum sem hafa viðhaldið mis- rétti kynjanna. Þær hafa barist fyrir frelsi einstaklingsins. Í auglýsingu Samfylking- arinnar sem Hanna Birna vísar til í grein sinni má vissulega segja að gert sé lítið úr körlum, forsætisráðherrum Íslands. Gef- ið er til kynna að þeir séu allir eins og Ingibjörg Sólrún sé hátt yfir þá hafin. En þetta er ekki dæmi um „úreltar vinstri hug- myndir“ heldur um nýjung í ís- lenskum stjórnmálum: Hóflausa persónudýrkun leiðtogans í von um skjótfengið fylgi. Við í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði höfnum slíkri persónu- dýrkun, um leið og við höfnum öllum forréttindum og allri við- leitni til að stilla kynjunum upp í andstæðar fylkingar. Það er ekki okkar pólitík og ekki vinstri póli- tík. Kynjastríð og „vinstri hugmyndir“ Eftir Katrínu Jakobsdóttur Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. ’ Vigdís sjálf lagði ekkihöfuðáherslu á að hún væri kona. Síst af öllu hefði hvarflað að henni að birtast risavaxin í lit á auglýsingu þar sem karl- arnir fjórir sem áður höfðu gegnt embætti væru litlir og svarthvítir. ‘ BER framlög til menntamála hér- í samanburði við önnur OECD- fa verið nokkuð á reiki. Rangar irtust hjá OECD en nú hefur ofan leiðrétt þær. Ef réttu töl- um opinber framlög til mennta- ru skoðaðar, sem eru nýjustu töl- CD gefnar út árið 2002 og eru rið 1999, kemur í ljós að opinber g Íslands til menntamála námu f landsframleiðslu. Þá var Ísland ti af 29 OECD-ríkjum. i samanburður er þó alls ekki ur því það þarf að skoða hversu uti þjóðarinnar er á skólaaldri. ngar eru ung þjóð í samanburði rgar aðrar þjóðir og við verðum verja mun meira til menntamála þess hve hlutfallslega margir eru aaldri. Mun minna í menntamál en Norðurlönd pinber útgjöld eru skoðuð með il hlutdeildar þjóðarinnar á aldr- ára til 29 ára kemur í ljós að Ís- r einungis í 14. sæti af 29 OECD- m í framlögum til menntamála. um langt að baki öðrum Norð- aþjóðum. Danmörk, Svíþjóð, Nor- g Finnland eru um 30% fyrir ofan í framlögum til menntamála þeg- ð hefur verið tillit til aldurs- tningar þjóðanna. Austurríki, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Nýja-Sjáland, Portúgal og Sviss nnig fyrir ofan okkur auk hinna ra Norðurlanda. álflutningi sjálfstæðismanna í gabaráttunni hefur mátt skilja að g Íslendinga til menntamála st samanburð við nágrannaþjóðir Þegar litið er á fjárframlög hins ra er hins vegar ljóst að Ísland það engan veginn. Í tölum sjálf- manna er útgjöldum einstaklinga nntamála bætt við en ekki litið til ga hins opinbera eingöngu eins að gera þegar litið er á árangur stjórnvalda í menntamálum. Sömuleiðis taka sjálfstæðismenn ekki tillit til ald- ursskiptingar þjóðarinnar eins og rétt er að gera. Það viðbótarfjármagn sem rík- isstjórnin telur sig hafa sett í mennta- mál undanfarin ár dugar ekki til að setja Ísland á stall með öðrum sam- anburðarþjóðum okkar. Fjármagnið, sem hefur að stórum hluta komið frá sveitarfélögunum, hefur fyrst og fremst farið í launahækkanir og að mæta að hluta fjölgun nemenda. Þetta auka- fjármagn er því ekki hluti af meðvitaðri stefnumörkun stjórnvalda til að auka vægi menntunar. Eftir stendur sú stað- reynd að það vantar talsvert marga milljarða króna í menntakerfið til að við getum staðið jafnfætis nágrannaþjóðum okkar. Ógnvekjandi staðreyndir um menntamál Á Íslandi stundar nú 81% af hverjum árgangi nám í framhaldsskólum en á öðrum Norðurlöndum er þetta hlutfall 89%. Þriðjungur nemenda hrökklast hins vegar frá námi í framhaldsskólum hérlendis. Á Íslandi hafa um 40% fólks á aldrinum 25 til 64 ára eingöngu lokið grunnskólaprófi og þar erum við í 22. sæti af 29 OECD-ríkjum. Íslendingar ljúka framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD-þjóða. Um 40% íslenskra nemenda falla í samræmdum prófum í 10. bekk grunnskólans. Mun færri stunda háskólanám hér en í nágrannalöndunum og færri hafa út- skrifast úr háskóla hér hvort sem borið er saman við önnur Norðurlönd eða önnur lönd í Vestur-Evrópu. Innan við 16% aldurshópsins 25–64 ára hafa lokið háskólaprófi sem er of lágt hlutfall þjóðarinnar og er talsvert lægra en hjá þjóðum Evrópu. Þetta er ekki glæsileg frammistaða hjá þjóð sem telur sig vel menntaða. Við rétt náum meðaltali í læsi á al- þjóðavettvangi og við höfum staðið okk- ur illa í alþjóðlegu TIMSS-könn- ununum. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sést vel í þeirri staðreynd að landbún- aðarkerfið fær meira fjármagn, beint og óbeint, frá hinu opinbera en það sem allir framhaldsskólar landsins og Há- skóli Íslands fá samanlagt. Háskóli Ís- lands býr við mjög þröngan húsakost og um 600 námsmenn eru á biðlista eftir námsmannaíbúðum. Eftir nám lendir ungt menntað fólk í afar ósanngjörnu jaðarskattakerfi ríkisstjórnarinnar. At- vinnuleysi meðal ungs háskólamenntaðs fólks hefur sömuleiðis sjaldan verið eins mikið og nú enda leggur ríkisstjórnin alltof litla áherslu á verkefni sem henta slíku fólki. Það er mikið að í íslenskum mennta- málum og kominn tími til að setja þau mál í raunverulegan forgang eins og Samfylkingin ætlar að gera. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur farið með stjórn menntamála stöðugt í nánast tvo ára- tugi. Árangurinn er að við stöndum ná- grannaþjóðunum langt að baki. töndum langt að baki öðrum jóðum í menntamálum Ágúst Ólaf Ágústsson „Ísland er ein- ungis í 14. sæti af 29 OECD-þjóðum í framlögum til menntamála.“ Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.