Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vil- helm Þorsteinsson og Magpie koma og fara í dag. Víðir kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Emeralda, Orlik og Ozherelye komu í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan kl: 10 frá Hraunseli. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Mánudaginn 28. apríl kl. 15.30 koma í heimsókn sigurveg- arar úr stóru upplestr- arkeppni skóla í Árbæ og Breiðholti og flytja sjálfvalin ljóð. Umsjón Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. Þriðju- daginn 29. apríl kl. 13.15 kynslóðir saman í Breiðholti, félagsvist með nemendum frá Fellaskóla, Hóla- brekkuskóla og Selja- skóla, stjórnandi Ei- ríkur Sigfússon. Jafnframt dregur Þor- steinn Hjartarson, skólasjóri Fellaskóla, út vinninga frá öllum þátttakendum vetr- arins. Miðvikudaginn 30. apríl kl. 15.30 syng- ur Gerðubergskórinn, gestur Pétur Þórð- arsson frá Selfossi syngur einsöng undir- leikari Árni Ísleifsson. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Vor- fagnðurinn verður í fé- lagsheimilinu Festi Grindavík sunndaginn 27. kl. 15. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Hóp- þjálfun Gigtarfélagsins fer af stað aftur eftir páskafrí mánudaginn 28. apríl. Hádeg- isleikfimi, létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Leikfimi fyrir gigtarfólk og aðra fullorðna sem vilja góða, styrkjandi og liðkandi leikfimi. Ókeypis prufutími fyr- ir þá sem vilja. Skrán- ing og nánari upplýs- ingar á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540-1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apó- tekum. Gíró-og kred- itkortagreiðslur. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er laugardagur 26. apríl, 116. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jóh. 20.)     Í grein á vefsvæðinuheimur.is fjallar Jón G. Hauksson um stöðu Samfylkingarinnar í ljósi síðustu skoðanakannana. „Sjálfstraust Ingibjargar hefur minnkað og ljómi leiðtogans er farinn af henni. „Ingibjörg gagn- rýnir,“ er núna að verða frasinn í hinni pólitísku umræðu. Hún gagnrýnir ríkisskattstjóra vegna útreikninga fyrir fjár- málaráðherra. Hún gagnrýnir Halldór Ás- grímsson. Hún gagn- rýnir Davíð. Hún gagn- rýnir allt og alla á persónulegum nótum ef þeir eru henni ekki að skapi. Hún hefur fallið í þá gryfju að fjalla alltaf meira um andstæð- ingana en eigin málstað. Og þetta útspil hennar í Borgarnesræðunni síðari um að Davíð væri að hamast á forsetanum, biskupnum og blaða- mönnum var vægast sagt sérkennilegt. Allir eiga að vera lafhræddir við Davíð. Hvers á aumingja forsetinn að gjalda, að láta fara svona með sig án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og svarað fyrir sig? Það er aldeilis álit sem Ingi- björg hefur á vini sínum á Bessastöðum. Biskup- inn á sömuleiðis að vera einhver gunga sem þorir ekki að tjá sig um and- ans mál af ótta við Dav- íð. Ég segi ekki annað en að mikill á máttur Davíðs að vera.“     Síðar segir Jón: „Össurog svilkona hans, Ingibjörg Sólrún, lögðu upp með þann boðskap í janúar að kosningarnar ættu eingöngu að snúast um að Ingibjörg yrði forsætisráðherra. Það átti að vera eina kosn- ingamálið. Ekki mál- efnin, heldur að koma Davíð og Sjálfstæð- isflokknum í burtu og fá Ingibjörgu í staðinn. Fljótlega bar á því að þessi herfræði um Ingi- björgu sem forsætisráð- herra gekk ekki upp.     Andstæðingarnir sneruumræðunni einfald- lega að málefnunum og þegar að þeim kom fór Samfylkingarvélin að hiksta. Um svipað leyti hættu fréttamenn að nota heitið „forsætisráð- herraefni Samfylking- arinnar“ og við tók titill- inn „talsmaður Samfylkingarinnar“. Rétt fyrir bænadagana í síðustu viku dustaði Samfylkingin hins vegar rykið af stóru kosninga- fallbyssunni um að kosn- ingarnar eigi að snúast um það eitt að Ingibjörg verði forsætisráðherra.“     Loks segir í pistli Jóns:„Mergurinn málsins er bara sá að Ingibjörg Sólrún er ekki svipur hjá sjón frá því hún var borgarstjóri. Reisnin hvarf með nöldrinu og persónulegu árásunum. Það verður ekki aftur snúið fyrir hana. Hún er greinilega ekki góður taktíker.“ STAKSTEINAR „Ingibjörg gagnrýnir“ Víkverji skrifar... VÍKVERJI fann áþreif-anlega fyrir því í vikunni að sumarið er komið þegar hann átti leið um hjólabúð til að kaupa sumargjöf fyrir son sinn. Fjöldi borgarbúa var þar greinilega staddur í sömu erindum og mátti þar sjá pabba og mömmur með reiðhjólahjálma, bjöllur, körfur, hjólalása og hjóla- fána og svo einn og einn stórtækan sem ætlaði að gefa barninu hjólið allt. Reyndar tilheyrði Vík- verji síðasttalda hópnum því þar sem sonur hans var löngu vaxinn upp úr pínulitla tví- hjólinu sínu með hjálpardekkjunum ákvað Víkverji að nota tækifærið til að endurnýja þetta farartæki hans. Honum fannst ekki seinna vænna því tíðarfarið hefur verið með þeim hætti að undanförnu að hverfi Víkverja er löngu orðið upp- fullt af hjólandi ungviði. Eina vandamálið sem hann sá í hendi sér við það var að sá stutti gæti fengið þá ranghugmynd að þar með væri verið að setja „standardinn“ fyrir sumargjafir framtíðarinnar, sem hingað til höfðu innihaldið fötu og skóflu eða í mesta lagi ný sundgleraugu. VÍKVERJI rifjaði það reyndarupp á dögunum með kunn- ingjum sínum að þegar þeir voru að alast upp var brúni brennóbolt- inn hin árvissa sumargjöf enda vandfundið það leikfang í þá daga sem nýttist börnum jafnvel yfir sumarið. Einum kunningjanna hafði í fyrra dottið í hug að gefa 11 ára gömlum syni sínum slíkan bolta í sumargjöf og gat greint frá því að andlit piltsins hefði lýst full- komnu skilningsleysi og tómleika þegar hann opnaði pakkann. Gott ef hann spurði ekki hvar ætti að kveikja á gripnum! EN AFTUR að syni Vík-verja og sumargjöfinni glæsilegu. Þrátt fyrir að ungi maðurinn sé einungis að verða sex ára veltu for- eldrarnir því talsvert fyrir sér hvort fjárfesta ætti í hjólhesti með eða án gíra en eftir mikið jaml, japl og fuður varð niðurstaðan sú að kaupa sex gíra tryllitæki fyrir ungviðið. Voru rökin þau að líklega yrði ungi maðurinn lengur sáttur við farkostinn en ella. Á daginn kom að þetta var hárrétt af- ráðið því það fyrsta sem pjakkurinn athugaði var hvort gír- ar fylgdu með í kaupunum. Aðalspennan var hins vegar í kring um það hvernig myndi ganga að læra að hjóla án hjálparadekkja. Þegar Víkverji lýsti því yfir að hann væri spenntur að sjá hvort hinn nýbakaði reiðhjólseigandi yrði búinn að því um kvöldið hnussaði í litla manninum sem sagði hálffliss- andi að það tæki nú marga mán- uði! Sem betur fer reyndist hann hafa rangt fyrir sér því hálftíma síðar sveif hann óstuddur fram og til baka utan við heimilið á nýja gírafáknum sínum. Morgunblaðið/Sverrir Allir án hjálpardekkja! Jökulsárlóns-lausnin EITT sinn heyrði ég haft eftir gömlum skipstjóra sem var á veiðum suður af landinu fyrir utan sandana, að hann hefði sagt við áhöfn sína. „Ef dallurinn strand- ar, fyrir alla muni ekki fara frá borði, ef þið gerið það þá drukknið þið en ef þið bíðið þá getum við gengið þurr- um fótum í land næsta dag.“ Þetta er kannski ekki al- farið raunhæft en samt sem áður hafa skip sem hafa strandað mjög fljótt orðið hluti af landinu. Því spyr ég: Er ekki raunhæft að stranda nokkrum skipum (farga) fyrir sunnan Jökuls- árlón og láta þau um að byggja upp nýtt land fyrir neðan veginn? Það er alltaf litið svo á að skip þurfi að selja í brotajárn með ærn- um tilkostnaði. Þetta gæti verið aðferð til þess að slá tvær flugur í einu höggi. Samgöngumálaráðherra gæti ef til vill tekið þetta upp. Þetta er margreynt í raun og ódýr tilraun. Kristján S. Ingólfsson. Erfiðir tímar NÚ eru erfiðir tímar fyrir háskólanemann. Ég verð því miður að lýsa óánægju minni með frammistöðu Landsbókasafnsins, Þjóð- arbókhlöðunnar eða bara Þjóðó eins og okkur finnst best að kalla hana. Nú um páskana var hún lokuð á þessum venjulegu tímum, þ.e. á skírdag, föstudaginn langa og svo á páskadag. Þetta er skiljanlegt en að hún hafi verið lokuð á mánudaginn 21. apríl er óafsakanlegt. Nú átti stór hópur að skila ritgerð þriðjudaginn 22. apríl. Þessi ákveðna ritgerð var heimildarritgerð og mikil nauðsyn var á að hafa að- gengi að öllum heimildun- um í Þjóðó. En nei! Fjöldi fólks var í öngum sínum að skila hálfkláraðri ritgerð fyrir skilatímann því kenn- arinn var flúinn til útlanda og enginn möguleiki að fá skilafrest því það þurfti svo að senda ritgerðirnar út til hans. Nú velta eflaust ein- hverjir fyrir sér af hverju við drifum ekki ritgerðina af áður en páskafríið byrj- aði. Svarið er einfaldlega það að margir vinna betur undir álagi en vinna ekki vel mörgum dögum áður en á að skila. Eftir þessa eld- raun lá næsta ritgerð fyrir og ætlaði ég samviskusam- lega að byrja á henni í dag þann 24. apríl en þessari má ég skila þann 27. apríl. Þá kemst ég að því að sumar- dagurinn fyrsti er í dag og viti menn … það er lokað á Þjóðó! Þetta þarf háskólanem- inn að líða en ég get bara ekki gert það þegjandi og hljóðalaust. Að lokum vil ég benda á að í Sundhöll Reykjavíkur er mjög fær baðvörður við störf og vil ég þakka honum góða þjónustulund og skemmtilega framkomu og hvet ég alla að fara í sund því það er holl hreyfing, einkum í próflestri! Ástrún Friðbjörnsdóttir, Grundarstíg 5. Rosalega asnalegt MÉR finnst rosalega asna- legt að strákar í Foldaskóla þurfa ekki að fara í svona hollustufræðslu heldur fá þeir bara leiktíma en við stelpurnar í 8. bekk þurft- um að gera það. Mér finnst þetta vera misrétti og það er nú ennþá launamunur á Íslandi. Ein í 8. bekk Foldaskóla. Tapað/fundið Unglingahjól í óskilum SVART unglingahjól fannst við Elliðaárbrú. Eig- andi getur vitjað hjólsins í síma 567 7405 eftir kl 18. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Í skólasundi í Hveragerði. LÁRÉTT 1 vígja, 4 déskota, 7 ber vitni um, 8 víkki, 9 hagn- að, 11 sárt, 13 kviður, 14 staga, 15 ódrukkinn, 17 ná yfir, 20 lem, 22 hylkið, 23 sáta, 24 skakka, 25 áætlunarbíllinn. LÓÐRÉTT 1 ríki dauðra, 2 afferm- um, 3 hina, 4 dásemd, 5 spil, 6 skil eftir, 10 spela, 12 hyggja, 13 hest- ur, 15 ólyfjan, 16 nið- urgangurinn, 18 útgjöld, 19 fæddur, 20 venda, 21 guð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skaufhali, 8 taðið, 9 ramba, 10 inn, 11 akarn, 13 arinn, 15 hlass, 18 skrum, 21 tík, 22 forði, 23 jafna, 24 skeggræða. Lóðrétt: 2 kuðla, 3 urðin, 4 hyrna, 5 lampi, 6 átta, 7 hann, 12 rós, 14 rok, 15 hefð, 16 afrek, 17 sting, 18 skjár, 19 rofið, 20 móar. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.