Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samtaka atvinnulífsins 29. apríl 2003 á Hótel Nordica Su›urlandsbraut 2, Reykjavík A‹ALFUNDUR Kl. 11:30 Venjuleg a›alfundarstörf Kl. 12:00 Hádegisver›ur Kl. 13:00 OPIN DAGSKRÁ Ræ›a formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Daví›s Oddssonar, forsætisrá›herra Bætum lífskjörin! Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnir sk‡rslu samtakanna um lei›ir til a› bæta lífskjörin í landinu me› kerfisumbótum. Í sk‡rslunni er fjalla› um reglubyr›i, einsleitari vinnumarka›, einkavæ›ingu, matvælaver› o.fl. Orsakir fl‡ska efnahagsvandans Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræ›ingur BDA - fl‡sku samtaka atvinnulífsins Kl. 14:45 Kaffi og me›læti í fundarlok D A G S K R Á BANDARÍKJAMENN, Norður- Kóreumenn og Kínverjar hittust á ný í Peking í gær en fulltrúar þjóð- anna hafa undanfarna daga reynt að finna lausn á deilunum um kjarn- orkuvopn N-Kóreumanna. Enginn vafi virðist leika á því að N-Kóreu- menn hafi á fimmtudag sagt að þeir ættu nú þegar kjarnorkuvopn en AFP-fréttastofan hefur eftir banda- rískum embættismönnum í Wash- ington að enn sé verið að reyna að ráða í sumt af því sem sagt hafi verið á fundinum. Bandaríkjamenn segja að yfirlýs- ingin komi ekki á óvart, þeir hafi lengi vitað að norðanmenn ættu eina eða tvær kjarnorkusprengjur. Suð- ur-Kóreumenn hafa hins vegar lengi dregið í efa að svo væri og talið að um sjónarspil væri að ræða, afstaða Rússa hefur verið svipuð. Verði staðfest að norðanmenn eigi kjarn- orkuvopn gæti það valdið því að Jap- anir og Suður-Kóreumenn kæmu sér upp slíkum vopnum til að vera ekki algerlega upp á bandaríska að- stoð komnir. Vopnakapphlaup gæti hafist og Kínverjar myndu bregðast hart við ef Japanir yrðu kjarnorku- veldi. Fjölmiðlar sögðu eftir fimmtu- dagsfundinn, sem um hríð var talið að yrði síðasti fundurinn, að N-Kór- eumenn hefðu hótað að sanna fyrir umheiminum að þeir ættu gereyð- ingarvopn og sprengja tilrauna- sprengju. Einnig var sagt að þeir hefðu lýst vilja til að selja slík vopn. Vandinn er sagður vera sá að í einkasamtali aðalfulltrúa N-Kóreu- manna, Li Gun hershöfðingja, við James A. Kelly, aðstoðarutanríkis- ráðherra og aðalfulltrúa Bandaríkja- manna, í hliðarsal notaði Li kóreskt orð sem sagt er geta þýtt „að prófa“, „að sýna“ en einnig „að selja til út- landa“. Túlkar fulltrúanna geta því átt erfitt með að velja rétta orðið. Li mun hafa sagt Kelly að ekki kæmi til mála að eyða sprengjunum sem norðanmenn ættu nú þegar. „Það er ykkar að ákveða hvort við sýnum þær eða seljum þær,“ sagði Li. Ef þýðingin er þá rétt. Boðaföll í Peking Bandaríkjamenn krefjast þess að N-Kóreumenn hætti þegar öllum til- raunum með gereyðingarvopn og leyfi alþjóðlegt eftirlit án nokkurra skilyrða. Ekki er ljóst hvað Banda- ríkjastjórn hyggst gera verði norð- anmenn ekki við kröfunum en talið að þeir reyni að fá alþjóðasamfélagið til að samþykkja algert bann við að N-Kórea fái að selja úr landi slík vopn eða búnað til að framleiða þau. Ljóst er að þá yrði að setja landið í herkví en slík aðgerð hefur einnig verið rædd í Japan þar sem vaxandi ótti ríkir nú við N-Kóreu. Viðskiptabann er einnig til um- ræðu en erfitt að sjá hvert gagn væri að því þar sem viðskiptin eru sára- lítil. Stjórn kommúnista hefur áður sýnt mikla leikni í að verjast slíkum aðgerðum og myndi auk þess láta al- menning þjást en tryggja ráðandi mönnum og hernum nægar vistir. Möguleikinn á fyrirbyggjandi skyndiárás á tilraunastöðvar og vopnabúr er ekki útilokaður en bent á að slík lausn gæti kostað geysilegt manntjón, einkum í Suður-Kóreu. Milljón manna gæti fallið á fyrsta degi átakanna. Norðanmenn hafi fjölmennan og mjög vel búinn her rétt við landamærin og Seoul, með um 10 milljónir íbúa, er skammt frá landamærunum. Heimildarmenn segja að hart hafi verið deilt á fundunum í Peking og efast sumir um að þeir hafi komið að gagni. Þeir hafi fremur orðið til að staðfesta gjána milli deiluaðila. Bandarískur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að fyrst þyrftu menn að reyna að átta sig á því hvað fulltrúarnir hefðu sagt en þar að auki tækju menn ekki allt trúanlegt. Norður-Kóreumenn sögðust m.a. vera langt komnir með að vinna vopntækt plútón úr kjarn- orkuúrgangi, þ.e. um 8.000 notuðum úran-stautum sem notaðir hafa verið í litlu tilraunakjarnorkuveri sem kennt er við Yongbyon. Slökkt var á ofni versins 1994 en hann endur- ræstur skömmu eftir áramótin. Plútonið gæti nægt í fimm til sex sprengjur, að sögn Bandaríkja- manna. Sé þetta rétt er deilan komin á mun alvarlegra stig en áður og áhrif- in í grannlöndunum voru augljós. Verðfall varð á hlutabréfamörkuðum í Suður-Kóreu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Japanir hafa einnig miklar áhyggjur af stöðu mála. Norður-Kóreumenn framleiða meðaldrægar eldflaugar sem geta borið gereyðingarvopn og fyrir nokkrum árum skutu þeir slíkri flaug í tilraunaskyni yfir Japan. Efnahagur í rúst Deilurnar um kjarnorkuvopnin hafa nú staðið síðan í október. Þá viðurkenndu N-Kóreumenn að hafa brotið ákvæði samnings við Banda- ríkjamenn frá 1994 um að hætta öll- um tilraunum til að smíða kjarn- orkuvopn. Um hríð íhugaði stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta ár- ið 1993 að gera fyrirbyggjandi árás á tilraunastöðvar norðanmanna, svo mikil væri ógnin af stefnu þeirra. En nú fengu N-Kóreumenn loforð Clint- ons um efnahagsaðstoð og einnig að vesturveldin myndu reisa kjarn- orkuknúið raforkuver sem reyndar á að vera af gerð sem ekki framleiðir vopntækt úrgangsefni. Bandaríkja- menn hafa ásamt Suður-Kóreu- mönnum sent norðanmönnum olíu og mat en efnahagur kommúnista- ríkisins er í rúst. Fyrir nokkrum árum féll a.m.k. milljón N-Kóreumanna úr hungri vegna uppskerubrests og samfélagið allt er reyrt í viðjar stalínskra stjórnhátta, eins og frosið í tíma. Öll áhersla er nú lögð á að efla herinn og í sveitunum er efnt til loftvarnaæf- inga. Við götur og torg höfuðborg- arinnar, Pyongyang, eru hvarvetna risastór spjöld með myndum af her- mönnum og hvatningarorð. „Árið 1998 flutti Kim Jong-il forseti ræðu þar sem hann sagði: „Tilslökun merkir uppgjöf og uppgjöf merkir dauða,“ segir Pyong Jin-il, ritstjóri blaðsins Korea Report sem gefið er út í Japan. Pyong bætir því við að Kim forseti trúi því að þetta sé rétt. Öryggi á Kóreuskaga Bandaríkjamenn segja að öryggi á Kóreuskaga sé ekki þeirra mál ein- vörðungu. Það hljóti ekki síður að vera mál sem snerti Kínverja, Rússa, Japani og að sjálfsögðu Suð- ur-Kóreumenn. Bush og mönnum hans verður tíðrætt um að komm- únistastjórnin sé að reyna enn eina ferðina að kúga þá til að lofa henni auknum stuðningi með matarsend- ingum. Einnig krefjast norðanmenn þess að Bandaríkjamenn geri við sig tvíhliða griðasáttmála. Herská öfl í Washington segja að niðurstaðan í Írak muni verða til þess að kommúnistastjórnin skilji hve hættulegt sé að ögra Banda- ríkjamönnum en fréttaskýrendur eru margir á öðru máli. Þeir benda á að í málgögnum n-kóreskra stjórn- valda sé nú sagt fullum fetum að eina ráðið til að tryggja að ríkið verði ekki fyrir sams konar hremm- ingum og Írak sé að það ráði yfir nægilegum fælingarmætti, þ.e. ger- eyðingarvopnum. Bandaríska dagblaðið The Los Angeles Times segir að í viðræðun- um í Peking, sem hófust á miðviku- dag, hafi fulltrúar norðanmanna gef- ið í skyn með óljósum hætti að þeir væru reiðubúnir að hætta öllum til- raunum með smíði kjarnavopna. En eftir sem áður er vandinn sá að raun- veruleg stefna hins óútreiknanlega Kims er oft svo torskilin að hvergi er hægt að festa hönd á neinu. Sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu segja sumir að eina leiðarljós Kims og annarra ráðamanna sé að halda völdum og því þori þeir ekki að hrófla neitt við valdakerfinu eða efna til umbóta í efnahagsmálum í anda kínverskra kommúnista. Allar breytingar og opnun gagnvart um- heiminum séu taldar hættulegar. Niðurstaðan geti því orðið að komi stjórnin sér upp kjarnorkuvopnum eða sé jafnvel búin að því geti reynst ógerlegt að hrekja hana frá völdum nema með innrás. Hvergi sé vitað um skipulagða andstöðu við stjórn- ina innanlands. Og kjarnorkuvopnin geta valdið því að grannríkin verði ef til vill reiðubúin að tryggja óbreytt ástand með matargjöfum, eldsneyti og ann- arri hjálp af ótta við að örvænting reki Kim út í styrjöld ef hann sjái fram á hrun. „Tilslökun jafngildir dauðanum“ Reuters Suður-kóreskir hermenn á verði við hlutlausa beltið svonefnda á landamærum Kóreuríkjanna tveggja. Eina markmið Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreu, er að halda völdum ’ Um hríð íhugaðistjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta árið 1993 að gera fyrirbyggjandi árás á tilraunastöðvar norðanmanna, svo mikil væri ógnin af stefnu þeirra. ‘  &'' ()*+,-. * / ( .    )*+,-.   0.&.( ,12.(3 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.