Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 111. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Auður nýrra Íslendinga Hvernig á að virkja auðinn sem býr í innflytjendum? Lesbók 4 Beckham til Spánar? Knattspyrnumaðurinn knái er orðaður við Real Madrid Íþróttir 63 DONALD Rums- feld, varnarmála- ráðherra Banda- ríkjanna, segir að stjórn George W. Bush forseta muni ekki líða að klerkastjórn í lík- ingu við þá sem ræður í Íran verði komið á laggirnar í Írak. „Hávær minnihlutahópur sem segist vilja breyta Írak í Íran mun ekki hafa erindi sem erfiði,“ sagði ráðherrann í gær. Hann sagði engan vafa leika á því að ráðamenn í Teher- an hefðu hvatt menn til að halda til Íraks til að sjá til þess að niðurstað- an af valdataflinu eftir einræði Sadd- ams Husseins yrði stjórn sjítaklerka eins og í Íran. Íranar hafa vísað harkalega á bug ásökunum Bandaríkjamanna um að þeir standi fyrir íhlutun í írösk inn- anlandsstjórnmál. Hafa stjórnvöld í Teheran varað Bandaríkjamenn við því að láta menn úr hernámsliðinu fara yfir landamærin inn í Íran. Rumsfeld Washington. AFP.  Vona að Aziz/18 Rumsfeld andvígur klerkastjórn MALARÍA verður tveim börnum að bana á mínútu hverri í Afríku. Sam- einuðu þjóðirnar greindu frá þessu í gær, á malaríudeginum í Afríku, er skýrsla samtakanna um sjúkdóminn var birt í Abidjan í Kenýa og ráð- stefna haldin í London. Claire Short, alþjóðaþróunarráð- herra Bretlands, sagði í gær að brýn þörf væri fyrir mun „kraftmeiri að- gerðir“ í baráttunni við sjúkdóminn, sem valdi fleiri dauðsföllum en nokk- ur annar sjúkdómur í Afríku. Notkun flugnaneta sem úðuð eru með skordýraeitri gæti dregið úr út- breiðslu malaríu um 60% og minnkað ungbarnadauða af völdum sjúk- dómsins um 80%, segir Alþjóðaheil- brigðisstofnunin. „Kraftmeiri aðgerða“ þörf London, Abidjan. AFP. ÍRÖSK sjítafjölskylda hleður eigum sínum á vörubíl í þorpinu Al Nasser, norður af Kirkuk í N-Írak í gær. Sjítarnir fluttu til þorpsins er Sadd- am Hussein, fyrrverandi forseti landsins, lét flytja mikinn fjölda arabískra íbúa landsins til norðurhlutans fyrir rúmum áratug, en nú eru sjítarnir hraktir frá heimilum sínum af Kúrdum sem vilja heimta lendur sínar aftur. Sjítar hraktir frá heimilum sínum AP ♦ ♦ ♦ RÍFLEGA fjórðungur af helstu stjórnendum í Búnaðarbanka Íslands hf. hefur sagt upp störfum og gengið til liðs við Landsbankann eða mun gera það á næstu mánuðum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þannig hafa tólf sagt upp af fjörutíu stjórnendum, sem tilgreindir voru í skipu- riti bankans 7. febrúar sl., þ.e. bankastjórum, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum. Þar er um að ræða þrjá af fimm framkvæmdastjórum og níu af 33 nafngreindum forstöðumönnum í skipu- ritinu. Flestar uppsagnir á verðbréfasviði Fyrr í vikunni kom fram að þrír framkvæmda- stjórar í Búnaðarbankanum, þau Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Yngvi Örn Krist- insson, auk Ársæls Hafsteinssonar yfirlögfræð- ings, tækju við bankastjóra- og framkvæmda- stjórastöðum í Landsbankanum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa fimm forstöðumenn af tíu á verðbréfasviðinu, sem Yngvi Örn stýrði, sagt upp störfum og sjö aðrir starfsmenn á verðbréfasviði, samtals þrettán starfsmenn að framkvæmdastjóranum meðtöld- um. Þrír hafa sagt upp af átta forstöðumönnum á rekstrarsviðinu, sem var undir stjórn Sigurjóns Þ. Árnasonar, nýráðins bankastjóra Landsbankans. Auk þeirra hefur einn starfsmaður enn af rekstr- arsviðinu sagt upp. Þá eru tveir starfsmenn fyrir- tækjasviðs, sem Elín Sigfúsdóttir stýrði, hættir hjá Búnaðarbankanum og einn starfsmaður lög- fræðideildarinnar, sem var undir stjórn Ársæls Hafsteinssonar. Einn forstöðumannanna fimm á verðbréfasvið- inu hafði sagt upp störfum og ráðið sig hjá Lands- bankanum fyrir nokkru, áður en uppsagnir fram- kvæmdastjóranna voru tilkynntar. Að honum frátöldum hafa 22 starfsmenn Búnaðarbankans sagt upp á undanförnum dögum, að sögn Sólons R. Sigurðssonar bankastjóra. 12 af 40 farnir til Landsbanka Ríflega fjórðungur helstu stjórnenda Búnaðarbanka hefur sagt upp störfum Samtals 22 starfsmenn hafa ákveðið að færa sig um set undanfarna daga  Flestar uppsagnir/12 SIGRI frambjóðandinn Carlos Menem í for- setakosningunum í Argentínu á morgun er ólíklegt að hann manni stjórn sína sömu emb- ættismönnum og sátu í stjórnartíð hans 1989– 1999 þar eð 23 þeirra hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Sjálfur sat Menem í stofufangelsi í 167 daga sakaður um vopnasmygl, en með umdeildum hæstaréttarúrskurði var hann látinn laus 2001. Skoðanakannanir sýna, að Menem nýtur mests fylgis, á bilinu 19 til 22%, en rétt á hæla honum koma þeir Nestor Kirchner og Ric- ardo Lopez Murphy. Ljóst er, að enginn þeirra fær þau 40%, sem þarf til að sigra í kosningunum á morgun, og því verður kosið á milli tveggja efstu manna 18. maí. Eduardo Duhalde, fráfarandi forseti, styð- ur Kirchner sem eftirmann sinn en hann og Menem og Murphy eiga allir rætur sínar í Perónistaflokknum, sem gengur margklofinn til kosninganna. Í forsetatíð sinni 1989 til 1999 vann Menem sér það helst til frægðar að kveða niður óða- verðbólguna og binda gengi gjaldmiðilsins, pesósins, við dollara. Það síðarnefnda átti svo sinn þátt í efnahagshruninu. Menems er hins vegar einnig minnst fyrir spillingu, bruðl og kvennamál sem vöktu hneyksli. Það kemur í hlut væntanlegs forseta að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF, hreinsa til í bankakerfinu, hækka tolla og semja aftur um þjóðarskuldina. Á síðasta ári minnkaði landsframleiðslan um 10,9% og þá voru 38% vinnufærra manna atvinnulaus. Reuters Menem sigurviss fyrir framan mynd af Juan Peron, fyrrverandi Argentínuforseta. Menem með nauma forystu Buenos Aires. AFP. Sólveig í sviðsljósi Sólveig Arnarsdóttir nýtur velgengni í Þýskalandi Fólk 65 UM helgina kólnar á öllu landinu og má búast við miklum vindi og snjókomu um norðan- og aust- anvert landið. Gera má ráð fyrir að kuldinn verði mest- ur á þriðjudag en aftur fari að hlýna á föstudag, að sögn Theodórs Hervars- sonar veðurfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands. „Þessu veldur kalt heimskautaloft sem streymir hing- að úr norðri. Því fylgir stíf norðan- og austanátt og verður vindur á bilinu 10–15 metrar á sek- úndu um landið en gæti farið upp í 20 metra á Vestfjörðum,“ segir Theodór. Hann segir að slík- ur kuldi sé ekki óeðlilegur miðað við árstíma. Búast má við næturfrosti um allt land og gæti orðið allt að 5 gráða frost á Norður- og Austur- landi. Hiti mun verða um og yfir frostmarki að deginum til en hlýjast um sunnan- og vestanvert landið. Skýjað verður að mestu leyti um allt land. Óttast ekki um gróður Eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni hefur gróður á Norðurlandi víða tekið vel við sér, m.a. á Akureyri. Stefán Gunnarsson, yfir- verkstjóri garðyrkjumála hjá Akureyrarbæ, á ekki von á að kuldakastið nú muni valda sér- stökum skemmdum á gróðri. „Þegar slydda er og lágskýjað erum við ekkert mjög hræddir þó að því fylgi næturfrost. Auðvitað vitum við af þessu – við erum t.d. með ræktun á sumar- blómum og öðru fyrir bæinn og menn verða að sjálfsögðu vakandi fyrir þessu, t.d. verðum við með vakt á gróðurhúsinu. En við erum ekkert óskaplega órólegir – það þarf meira til en svona örlítið kast.“ Kalt heim- skautaloft streymir til Íslands Talið er að nýgræðing- urinn þoli kuldakastið. Kuldakasti spáð um allt land næstu daga Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.