Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALERY Giscard d’Estaing, forseti svokallaðrar Fram- tíðarráðstefnu Evr- ópu, sem er e.k. stjórnlagaþing Evr- ópusambandsins (ESB), hefur lagt fram endurskoðaðar tillögur að framtíð- arstjórnskipulagi ESB, eftir að fyrri tillögudrög voru harkalega gagn- rýnd, einkum fyrir að hygla meira hags- munum stærri ríkja sambandsins en hinna smærri. Í nýju drögunum, sem lögð voru fram á mánaðarlegum fundi ráðstefnunnar í Brussel á fimmtu- dag, er þó enn að finna tillögu um að setja á stofn valdamikið emb- ætti forseta ESB, sem kjörinn yrði til nokkurra ára setu í senn, en það var einmitt þetta atriði sem margir hinna 105 fulltrúa á ráðstefnunni (sem koma frá öllum núverandi og tilvonandi aðildar- ríkjum ESB) gátu ekki sætt sig við. Ráðstefnunni, sem tók til starfa fyrir u.þ.b. ári, er ætlað að leggja fram í sumar drög að því sem kalla má stjórnarskrárígildi fyrir Evrópusambandið, þar sem kveð- ið verður á um framtíðarfyrir- komulag stjórnskipunar ESB. Stjórnarskrárígildið kæmi í stað marguppfærðs stofnsáttmála ESB, Rómarsáttmálans. Viðurkennir að nú gefi á bátinn Giscard d’Estaing, sem sjálfur er fyrrverandi forseti Frakk- lands, viðurkenndi á fundinum í fyrradag að starf ráðstefnunnar væri komið í nokkurn óglusjó og að lítill tími væri orðinn til stefnu til að ljúka verkefninu. „Það er enginn vafi að ráð- stefnan er nú tekin að kljást við erf- iðasta hlutann í starfi sínu,“ sagði hann. „Tíminn er naumur.“ Fulltrúar fram- kvæmdastjórnar ESB og Evrópu- þingsins fögnuðu því að fallið hefði verið frá sumu sem lagt hafði verið til í fyrri drögum. En eftir stendur djúpstæður ágreiningur um til- löguna um nýtt for- setaembætti. Eink- um eru það fulltrúar smærri aðildarríkjanna sem eru tor- tryggnir á hana og álíta hana fela í sér hættu á valdatilfærslu til stærri aðildarríkjanna. Sumir fulltrúanna sögðust móðgaðir yfir vinnubrögðum Giscards, bæði vegna þess að hann hefði kosið að ganga frá nýju drögunum á bak við luktar dyr og að í þeim hefði hann leyft sér að taka ekki tillit til kjarnaatriða gagnrýninnar á fyrri tillögurnar. „Við höfum lagt okkur hart fram í heilt ár núna. Í tillögum yð- ar eru þær málamiðlanir sem við höfðum náð virtar að vettugi. Þér hafið opinberlega gert lítið úr starfi okkar,“ sagði þýzki ráð- stefnufulltrúinn Johannes Vogg- enhuber um Giscard. John Bruton, fyrrverandi for- sætisráðherra Írlands sem einnig á sæti á ráðstefnunni, lagði til að nýju drögin yrðu afturkölluð. Giscard varði gerðir sínar með því að vísa til þess að nú, þegar styttist í að ráðstefnunni væri ætl- að að ljúka starfi sínu, væri nauð- synlegt að taka stórhuga skref. „Þess vegna töldum við rétt að leggja textann fram eins og hann er nú,“ sagði hann. Deilt um fram- tíðarstjórn- skipan ESB Vinnubrögð forseta „Framtíðar- ráðstefnunnar“ gagnrýnd Brussel. AFP, AP. Valery Giscard d’Estaing ÞÝSKIR lögreglumenn og sjúkra- liðar umkringja strætisvagn skammt frá þorpinu Klein Förste sem er nærri Hannover í gær. Sautján ára vopnaður Líbani sem tók vagninn á sitt vald í Bremen með sextán manns um borð, þ.á m. nokkrum börnum, hafði þá gefist upp eftir sjö klukkustunda eltinga- leik og umsátur. Engan sakaði. Að sögn lögreglunnar hafði ræn- inginn krafist þess að Ramzi bin al- Shaiba, meintur skipuleggjandi hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september, yrði látinn laus úr fangelsi. Shaiba var framseldur frá Pakistans til Bandaríkjanna ásamt fjórum öðrum grunuðum í fyrra. Reuters Umsátur í Þýskalandi RÚSSAR vilja að viðskiptaþvingun- um gegn Írak verði aflétt að hluta og til bráðabirgða og eingöngu varðandi búnað sem notaður yrði til að sinna þörfum almennings í landinu, að sögn Ígors Ívanovs utanríkisráð- herra á fimmtudag. Frakkar sneru skyndilega við blaðinu á þriðjudag og lýstu vilja til að aflétta strax við- skiptabanninu. Frakkar höfðu sem kunnugt er forgöngu um andstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn stríðinu í Írak á sínum tíma og gengu Rússar og Þjóðverjar í lið með þeim. Andstöðuþjóðirnar andmæltu í fyrstu tillögum Bandaríkjamanna og Breta um að aflétta viðskiptabann- inu að stríðinu loknu. Bentu þær á að samkvæmt samþykktum SÞ væri það ekki hægt fyrr en búið væri að staðfesta að engin gereyðingarvopn væru í Írak. Frakkar virðast ekki hafa haft neitt samráð við Rússa um stefnubreytinguna óvæntu á þriðju- dag. Rússneskir fjölmiðlar, sem margir eru tengdir ráðamönnum í Kreml eða háðir þeim, gagnrýndu Frakka hart á fimmtudag. Sögðu þeir að rússneskir diplómatar hefðu lært sína lexíu og skildu nú betur hætt- urnar við að gera bandalög við aðrar þjóðir. Áminning fyrir Pútín „Frakkar höfðu Rússa að fíflum“ sagði í fyrirsögn dagblaðsins Nez- avísímaja Gazeta sem oft er þjóðern- issinnað. „Frakkar bjóða [Banda- ríkjamönnum] málamiðlun í Íraksdeilunni til þess að reyna að tryggja peningahagsmuni sína,“ sagði blaðið. „París gefst upp“ var fyrirsögn dagblaðsins Ízvestía sem sagði að Frakkar reyndu nú að bjóða Bandaríkjamönnum sættir en gleymdu samstarfinu við Rússa og Þjóðverja um andstöðu við stríðið. Hafði tilkynning Frakka í vikunni um að þeir vildu aflétta viðskipta- banninu verið í hróplegu ósamræmi við yfirlýsingar Rússa aðeins örfáum klukkustundum fyrr um að slíkt ætti aðeins að gera þegar Bandaríkja- menn hefðu heimilað vopnaeftirlits- mönnum SÞ að snúa aftur til Íraks í því skyni að sannreyna hvort þar væri að finna gereyðingarvopn. Ízvestía sagði að málið ætti að vera áminning fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rússar geta enn og aftur sannfærst um að í heimi nú- tímans er ekki til neitt eilífðarbanda- lag, aðeins eilífir hagsmunir,“ sagði blaðið. „Frakkar höfðu Rússa að fíflum“ Rússneskir fjölmiðlar segja að stjórnvöld í París hunsi nú bandalagið við Þjóðverja og Rússa í Íraksdeilunni Moskvu. AFP. WINNIE Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, fyrrv. forseta Suður-Afr- íku, var dæmd í gær í fimm ára fang- elsi, þar af eitt skilorðsbundið, fyrir skjalafals og þjófnað. Winnie þarf ekki að sitja í fangelsi nema í átta mánuði en afplánar dóminn að öðru leyti með samfélagsþjónustu. Addy Moolman, sem einnig var ákærður í málinu, fékk sjö ára fang- elsi, þar af tvö skilorðsbundin. Af- brot Winniear og Moolmans fólst í því að taka mörg bankalán í nafni tilbúinna starfsmanna kvennadeild- ar Afríska þjóðarráðsins en Winnie er formaður hennar. Heldur hún enn fram sakleysi sínu og ætlar að áfrýja dómnum en tilkynnti, að hún hygðist segja af sér öllum opinberum emb- ættum, þar á meðal þingmennsku, „í fyllingu tímans“. Reuters Stuðningsmenn Winnie Madikizela-Mandela mótmæla dómnum í gær. Winnie Mandela fékk fimm ára dóm Pretoria. AFP. VÍST þykir nú að nýrri stjórnstöð NATO verði komið upp í Noregi. Í stjórnstöðinni mun fara fram yfir- umsjón með þeirri umbreytingu sem ákveðin hefur verið á skipulagi bandalagsins hvað Evrópu varðar. Norska dagblaðið Stavanger Aft- enblad greindi frá þessu í gær. Segir í frétt blaðsins að svo virðist sem Norðmenn komi til með að hafa vinn- inginn í þeirri keppni sem fram hef- ur farið um stjórnstöðina nýju en Spánverjar og Pólverjar höfðu einn- ig lýst yfir áhuga á að hýsa hana. Endanleg ákvörðun verður tekin 13. júní. Stjórnstöðin verður í Jåttå við Stavanger en þar er fyrir norsk her- stöð sem einnig hefur að hluta til heyrt undir Atlantshafsbandalagið (NATO). Í nýju stjórnstöðinni mun fara fram þjálfun, skipulagning og um- breyting í tengslum við þau umskipti sem ákveðin hafa verið á starfsemi Atlantshafsbandalagsins, hlutverki þess og skipulagi. Þær breytingar lúta einkum að viðbúnaði og við- brögðum vegna hryðjuverkaógnar- innar í samræmi við nýtt hættumat innan bandalagsins. Stjórnstöðin heyrir undir Evrópuherstjórn NATO og er ábyrg fyrir þessum þætti starfseminnar hvað þá her- stjórn varðar. Hún fellur síðan undir höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum er nefnast á ensku „Joint Warfare Centre“. Norðmenn telja þessa ákvörðun fagnaðarefni. Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Noregs, segir mikilvægt að stjórnstöðin verði hýst þar. „Þetta þýðir að áhrif okkar inn- an NATO haldast óbreytt,“ sagði hún í gær í viðtali við norsku frétta- stofuna NTB. Gert er ráð fyrir að um 300 manns starfi í Jåttå í stað um 230 nú. NATO-stjórnstöð til Noregs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.