Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Katrín Jónsdótt-ir fæddist á Seyðisfirði 20. apríl 1913 og ólst þar upp. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og konsúll í Firði, Seyðisfirði, f. 17. janúar 1874 í Gagnstöð í Hjalta- staðarþinghá, d. 3. mars 1958 og kona hans Halldóra Ágústa Björnsdóttir, f. 1. ágúst 1880 í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð, d. 24. nóvember 1946. Bræður Katrínar voru: Björn, lögreglu- maður á Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1909, d. 20. maí 1965 og Steinn, héraðsdómslögmaður og fast- eignasali í Reykjavík, f. 20. sept- ember 1911, d. 15. maí 1969. Katrín giftist 22. desember 1939 Erlendi Björnssyni, bæjarstjóra á Seyðisfirði, síðar bæjarfógeta þar og sýslumanni í Norður-Múlasýslu, f. 24. september 1911, d. 26. nóv- ember 1980. Foreldrar hans voru lendur, f. 5. ágúst 1973. 4) Hall- dóra, launafulltrúi, f. 22. apríl 1947, gift Ólafi Víði Björnssyni, framhaldsskólakennara, f. 9. októ- ber 1946. Börn þeirra: Erlendur Þór, f. 17. janúar 1970, Jóhanna Margrét, f. 30. september 1975 og Birna Halldóra, f. 1. ágúst 1980. 5) Hákon, rekstrarstjóri, f. 21. janúar 1950, kvæntur Ermengu Stefaníu Björnsdóttur, kennara, f. 11. apríl 1951. Börn þeirra: Björn Brimar, f. 23. október 1970, Erlendur, f. 23. apríl 1972 og Rakel, f. 19. júlí 1978. Katrín stundaði auk skyldunáms nám í píanóleik hjá frú Önnu Wathne frá níu ára aldri til 1931. Framhaldsnám í píanóleik hjá dr. Elli Frerichs í Lübeck 1931-32. Nám í píanóleik og tónlistarfræð- um hjá Árna Kristjánssyni, píanó- leikara, í Reykjavík og um tíma í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1934-37. Við píanókennslu o.fl. störf á Seyðisfirði 1932-34 og frá 1937. Aðstoðaði af og til við kennslu í Tónlistarskóla Seyðis- fjarðar eftir stofnun hans 1967 og fram til ársins 1979. Heiðursfélagi söngkórsins Bjarma á Seyðisfirði frá 1980. Katrín flutti til Reykja- víkur eftir lát manns síns og dótt- ur. Hún var síðustu þrjú árin á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Minningarathöfn um Katrínu var haldin í Dómkirkjunni 22. þ.m. Jarðsett verður á Seyðisfirði í dag. Björn Eysteinsson, bóndi í Húnaþingi og sambýliskona hans Kristbjörg Péturs- dóttir frá Miðdal í Kjós. Börn Katrínar og Erlendar eru: 1) Jón, lögfræðingur, f. 29. apríl 1940, kvænt- ur Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, sjúkraþjálfara og kennara, f. 16. októ- ber 1942. Börn þeirra: Steinn, f. 22. apríl 1978 og Katrín, f. 13. september 1979. Synir Jóhönnu Sigríðar af fyrra hjóna- bandi: Sigurður Kári Sigfússon, f. 12. september 1962, Árni Jón Sig- fússon, f. 22. janúar 1969, Pétur Jóhann Sigfússon, f. 21. apríl 1972 og Sigfús Róbert Sigfússon, f. 25. nóvember 1974. 2) Kristbjörg, skrifstofumaður, f. 10. janúar 1943, d. 27. febrúar 1982. 3) Björn, rekstrar- og tæknifræðingur, f. 21. maí 1945, kvæntur Sigríði Ágústu Ásgrímsdóttur, rafmagnsverk- fræðingi, f. 2. júlí 1943. Börn þeirra: Ásgrímur, f. 27. nóvember 1971, d. 12. nóvember 1997, Er- Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Katr- ínar Jónsdóttur, sem andaðist 2. apr- íl sl. Ég sá hana fyrst fyrir nærri 45 ár- um, á hátíðarsamkomu á Seyðisfirði 17. júní 1958. Við stóðum eiginlega hlið við hlið á sléttum velli bak við fé- lagsheimilið. Ég unglingsstúlka úr Reykjavík, hún á góðum aldri, sýslu- mannsfrúin og brosti svo einlægt til mín og nikkaði höfði. Ég vissi ekki hver hún var, enda var ég nýflutt á Seyðisfjörð. Brosið hennar var eitt af einkennum persónu hennar, svo hlýtt og vingjarnlegt. Seinna vissi ég að hún var mamma stráksins sem ég var skotin í. Katrín hafði einmitt lag á að um- gangast börn og unglinga. Eina mynd geymi ég í huga mér frá í fyrravor. Þá var boð í Haukanesi og amma Kata sat á stól úti í garði og litlu stelpurnar í fjölskyldunni söfn- uðust í kringum hana, hún var að kenna þeim að búa til kransa úr fífla- leggjum. Hún hafði sjálf átt yndisleg æskuár uppi í Firði, yngsta barn for- eldra sinna og var umvafin hlýju þeirra og öryggi. Hún var óþreyt- andi að segja frá ærslum og leikjum bernsku sinnar. Mér er minnisstætt þegar hún lýsti í smáatriðum „ma- skeraðiböllum“ en það voru grímu- böll sem haldin voru á þeim árum á Seyðisfirði. Einnig jólaböllum þar sem heilu bollastellin voru borin upp í skóla svo að hægt væri að gefa börnunum heitt súkkulaði. Ég sá í anda þau Halldóru og Jón í Firði bera á milli sín þvottabala fullan af postulíni. Svona var þetta í þá daga á Seyðisfirði. Síðar spilaði hún svo sjálf á jólaböllunum því að Katrín var mjög góður píanóleikari og hélt undraverðri tækni nánast fram í andlátið. Þegar hún var sest við pí- anóið breyttist hún í ungu stúlkuna sem áratugum áður nam píanóleik, fyrst á Seyðisfirði, síðan í Lübeck og loks í Reykjavík. Það var fátítt með ungar stúlkur á þeim tíma að þær legðu land undir fót og færu jafnvel erlendis til að læra píanóleik. Björn bróðir hennar nam einnig í Þýska- landi og ýmsir aðrir tengdir henni hafa seinna stundað nám og starfað í Þýskalandi. Hún talaði oft um Þýskalandsdvölina og sýndi okkur myndir. Seyðisfjörður var mikill menningarbær og það hefur eflaust átt sinn þátt í því að Jón og Halldóra sendu börn sín til náms erlendis. Þegar hún kom svo heim átti þessi kunnátta eftir að nýtast henni vel. Ég sé hana fyrir mér, í ljósum blúndukjól með flétturnar, sitjandi við píanóið og spila af leikni. Kata í Firði, eins og hún var köll- uð, var fríð stúlka og margir ungir menn litu hana hýru auga og hún var alltaf hrókur alls fagnaðar. En hún sá aldrei neinn nema strákinn úr Húnavatnssýslunni, hann Erlend, sem varð maðurinn hennar. Allt fram á þennan dag vitnaði hún í Er- lend, t.d. í sambandi við litaval á föt- um. Erlendur hafði vissar skoðanir á því hvaða litir klæddu hana vel og hann hafði mikið til síns máls. Það var engu líkt að sitja með henni og skoða gömul albúm þar sem saga fjölskyldunnar var skráð, með henni lærði ég mikilvægi þess að taka myndir, þær eru eins og dagbækur. Mér fannst alltaf merkilegt að Katrín tranaði sér aldrei fram í sam- bandi við píanóleik sinn. Þegar hún kom í heimsókn til okkar spurði hún alltaf hvort hún mætti grípa í píanó- ið, hélt að hún truflaði. Í öllum boð- um þar sem stórfjölskyldan kom saman settist hún við hljóðfærið og spilaði undir söng. Hin síðari ár spil- aði hún á Vesturgötu 7, bæði undir söng og stundum „dinnermúsík“ til ánægju fyrir alla sem á hlýddu. Hún gerði samt aldrei mikið úr þessu hlutverki sínu, fannst allir aðrir spila betur en hún. Mozart var hennar tónskáld, það var sérstök upplifun að heyra hana spila Mozart. Minnis- stætt er mér þegar hún fór austur á Seyðisfjörð rúmlega áttræð og spil- aði „á bak við“ í þöglum bíómyndum á kvikmyndahátíð árið 1995 eins og hún hafði gert rúmum 60 árum áður, þá ung stúlka. Já, enga aðra konu hef ég þekkt sem kunni eins vel að nota tónlistina til að lyfta sér upp yfir allt það hversdaglega amstur sem hún og við öll glímum við. Hún settist oft við píanóið með svuntuna á sér og spilaði eitt eða tvö tónverk meðan gólfið, sem hún var að strjúka yfir, þornaði eða brauðið góða, sem hún bakaði svo oft, bakaðist í ofninum. Því að þessar stundir voru stolnar stundir frá stóru heimili og barna- uppeldi. Samt hafði hún alltaf tíma fyrir börnin sín og síðar barnabörn- in. Þá var hún amma Kata sem vildi að börn fengju að vera börn. Hún hljóp t.d. oft upp á tún og brá sér í boltaleiki og felingaleiki og kenndi þeim þá útileiki sem hún hafði farið í sem barn. Þá var hún gjarna í Nike íþróttaskóm. Ekki má gleyma göngu- ferðunum upp á fyrsta klett. „Til- gangur lífsins blasir við þér í blóminu, himingeimnum og í þér sjálfum“, vildi hún segja. Mörg sumur fórum við austur á Seyðisfjörð til ömmu, afa og Villu. Því miður dó afi Erlendur allt of fljótt en við nutum þess samt áfram um sinn að koma á Seyðisfjörð til ömmu Kötu og Villu. Góð voru kvöldin í Björns- húsi fyrir framan sjónvarpið, þá færði amma Kata okkur hressingu af ýmsu tagi á bakka, hún hafði alltaf þann sið að bera fram veitingar á bakka og galdraði fram veislu á sinn sérstaka hátt. Þakklát mun ég alltaf verða henni fyrir hversu vel hún tók mér sumarið 1977 og bauð mig velkomna og þrjá drengi mína af fyrra hjónabandi sem þá komu austur með mér. En þannig var amma Kata, hún tók öllu af æðru- leysi og tók alla eins og þeir voru. Hún talaði aldrei nema vel um fólk, ætlaði engum nema allt það besta. Hún bar aldrei tilfinningar sínar á torg, má segja að hún hafi verið dul, þungar sorgir bar hún í hljóði. En hún lifði alltaf drauminn sinn við pí- anóið og einmitt þess vegna var hún óþreytandi að hvetja barnabörnin sín til að vera dugleg að æfa sig á píanóið. Þegar ég sit og festi þessar línur á blað er 20. apríl, einmitt sá dagur er hún hefði orðið níræð. Ég mun baka rjómatertu í tilefni dagsins því að hún hafði meiri mætur á þeirri köku en öðru bakkelsi. En píanóið hennar gamla stendur hljótt í stofunni. Amma Kata hafði verið heilsu- hraust eiginlega allt sitt líf en síðustu tvo mánuði var eins og lífskrafturinn væri á þrotum. Hún hafði dvalið sein- ustu þrjú árin á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, síðasta árið á sjúkradeild og hlotið þar góða umönnun. Hún fór með okkur á sólar- kaffi Seyðfirðingafélagsins um 16. febrúar og hafði mjög gaman af að hitta þar allt fólkið sitt frá Seyðisfirði og hlusta á Jón Benedikt Guðlaugs- son flytja erindi í minningu Björns bróður hennar og Emils Jónassonar, merkra Seyðfirðinga. Eftir þetta hrakaði henni mjög þótt hún klæddist með hjálp alla daga. Hún talaði síð- ustu daga sína oft um brúðkaup Steina og Stínu sem ákveðið var 11. apríl. En hún sofnaði burt frá þessu lífi 2. apríl. Þetta kvöld voru þær saman al- nöfnurnar, Kata okkar og amma Kata. Amma var háttuð og þær spjölluðu saman eins og svo oft áður og amma brosti í síðasta sinn brosinu sínu blíða og sagði: „Kata, nafna mín elskan, ertu þarna hjá mér,“ áður hafði hún nefnt öll börnin sín með nafni. Svo lokuðust augun og síðasti andardrátturinn var tekinn. Friðsæl var dauðastundin og gott að Kata var hjá henni, erfið en dýrmæt reynsla fyrir unga konu. Við kveðjum ömmu Kötu með söknuði og þökkum góðum Guði fyrir líf hennar, hún lifir í sjóði minning- anna. Hvíli hún nú í faðmi Guðs. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir. Vel man ég hvenær ég hitti Kötu, tengdamóður mína, fyrst. Þáverandi vinnufélagi minn og síðar eiginmaður bauð mér í mat niður á Hótel Borg til að hitta foreldra sína, þau hjónin Er- lend og Katrínu, frá Seyðisfirði. Hún var klædd í þunna ljósleita blússu og hann í tvíhneppt jakkaföt. Ekki man ég lengur hvað við ræddum um, en ég man bros hennar og glaðlegt viðmót sem einkenndi hana alla tíð. Foreldra sinna og æskuheimilis minntist Kata af einstakri virðingu og hlýju. Hún naut mikils ástríkis hjá foreldrum sínum og hafði í heiðri siði og reglur sem henni voru tamar frá uppvextinum. Bar hún vott um menn- ingu og framsýni Seyðfirðinga á blómaskeiði staðarins á fyrri hluta tuttugustu aldar. Tengdamóðir mín var bjartsýn og jákvæð og átti auðvelt með að fá fólk á sitt band. Hún hrósaði öðrum en gerði lítið úr eigin afrekum. Hún hafði einstakt lag á börnum og sýndi þeim áhuga sem þau endurguldu. Ber að þakka ástríki sem synir mínir tveir og fleiri barnabörn nutu hjá henni og afa í Firði. Tengdaforeldrar mínir, nokkuð af gamla skólanum, sýndu mér ætíð mikið umburðarlyndi þrátt fyrir ólík- ar skoðanir okkar og lífsviðhorf. Einkum átti Kata létt með að þola óhefðbundna siði og hafði gaman af nýbreytni. Eitt sinn sem oftar bauð ég þeim Kötu og Erlendi til kvöld- verðar er þau voru á ferð í Reykjavík. Bar ég fram fondue kjötrétt, eftir kúnstarinnar reglum. Matargestir áttu að stinga teinum í kjötbita og steikja í olíu og velja meðlæti og sós- ur með. Þegar ég bar hrátt nautakjöt- ið fyrir þau á fati brá Erlendi nokkuð í brún, enda mest fyrir vel soðið kjöt og fisk. Ekki var mér sjálfri minna brugðið, fyrir að hafa orðið svo hrap- allega á í gestgjafahlutverkinu, en Kata lét þessar trakteringar ekki slá sig út af laginu og hrósaði mér í há- stert fyrir veitingarnar. Er mér ekki grunlaust um að henni hafi verið skemmt af fátinu sem kom á eigin- manninn og hrósið sem ég fékk hafi verið aðeins meira en tilefnið gaf til. Kata var spaugsöm og gerði óspart grín að sjálfri sér. Margar sögur sagði hún af uppátækjum sínum og vina sinna frá bernsku- og æskuár- um. Einna spaugilegastar voru þó sögur sem hún rifjaði oft upp af ferða- lögum erlendis með börnum sínum eða Diddu æskuvinkonu sinni frá Siglufirði. Kata og Erlendur voru höfðingjar heim að sækja eins og afabróðir minn frá Winnipeg fékk að reyna í sinni fyrstu og einu Íslandsferð sumarið 1976. Fórum við nokkrir ættingjar með honum í hringferð um landið og heimsóttum Seyðisfjörð. Fengum við höfðinglegar móttökur hjá tengda- foreldrum mínum og fleira heima- fólki. Minnisstæð varð okkur öllum sigling með Grétari í Hólma út með ströndinni, en eftirminnilegast er þó síðasta kvöld heimsóknarinnar, þeg- ar Kata bjóst skautbúningi og Er- lendur hátíðarbúningi sýslumanns. Léku þau á als oddi og hafði Skúli frændi á orði að ekki hefði sig órað fyrir að hitta svo tiginbornar hátignir á gamla landinu. Þrátt fyrir glens og grín var Kata fastheldin og trygg- lynd. Heimabyggð hennar á Seyðis- firði var henni afar kær og trúði hún því að aldrei mætti slíta þá römmu taug sem batt hana Firði meðan lifði. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar sátum við hjónin við rúm hennar. Greip ég ljóðakver ofan af pí- anóinu og fletti upp á ljóði sem ég raulaði hljóðlega. Þetta er fallegt sagði hún og brosti. Að leiðarlokum kveð ég kæra tengdamóður með söknuði og þökk. Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt, sem hjarta hefur, er hörpu sína vorið slær. (Þorsteinn Erlingsson.) Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir. Elsku amma. Ég hugsa að stór hluti af mér hafi haldið að þú værir eilíf. Í þau 23 ár sem ég hef þekkt þig, tókstu á móti mér með opnum örmum, aldrei fann maður fyrir því að vera ekki velkom- in. Við brölluðum margt saman og ætla ég aðeins að nefna brot af því hér. Manstu eftir þegar ég kom í heim- sókn til þín og við skiptumst á sögum af „dansleikjum“ hjá hvor annarri og þú spurðir mig hvort ekki einhver herramaður hefði boðið mér upp eins og þú hafðir svo oft upplifað á þínum ungu árum. Því miður varð ég alltaf að svara því neitandi, þar sem róm- antíkin ræður ekki lengur ríkjum á okkar „dansleikjum“. Eða manstu þegar við læddumst oft í burtu af Grund og þú borðaðir með okkur heima. Þá gleymdirðu oft að láta vita af fjarveru þinni, mat- ráðskonunum til mikils ama. Þegar KATRÍN JÓNSDÓTTIR Elsku mamma. Sterk, dugleg, þrótt- söm, umhyggjusöm, þetta er eitt af því fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til þín. Því- lík kona. Ekkert hefði getað undirbú- ið okkur fyrir þennan hörmulega missi. Minningar hrannast upp í huga mér. Við sátum alltaf öll jól sem börn og bökuðum piparkökur saman, fór- um í útilegur, þar sem þú hrósaðir mér svo mikið hvað ég væri dugleg að hlaupa þegar þú leyfðir mér að vinna þig í kapphlaupi og fórst með okkur systrunum i fótbolta. Kvöldið áður en ég gifti mig, þegar við sátum langt fram á nótt og spjölluðum um heima og geima og hversu glæsileg og stolt þú varst. Ég geymi þetta allt í hjarta mér til æviloka. Alveg er sama hvað ég hef verið að gera, þú hefur alltaf verið mér sterk við hlið í einu og öllu og tilhugsunin um að þú sért farin skilur eftir stórt tómarúm í hjartanu. Við erum öll harmi slegin. Ég lofa að halda minn- ingu þinni lifandi í mér, Gumma og Brian litla og segja þeim allar góðu STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Steinunn Sig-urðardóttir fæddist á Akranesi 23. júní 1950. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík 16. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 25. apríl. minningarnar um þig. Ég veit að þú verður fyrirmynd þeirra alveg eins og mín. Ég veit það að ef ég næ að verða helmingurinn af konunni sem þú varst þá væri það nóg. Ég bið Guð að gefa okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Með ástar- og saknað- arkveðjum kveð ég stórkostlegustu konu sem ég hef á ævinni fengið að kynnast. Í huganum reika ég heim til þín móðir og hugsa um forna og liðinna tíð. Þá finnst mér sem áður þú faðminn mér bjóðir og fagnandi kyssir mig ástrík og blíð. Þó hverfi mér æska og alvara lífsins um eirðarlaust sjávardjúp hreki mitt fley þó hljóti ég mæðu í mótgangi kífsins móðir mín kæra ég gleymi þér ei. Allt er í heiminum hverfult og mæða en hann sem er ljósið á vegferðarbraut, hann veiti þér ánægju og gnótt sinna gæða frá gjörvöllum verndi þig sorgum og þraut. Já alvaldur Drottinn þér götuna greiði og gefi þér hamingju, farsæld og auð. Höndin hans jafnan frá hættu þig leiði huggun þér veiti og forði þér nauð. (Svafar Þjóðbjörnsson.) Elsku mamma og amma, hvíldu vel og blessuð sé minning þín. Þín dóttir Borghildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.