Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 59
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Persóna þín hefur mikinn
áhuga á félagsmálum og
vinnur oft bak við tjöldin án
þess að fá alltaf viðurkenn-
ingu fyrir verk sín. Engu að
síður hafa slík verk mikla
þýðingu fyrir þig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Persóna þín er uppfull af hug-
myndum um hvernig hægt er
að hagnast. Þú veltir upp
gömlum hugmyndum og met-
ur kosti þeirra og galla.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur mikla þörf fyrir að
ræða við annað fólk og tjá til-
finningar þínar. Þú hefur mik-
inn áhuga á lífinu í kringum
þig um þessar mundir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur undirbúið áætlun
sem þú veigrar þér við að
ræða við aðra. Þú skalt halda
þig við upphaflegu áætlunina
og engin ástæða til þess að
ræða þessar hugmyndir við
aðra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Persóna þín er rólegri eftir
samræður við fjölskylduna.
Stundum skiptir ekki máli um
hvað er rætt heldur það að
fjölskyldan sé samhent.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að gefa því meiri
gaum hvernig þú verð tíma
þínum og með hverjum. Það
getur reynst nauðsynlegt að
verja sig gegn ágangi ann-
arra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hugsar mikið um tilgang
lífsins þessa dagana. Gefðu
þér tíma til að rækta sálarlíf
þitt en gættu þess að forðast
öfgar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert uppfull/ur af spennandi
hugmyndum en málið er að
velja þær sem mögulegt er að
framkvæma og síðan að finna
samstarfsmenn til þess.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samræður við vini og vinnu-
félaga eru nauðsynlegar
þessa stundina. Vertu viss um
að þú sért nægilega markviss
í samskiptum við aðra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Brettu upp ermarnar og
taktu til hendinni. Þú hefur
orku til þess að láta til þín
taka og fylgja verkefni til
enda.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Samræður við vini, systkini
eða fjölskyldu eru þér ákaf-
lega mikilvægar. Ekki hræð-
ast að ræða málin, einkum
þau sem hafa valdið þér vand-
ræðum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn hentar einstaklega
vel til þess að hefja nýtt verk-
efni í vinnu. Kynntu þér listir í
lok dagsins og njóttu þín.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú skiptir máli að njóta tíma
með vinum og ættingjum.
Slíkum tíma er vel varið og
kemur þér í gott skap.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MANSÖNGUR TÍMARÍMU
Oft eru kvæða efni rýr,
ekki stundum parið.
Eg á skrýtið ævintýr,
í þó lítið varið.
Margt er sér til gamans gert,
geði þungu kasta,
það er ekki einskis vert
að eyða tíð án lasta.
En vér getum ekki það,
Adams tetur ræður,
lasta fletur landi að,
lostann meta bræður.
Á að varast hlekkja hel,
þó högunum við sé undið,
má og maður vera vel,
verði ei að honum fundið.
Fyrst er ástin orðin köld,
elsku minnka glóðir,
en lifði enginn lífs á öld,
sem lofuðu allar þjóðir.
- - -
Jón Sigurðsson Dalaskáld
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 26.
apríl, er sextugur Henning
Þorvaldsson, Hamrabyggð
14, Hafnarfirði. Eiginkona
hans er Steinunn Alfreðs-
dóttir. Af því tilefni bjóða
þau ættingjum og vinum að
gleðjast með sér á heimili
sínu í dag milli kl. 16–19.
JÖRUNDUR Þórðarson
hafði tilfinningu fyrir því
að hann mætti helst ekki
spila út – allt myndi kosta
slag. Hann var með spil
vesturs í fyrsta leik Ís-
landsmótsins:
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ DG107
♥ DG85
♦ K4
♣K108
Vestur Austur
♠ K6 ♠ 832
♥ K102 ♥ 76
♦ ÁD93 ♦ 108762
♣DG74 ♣965
Suður
♠ Á954
♥ Á943
♦ G5
♣Á32
Jörundur spilar í sveit
Félagsþjónustunnar og fé-
lagi hans í þessum leik var
sveitarforinginn Guð-
laugur Sveinsson. Í and-
stöðunni voru Ásmundur
Pálsson og Guðm. P. Arn-
arson í sveit Guðmundar
Hermannssonar. Sagnir
gengu:
Vestur Norður Austur Suður
Jörundur Ásmundur Guðl. Guðm.
-- -- Pass 1 lauf
Dobl Redobl Pass Pass
1 tígull Pass Pass 1 hjarta
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Jörundur þóttist hepp-
inn að sleppa út úr dobl-
árásinni, en fljótlega blasti
við honum annað verkefni
þar sem síst minna var
undir – að spila út gegn
fjórum hjörtum.
Jörundur fór yfir sviðið:
Spaði kom ekki til greina.
Tromp var frestun á vand-
anum og tígull frá ÁD var
ekki freistandi. Lauf virt-
ist skásti kosturinn, þó svo
að það væri upp í sagðan
„lit“ suðurs. En það er oft
dýrt að spila út drottningu
frá DG og tómum hundum
þegar vitað er að makker
á lítil spil.
„Illu er best aflokið,“
hugsaði Jörundur og lagði
af stað með laufsjöuna –
þriðja hæsta!
Dálkahöfundur var í
sæti suðurs og lét áttuna
úr borði. Nían kom frá
Guðlaugi og ásinn tók
slaginn. Nú kom tígull á
blindan, sem Jörundur tók
strax og spilaði laufdrottn-
ingu. Eftir þessa þróun
hlaut vörnin að fá slag á
hvern lit. Einn niður.
Fjögur hjörtu eru auð-
vitað léttunnin með lauf-
drottningu út. Og það er
hugsanlegt að vinna spilið
ef vestur byrjar á tígulás
og tígli. Þá svínar sagnhafi
í hjarta (og fær hjarta til
baka), tekur síðasta
trompið og spilar spaðaás
og spaða. Vestur lendir
inni og þarf að hreyfa
laufið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5
Rxd5 7. Bd2 Rd7 8. Rxd5
Bxd5 9. Dc2 f5 10. e3 Bd6
11. Bc4 O-O 12. Bxd5 exd5
13. O-O a5 14. b4 a4 15. b5
De7 16. Hfb1 Rf6 17.
Bb4 Re4 18. Dc6
De6 19. Ha2 Hae8
20. Hc2 f4 21. exf4
Hxf4 22. He1 Hef8
23. Bxd6 cxd6 24.
He3 Df5 25. h3 g5
26. Db7 g4 27. Rh4
Dg5 28. hxg4 Hxf2
29. Hc7 Hf1+ 30.
Kh2 Dxh4+ 31. Hh3
Staðan kom upp á
danska meist-
aramótinu sem er
nýlokið í Horsens.
Hinn ungi Davor
Palo (2483) hafði
svart gegn Steffen Ped-
ersen (2443). 31...Dxh3+!
og hvítur gafst upp enda
mát bæði eftir 32. gxh3
H8f2# og 32. Kxh3 Hh1#.
Aðalfundur Skáksambands
Íslands hefst kl. 10.00 í dag,
26. apríl í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur, Faxa-
feni 12.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Áttu til kort með óskum um góðan bata þar sem stendur
„Ég hef fengið þetta bara miklu, miklu verra“?
Bridsfélag Dalvíkur
og Ólafsfjarðar
Mánudaginn 14. apríl lauk 2ja
kvölda páskatvímenningi hjá félag-
inu. Veitt voru vegleg páskaegg
fyrir 3 efstu sætin og smá auka-
verðlaun fyrir 7. sætið en skapast
hefur hefð fyrir því hjá félaginu.
Dalnettölvuþjónustu styrkti mótið
en fyrirtækið hefur verið okkur inn-
anhandar í tölvumálum uppá síð-
kastið. Lokastaðan varð eftirfar-
andi:
Hákon Sigmundsson – Kristján Þorst. 224
Eva Magnúsd. – Sigríður Rögnvaldsd. 218
Ingvar P. Jóh. – Guðmundur Jónsson 200
28. apríl n.k. verður svo firma-
keppni félagsins haldin í formi ein-
mennings.
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Nú er lokið Butlertvímenningi
okkar. 20 pör spiluðu 95 spil. Röð
efstu para:
Hjálmar S. Pálsson – Árni M. Björnss. 102
Jóhann Stefánsson – Páll Jónsson 85
Jón V. Jónmundss. – Torfi Ásgeirsson 56
Jón St. Ingólfsson – Jens Jensson 41
Gísli Tryggvason – Heimir Tryggvason 26
Bestu skor hinn 14. apríl sl.
Jóhann Stefánsson – Páll Jónsson 39
Hjálmar S. Pálsson – Árni M. Björnsson 38
Jón St. Ingólfsson – Jens Jensson 31
Kristófer Magnúss. – Guðlaugur Sveinss.26
Unnur Sveinsd. – Inga Lára Guðmundsd.
21
Mánudaginn 28. apríl verður spil-
aður 1 kvölds tvímenningur með
verðlaun fyrir bestu skor bæði í
N/S og A/V. Skráning á spilastað
Síðumúla 37 ef mætt er stundvís-
lega kl. 19.30.
Óvænt úrslit hjá
Bridsfélagi Akureyrar
Síðastliðinn þriðjudag var fyrsta
kvöldið af þremur í Alfreðsmótinu,
sem er Butlertvímenningur. Pörin
eru síðan dregin saman í sveitir og
meðaltalsskor paranna fundið til
þess að ákvarða skor sveitarinnar.
Efstu pör í Butlertvímenningn-
um voru:
Sveinbjörn Sigurðsson – Sunna Borg 31
Frímann Stefánsson – Björn Þorláksson 31
Kolbrún Guðveigsdóttir – Páll Þórsson 27
Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 26
Soffía Guðmundsd. – Ragnheiður Har. 25
Þegar búið var að reikna með-
altal paranna, þá urðu sveitarúrslit
þannig:
Frímann Stefánsson/Björn Þorláksson –
Soffía Guðmundsd./Ragnheiður Har. 28
Pétur Guðjónsson/Sveinn Pálsson –
Sveinbjörn Sigurðsson/Sunna Borg 14
Reynir Helgason/Örlygur Örlygsson –
Hermann Huijbens/Símon Gunanrsson 1
Alfreðsmótinu verður áfram
haldið næstkomandi þriðjudag og
hefst spilamennska stundvíslega kl.
19:30. Næst verður þó spilað í
Hamri sunnudaginn 27. apríl og
hefst spilamennskan þá að venju kl.
19:30. Þá verður spilaður eins
kvölds tvímenningur og er ekki
nauðsynlegt að menn mæti með
makker, því að alltaf koma einhverj-
ir stakir og þá eru búin til pör á
staðnum.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Það virðist komið vor ef ekki sum-
ar í spilara, því aðeins mættu 13 pör
í páskatvímenning sem byrjaði á
mánudaginn. Svona mæting er varla
viðunandi en bestu skor fyrsta
kvöldið náðu:
Sigurður Sigurjónsson – Páll Hjaltason 202
Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfsson 192
Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 187
Njáll Sigurðsson – Trausti Harðarson 184
Meðalskor 168, skor Sigga og Páls
er rúm 60%.
Næst verður spilað mánudags-
kvöldið 28. apríl.
Íslandsmót
í tvímenningi 2003
Undanúrslitin verða spiluð 1. - 2.
maí nk. 1. maí hefst spilamennska
kl. 11.00 en 2. maí er byrjað að spila
kl. 17.00. Úrslitin verða síðan spiluð
3. og 4. maí. Í undanúrslitum eru
spilaðar 3 lotur og kemst 31 par í úr-
slitin. Sú breyting verður í ár að
spilaður verður barómeter með
Mitchell hreyfingum.
Til að auðvelda skipulag mótsins
eru spilarar beðnir að skrá sig í síð-
asta lagi þriðjudaginn 29. apríl kl.
17.00. Núverandi Íslandsmeistarar
eru Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir
Ármannsson.
Skráning í s. 587 9360 eða
www.bridge.is
Opna Borgarfjarðarmótið
Annað kvöldið af þremur í Opna
Borgarfjarðarmótinu í tvímenningi
var spilað á Mótel Venusi þriðjudag-
inn 22. apríl. Borgnesingar eru þaul-
sætnir á toppnum og má mikið ger-
ast síðasta kvöldið til að þeim verði
velt úr sessi. Hæstu skor á öðru
kvöldi fengu eftirtalin pör:
Jón Ágúst Guðm. – Kristján B. Snorras. 99
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 83
Rúnar Ragnarsson – Unnsteinn Arason 49
Elín Þórisdóttir – Guðmundur Jónsson 38
Staða efstu para eftir tvö kvöld:
Jón Ágúst Guðm. – Kristján B. Snorras. 162
Rúnar Ragnarsson – Unnsteinn Aras. 137
Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 115
Örn Einarsson – Kristján Axelsson 95
Bridsfélag Kópavogs
Þá er lokið 4ra kvölda Butler tví-
menningi og engin breyting varð á
röð efstu para síðasta kvöldið.
Lokastaðan:
Erlendur Jónsson – Guðlaugur Sveinss. 169
Björn Halldórss. – Þórir Sigursteinss. 145
Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánsson 97
Björn Jónsson – Þórður Jónsson 94
Hæstu skor:
Árni Már Björnsson – Hjálmar Pálsson 39
Páll Valdimarss. – Steingrímur Péturss. 37
Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánsson 32
Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingrímss. 23
Næsta fimmtudag 1. maí verður
ekki spilað, enda heilagur dagur
amk. fyrir suma, en næstu tvo
fimmtudaga þar á eftir verður
tveggja kvölda sumartvímenningur.
Um leið og við tilkynnum þetta,
sendum við öllum bridsspilurum
fjær og nær gleðilegar sumar-
kveðju.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
DAGBÓK