Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 31
greidd af samskotafé bæjarins. Árið 1865 var hafist handa við að byggja fangelsi í bænum, aðallega til að hýsa drukkna aðkomumenn. Á Ísafirði var byggt fangahús ár- ið 1874, en það brann árið 1925 og eini fanginn sem í húsinu var lést í brunanum. Árið 1894 tók gildi lög- reglusamþykkt fyrir Ísafjarð- arkaupstað og ráðinn var lög- regluþjónn. Árið 1901 var stofnuð staða næturvarðar á Ísafirði og í reglum um störf hans segir að hann skuli vera lögregluþjónn um nætur. Tveir lögregluþjónar voru ráðnir við embætti bæjarfógetans í Hafn- arfirði árið 1908, í kjölfar fjölgunar íbúa vegna aukinnar útgerðar í bænum. Þeim fækkaði í einn árið 1910, en var aftur fjölgað í þrjá árið 1917. Var sérstaklega tekið fram við ráðningu þeirra, að þeir þyrftu sjálfir að leggja sér til einkenn- isfatnað og var umsókn þeirra um styrk synjað af bæjarstjórn. Árið eftir ákváðu lögregluþjónarnir að segja upp starfi sínu og voru aðrir ráðnir í þeirra stað. Hinir nýju lög- regluþjónar fóru skömmu síðar fram á kauphækkun en þá ákvað bæjarstjórn að auglýsa störf þeirra laus til umsóknar og voru aðrir menn ráðnir. Þetta átti eftir að end- urtaka sig hjá embættinu er kaup- kröfur bar á góma. Í lögreglusamþykkt Siglufjarðar árið 1915 var ekki gert ráð fyrir neinum lögregluþjónum, nema ef eldsvoða bæri að höndum, en sama ár voru þó skipaðir þrír næturverðir af hreppsnefnd. Í fyrstu lögreglusamþykkt fyrir Vestmannaeyjar, sem gildi tók árið 1915, kemur meðal annars fram að þeir sem í ölæði hafi í frammi há- vaða eða ósæmilegt látbragð á al- mannafæri, skuli heftir þar til þeir komi til sjálfs sín aftur og sæti þá sektum fyrir röskun á almannafriði. Þetta ákvæði var í reynd ekki hægt að framkvæma, því það var ekkert fangahús í bænum. Samþykkti sýslunefnd þetta ár að ráða mann til lögregluþjónsstarfa yfir vetrartím- ann. Hann var næturvörður. Erfiðar aðstæður Á Sögusýningunni má sjá gögn frá fyrri tíð, þar á meðal dagbækur lögreglunnar frá 19. öld, þar sem fram kemur að starfsumhverfi lög- reglunnar hefur oft á tíðum verið erfitt. Guðmundur Guðjónsson sagði að af heimildum mætti ráða að starf lögreglu hefði löngum verið erfitt og ekki vanþörf á kröftum hennar. „Mörg dæmi eru um virðing- arleysi gagnvart yfirvaldinu. Með hliðsjón af „auglýsingu“ sem upp var fest á Ísafirði árið 1892 má til dæmis ætla að sýslumaður þar hafi verið rassskelltur á Þorláks- messukvöldi „að tveimur gildum vottum ásjáandi fyrir dugnað í málarekstri við Skúla Thoroddsen“. Lögreglumenn voru ráðnir til Siglufjarðar á öðrum áratug 20. ald- ar. Árið 1919 lét Norðmaður lífið þar í átökum milli hóps Norðmanna og áhafnar dansks eftirlitsskips sem kom í land vopnuð byssum og stingjum. Þótti Dönunum að þeir þyrftu að koma á reglu í bænum vegna óróa af völdum Norðmann- anna og mátti lögreglan sín einskis. Engin málaferli fylgdu í kjölfarið því bæjarfógetinn úrskurðaði að málið væri sér óviðkomandi þar sem engir Íslendingar væru viðriðnir það. Heimildir frá Vestmannaeyjum 1919 greina frá því að barið hafi verið á lögreglu og aðstoð- armönnum hennar, og hafi það ekki verið ný bóla. Hneyksli vekur að sekt vegna þess nemi minni upphæð en flöskuvirði í venjulegri launsölu. Úrræði lögreglu voru fábrotin og sem dæmi brá lögregluþjónninn í Vestmannaeyjum gjarnan á það ráð að vista fanga á heimili sínu og var hans eigið herbergi fangageymsla. Iðulega áttu lögregluþjónar í erf- iðleikum með flutning handtekinna manna, en í Reykjavík var smíðaður handvagn með kistu til þess að flytja ölvaða menn og ósjálfbjarga. Kistan var hinsvegar svo stutt að hún rúmaði ekki meðalmenn á hæð, svo hún kom lítt að notum. Lög- regluþjónar tóku því oft þessa menn á herðarnar og báru þannig. Sum þeirra verkefna sem lýst hefur verið hér að framan eru enn á könnu lögreglunnar og hafa mörg bæst við í áranna rás, að sögn Guð- mundar Guðjónssonar. „Löggjöf og ýmis skilyrði í samfélaginu hafa á hverjum tíma mótað störfin og ímynd lögreglunnar. Meðal áber- andi leiðarmerkja í sögu hennar, eru störf lögreglu samkvæmt áfeng- isbannlögunum sem gengu í gildi árið 1912 með innflutningsbanni, en árið 1915 með sölubanni, og giltu að mestu til ársins 1935. Þau breyttu eðli lögreglustarfans að því leyti að lögreglu var nú gert að skipta sér af einkahögum manna, meir en áður, meðal annars með húsleitum á einkaheimilum. Annað áberandi verkefni lögreglu í Reykjavík var að takast á við óspektir og skrílslæti á gamlárs- kvöldum frá þriðja til sjöunda ára- tugar 20. aldar, þar sem lífi fólks og eignum var stefnt í háska í skjóli múgæsingar. Sprengjum var kastað að fólki, bílum velt, eldar kveiktir og lögreglustöðin grýtt. Jafnvel er dæmi um að bensíni hafi verið hellt yfir lögregluþjóna og reynt að kveikja í þeim. Þá gekk íslenskt þjóðfélag í gegn- um erfiða tíma í kjölfar heims- kreppunnar miklu í kringum 1930. Mikið atvinnuleysi einkenndi krepp- una í kjölfar mikils verðfalls á út- flutningsafurðum. Fyrirtæki urðu gjaldþrota, fátækt varð áberandi og margir sultu. Þetta ástand skerpti skil milli þjóðfélagshópa, sem skip- uðu sér jafnframt í pólitískar fylk- ingar. Mikil heift var í stjórnmálum á þessum tíma og urðu iðulega róst- ur. Reyndar urðu harðvítugir bar- dagar milli múgs og lögreglu þegar verst lét og það kom fyrir að lög- regluþjónar slösuðust illa. Úr áraun áfengisbanns, óspekta og stétta- átaka gekk lögreglan svo inn í um- brot síðari heimsstyrjaldar við her- nám Breta á Íslandi árið 1940.“ Breyttir tímar Hinn 1. janúar 1929 var með lög- um stofnað sérstakt embætti toll- stjóra og færðust tollamál þá frá embætti lögreglustjórans í Reykja- vík. Jón Hermannsson lög- reglustjóri tók við hinu nýja emb- ætti tollstjóra, en ungur maður, Hermann Jónasson, sem verið hafði fulltrúi hjá embætti bæjarfógeta, varð lögreglustjóri í Reykjavík. Eft- ir breytinguna skyldi lögreglustjóri hafa á hendi lögreglustjórn, með- ferð sakamála og almennra lög- reglumála og dómsmeðferð þeirra. Þá heyrðu margvísleg málefni áfram undir embætti lögreglustjóra, önnur en bein lögregluverkefni. Hermann Jónasson lagði grunn að þeirri löggæslu sem lögreglan býr við í dag, bæði sem lög- reglustjóri og einnig síðar sem for- sætis- og dómsmálaráðherra. Í tíð hans voru settar ítarlegar reglur fyrir lögregluna og eru mörg ákvæði þeirra grunnur að reglum sem gilda enn í dag. Eftir miklar óeirðir 9. nóvember 1932, sem upp komu á opnum fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur, var mikill hluti lögregluliðs Reykjavíkur í sárum og óvinnufær um tíma. Var því stofnað lið varalögreglu, samtals um 150 manns, en án þess að sér- staklega væri kveðið á um heimild fyrir slíku í lögum. Ljóst er að mikil tortryggni hefur ríkt af hálfu Al- þýðusambands Íslands og Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í garð lögreglunnar og sérstaklega þó hjálparliðs hennar. Það má leiða að því verulegar líkur, að tortryggni og harðvítug barátta þessara verka- lýðssamtaka gegn varalögreglunni hafi átt þátt í því að lög um ríkislög- reglu voru sett árið 1933, sem nefndust lög um lögreglumenn. Þau mæltu fyrir um þátttöku ríkisins í greiðslu kostnaðar vegna reksturs lögregluliða og settu tiltekna um- gjörð um löggæsluna. Rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa 1. júlí 1977 samkvæmt lög- um sem Alþingi hafði sett árið áður. Þannig færðust rannsóknir brota- mála undan forræði Sakadóms Reykjavíkur og lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu til sjálfstæðrar stofnunar. Skipaður var sérstakur rannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Hlutverk rannsóknarlögreglu rík- isins var einnig að veita lög- reglustjórum og sakadómurum í landinu öllu aðstoð við rannsókn brotamála þegar þeir óskuðu og rannsóknarlögreglustjóri og/eða ríkissaksóknari töldu það nauðsyn- legt. Þá gat ríkissaksóknari falið rannsóknarlögreglu ríkisins rann- sóknir einstakra mála hvar sem var á landinu þegar hann taldi þess þörf og rannsóknarlögreglustjóri gat að eigin frumkvæði tekið í sínar hend- ur rannsókn mála utan höfuðborg- arsvæðisins. Lögregla nútímans Með lögum nr. 92/1989 sem tóku gildi 1992, urðu stórfelldar breyt- ingar á skipan dómsvalds og um- boðsvalds í héraði. Samhliða þess- um breytingum voru gerðar veigamiklar breytingar á sviði rétt- arfarslöggjafar og meðal annars unnið að setningu nýrrar heild- arlöggjafar á öllum sviðum réttar- fars í landinu. Núgildandi lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 tóku gildi á sama tíma en með þeim var komið á skipun ákæruréttarfars í öllum meginatriðum. Ný lög- reglulög tóku gildi 1. júlí 1997. Þau leystu af hólmi eldri lögreglulög og lög um rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður og flest verkefni hennar færð til lögreglustjóra í héraði og embættis ríkislögreglustjóra. Um leið voru lögfestar skýrari reglur um framkvæmd lögreglustarfa og um réttindi og skyldur lögreglu- manna. Endurskoðun laga um lögregluna tengdist einnig breytingum sem urðu með lögum um meðferð op- inberra mála árið 1996. Þau miðuðu að því að hraða rannsóknum brota, auka skilvirkni með því að einfalda feril mála á rannsóknarstigi og fela lögreglustjórum ákæruvald í ríkari mæli en áður. Þannig var ákæru- vald í stærstum hluta þeirra mála sem heyrðu undir ríkissaksóknara flutt til lögreglustjóra. Með lögreglulögunum sem gildi tóku 1. júlí 1997 var komið á fót embætti ríkislögreglustjóra sem fer með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra. Með sama hætti fer ríkislögreglustjóri með málefni lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í umboði utanríkisráðherra. Samhliða þessu tók embættið við veigamikl- um stjórnsýsluverkefnum á sviði löggæslunnar í landinu. Á Sögusýningu lögreglunnar má sjá ýmsa vegvísa í þeirri miklu sögu sem hér hefur verið rakin, allt frá stundaglasi og morgunstjörnu vakt- aranna á tímum Innréttinganna að tæknivæddum tækjum og tólum sem lögreglumenn nútímans notast við í starfi sínu. Í dag, laugardag, verður ennfremur, í tilefni 200 ára afmælisins, haldinn sérstakur Lög- regludagur og verða lögreglustöðv- ar um allt land opnar almenningi, þar sem landsmönnum gefst kostur á að kynna sér húsakynni og tækja- búnað lögreglunnar, jafnframt því sem lögreglan verður kynnt fyrir al- menningi, auk þess sem Lög- regluskóli ríkisins verður með skipulagða dagskrá. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn við einkennisbúninginn frá 1803, sem fyrstu lögregluþjónarnir í Reykjavík klæddust. Til hægri má sjá klæðnað íslenskra lögregluþjóna í upphafi 21. aldar. Ljósmynd/Júlíus Sigurjónsson LÖGREGLAN Í 200 ÁR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 31 ÞAÐ var í september 1941 milli klukkan tvö og þrjú um nótt að vakthafandi varðstjóri hringdi í lögreglu- stjóra og skýrði frá því að átök hefðu orðið milli banda- rískra landgönguliða og lögreglumanna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fimm hermenn lægju meðvit- undarlausir á lögreglustöðinni. Væri búið að panta hersjúkrabíl til þess að koma þeim á spítala. Lét lög- reglustjóri þegar hafa samband við Kilgarif ofursta, sem fór með lögreglustjórn bandarísku herlögregl- unnar, og hittust þeir í framhaldinu á lögreglustöðinni, þar sem þeim var skýrt frá málavöxtum. Lýsing Agnars Kofoed-Hansen á atburðinum kemur fram í viðtali við hann í Lögreglublaðinu árið 1978 og er í stórum dráttum þessi: Harmonikkuspilari nokkur var á heimleið eftir Laugavegi í Reykjavík með hljóð- færi sitt eftir að hafa spilað á skemmtun, þegar hann mætti fimm landgönguliðum, sem báðu hann um að af- henda sér harmonikkuna. Þegar hann neitaði slógu sjóliðarnir hann niður og fékk hann af töluverðan áverka. Auk þess brotnaði harmonikkukassinn í spón, en nikkunni sinni sleppti spilarinn þó ekki. Kristján Vattnes lögreglumaður og frægur íþróttamaður var á eftirlitsgöngu skammt frá, heyrði ólætin og kom á staðinn í sama mund og spilarinn var sleginn í götuna. Hljóp Kristján á eftir árásarmönnunum, sem lögðu á flótta er þeir sáu hann, og náði hann fljótlega einum þeirra. Vildi sá ekki fallast á að koma með lögreglu- manninum niður á lögreglustöð og réðst nú allur hóp- urinn á hann, en hann reyndist þeim erfiður og fljót- lega barst aðstoð annars lögreglumanns, Guðbrands Þorkelssonar. Upphófust mikil átök, þar sem lög- reglumennirnir notuðu vasakylfur sínar, en sjóliðarnir notuðu á móti löng vasaljós og belti með þungum belt- issylgjum. Bardaganum lauk þannig að landgöngulið- arnir fimm lágu óvígir eftir, en lögreglumennirnir voru bæði sárir og móðir. Vörubifreið, sem var að hluta til yfirbyggð, átti leið þarna um og stöðvuðu lög- reglumennirnir hana. Var hermönnunum komið fyrir í bifreiðinni, en áður en komist var af stað dreif að 15– 20 hermenn, bæði bandaríska og breska, sem voru ekki á því að láta lögregluna komast burt með félaga sína. Þegar þeir gátu ekki náð hermönnunum af bíln- um reyndu þeir að hvolfa honum. Hafði það nær tekist, þegar þeir komust af stað og var ekið hratt niður á lög- reglustöð. Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri taldi þetta mjög alvarlegt mál og var hann þá minnugur atburðar í Managua, höfuðborg Nicaragua, sem fyrsti sendi- fulltrúi Bandaríkjanna á Íslandi hafði eitt sinn skýrt honum frá. Þar höfðu nokkrir landgönguliðar banda- ríska flotans lent í átökum við þarlenda lögreglumenn og hlotið af tiltölulega meinlausa pústra. Þegar það fréttist til bækistöðva landgönguliðanna, tók stjórn- laus hópur þeirra sig til og drap allmarga lög- reglumenn og lagði auk þess eld í lögreglustöðina. Af þessu spannst hið alvarlegasta milliríkjamál. Þá hafði haustið áður komið upp atvik á Íslandi, þar sem kan- adísk hersveit kom með alvæpni á lögreglustöðina í því augnamiði að taka lögreglustjórann í Reykjavík fast- an, þar sem þeir töldu sig vita að íslenskir lög- reglumenn hefðu handtekið unga vinkonu þeirra og fært í fangageymsluna. Þetta reyndist ekki rétt og var einum hermanninum leyft að fá staðfestingu þess með því að skoða inn í fangageymsluna. Hurfu hermenn- irnir á brott við svo búið. Í ljósi atburðarins í Managua lagði lögreglustjóri það til við Kilgarif ofursta að þeir færu strax til bæki- stöðva Bonesteel yfirhershöfðingja herafla banda- manna á Íslandi og vektu hann upp. Var það gert. Lög- reglustjóri gerði yfirhershöfðingjanum grein fyrir málinu og lýsti jafnframt áhyggjum sínum og lögregl- unnar vegna líðanar landgönguliðanna, sem meiðst höfðu, en einnig afleiðingum þess, er fréttir af atburð- inum bærust til hinna ýmsu herbúða. Lögreglustjóri spurði Bonesteel að því hvort ekki væri mögulegt að hafa tilbúna fréttatilkynningu um atburðinn ásamt dagskipan frá honum til yfirmanna hinna dreifðu her- búða, þegar þeir væru vaktir. Bonesteel féllst á þetta og var það gert. Þannig lauk þessu máli án eftirmála fyrir íslensku lögregluna. Átök lögregluþjóna og hermanna á stríðsárunum Heimildarmaður: Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn svg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.