Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 12-16. Mazda6 bíll ársins í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið í kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. Mazda6 kom best út í skoðanakönnun Autocar hjá 25.000 breskum bíleigendum. Hundrað bíltegundir voru í úrtakinu og þar á meðal margfalt dýrari lúxusbílar. Komdu, skoðaðu og reynsluaktu Mazda6 og þú munt skilja þessar niðurstöður. – að dómi breskra bíleigenda! Mazda6 bestur Verð frá kr. 2.150.000* Verðið miðast við fernra dyra, beinskiptan bíl með 1,8 l vél. FJÖLMENNI tók þátt í skrúðgöngu skáta og skátamessu í Safn- aðarheimilinu í Sandgerði á sum- ardaginn fyrsta. Skátafélagið Heiðabúar stóð fyr- ir skrúðgöngunni frá skátaheim- ilinu að Safnaðarheimilinu ásamt undirdeildum sínum, Stafnbúum í Sandgerði og Bergbúum í Garði. Lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék í göngunni. Meðal gesta í skátamessunni var Ólafur Ásgeirsson, skátaforingi Íslands, og sæmdi hann nokkra skáta heiðursmerkjum. Jafnframt voru vígðir fjörtíu nýir skátar og fór vígslan í fyrsta skipti fram í Safnaðarheimilinu. Að athöfn lok- inni var gengið í skátaheimili Stafn- búa þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fánaberar úr skrúðgöngu skáta á sumardaginn fyrsta með Birni Sveini Björnssyni sóknarpresti. 40 nýir skát- ar vígðir Sandgerði FRÍSTUNDAHELGI í Reykja- nesbæ var sett formlega við athöfn í skrúðgarðinum við Tjarnargötu í Keflavík í gær. Árni Sigfússon bæjarstjóri naut aðstoðar Jóns Þórs Gylfasonar, nemanda í Heið- arskóla, við að senda friðarmynd á vængjum blöðru upp í himininn, með ósk um frið í heiminum. Öllum grunnskólabörnum í Reykjanesbæ var boðið að taka þátt í verkefninu Friður í Reykja- nesbæ. Máttu þau teikna eða mála myndir út frá orðinu friður. Bárust 1.300 myndir og hafa þær allar ver- ið hengdar upp í íþróttasalnum í Myllubakkaskóla. Áður hafði verið fyrirhugað að myndirnar yrðu hengdar upp á snúrur í skrúðgarð- inum en sunnlenska rokið sá til þess að það væri ekki hægt. Þegar Árni Sigfússon setti Frí- stundahelgina sagðist hann þora að fullyrða að þessi sýning væri eins- dæmi á landinu, ef ekki í öllum heiminum. Myndirnar verða seldar á morg- un, á 100 krónur hver mynd, og rennur andvirði þeirra til Ung- lingadeildar Rauða krossins sem ráðstafar peningunum til stríðs- hrjáðra barna. Fjölbreytt dagskrá er á frí- stundahelginni víða um Reykja- nesbæ. Dagskrána er meðal annars að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Til styrktar stríðs- hrjáðum börnum Reykjanesbær Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Árni Sigfússon og Jón Þór Gylfason sáu um að senda út friðarboðskapinn. ÁRNI Sigfússon bæjarstjóri boðar til fimm funda með íbúum Reykja- nesbæjar á næstunni. Á fundunum verður meðal annars fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnafram- kvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda. Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara. Til að auðvelda íbúum að- sókn og umfjöllun um næsta ná- grenni eru haldnir fundir á fimm stöðum sem hér segir: Íbúar í Innri Njarðvík eru boðaðir á fund mánudaginn 28. apríl í Safn- aðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju. Fundað er með íbúum í Njarðvík, þriðjudaginn 29. apríl í Njarðvíkur- skóla. Íbúar í Höfnum eru boðaðir í Sædýrasafnið 30. apríl. Fundað verður með íbúum í Kefla- vík, sunnan Aðalgötu, mánudaginn 5. maí í Holtaskóla. Og með íbúum í Keflavík, norðan Aðalgötu, miðviku- daginn 7. maí í Heiðarskóla. Allir fundirnir hefjast klukkan 20. Íbúafundir með bæjar- stjóra Reykjanesbær Í TILEFNI af lögregludeginum, sem er í dag, verður opið hús á lögreglu- stöðvunum í Keflavík og Grindavík. Stöðvarnar verða opnar almenningi frá klukkan 11 til 17. Boðið er upp á kaffi og starfsemin kynnt. Opið hús hjá lögreglunni Keflavík/Grindavík NÝR flygill í eigu Listasafns Reykjanesbæjar verður vígður með tónleikum sem haldnir verða í sýn- ingarsal safnsins í Duushúsum í dag. Hefjast tónleikarnir klukkan 15. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, ávarpar gesti. Fram koma listamennirnir Bryn- hildur Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Dagný Þórunn Jóns- dóttir, en þær eru allar kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sem og Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Þau flytja ma. tónlist eftir Anton Dvorák og Edward Grieg. Nýr flygill vígður á tón- leikum Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.