Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 24

Morgunblaðið - 26.04.2003, Page 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 12-16. Mazda6 bíll ársins í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið í kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. Mazda6 kom best út í skoðanakönnun Autocar hjá 25.000 breskum bíleigendum. Hundrað bíltegundir voru í úrtakinu og þar á meðal margfalt dýrari lúxusbílar. Komdu, skoðaðu og reynsluaktu Mazda6 og þú munt skilja þessar niðurstöður. – að dómi breskra bíleigenda! Mazda6 bestur Verð frá kr. 2.150.000* Verðið miðast við fernra dyra, beinskiptan bíl með 1,8 l vél. FJÖLMENNI tók þátt í skrúðgöngu skáta og skátamessu í Safn- aðarheimilinu í Sandgerði á sum- ardaginn fyrsta. Skátafélagið Heiðabúar stóð fyr- ir skrúðgöngunni frá skátaheim- ilinu að Safnaðarheimilinu ásamt undirdeildum sínum, Stafnbúum í Sandgerði og Bergbúum í Garði. Lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék í göngunni. Meðal gesta í skátamessunni var Ólafur Ásgeirsson, skátaforingi Íslands, og sæmdi hann nokkra skáta heiðursmerkjum. Jafnframt voru vígðir fjörtíu nýir skátar og fór vígslan í fyrsta skipti fram í Safnaðarheimilinu. Að athöfn lok- inni var gengið í skátaheimili Stafn- búa þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fánaberar úr skrúðgöngu skáta á sumardaginn fyrsta með Birni Sveini Björnssyni sóknarpresti. 40 nýir skát- ar vígðir Sandgerði FRÍSTUNDAHELGI í Reykja- nesbæ var sett formlega við athöfn í skrúðgarðinum við Tjarnargötu í Keflavík í gær. Árni Sigfússon bæjarstjóri naut aðstoðar Jóns Þórs Gylfasonar, nemanda í Heið- arskóla, við að senda friðarmynd á vængjum blöðru upp í himininn, með ósk um frið í heiminum. Öllum grunnskólabörnum í Reykjanesbæ var boðið að taka þátt í verkefninu Friður í Reykja- nesbæ. Máttu þau teikna eða mála myndir út frá orðinu friður. Bárust 1.300 myndir og hafa þær allar ver- ið hengdar upp í íþróttasalnum í Myllubakkaskóla. Áður hafði verið fyrirhugað að myndirnar yrðu hengdar upp á snúrur í skrúðgarð- inum en sunnlenska rokið sá til þess að það væri ekki hægt. Þegar Árni Sigfússon setti Frí- stundahelgina sagðist hann þora að fullyrða að þessi sýning væri eins- dæmi á landinu, ef ekki í öllum heiminum. Myndirnar verða seldar á morg- un, á 100 krónur hver mynd, og rennur andvirði þeirra til Ung- lingadeildar Rauða krossins sem ráðstafar peningunum til stríðs- hrjáðra barna. Fjölbreytt dagskrá er á frí- stundahelginni víða um Reykja- nesbæ. Dagskrána er meðal annars að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Til styrktar stríðs- hrjáðum börnum Reykjanesbær Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Árni Sigfússon og Jón Þór Gylfason sáu um að senda út friðarboðskapinn. ÁRNI Sigfússon bæjarstjóri boðar til fimm funda með íbúum Reykja- nesbæjar á næstunni. Á fundunum verður meðal annars fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnafram- kvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda. Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara. Til að auðvelda íbúum að- sókn og umfjöllun um næsta ná- grenni eru haldnir fundir á fimm stöðum sem hér segir: Íbúar í Innri Njarðvík eru boðaðir á fund mánudaginn 28. apríl í Safn- aðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju. Fundað er með íbúum í Njarðvík, þriðjudaginn 29. apríl í Njarðvíkur- skóla. Íbúar í Höfnum eru boðaðir í Sædýrasafnið 30. apríl. Fundað verður með íbúum í Kefla- vík, sunnan Aðalgötu, mánudaginn 5. maí í Holtaskóla. Og með íbúum í Keflavík, norðan Aðalgötu, miðviku- daginn 7. maí í Heiðarskóla. Allir fundirnir hefjast klukkan 20. Íbúafundir með bæjar- stjóra Reykjanesbær Í TILEFNI af lögregludeginum, sem er í dag, verður opið hús á lögreglu- stöðvunum í Keflavík og Grindavík. Stöðvarnar verða opnar almenningi frá klukkan 11 til 17. Boðið er upp á kaffi og starfsemin kynnt. Opið hús hjá lögreglunni Keflavík/Grindavík NÝR flygill í eigu Listasafns Reykjanesbæjar verður vígður með tónleikum sem haldnir verða í sýn- ingarsal safnsins í Duushúsum í dag. Hefjast tónleikarnir klukkan 15. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, ávarpar gesti. Fram koma listamennirnir Bryn- hildur Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Dagný Þórunn Jóns- dóttir, en þær eru allar kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sem og Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Þau flytja ma. tónlist eftir Anton Dvorák og Edward Grieg. Nýr flygill vígður á tón- leikum Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.