Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 51 ✝ Vilborg PálínaBjarnadóttir fæddist á bænum Tjörn í Mýrarhreppi í Austur-Skaftafells- sýslu hinn 26. maí 1919. Hún lést á Borgarspítalanum hinn 12. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Vil- borgar voru Bjarni Pálsson bóndi á Tjörn, f. á Holtum á Mýrum 20. nóvem- ber 1885, d. 13. ágúst 1970, og Katr- ín Jónsdóttir, f. á Viðborði á Mýrum 1. maí 1877, d. 8. nóvember 1973. Systkyni Vil- borgar eru: Nanna Unnur, f. 22. janúar 1913, Benedikt, f. 22. mars 1914, d. 4. nóvember 2000, Páll, f. 6. júlí 1915, d. 5. nóv- ember 1946, og Guðjón, f. 24. júní 1920. Árið 1953 giftist Vilborg Helga Sæmundssyni, bónda í Stóra-Bóli, f. 13. apríl 1924, d. 24. apríl 1987. Helgi var sonur Sæmundar Halldórssonar, f. 19. febrúar 1887, d. 14. septem- ber 1976, og Guð- rúnar Þorsteinsdótt- ur, f. 3. janúar, 1892, d. 20. mars 1973. Börn Vilborg- ar og Helga eru: 1) Páll bókari, f. 24. júlí 1953, sambýlis- kona Sigríður Mar- grét Kristjánsdóttir, f. 7. janúar 1955, dóttir hennar er Þórunn Hildur Þór- isdóttir, f. 7. júní 1973, sambýlismað- ur Stefán Emil Jó- hannsson. 2) Gunnar bóndi á Stóra-Bóli, f. 27. ágúst 1955, kona hans er Hafdís Bergmanns- dóttir, f. 29. júní 1964. Börn þeirra eru: Helgi Þórir, f. 27. apríl 1988, Bergmann, f. 21. ágúst 1990, Auður Lóa, f. 17. maí 1996, og Aðalsteinn, f. 23. febr- úar 2000. Útför Vilborgar verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn í dag, en jarðsett verður í Brunnhóls- kirkjugarði á Mýrum. Fyrir hartnær hálfri öld voru Mýrar í Austur-Skaftafellssýslu af- skekkt sveit, í norðri gnæfði Vatnajökull, sandorpin sjávar- strönd í suðri og óbrúaðar jökulár í austri og vestri. Og samfélagið, sem sveitina byggði, hafði þróast í aldanna rás með sínum hraða án mikilla afskipta skarkala umheims- ins. Þar ríkti sátt og samlyndi, og samhjálp mikil á milli granna. Ef stórframkvæmdir stóðu fyrir dyr- um, birtust nágrannar óumbeðnir og margar hendur unnu létt verk. Viðmót fólksins í sveitinni var sér- sniðið, ekki sérlega margmált né lá hátt rómur, en þeim mun hlýlegra. Ég fékk að njóta þeirra sérrétt- inda að kynnast þessu samfélagi náið í fimm sumur frá 9 ára að aldri, hjá þeim sæmdarhjónum Vil- borgu (Lóu) og Helga í Stóra-Bóli. Í fyrstu átti ég að gæta sona þeirra, Páls og Gunnars, en með tímanum tóku önnur störf við er þeir uxu úr grasi. Í Bóli var tvíbýli, og þar bjuggu einnig Halldór bróð- ir Helga ásamt Rósu konu sinni og börnum þeirra Ólafi og Önnu. Á þessum árum ríkti mikil bjart- sýni í landbúnaði, býlin stækkuðu jafnt og þétt, og vélvæðing jókst, þótt enn væri slegið með orfi og ljá þar sem vélum varð ekki við komið. Og þetta átti við um búskapinn í Bóli, eljusemin í fyrirrúmi, og gengið að hverju verki með sam- vizkusemi og krafti. Í Stóra-Bóli var yndislegt samfélag tveggja fjöl- skyldna þar sem hvergi bar skugga á, og í þau fimm sumur sem ég dvaldi þar heyrði ég aldrei styggð- aryrði á vör, eða aðra manneskju lastaða. Þar lærði ég að fara með bænirnar mínar að kvöldi. Og ég saknaði sveitarinnar á haustin þeg- ar skólinn kallaði. Þótt ekki hafi verið skyldleiki á milli fjölskyldunnar í Bóli og minn- ar þróaðist náinn vinskapur þar í milli. Er ég yfirgaf vinnumennsk- una kom yngri bróðir, Bogi, í minn stað og dvaldi þar í fjögur sumur og enn síðar dvöldu þar börnin mín um lengri eða skemmri tíma er þau uxu úr grasi. Lóa og Helgi bjuggu á Bóli, með dyggri hjálp sonanna, þar til 1987 er Helgi lézt, aðeins 63 ára að aldri. Lóa og yngri sonurinn Gunn- ar héldu búskap áfram til 1993, er hún flutti á Höfn. Tók þá Gunnar alfarið við búinu og kona hans Haf- dís. Lóa dvaldi í nokkur ár íbúð í húsi frændsystkina sinna í Sætúni, Bjargar, Leifs og Jóns, en flutti síðan í eigin íbúð í húsi eldri borg- ara, Ekru. Þar leið henni vel í ná- grenni við gamla sveitunga og systkini sín, Nönnu, Guðjón og Benna. Lóa hélt góðri heilsu allt fram á síðasta ár er halla tók undan fæti, og svo fór að hún flutti sig um set yfir á hjúkrunardeild HSSA. Þar leið henni vel, enda hlúð að henni af mikilli alúð. Heilsu hennar hrak- aði hratt í byrjun apríl og lézt hún á Borgarspítalanum 12. apríl á átt- ugasta og fjórða aldursári. Á hjúkrunarfólk á deild 7A miklar þakkir skildar fyrir ljúfa umönnun og nærgætni. Milli mín og Lóu ríkti einkar kær vinátta. Við skrifuðumst á þegar of langt var á milli, en heim- sóttum hvort annað þegar tækifæri gafst, og alltaf voru rifjaðar upp gamlar ljúfar minningar. Í upphafi árs er heilsu Lóu tók að hraka, fór- um við Fríður í sérstaka ferð til hennar og áttum með henni indæla helgarlanga dvöl. Lóa var fremur hlédræg í eðli sínu en sérlega við- feldin og góð kona, og hafði þessa hlýju námd, sem manni fannst svo gott að finna. Hún hafði næmt skopskyn og sagði vel frá ef þannig bar við. Henni féll sjaldan verk úr hendi, hvort sem það var við bú- störfin eða við hannyrðir. Lóu leið bezt í sínu umhverfi og nærri sín- um nánustu. Barnabörnin áttu stóran hluta af hugarheimi hennar, og fylgdist hún grannt með þroska þeirra og velferð. Hún hélt góðri heilsu og reisn allt þar til yfir lauk. Hjá mér ríkir söknuður að sjá á bak miklum vini og góðgerðarkonu, sem kenndi mér margt um það góða sem í kringum okkur er. Við hjónin og fjölskylda mín sendum sonum Lóu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjalti Franzson. VILBORG PÁLÍNA BJARNADÓTTIR ✝ Ketilbjörg Er-lendína Magnús- dóttir fæddist í Garð- húsum í Höfnum 25.8. 1920. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 13.4. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Gunn- laugsson, f. 1.11. 1874, d. 6.1. 1956, og Guðný Þórðardóttir, f. 11.9. 1883, d. 2.12. 1956. Systkini Ketil- bjargar voru Krist- ján, f. 31.1. 1904, d. 20.7. 1985, Jón Höjgaard, f. 9.8. 1905, d. 9.8. 1968, Járnbrá Guðríð- ur, f. 28.9. 1907, d. 19.7. 1986, og Jensína, f. 27.5. 1913, d. 14.7. 1913. Ketilbjörg giftist Gunnari Einari Jak- obssyni, f. 9.9. 1920, d. 5.7. 1987. Börn Ketil- bjargar eru Gunnar Jens, f. 21.1. 1939, Guðný Magnea, f. 12.7. 1961, og Krist- björg Þórey, f. 31.8. 1962. Barnabörnin eru fjögur og eitt langömmubarn. Heimili hennar var á Hringbraut 112 í Reykjavík. Útför Ketilbjargar verður gerð frá Kotvogskirkju í Höfnum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ketilbjörg, móðursystir mín, var góð kona, stórbrotin og mikil heim- iliskona. Heimili hennar bar vitni um nostursemi og smekkvísi. Alltaf tók hún á móti manni með hlýju og vin- arhug. Það eru forréttindi, að hafa verið þess aðnjótandi, að finna góð- vild og hlýju hennar í sinn garð. Ketilbjörg var í heimahúsum þar til foreldrar hennar létust. Oft var mannmargt á heimilinu og þá sér- staklega á vetrarvertíðum, því faðir hennar var útvegsbóndi. Gestrisni og hlýju lærði hún í foreldrahúsum, sem margir fengu að njóta. Marg- vísleg störf þurfti að inna af hendi, sem kröfðust þrautseigu og dugn- aðar. Hún var foreldrum sínum stoð og stytta. Er þau féllu frá fluttist hún til Reykjavíkur. Þar vann hún ýmis störf, lengst af á geðdeild Borgarspítalans. Í stríðinu hafði hún unnið við að smyrja brauð og nesta flugmenn bandamanna. Hún minnt- ist þess, að henni þótti Bandaríkja- menn gera meira fyrir sína flug- menn, en Bretar. Ung fór hún í ljósmæðranám á Landspítalanum, en aðstæður leyfðu ekki, að hún lyki því námi. Ketilbjörg var ósérhlífin og vinur vina sinna. Mikill vinskapur var með þeim Ketilbjörgu og mág- konu hennar, Kristínar Jónu Bene- diktsdóttur. Barnaskóli var í Höfnum og naut hún kennslu þar. Hún minntist skól- ans og Jóns skólastjóra með hlýju og taldi nám sitt í skólanum hafi verið sér til gagns í lífinu. Hafnir, fæðing- arstaður hennar, voru henni kærar. Hjónin, Ketilbjörg og Gunnar, byggðu sér sumarbústað á arfleifð hennar þar. Þau undu sér vel og ræktuðu þar jarðarávexti. Hún var alvön ræktun þeirra, þar sem for- eldrar hennar höfðu verið stórtæk á því sviði. Guðný hefur verið móður sinni stoð og stytta gegnum árin og hafa þær haldið heimili saman. Mjög kært var á milli þeirra mæðgna. Heilsu Ketilbjargar hafði hrakað mjög sl. þrjú ár vegna illkynjaðs sjúkdóms. Hún tók þessum veikind- um sínum af æðruleysi. Eins og að ofan greinir, tel ég mig hafa notið forréttinda, að hafa fengið að njóta vinarhug og hlýju frá móð- ursystur minni. Hvað býr innra með þeim, sem eru með ólæknandi sjúk- dóm? Hvað gefur þeim þrek og kjark til að takast á við lífið? Er það ekki kærleikurinn, vinarhugurinn til annarra. Með því að sýna af sér æðruleysi og láta geisla frá sér hlý- hug og vinarþel, léttir hún undir með þeim, sem nálægt standa. Ég þakka allan kærleik og vinar- hug til mín og minna í gegnum árin. Guðmundur Guðmundsson. KETILBJÖRG ERLENDÍNA MAGNÚSDÓTTIR Bróðir okkar, ÞORSTEINN SIGURVALDASON frá Eldjárnsstöðum, lést á Héraðshælinu Blönduósi fimmtudaginn 24. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Systur hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL SÆMUNDSSON, Minni-Vogum, Vogum, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtu- daginn 24. apríl. Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstu- daginn 2. maí kl. 13.30. Sigríður Vilborg Jakobsdóttir, Sigurður Vilberg Egilsson, Selma Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Sara Björk Kristjánsdóttir, Klemenz Egilsson, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Jón Ingi Baldvinsson, Sæmundur Kristinn Egilsson, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG Ó. ÓSKARSDÓTTIR frá Steinum undir Eyjafjöllum, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mið- vikudaginn 23. apríl. Vilborg Ólafsdóttir, Gestur Þór Sigurðsson, Jóhann Ólafsson, Hjördís Hjaltadóttir, Elín Rut Ólafsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, SESSELJA S. SIGURÐARDÓTTIR frá Seljatungu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 26. apríl, kl. 11.00. Einar Páll Vigfússon, Sigurður Vigfússon, Ingibjörg Vigfúsdóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar og amma, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Sléttahrauni 26, lést á heimili sínu föstudaginn 18. apríl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju föstudaginn 25. apríl og hvíl- ir hún í Garðakirkjugarði. Við þökkum auðsýndan samhug og hlýju frá vinum og ættingjum. Sigríður, Kristín, Rósa, Marta og börn. Elskulegur bróðir okkar, ÞORKELL KRISTMUNDSSON, Efri Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, lést af slysförum fimmtudaginn 24. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin verður auglýst síðar. Systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.