Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna EFRI DEILD: Valur - Stjarnan......................................14:1 Staðan: Valur 5 5 0 0 33:5 15 Breiðablik 4 2 1 1 13:9 7 ÍBV 3 2 0 1 8:6 6 KR 4 1 1 2 10:14 4 Stjarnan 5 1 0 4 5:29 3 Þór/KA/KS 3 0 0 3 2:8 0  Valur tryggði sér efsta sætið með sigr- inum og mætir liðinu sem endar í fjórða sæti í undanúrslitum. NEÐRI DEILD, A-riðill: ÍR - Fjölnir.................................................0:7 Staðan: Fjölnir 5 3 1 1 20:6 10 ÍR 5 2 2 1 14:11 8 Breiðablik 4 2 1 1 15:6 7 Víðir 4 1 3 0 6:4 6 Reynir S. 4 1 1 2 7:15 4 Árborg 4 0 0 4 5:25 0 EFRI DEILD, A-riðill: KA tefldi fram tveimur ólöglegum leik- mönnum gegn Aftureldingu og verður því úrskurðaður 0:3 ósigur í stað 3:0 sigurs. Lokastaða riðilsins verður því þannig: Keflavík 7 6 0 1 23:9 18 ÍA 7 4 1 2 15:6 13 Fram 7 4 1 2 16:10 13 KR 7 4 0 3 14:8 12 Þór 7 4 0 3 16:15 12 Afturelding 7 3 0 4 9:20 9 Stjarnan 7 1 1 5 10:21 4 KA 7 0 1 6 4:18 1 Holland Waalwijk - Willem II.................................3:1 Belgía Lierse - Club Brugge ................................1:1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppni, 16-liða úrslit: Austurdeild: Boston - Indiana ..................................101:83  Boston er yfir, 2:1. Milwaukee - New Jersey ..................101:103  New Jersey er yfir, 2:1. Vesturdeild: LA Lakers - Minnesota ....................110:114  Minnesota er yfir, 2:1. HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslit kvenna, Essodeildin, fyrsti leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar ...............16 Sunnudagur: Undanúrslit karla, Essodeild, annar leik- ur: KA-heimili: KA - Haukar......................16.15 Austurberg: ÍR - Valur .........................16.15 BLAK Laugardagur: Úrslitaleikir í bikarkeppninni í Austur- bergi. KONUR: Þróttur N. - HK .........................14 KARLAR: Stjarnan - HK ..........................16 GLÍMA Íslandsglíman verður í Víkinni í dag, laug- ardag. Keppni karla um Grettisbelti hefst kl. 15 og strax á eftir keppa konur um Freyjumenið. KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni karla: Fífan: HK - Leiknir R. ...............................13 Reykjaneshöll: Njarðvík - Léttir ..............14 Gróttuvöllur: Grótta - ÍH...........................14 Garðskagavöllur: Víðir - Reynir S. ...........14 Grenivík: Magni - Tindastóll .....................14 KA-völlur: Vaskur - Völsungur.................14 Selfoss: Selfoss - Sindri..............................14 Neskaupst.: Fjarðabyggð - Leiknir F......14 Akranes: Skallagrímur - Hvöt ..................14 Boginn: Leiftur/Dalvík - KS.................15.15 Deildabikarkeppni kvenna: Fífan: Breiðablik - ÍBV..............................15 Egilshöll: KR - Þór/KA/KS .......................15 Sunnudagur: Atlantic-bikarinn: KR-völlur: KR - HB ...................................17 Deildabikarkeppni kvenna: Laugardalur: ÍBV - Þór/KA/KS ...............13 Reykjaneshöll: RKV - HK/Víkingur ........14 Laugardalur: Þróttur/Haukar - Fjölnir...15 Reykjaneshöll: Tindastóll - FH ................16 BORÐTENNIS  Reykjavíkurmótið í borðtennis fer fram í dag kl. 10 í TBR-húsinu.  Lokamót stigamóta Borðtennissam- bands Íslands fer fram í TBR-húsinu á morgun, sunnudag kl. 11. Úrslitaleikir karla og kvenna verða kl. 12.30. SKVASS Úrslitaleikirnir á Íslandsmótinu í skvassi fara fram kl. 16 í dag í Veggsporti. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmótið í kraftlyftingum verður í Garðaskóla í Garðabæ kl. 13. í dag. UM HELGINA ÍVAR Bjarklind hefur tekið fram knattspyrnuskóna á ný og mun leika með sínu gamla félagi, KA, í úrvalsdeildinni í sumar. Ívar lék nokkra leiki með KA-mönnum í 1. deildinni sumarið 2001 en hann hef- ur að miklu leyti verið í fríi frá knattspyrnunni frá því hann varð Íslandsmeistari með ÍBV árin 1997 og 1998. Hann kom þó inn í lið KR á miðju tímabilinu 2000 og fagnaði einnig Íslandsmeistaratitlinum þar. Ívar er 28 ára gamall og hefur ýmist leikið sem miðjumaður eða bakvörður. Hann hefur spilað sam- tals 100 leiki í efstu deild með ÍBV, KR og KA og á einn A-landsleik að baki, gegn Sádi-Arabíu árið 1997, en það ár var hann jafnframt í landsliðshópnum í einum leik í und- ankeppni HM. Ívar lék með KA-mönnum þegar þeir sigruðu Aftureldingu, 3:0, í deildabikarnum í fyrradag. Hann er ekki kominn með leikheimild og þar með verður leikurinn úrskurð- aður tapaður KA-mönnum, 0:3. Þeir létu einnig danska markvörð- inn Sören Byskov spila þann leik en hann fékk síðan leikheimild í gær. „Við ákváðum að nota Ívar og Sören þar sem við litum á þetta sem undirbúningsleik fyrir sumarið. Það er orðið erfiðara en áður að fá leikheimildir erlendis frá og því teljum við að KSÍ ætti að slaka á með þessar reglur í deildabik- arnum og gefa félögunum kost á að prófa erlenda leikmenn í keppn- inni,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar KA, við Morgunblaðið. LEIKMANNAHÓPUR KR sem mætir HB á morgun er þannig skipaður: Kristján Finnbogason, Hilmar Björnsson, Gunnar Ein- arsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sigursteinn Gíslason, Kristinn Hafliðason, Sigurvin Ólafsson, Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson, Veigar Páll Gunnarsson, Einar Þór Daníels- son, Sigurður Ragnar Eyjólfs- son, Garðar Jóhannsson, Jón Skaftason, Valþór Halldórsson, Sverrir Bergsteinsson, Sölvi Davíðsson og Kjartan Finnboga- son. Leikmannahópur HB er þann- ig skipaður: Bárður Johannesen, Martin Christensen, Elí Thor- steinsson, Janus M. Joensen, Kári Nielsen, Nicu Dogaru, Rúni Nolsöe (fyrirliði), Rógvi Jacob- sen, Karsten From, Andrew av Flötum, Jan Christian Dam, Tór- Ingar Akselsen, Bergleif Sól- sker, Rókur av Flötum Jesper- sen, Hallur Danielsen, Pól Næss Joensen og Páll Mohr Joensen. Leikmenn KR og HB KR-ingar tefla fram sínu öflug-asta liði til þessa á tímabilinu en allir fastamenn liðsins að undan- förnu verða með, nema Jökull Elísa- betarson sem er meiddur. Það er samstarfsnefnd Íslands og Færeyja í ferðamálum, FITUR, sem stendur að þessari meistarakeppni en leikið verður í löndunum til skipt- is. Meistaralið þjóðanna 2003 mæt- ast því í Færeyjum næsta vor. HB varð færeyskur meistari í 16. skipti í fyrra en félagið er það sig- ursælasta í sögu færeysku knatt- spyrnunnar og vann fyrsta titilinn árið 1955. HB hefur jafnframt unnið færeyska bikarinn 25 sinnum á 48 árum. Félagið hefur margoft tekið þátt í Evrópukeppni og gerði t.d. jafntefli, 2:2, við Grazer AK frá Aust- urríki fyrir tveimur árum. Þá hefur HB unnið og gert jafntefli gegn finnskum liðum í Evrópuleikjum á síðustu árum. Tveir leikmanna HB, þeir Andrew af Flötum og Rógvi Jacobsen, eru í færeyska landsliðinu en vegna Ís- landsferðarinnar sleppa þeir vin- áttuleik gegn Kazakhstan sem fram fer í Færeyjum á morgun. Reyndasti maður liðsins, Jan Christian Dam, lék 39 landsleiki, m.a. sigurleikinn fræga gegn Austurríki árið 1990, og fyrirliðinn, Runi Nolsöe, hefur einn- ig spilað með landsliðinu. Þá teflir HB fram tveimur Dön- um, sóknarmanninum Karsten From sem liðið fékk frá Midtjylland í vetur, og varnarmanninum Martin Christensen sem einnig er nýkominn til félagsins en hefur verið meiddur og spilar væntanlega sinn fyrsta leik gegn KR. Einnig er reyndur rúm- enskur varnarmaður, Nicu Dogaru, í liðinu. Þeir Andrew af Flötum, marka- kóngur færeysku 1. deildarinnar í fyrra, og Karsten From eru helstu markaskorarar HB og hafa gert 12 af 15 mörkum liðsins í færeysku bik- arkeppninni í vor en undankeppni hennar er leikin í riðlum áður en deildakeppnin hefst. Þar varð HB í öðru sæti í sínum riðli, á eftir GÍ frá Götu en á undan erkifjendunum í B36, og er því komið í átta liða úrslit- in þar sem liðið mætir NSÍ frá Runa- vík um næstu helgi. Arnar Gunnlaugsson á ferðinni með knöttinn. Öflugt lið KR-inga gegn reyndum Færeyjameisturum í keppni um Atlantic-bikarinn í Frostaskjóli TVÍBURARNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugsson leika í fyrsta skipti saman með KR á eigin heimavelli þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Færeyjameisturum HB í meistarakeppni landanna á KR- vellinum á morgun. Leikurinn hefst kl. 17 og er önnur viðureign meistaraliða þjóðanna um Atlantic-bikarinn en ÍA vann B36 í Þórs- höfn í fyrravor, 2:1, í fyrsta leiknum. Arnar og Bjarki í fyrsta skipti saman með KR Ívar Bjarklind aftur með KA HEIÐAR Helguson, knattspyrnu- maður hjá Watford, leikur ekki meira með liði sínu á tímabilinu og missir af landsleik Íslands og Finn- lands í Vantaa á miðvikudaginn kemur. Heiðar fékk í gær þann úr- skurð að tvö liðbönd í ökkla væru rifin og hann verður frá æfingum og keppni í 4–6 vikur. Þar með er tvísýnt að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir Evrópuleikina gegn Færeyjum og Litháen í júní. KR-ingarnir Arnar Gunnlaugs- son og Veigar Páll Gunnarsson hafa verið kallaðir inn í hópinn í staðinn og fara með til Finnlands en áður höfðu verið valdir 17 leik- menn. Arnar lék sinn fyrsta lands- leik í hálft fjórða ár þegar Ísland lék við Eistland í Tallinn í nóvem- ber sl. en Veigar Páll spilaði einu tvo landsleiki sína til þessa í Ind- landsferð landsliðsins fyrir tveimur árum. Heiðar meiddist í leik Watford gegn Bradford síðasta laugardag en þá skoraði hann mark í ósigri, 2:1. „Ég lenti í návígi með þessum afleiðingum en niðurstaðan var ekki ljós fyrr en núna rétt áðan. Ég var í myndatöku og þar kom í ljós að liðböndin eru rifin. Nú tekur við meðferð vegna meiðslanna og það ræðst ekki fyrr en síðar hvort ég verði orðinn heill í tæka tíð fyrir landsleikina í júní. Þetta er leiðin- legt en maður verður að taka því eins og öðru í þessari íþrótt,“ sagði Heiðar í gær. Heiðar er marka- hæsti leikmaður Watford í ensku 1. deildinni í vetur með 11 mörk. Hann varð að hætta við þátttöku í landsleik Íslendinga gegn Skotum í mars vegna meiðsla Heiðar úr leik, Veigar og Arnar til Finnlands Heiðar Helguson Veigar Páll Gunnarsson Arnar Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.