Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sumargla›ningur
Afskorin
blóm
Garðskálaplöntur
20%
fimmtudag til sunnudags
í tilefni sumarkomu.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
09
34
04
/2
00
3
Potta-
plöntur
20%
afsláttur
afsláttur af öllum blómum
Hvernig vogarðu þér að óvirða réttinn með því að vera ekki líka með sinnepi, remúlaði og
steiktum, ómyndin þín?
Fyrirlestur um ættir og nöfn
Synd að sjá á
eftir gömlum og
góðum nöfnum
Nafnfræðifélagið ernokkuð reglulegameð fyrirlestra
um hin ýmsu málefni sem
tengjast nöfnum og gengst
fyrir fyrirlestri í dag
klukkan 13.30 sem hefur
yfirskriftina Ættir og
nöfn. Fyrirlesturinn verð-
ur í Odda, Háskóla Ís-
lands, stofu 101. Það er
Guðfinna Ragnarsdóttir,
menntaskólakennari og
ritstjóri Fréttabréfs Ætt-
fræðifélagsins sem flytur
fyrirlesturinn sem kemur
inn á siði, venjur, hefðir og
margt, margt fleira sem
viðkemur nafnavali ein-
staklinga og ætta. Morg-
unblaðið bað Guðfinnu að
svara nokkrum spurning-
um um fyrirlesturinn.
– Hvað varð til þess að þú
fékkst áhuga á ættum og nöfn-
um?
„Ég hef haft áhuga á ættfræði
og nöfnum frá því að ég man eftir
mér. Móðir mín er mjög ættfróð
og ég ólst upp í nánum tengslum
við stóran frændgarð þar sem
mikið var spáð og spjallað. Ég
teygaði því snemma í mig fróðleik
um menn og málefni, sögur og
sagnir. Aftur og aftur heyrði ég
sömu nöfnin, sá hvernig þau hrísl-
uðust í gegnum aldirnar, líkt og
sögurnar og sagnirnar, útlitið og
eiginleikarnir. Ég fann líka fljótt
að ég hafði ákveðna sérstöðu þar
sem ég bar nafn afa míns Guð-
finns og ömmu minnar Sigur-
bjargar. Ég fann að nafnið tengdi
mig þeim og fortíðinni.“
– Og hvaðan koma svo nöfnin?
„Þegar ég snéri mér að ætt-
fræðinni fyrir alvöru sá ég þýð-
ingu nafnanna og nafnavalsins. Sá
hvernig menn gerðu allt til þess
að koma upp nöfnum foreldra
sinna og sinna nánustu. Meðan
barnadauðinn var mikill voru
börnin skírð sama nafninu hvert á
fætur öðru þar til eitthvert þeirra
lifði. Ég sá líka að algengt var að
menn skírðu eftir látnum maka,
látnum ættingjum eða nágrönn-
um til þess að votta virðingu sína
eða samúð. Þegar börnin urðu
mörg var seilst æ lengra eftir
nöfnum, ef búið var að koma upp
nöfnum þeirra nánustu. Svo var
líka algengt að menn vitjuðu
nafns í draumi. Slíku mátti ekki
neita, annað gat boðað illt. Á sum-
um nöfnum hvíldu álög eins og á
Bjarnanafninu hjá ættingjum
Reynistaðarbræðra.“
– Hafa slík tengsl ætta og
nafna verið mikið rannsökuð?
„Íslensk mannanöfn hafa verið
mikið rannsökuð, bæði útbreiðsla
þeirra og uppruni en ég veit ekki
til þess að gerð hafi verið úttekt á
því hvaða ástæður lágu að baki
nafnavalinu. Heldur ekki hvaðan
nöfnin komu, þ.e.a.s. frá hvaða
skyldmenni, hvar var
leitað fanga eða hvaða
þýðingu það hafði fyrir
nafnavalið hvar barnið
var í systkinahópnum.
Ég hef heldur ekki
gert neinar viðamiklar
athuganir á þessu, að-
eins skoðað þessi tengsl í þeim
ættum sem að mér snúa.“
– Haldast nöfn lengi í ættum?
„Það er auðvitað misjafnt en
oftast fylgja ákveðin nöfn sömu
ættinni mann fram af manni. Ég
rakti t.d. Agnesarnafnið í ættinni
minni aftur um 400 ár eða til
1590. Það hefur borist frá ömmu
eða langömmu, í óslitinni keðju,
kynslóð fram af kynslóð. Yngsta
Agnesin í dag er aðeins þriggja
ára. Það er gaman þegar unga
fólkið heldur í hefðirnar. Á und-
anförnum áratug hafa gömlu
nöfnin æ oftar vikið fyrir tísku-
nöfnum eins og Birta, Sara, Aron
og Alexander. Það er synd að sjá
á eftir gömlu góðu nöfnunum.“
– Eru nöfn tengd ákveðnum
svæðum eða héruðum?
„Já, oft er það, þótt algengustu
nöfnin eins og Jón, Anna, Guðrún
og Sigurður séu útbreidd um land
allt. Í Húnavatnssýslunni er
Agnesarnafnið mjög algengt,
sömuleiðis Hólmfríður. Inghildar-
nafnið er nánast eingöngu í Ölfus-
inu. Jónsnafnið sem löngum hefur
verið algengasta nafnið veldur
okkur ættfræðiáhugamönnum oft
vandræðum. Sérstaklega ef Jón-
arnir eru Jónssynir. Meðal þeirra
sem hafa verið hvað iðnastir við
Jónsnafnið eru Önfirðingar. Í
Manntali 1801 voru 483 íbúar í
prestakallinu. Af þeim hétu 77
Jón og 32 þeirra voru Jónssynir.“
– Hafa nöfnin sérstaka þýðingu
fyrir þá sem bera þau?
„Já, ég held að nafnið skipti
marga miklu máli. Það fylgir okk-
ur alla ævi, það er eins konar
stimpill. Það er og verður hluti af
persónunni. Það er mín reynsla
að nöfn sem komin eru úr ættinni
verði einstaklingunum mjög kær.
Að bera nafn úr ættinni er alltaf
fjársjóður og forréttindi. Það er
hluti menningarinnar
og tengir okkur við
ættina, söguna, sagn-
irnar og fortíðina.
Í ætt minni, þar sem
mikið er ort, var nöfn-
unum iðulega fléttað
inn í ljóð og lausavísur,
gátur og grín. Langalangafi minn
orti til dæmis um barnabörnin sín
um 1880:
Agnes, Björn og Ólafur
Inga, Valli, Hallgrímur.
Gvendur, Jón og Guðfinnur
Gústa, Steinunn, Hólmfríður.
Af þessum tólf nöfnum lifa átta
enn góðu lífi í ættinni.
Guðfinna Ragnarsdóttir
Guðfinna Sigurbjörg Ragn-
arsdóttir er fædd í Reykjavík
1943. Hún er jarðfræðingur og
blaðamaður að mennt frá Stokk-
hólmsháskóla. Lauk einnig prófi
í uppeldis- og kennslufræðum frá
Háskóla Íslands. Hefur kennt við
Menntaskólann í Reykjavík frá
árinu 1983. Guðfinna er ritstjóri
Fréttabréfs Ættfræðifélagsins.
Hún á tvö uppkomin börn og eitt
barnabarn.
…af þeim
hétu 77 Jón
og 32 þeirra
voru Jóns-
synir