Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 35 ÞAÐ sem einkennir ferðalög allt of margra Íslendinga um okkar eigið land er hraði og tímaleysi og ekki síð- ur auraleysi. Okkur finnst allt svo dýrt á Íslandi, hvort heldur það er gisting, afþreying eða maturinn. En er það svo, þegar grannt er skoðað og borið saman af sanngirni? Einhvern veginn virðast Íslend- ingar ekki vera í fríi, þegar þeir ferðast um landið, heldur bara á leið- inni til hennar Gunnu frænku á Sauð- árkróki eða til hans Palla föðurbróð- ur á Neskaupstað. Landinn geysist fram hjá ótal kennileitum, afþreying- armöguleikum og sögulegum stöðum og fornminjum. Hann nýtur ekki úti- verunnar, fjallanna eða fossanna svo ég tali ekki um kyrrðarinnar. Við finnum ekki lyktina af jörðinni eða áhrif daggarinnar. Ferðalangurinn kíkir svo í einn og einn bækling á næstu sjoppu og áttar sig á því að hann er þegar kominn langt framhjá þessu og hinu sem rætt hafði verið um heima að staldra við og skoða. Annað er upp á teningnum þegar Íslendingar fara í frí á sólarströnd eða í borgarferð til London. Þar er landinn og fjölskylda hans öll með nógan tíma og ekkert eðlilegra en að eyða peningum og kríta liðugt fyrst fjölskyldan er í fríi. Það verður að splæsa dálítið á fólkið í fríinu, fara í skoðunarferðir fyrir tugi þúsunda eða nokkurra tíma skoðunarferð um London fyrir 30-40 pund á mann. Þó það væri nú að fjölskyldan eyði að- eins fram í tímann eða af sparnaðin- um til að allir njóti ferðarinnar sem mest og best. Þetta kemur líka fram í upplýs- ingagjöfinni. Í einni könnun Ferða- málaráðs kom fram að aðeins 14,5% innlendra ferðamanna leituðu upp- lýsinga í upplýsingamiðstöðvum ein- hvers staðar á landinu en 75% þeirra voru mjög ánægðir með upplýsing- arnar sem þar fengust. Það kom einnig í ljós að íslenskir ferðamenn keyptu almennt ekki aðgang að ann- arri afþreyingu en sundlaugum og söfnum, fyrir hitt var enginn tími eða það svo dýrt eins og sagt er. Það er einmitt þetta starfsfólk upplýsinga- miðstöðvanna sem er sérmenntað og þjálfað til að gefa upplýsingar um hvaðeina sem finnst í flóru íslenskrar ferðaþjónustu. Kannski halda ís- lenskir ferðamenn að upplýsinga- miðstöðvar séu bara fyrir útlendinga og kannski halda þeir líka að ferðir upp á jökla, sem kosta ekki meira en skoðunarferð í London, séu bara fyr- ir erlenda ferðamenn. Íslendingar halda ef til vill líka að þeir verði að fá að fara á hestbak hjá vinum sínum og ekki sé ætlast til að þeir kaupi sér hestaferð innan um alla þessa út- lendinga sem ferðast um landið. Erfitt að vera á eyju Það er erfitt að vera eyja eins og Ísland. Ferðamenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, hafa til- hneigingu til að fara hringinn eins og sagt er. Ferðamenn eru alltaf að reyna að taka landið í einum bita, þeir eru í fríi í 5 til 10 daga og þeysast alla þessa vegalengd í stað þess að dvelja á ákveðnu svæði, skoða það sem þar er í boði, kynnast mannlíf- inu, náttúru, sögu og menningu svæðisins. Lesa sér til um önnur svæði og láta sig hlakka til að skoða næsta svæði í næstu ferð. Íslending- ur sem ferðast til Frakklands eða Þýskalands er ekki staðráðinn í að aka hring um landið, hann flýgur til Frankfurt og stefnir síðan á eitt- hvert svæði til að skoða betur. Er ekki kominn tími fyrir Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur? Er ekki ástæða til að taka því rólega í einum landshluta í næstu ferð og fara ekki af stað fyrr en búið er að afla allra upplýsinga um svæðið á næstu upplýsingamiðstöð? Breytum nú til, kynnum okkur hvað er í boði. Grípum tækifærið til að kynnast ferðamöguleikunum, en það er ein- mitt nú á næstunni á Ferðatorgi 2003 í Smáralind sem haldið verður 2. til 4. maí. Þar verða fulltrúar allra lands- hluta að kynna fyrir ykkur sitt svæði, þetta frábæra land, ævintýralandið Ísland. Kynnumst landinu betur Eftir Pétur Rafnsson „Er ekki ástæða til að taka því rólega í ein- um lands- hluta í næstu ferð og fara ekki af stað fyrr en búið er að afla allra upp- lýsinga um svæðið á næstu upplýsinga- miðstöð?“ Höfundur er formaður Ferðamála- samtaka Íslands. NÚ hefur komið í ljós hvers vegna Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarfulltrúi þorir ekki að koma til kappræðufundar við mig um skattamál. Á Borgarnesfundi II kom hið sanna í ljós, hún er rök- þrota og hefur aðeins á takteinum ómerkilegar upphrópanir. Þá hef- ur umhyggja hennar fyrir ,,smæl- ingjum“ í þjóðfélaginu vakið óskipta athygli. Hver heldur, að biskupinn yfir Íslandi og forseti Íslands þurfi aðstoð til að svara fyrir sig, ef svo ber við? Og ekki hefur umhyggja hennar fyrir Jóni Ólafssyni og Baugi farið framhjá fólki. Svo er það minnið. Skyldi borgarfulltrúinn hafa gleymt tölvubréfinu hans Össurar Skarp- héðinssonar til Jóhannesar í Bón- us? Orðfærið í því bréfi vekur ekki vonir um að forystumönnum Sam- fylkingarinnar sé treystandi fyrir valdamestu embættum þjóðarinn- ar. Ræða borgarfulltrúans í Borg- arnesi minnir óneitanlega á inni- hald þess bréfs. Hreggviður Jónsson Ingibjörg Sólrún þorir ekki! Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins. Í MORGUNBLAÐINU hinn 20. apríl sl. eru tvær greinar, önnur eftir Rannveigu Guðmundsdóttur alþm. og hin eftir Eirík Bergmann Einarsson stjórnmálafræðing, þar sem m.a. er að finna staðhæfingar um breytingar sem yrðu á mat- vælaverði ef Ísland gengi í ESB. Nauðsynlegt er að gera athuga- semdir við þær. Í báðum greinunum er vitnað til rannsóknar í Noregi á breytingum sem yrðu þar á matvælaverði við það að landið gengi í ESB. Þær eru síðan yfirfærðar á íslenskan mat- vælamarkað án rökstuðnings eða skýringa. Hér er augljóslega verið að vitna til fréttar sem birtist Aft- enposten í lok janúar og Morg- unblaðið greindi frá undir undirfyr- irsögninni „Norskir sérfræðingar sammála um að verð á matvöru myndi lækka verulega við inngöngu í Evrópusambandið“. Nú er það svo að norskir sér- fræðingar eru alls ekki á einu máli um þetta. Í ítarlegri umfjöllun í dagblaðinu Nationen hinn 28. jan- úar kemur fram að Leif Forsell, forstöðumaður Rannsóknunarstofn- unar í landbúnaðarhagfræði í Nor- egi (NILF), er ekki sammála þess- um niðurstöðum. Hann segir að reikna megi með lækkun matvæla- verðs en hvort hún verði 5% eða 30% sé erfitt að meta fyrir fram. Forsendur fyrir niðurstöðunum, sem fjallað var um í Aftenposten (og yfirfærðar eru í 25.000 kr. mán- aðarlegan sparnað á fjölskyldu hér á landi), voru að matur væri 35% dýrari í Noregi en í Svíþjóð. Þar með eru taldar allar matvörur, t.d. fiskur, sem var 47% dýrari í Noregi en í Svíþjóð árið 2001. Engin ástæða sé til að ætla að slík lækkun yrði á fiskverði við aðild Noregs að ESB. Í Nationen kemur einnig fram að laun séu mun hærri í Nor- egi en í Svíþjóð. Einhver áhrif hef- ur það væntanlega á verðmyndun matvæla. Þá er viðtal í Nationen við Wenche Fossen, fyrrum leiðtoga Evrópusambandssinna í Noregi. Hún segist ekki trúa því að mat- vörur lækki um 30% við ESB-aðild Noregs. Eðlilega hafa neytendur mikinn áhuga á matvælaverði segir hún, en það sé engan veginn öruggt að það lækki við aðild. Wenche Fossen kveðst heldur ekki hafa nein áform um að nota lækkun mat- vælaverðs sem rök fyrir því að greiða atkvæði með ESB-aðild. Mikilvægustu rökin séu pólitísks eðlis. Í samanburði á íslenskum að- stæðum og norskum verður enn- fremur að hafa í huga að Norðmenn flytja inn um 20% af þeim búvörum sem þeir neyta. Hér á landi er þetta hlutfall mun hærra eða allt að 50%. Sá innflutningur er auk þess að langstærstum hluta nú tollfrjáls hér á landi en á marga vöruflokka, s.s. kornvörur og sykur, legðust tollar ef til ESB-aðildar okkar kæmi. Athugasemdir Eftir Ernu Bjarnadóttur Höfundur er hagfræðingur Bænda- samtaka Íslands. „Engin ástæða sé til að ætla að slík lækk- un yrði á fiskverði við aðild Nor- egs að ESB.“ Í MORGUNBLAÐINU hinn 4. apríl síðastliðinn setur Davíð Gísla- son læknir fram athugasemdir við þá tillögu Alþýðusambands Íslands að aðgangi einstaklinga að sér- greinalæknum verði stýrt með tilvís- anakerfi fremur en með gjaldtöku. Hann tekur undir þá skoðun ASÍ að heilsugæslan eigi að vera grunnein- ing heilbrigðiskerfisins og að jafnaði fyrsti viðkomustaður einstaklinga sem þurfa á læknisþjónustu að halda. „En svo skilja leiðir með skoðunum mínum og ASÍ,“ segir Davíð. Meðal þess sem hann hefur við tillöguna um tilvísanakerfi í stað gjaldtöku að athuga er, að tilvísana- kerfi geti reynst dýrt, að það eigi að vera frjálst val einstaklinga hvort þeir leiti fyrst til heimilislæknis eða snúi sér annað og að heilsugæslan sé ekki nógu öflug til að hægt sé að taka upp tilvísanakerfi. Til að bregðast við athugasemd- um Davíðs er rétt að útskýra tillögur ASÍ í heilbrigðismálum í heild sinni, í stað þess að einblína á einn afmark- aðan þátt eins og tilvísanakerfið. Markmið tillagnanna er tvíþætt, annars vegar að auka og bæta þjón- ustu í heilbrigðiskerfinu og tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að henni óháð efnahag og félagslegri stöðu einstaklinga og hins vegar að auka skilvirkni þess fjármagns sem rennur til heilbrigðiskerfisins. Þetta tvennt fer saman, þ.e. aukin skil- virkni gefur svigrúm til að bæta þjónustu án þess endilega að auka útgjöld. ASÍ lítur svo á að til þess að ná þessum markmiðum þurfi, í fyrsta lagi, að efla heilsugæsluna sem grunneiningu heilbrigðiskerfis- ins og fyrsta viðkomustað og, í öðru lagi, að stjórna aðgangi að sér- greinalæknum með tilvísanakerfi í stað gjaldtöku. Að baki þeirri skoðun ASÍ að heilsugæslan eigi að vera grunnein- ing heilbrigðiskerfisins og fyrsti við- komustaður liggja veigamikil heil- brigðispólitísk rök. Öflug heilsu- gæsla tryggir að sjúklingar fái annað hvort lausn sinna mála strax á heilsugæslustiginu eða tilvísun til þeirra sem hæfir eru til að veita við- eigandi aðstoð. Einnig er ljóst að með því að fela heimilislæknum það hlutverk að hafa heildarsýn yfir alla læknismeðferð einstaklinga (þ.e. að þeir taki við læknabréfum frá sér- greinalæknum) er hægt að veita betri heildarmeðferð og stuðla þann- ig að betra heilsufari. Í þessu sam- hengi má geta þess að rannsóknir, sem vísað er til í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík, gefa til kynna að í ríkjum þar sem heil- brigðiskerfið er grundvallað á öfl- ugri heilsugæslu sé heilsufar fólks almennt betra og útgjöld til heil- brigðismála á mann almennt lægri en í ríkjum þar sem heilbrigðiskerfið er skipulagt með öðrum hætti. Það eru einnig veigamikil rök að baki þeirri skoðun ASÍ að stjórna eigi aðgangi að sérgreinalæknum með tilvísanakerfi í stað gjaldtöku. Með tilvísanakerfi er hægt að koma á skýrari verkaskiptingu milli heilsugæslu og sérgreinalækna ann- ars vegar og sjúkrahúsa og sér- greinalækna hins vegar. Reynsla síðustu ára sýnir líka að sú aðferð að nota verðstýringu til að beina ein- staklingum að heilsugæslunni er óviðunandi. Í rannsókn sem kynnt er í fyrsta tölublaði Læknablaðsins á þessu ári kemur t.d. fram að útgjöld einstaklinga í íslenska heilbrigðis- kerfinu eru hugsanlega þegar komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgangi að nauðsynlegri þjónustu. Velferðarnefnd Alþýðusambands Ís- lands hefur orðið vör við áhyggjur sem þessar í störfum sínum í vetur: Fulltrúar almannaheillasamtaka hafa ítrekað bent á að verð á lyfja- og læknisþjónustu sé hærra en margir einstaklingar ráða við. Þess má geta að rannsóknir, sem vísað er til í fyrrnefndri úttekt Ríkisendur- skoðunar, gefa til kynna að í ríkjum með tilvísanaskyldu sé auðveldara að hafa hemil á útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfinu en í ríkjum þar sem slíku kerfi hefur ekki verið komið á. ASÍ er með tillögunum um eflingu heilsugæslunnar og upptöku tilvís- anakerfis einfaldlega að hafna því að haldið verði aftur af útgjaldaþenslu kerfisins með því að leggja sífellt hærri gjöld á komur sjúklinga til sérgreinalækna. Þróun undanfar- inna ára hefur sýnt að slík stýring eftirspurnar með ,,verðlagningu á markaði“ virkar ekki – nema hvað að sumir verða að neita sér um að nota þjónustuna vegna efnahags. ASÍ telur aftur á móti ástæðu- laust að banna einstaklingum að fara beint til sérgreinalæknis. Velji þeir að hafna þeim heilbrigðispólitísku rökum sem kerfið byggist á og fara beint til sérgreinalæknis eigi þeir að greiða það að mestu sjálfir. Það sama á við um lækna, hafni þeir að gera samninga við heilbrigðisráðu- neytið og vilja vinna utan kerfisins eigi þeim að vera það heimilt – og þá án greiðsluþátttöku hins opinbera. ASÍ hefur af því áhyggjur, eins og Davíð, að heilsugæslan, eins og staða hennar er í dag, muni eiga erf- itt með að ráða við aukið álag vegna tilvísanakerfis. Einmitt þess vegna er það forgangsatriði, að mati ASÍ, að efla heilsugæsluna. Einn liður í því er að laða fleiri lækna til starfa á þessu sviði – hugsanlega með því að leyfa fjölbreyttari rekstrarform og með því að endurskoða skipulag náms í læknisfræði. Öflugt heilbrigðiskerfi – svar við opnu bréfi til forseta ASÍ Eftir Grétar Þorsteinsson „ASÍ er með tillögunum um eflingu heilsugæsl- unnar og upptöku tilvísanakerfis einfaldlega að hafna því að haldið verði aftur af útgjaldaþenslu kerf- isins.“ Höfundur er forseti Alþýðu- sambands Íslands. Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi Skarthúsið s. 562 2466, Laugavegi 12. Fermingargjafir Fermingarhárskraut Fermingarskartgripir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.