Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 65 Gunnar Örn myndlistarmaður sýnir vor-og sumar- stemmningsmyndir á veitingastaðnum Horninu. Verið Velkomin VORIÐ er loks komið hjá Sólveigu Arnarsdóttur í Berlín. „Fyrir viku snjóaði hérna,“ segir þessi rauðhærða leikkona, sem gat sér strax á unga aldri gott orð á sviði og á skjánum. Hún lék aðal- hlutverkið í Inguló eftir Ásdísi Thoroddsen (1991) og var valin besta leikkonan á norrænu kvik- myndahátíðinni í Rúðuborg í Frakklandi svo og á kvikmyndahátíðum í San Remo á Ítalíu og Troia í Portúgal og ólst upp í heimi leiklistar enda dóttir hjónanna Arnars Jónssonar og Þórhildar Þor- leifsdóttur. Þetta vita flestir en færri vita að Sólveig hélt út til náms við leiklistarskólann Ernst Busch í Berl- ín, komst inn í 27 manna útvöldum hópi af um 3.000 umsækjendum. Hún hefur búið í níu ár í Þýskalandi og leikið í 15 sjónvarpsmyndum og sjö kvikmyndum síðan hún útskrifaðist árið 2000. Hún hefur komið sér upp fjölskyldu í Berlín, á ís- lenskan mann og með honum tvö börn. „Það hefur verið mikið að gera að undanförnu. Ég var að klára mynd í Hamborg og er að fara aftur þangað til að leika í annarri mynd. Það verður þá þriðja myndin í ár. Ég hef verið meira og minna í tökum síðan í október,“ segir Sólveig og undirstrikar hversu heppin hún sé. Námið við Ernst Busch tekur fjögur ár en Sól- veig hóf námið haustið 1996. Hún flutti til Berl- ínar haustið 1994 og tók inntökupróf ári síðar en inntökuprófin standa allan veturinn enda eins og áður sagði margir um hituna í þessum virta skóla. „Ég var bara svo mikill krakki þegar ég fór í inn- tökupróf og vissi ekki að hann væri svona frægur og þætti svona góður,“ segir Sólveig en hún er eini útlendingurinn frá svæði utan þýskumælandi landa sem hefur komist inn í skólann. Ófrískur útlendingur í námi Hún hóf námið ólétt og „byrjaði fyrsta daginn minn sem ófrískur útlendingur“ en með dyggri aðstoð mannsins hennar gekk þetta upp og er Sólveig ánægð með veru sína í skólanum. „Ég held að það hafi verið mín mesta lukka að komast inn í þennan skóla. Þetta er afar virtur skóli, ekki að ástæðulausu, kennslan er frábær og hefur opnað ýmsa möguleika fyrir mér,“ segir hún. Strax á þriðja ári komst Sólveig að hjá um- boðsskrifstofu, sem er ein af þeim þremur stærstu í Þýskalandi. „Hérna gengur ekkert nema að hafa umboðsmann,“ segir hún og er þakklát fyrir velgengnina. Hún var farin að leika á þessum tíma bæði í sjónvarpi og einni leikhúsuppfærslu, sem hún segir dæmigert fyrir leiklistarnám skólans. Fjórða og síðasta árið byrjaði á þriggja daga kynningu á leiklistarnemunum við skólann. „Þangað koma leikstjórar og leikhússtjórar til að skoða,“ útskýrir hún en eftir það er boðið í prufur og áheyrnarpróf ef allt gengur að óskum. Sólveig fékk flest tilboð af stelpunum í bekknum en gat ekki notfært sér þau því hún var orðin ólétt að seinna barni sínu. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt. „Ég hélt að ég væri búin að missa af lestinni,“ segir hún. Svo var þó aldeilis ekki en strákurinn var ekki nema tveggja vikna gamall þegar hún fór í prufu fyrir aðalhlutverk í kvikmynd og fékk það. Sólveig útskýrir að leiklistarheimurinn í Þýskalandi sé stór og möguleikarnir margir en að sama skapi harður heimur. Hún segir að það taki tíma og mikla vinnu að skapa sér nafn innan þessa kvikmynda- og sjónvarpsheims en það gengur vel hjá henni. „Ég hef verið rosalega heppin og fengið fullt af mjög góðum tækifærum,“ segir hún en síðustu tvö ár hefur verið mikil lægð í framleiðslu sjón- varpsefnis og kvikmynda í landinu. Þrátt fyrir það hefur Sólveig haft nóg að gera. „Ég hef aldrei þurft að segja já við hverju sem er.“ Langar að starfa í leikhúsi Sólveig hefur áhuga á að fara að starfa í leik- húsi en segir erfitt að samhæfa leikhússtörf og kvikmyndaleik. „Ég hef fengið fjögur tilboð hérna frá leikhúsum,“ segir hún og má nefna Volksbühne og Schaubühne í Berlín og Burg- theater í Vín. Hún hefur alltaf verið upptekin þegar tilboðin bárust og því ekki getað nýtt sér þau. „Það er erfitt að vera í hvoru tveggja. Ég þekki líka marga sem eru að vinna í leikhúsi og geta ekki tekið tilboðum frá sjónvarpi eða kvik- myndum vegna sinnar vinnu,“ segir hún. Sólveigu er farið að langa eftir níu ára dvöl í Berlín að koma heim til Íslands og leika í leikhúsi hérlendis. Maðurinn hennar er enn í námi en stefnan er tekin samt sem áður á Frón innan tíð- ar. „Heimþráin virðist ásækja alla Íslendinga.“ Ísland ekki lengur langt í burtu Hún vonast til að geta starfað í leikhúsi á Ís- landi en segir ekki óraunhæfa hugmynd að halda jafnframt áfram sjónvarps- eða kvikmyndaleik í Þýskalandi. Hún bendir m.a. á löng frí í leik- húsum á Íslandi. „Þetta virðist ekki svo fjarlægur draumur. Ísland er ekki lengur svo langt í burtu. Það er möguleiki á að búa þar og vera í tökum hérna og fljúga á milli,“ segir hún og segist þekkja fjölmörg dæmi af svipuðum toga frá um- boðsskrifstofu sinni. Hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa sest að í Berlín og hefur liðið vel þar þótt fjölskyldan sé farin að hugsa sér til hreyfings. „Annars vegar er borgin rosalega spennandi og mikið að gerast, ekki síst í listaheiminum og hér eru æðisgengin leikhús. Á hinn bóginn er þetta líka stórborg og getur verið grá og kuldaleg á veturna,“ segir Sól- veig, sem hefur notfært sér menningarlífið og ekki síst farið á fjölmargar leikhússýningar. „Það er mikil menntun í því.“ Hún segist líka vilja flytja heim barnanna vegna. „Níu ár í stórborg eru alveg nógu langur tími, sérstaklega þegar maður er kominn með börn. Það er líka mikið næturlíf í borginni, sem hefur reyndar farið svolítið framhjá mér síðustu ár,“ segir hún. Langar að leika á eigin tungu Sólveig ítrekar líka að hana langi til að leika á sviði og hlakki mjög til að fara að leika aftur á eigin tungumáli. „Mér fannst rosalega gaman að leika í Strompleik. Þótt ég tali þýsku reiprenn- andi er það ekki mitt móðurmál,“ segir hún en Sólveig fékk góða dóma fyrir leik sinn í þessu leikriti Halldórs Laxness, sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir um ári. Hún segist þó alls ekki sjá eftir tíma sínum í Þýsklandi og hefur unnið við mörg spennandi verkefni. Sem dæmi má nefna myndina Sept- ember eftir Max Färberböck þar sem hún var í stóru hlutverki. „Hún verður líklegast frumsýnd mjög bráðlega. Svo var ég að leika núna í febrúar í Köln í alveg æðislegri mynd sem heitir Zwisch- en Tag und Nacht (Á milli dags og nætur) eftir Nicolai Rohde. Myndin var tekin sem sjónvarps- mynd en stefnt er á að koma henni á bíómynda- form. Þetta er frumraun ungs manns sem var að klára kvikmyndaháskólann hér,“ segir hún og bætir við að þetta sé eitt mest spennandi verkefni sem hún hafi fengist við. Sólveig leikur aðalkven- hlutverk myndarinnar en leikstjórinn ungi fékk þýskar stjörnur í önnur helstu hlutverk. Þar flaug einbýlishúsið Sólveig hefur unnið mikið með kvikmyndahá- skólanum í ýmsum tilraunaverkefnum. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi, þá andlega frekar en fjárhagslega. „Þetta er oft mjög spennandi vinna og skapandi. Þarna er ekki pressa á að öll- um líki útkoman,“ segir hún. „Svo gerist það oft- ar en ekki að svona verkefni vekja athygli og enda á kvikmyndahátíðum,“ útskýrir hún. Þetta er stefna sem ég hef fylgt og hefur sem betur fer verið studd af umboðsskrifstofunni minni,“ segir hún og bætir við að hún hafi neitað vel borguðu hlutverki í sjónvarpsþáttaröð. „Maður þarf að draga djúpt andann og hugsar – þar flaug ein- býlishúsið. En ég held að það sé mikilvægt að missa ekki sjónar á því af hverju maður er í þessu starfi þrátt fyrir að það séu svona miklir peningar í kvikmyndaheiminum. Þetta er oft erfiðari og lengri leið en núna hef ég orð á mér fyrir að taka þátt í metnaðarfullum og listrænum verkefnum. Hitt getur verið svo skammvinn frægð, að verða smástjarna í einhverri seríu. Maður þarf að vera trúr sínu.“ Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu gengur vel í Berlín Sólveig hefur hug á því að flytja heim með fjöl- skylduna innan tíðar. Henni hefur gengið vel í Þýskalandi og leikið í fjölmörgum myndum. Sólveig Arnarsdóttir og Baltasar Kormákur léku saman í Regínu, litríkri dans- og söngvamynd Maríu Sigurðardóttur, frá því á síðasta ári. Að vera trúr sínu Sólveig Arnarsdóttir hefur búið í níu ár í Þýskalandi og leikið í 15 sjónvarpsmynd- um og sjö kvikmyndum síð- an hún lauk námi árið 2000. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hana um lífið í Berlín. ingarun@mbl.is KVIKMYNDAGOÐSÖGNIN Charlton Hest- on hefur ákveðið að láta af störfum sem for- seti NRA – Landssamtaka skotvopnaeig- enda í Bandaríkjunum. Heston, sem orðinn er 78 ára gamall, mun um helgina ávarpa samtökin í síðasta skiptið. Að sögn lætur hann af störfum af heilsufarsástæðum en í fyrra greindi hann frá því að hann væri kominn með heilahrörnunarsjúkdóminn Alzheimer. Heston hafði um árabil verið ötull talsmaður skotvopnaeigenda í Banda- ríkjunum þegar hann var fenginn til þess að leiða sam- tökin árið 1998 en þá áttu þau mjög undir högg að sækja og sættu gagnrýni Demókrataflokksins. Í forsetatíð Hestons hefur samtökunum vaxið ásmegin og njóta þau nú mikils stuðnings Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir mjög svo umdeildar aðgerðir, eins og að efna til hvatn- ingarfunda í Colorado, í nágrenni Columbine- menntaskólans, tveimur vikum eftir að tveir ungir menn frömdu þar fjöldamorð árið 1999. Þar talaði Heston máli skotvopnaeigenda, stappaði í þá stálinu og bað þá um að láta áróðurinn gegn skotvopnaeign ekki á sig fá. Michael Moore réðst harkalega að fram- ferði samtakanna og sérstaklega þætti Hest- ons í heimildarmyndinni Í keilu fyrir Columb- ine. Undir lok myndarinnar er afar umdeilt viðtal sem Moore fékk óvænt að taka við Hest- on, þar sem báðir þykja hafa komið illa út, Moore fyrir að sauma svo grimmt að sjúkum manni og Heston fyrir að svara ekki betur fyrir sig. Nýverið stuðlaði NRA að því að ekki yrði hægt að sækja skotvopnaframleiðendur til saka vegna morða og áverka sem hljótast af völdum skotvopna. Heston leggur riffilinn á hilluna www.solidea.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.