Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 26
SÍÐASTLIÐIN mánaðamót urðu eig- endaskipti á mat- vöruversluninni á Tálknafirði. Jaðar- kaup ehf. tók við rekstrinum af Olíufé- laginu, sem hafði rekið verslunina í nokkrar vikur, en Metta ehf. rak versl- unina þar áður. Jað- arkaup ehf. er í eigu hjónanna Ólafs H. Gunnbjörnssonar og Gestrúnar Sveins- dóttur, en þau hafa í nokkur ár rekið verslunina Poka- hornið, sem er stað- sett í sama húsnæði og matvöruverslun- in. Þórður Jónsson ehf. á húsnæðið sem verslanirnar eru í og leigir þeim aðstöð- una og innréttingar. Að sögn Gestrúnar áætla þau hjón að halda óbreyttum opnunartíma fyrst í stað, en þegar nær dregur sumri verður opnunartíminn lengd- ur. Í haust stefna þau síðan að því að breyta fyrirkomulagi í versluninni til þess að auðvelda afgreiðslu o.fl. Samhliða yfirtöku verslunarinnar tóku þau hjón við umboðinu fyrir Ol- íufélagið og Esso-vörur, þ.m.t. rekst- ur Esso-sjoppunnar. Nú er búið að setja upp sjálfsala fyrir eldsneyti á bifreiðar og verða þeir komnir í gagnið á næstu dögum. Til að byrja með verða sex starfs- menn í verslununum en Pokahornið verður áfram rekið í sömu mynd og verið hefur. Matvöruverslunina nefna þau Jað- arkaup en þar sem verslunin stendur var áður íbúðarhúsið Jaðar, sem Eggert Magnússon byggði 1937. Húsið var að mestu byggt úr kassa- fjölum, samskonar þeim sem notaðar voru í kassa utan um hvalkjöt frá hvalstöðinni á Suðureyri. Til gamans má geta þess að árið 1938 komu 137 hvalir á land á Suðureyri. Húsið að Jaðri var rifið skömmu fyrir 1970. Keyptu bát í vetur Það hefur verið í mörg horn að líta hjá þeim hjónum Ólafi og Gestrúnu, því fyrr í vetur keypti fyrirtæki í þeirra eigu, Sjópoki ehf., handfæra- bátinn Grím AK 1. Ólafur, sem hefur frá unga aldri stundað sjóinn, hyggst róa til fiskjar þegar nær dregur sumri. Bjóst hann við því að byrja fljótlega upp úr páskum. Báturinn er dagabátur og hefur 21 dag til sjóróðra. Matvöruverslunin skiptir um eigendur Tálknafjörður Jaðarkaup ehf. eru í eigu hjónanna Ólafs H. Gunn- björnssonar og Gestrúnar Sveinsdóttur. Morgunblaðið/Finnur LANDIÐ 26 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Hallormsstaðarskóli Úr sýningu leikritsins Maðurinn bak við Moggann, eða barnakennari vak- inn upp frá dauðum. F.v. Þórhallur Jóhannsson, Júlíana Garðarsdóttir og Guðmundur Þorsteinn Bergsson, nemendur í Hallormsstaðarskóla. Barnakennarinn sem gleymdi sér yfir Mogganum Egilsstaðir Á DÖGUNUM var í Hallormsstað- arskóla frumsýnt nýtt leikrit eftir Jón Guðmundsson, fjöllistamann og fyrrverandi barnakennara. Nefnist það Maðurinn á bak við Moggann, eða barnakennari vakinn upp frá dauðum. Jón hefur skrifað leikrit fyrir skólann í rúman áratug, með það í huga að sem flestir nemendur stígi á stokk í uppfærslum. Að þessu sinni fjallaði leikritið um látinn barnakennara sem van- rækti uppfræðsluskyldu sína alger- lega svo áratugum skipti, með því að hanga öllum stundum yfir lestri Morgunblaðsins. Í útför kennarans mæta nokkrir fyrrverandi nemend- ur hans, sem teljast til jeppakalla. Þeir hyggjast vekja sinn gamla kennara upp frá dauðum með start- köplum, en þá vill svo illa til að það kemur í hann vitlaus sál. Þeir drepa hann því aftur með messuvínsflösku og gera aðra tilraun. Barnakenn- arinn kemur til baka og á nú að skikka hann til að vinna upp í gaml- ar syndir. Þá skerst Guð í leikinn, fremur óhress með að verið sé að hirða af honum sálir og heimtar barnakennarann til baka. Hann út- vegar þó jeppaköllunum aðra sál í sárabætur og reynist það vera Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Hallorms- staðarskóla. Leikstjórar sýningarinnar voru Jón Gunnar Axelsson og Sigurlaug Gunnarsdóttir og leikarar nemend- ur 7. til 10. bekkjar skólans. KVENNAKÓRINN Norðurljós hélt sín árlegu sum- artónleika í Hólmavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta. Á efnisskránni voru 19 lög og vakti athygli að textar við fjögur þeirra voru eftir heimamenn. Lagavalið minnti á sumar og sól, enda hefur veðrið að und- anförnu gefið tilefni til að um það sé sungið. Stjórnandi kórsins er Sr. Sigríður Óladóttir sókn- arprestur á Hólmavík. Í vetur syngja 18 konur með kórnum. Undirleikarar eru Stefanía Sigurgeirsdóttir organisti og Gunnlaugur Bjarnason sem leikur á gítar og harmónikku. Starfsárinu er hvergi nærri lokið eftir þessa sumartónleika, því framundan eru tónleikar í Reykjavík þann 17. maí, auk þess hefur kórinn gjarnan tekið þátt í ýmsum uppákomum á Hólmavík á sumrin. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Sumartónleikar kvennakórsins Norðurljósa heppnuðust vel Hólmavík KH hf. og Verslunin Vísir ehf. á Blönduósi hafa staðfest samkomulag um kaup KH á eignum og rekstri verslunarinnar Vísis ehf. Rekstri Vísis verður hætt 1. júní nk. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum segir að breyting- ar í verslunarháttum fólks, m.a. vegna bættra samgangna, fjölgun lágvöruverðsverslana og aukinnar verðsamkeppni hafi kallað á hagræð- ingu í verslun og sameiningu versl- ana. Þessi þróun eigi sér stað um allt land og sé nauðsynleg til að tryggja verslun á landsbyggðinni, verslun sem geti boðið vörur á samkeppn- ishæfara verði og viðunandi vöruúr- val. Gengið frá samein- ingu tveggja verslana Blönduós SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hélt skákmót í félagsheimilinu Tré- kyllisvík laugardaginn fyrir páska. Forseti skákfélags Hróks- ins, Hrafn Jökulsson, sá um mót- ið. Teflt var á fimmtán borðum þannig að þrjátíu manns tóku þátt í því, ungir sem aldnir. Mikill skákáhugi hefur verið í hreppnum að undanförnu, ekki síst hjá grunnskólabörnum og reyndar hjá öllum aldursflokkum. Að sögn Hrafns eru hér margir efnilegir skákmenn. Úrslit urðu þau að Trausti Steinsson varð í fyrsta sæti og hlaut hann bikar frá Hróknum með áletruninni Páskameistari Árneshrepps. Í öðru sæti varð Gunnar Dalkvist og í þriðja Ing- ólfur Benediktsson og hlutu þeir skákklukkur og fleira í verðlaun frá Hróknum. Í kvennaflokki varð efst Margrét Guðfinnsdóttir, burt- fluttur Árneshreppsbúi, en það voru allmargir gestir sem tóku þátt í mótinu. Hrókurinn gaf einn- ig öllum grunnskólabörnum boli með áletrun Hróksins. Hrafn Jök- ulsson tefldi síðan fjöltefli um kvöldið og tóku tuttugu og sex þátt í því. Nú má segja að ákveðið sé að stofna skákfélag Árneshrepps en fjöldi manns skrifaði sig á lista sem lá frammi á mótinu. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Árneshreppur Páskaskákmót Árneshrepps BIFHJÓLAFÉLAG Borgarfjarðar; Raftar, stóð fyrir mótorhjólasýningu á sumardaginn fyrsta í Íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi. Sýnd voru um 20 mótorhjól í eigu Raftanna auk um 30 mótorhjóla, fjórhjóla, vélsleða, fatnaðs og fylgibúnaðar frá ýmsum umboðum og seldust strax tvö hjól. Stöðugur straumur fólks var inn og út úr Íþróttamiðstöðinni allan dag- inn. Margir vélhjólamenn úr öðrum klúbbum komu á sýninguna, m.a. frá Selfossi og Keflavík og mátti um tíma líta um 80 hjól fyrir utan Íþróttamiðstöðina. Sýning með svip- uðu sniði og í ár var haldin í fyrra og stefna Raftar að því að gera hana að árvissum atburði. Bifhjólafélagið Raftar var stofnað 2001 og eru félagar 40 talsins bæði karlar og konur. Klúbburinn er op- inn öllum frá 17 ára aldri sem áhuga hafa á hjólum og hjólaferðum, en ekki er skilyrði að eiga hjól. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Fjöldi fólks kom og skoðaði mótorhjól á sumardaginn fyrsta. Mótorfákar sýndir Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.