Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 11-16 McLOUIS HÚSBÍLAR Fyrsta sending UPPSELD - önnur á leiðinni SÖLU- OG KYNNINGARSÝNING Innifalið í verði 100.000 kr. úttektarávísun í nýrri verslun sem verður opnuð í maí. Fellihýsin eru tilbúin á götuna með bremsubúnaði. Takmarkað magn. Til afgreiðslu strax Epic 1906 9 fet. Verð kr. 798.000 *himinn fylgir ekki STÓRTILBOÐ VIKING FELLIHÝSI AÐEINS Í DAG OG SUNNUDAG * DAGUR umhverfisins var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í gær og meðal atburða dagsins var veiting umhverfisviðurkenningar umhverf- isráðuneytisins. Viðurkenninguna hlaut Árvakur hf., útgáfufélag Morg- unblaðsins, og er það í annað sinn sem félagið hlýtur hana. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra afhenti Haraldi Sveinssyni, formanni stjórnar Árvakurs, viður- kenninguna við athöfn í Morgun- blaðshúsinu í gærmorgun. Siv sagði í ávarpi sínu að dagur umhverfisins væri fæðingardagur Sveins Páls- sonar, fyrsta íslenska náttúrufræð- ingsins, sem hefði einna fyrstur hvatt til aðgerða gegn eyðingu skóga á Ís- landi. Ráðherra sagði umhverfisráðu- neytið hafa í nokkur ár veitt við- urkenningu fyrirtækjum sem skarað hafi framúr í umhverfismálum. Morgunblaðið væri nú að fá við- urkenninguna öðru sinni þar sem prentsmiðja blaðsins fékk hana fyrir árið 1995. Siv sagði stjórnendur Ár- vakurs hafa um árabil verið í far- arbroddi í umhverfismálum. Sem dæmi um það nefndi hún að fyr- irtækið hefði í fyrra fengið vottaðan alþjóðlega umhverfisstjórnunarstað- alinn ISO 14001 sem væri mjög strangur. Heiður að viðurkenningunni Haraldur Sveinsson sagði það heið- ur að fá að taka við viðurkenningunni. Hana mætti þakka frábærum stjórn- endum og starfsfólki fyrirtækisins sem legði sig fram á þessum sviðum. Ólafur Brynjólfsson, umhverfis- og gæðastjóri Morgunblaðsins, segir að umhverfisstefna taki til allra þátta í starfseminni og að henni sé stöðugt unnið. Hann segir fyrirtækið hafa verið vel á vegi statt í umhverf- ismálum þegar ákveðið var árið 1998 að hefjast handa við að uppfylla kröf- ur alþjóðlega staðalsins. Hann segir árangri í umhverfismálum einna best lýst með því að nefna að árið 1999 hafi 182 tonn af óflokkuðu sorpi farið frá fyrirtækinu en í fyrra aðeins 66 tonn. Megi ekki síst þakka það að nú sé all- ur pappír á ritstjórn og skrifstofum, þar með talin dagblöð og tímarit, flokkaður og sendur úr landi. Þá muni mikið um að tekist hafi að minnka pappírsrýrnun í prentsmiðju blaðsins og af því sé mikill fjárhags- legur ávinningur. Einnig hafi notkun margs konar vökva og efna stórlega minnkað og afgangs prentfarfi sé sendur út til framleiðenda. Þennan árangur megi þakka sífelldum um- bótum sem unnið sé að á þessu sviði. Minnir Ólafur í lokin á að rétt stefna í umhverfismálum framkalli góða ímynd fyrirtækis, hafi fjárhagslegan ávinning í för með sér og jákvæð áhrif á allan rekstur. Dagurinn tileinkaður farfuglum Dagur umhverfisins er í ár tileink- aður farfuglum og af því tilefni veitir umhverfisráðherra 500 þúsund króna styrk til að koma upp aðstöðu fyrir al- menning til fuglaskoðunar á Höfn í Hornafirði. Þá hefur Náttúru- fræðistofnun Íslands unnið fræðslu- efni um íslenska farfugla fyrir grunn- skólanema og er það aðgengilegt á vef stofnunarinnar, ni.is. Árvakur hlýtur umhverfisverðlaun Morgunblaðið/Jim Smart Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhendir Haraldi Sveinssyni, stjórnarformanni Árvakurs, umhverfisviður- kenninguna við athöfn í gærmorgun. Verkið er eftir leirlistakonuna Guðnýju Hafsteinsdóttur. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ógilt yfirlýsingu fulltrúa B-lista Framsóknarflokksins og óháðra í bæjarstjórn Vestmanna- eyjabæjar um breytta röð vara- manna listans. Andrés Sigmunds- son, bæjarfulltrúi B-lista, segist munu hlíta úrskurði ráðuneytisins. „Ef það er ekki heimilt að breyta röð varamanna þá bara hlítum við því,“ segir hann. „Það verður að hafa sinn gang og það gildir jafnt um mig sem aðra. Ég verð þá bara að halda heils- unni.“ Í mars sl. lýsti hann því yfir þegar hann sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk í bæjarstjórninni í og gekk til samstarfs við Vestmanna- eyjalistann, að hann tilnefndi Skær- ing Georgsson sem 1. varamann sinn í bæjarstjórn í stað Guðríðar Ástu Halldórsdóttur sem skipaði 2. sætið á framboðslista flokksins. Framsóknarfélag Vestmannaeyja studdi ekki við bakið á Andrési þegar hann myndaði nýja meirihlutann í bæjarstjórninni og kærði Guðríður yfirlýsingu Andrésar til félagsmála- ráðuneytisins. Ráðuneytið segir m.a. í úrskurði sínum að samkvæmt orðanna hljóð- an í ákvæði sveitarstjórnarlaga taki varamenn almennt sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmaður forfallast varanlega eða um stundar- sakir. Ráðuneytið segir að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti aðalmenn lista ákveðið, í þeim tilvikum sem framboðslisti er borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum, að mismunandi röð varamanna gildi eftir því hver aðal- manna hefur forfallast. Yfirlýsing um slíkt samkomulag skuli lögð fram á fyrsta eða öðrum fundi sveitar- stjórnar eftir kosningar. Uppfylla skal þrjú skilyrði Til að þessi undantekning frá hinni almennu reglu um röð varamanna eigi við þurfi þrjú skilyrði að vera uppfyllt: 1. Framboðslisti þarf að hafa verið borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum. 2. Framboðslisti þarf að hafa hlot- ið tvo eða fleiri aðalmenn kjörna í sveitarstjórn, sem eru fulltrúar tveggja eða fleiri stjórnmálaflokka eða samtaka er að listanum standa. 3. Yfirlýsingu um samkomulag kjörinna aðalmanna þarf að leggja fram á fyrsta eða öðrum fundi sveit- arstjórnar eftir kosningar. Ráðuneytið segir að upplýst sé að Andrés Sigmundsson hafi verið eini fulltrúi B-lista Framsóknarflokksins og óháðra sem hlaut kosningu til setu í bæjarstjórn Vestmannaeyja- bæjar við almennar sveitarstjórnar- kosningar hinn 25. maí 2002. Jafn- framt liggi fyrir að yfirlýsing um frávik frá venjulegri röð varamanna var ekki lögð fram fyrr en á bæjar- stjórnarfundi sem haldinn var 26. mars 2003 og sé hún því of seint fram komin. Loks telji ráðuneytið upplýst að B-listi Framsóknarflokks og óháðra hafi ekki verið boðinn fram af tveim- ur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum, þar sem þeir óháðu kjós- endur sem stóðu að framboðinu höfðu ekki myndað með sér sérstök samtök eða stjórnmálaflokk í skiln- ingi sveitarstjórnarlaga. Sé það því mat ráðuneytisins að skilyrði hafi ekki verið fyrir hendi til að leggja fram umrædda yfirlýsingu. Óheimilt að breyta röð varabæjarfulltrúa í Eyjum „Ég verð þá bara að halda heilsunni“ HANN var óvenju afslappaður kanínuhópurinn sem ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á Aust- urvelli í gær og fældist ekki hið minnsta við mannaferðir, öfugt við kanínurnar í Öskjuhlíðinni sem gjarnan hlaupa út og suður um leið og á að festa þær á mynd. Ekki voru þarna síðbúnar páskakanínur á ferð heldur hópur útskriftarnema í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ sem slettu úr klaufunum í tilefni af því að nú hillir undir stúdentsprófið. Það er líka ekki seinna vænna að lyfta sér ofurlítið upp áður en stremb- in prófalota hefst í næsta mánuði. Morgunblaðið/Jim Smart Kankvísar kanínur BÚIST er við að aðgerðir við björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15 hefjist á ný á næstu dögum en íslenskt björg- unarteymi hélt utan til Noregs sl. mánudag. Verið er að vinna að end- urbótum á tönkunum sem eiga að fleyta skipinu af hafsbotni og er von- ast til að búið verði að ná því upp um mánaðamót maí–júní. Sem kunnugt er sökk skipið við strendur Lófóten í Norður-Noregi í júní síðastliðnum. Íshús Njarðvíkur festi síðan kaup á bátnum og hyggst freista þess að ná honum af hafsbotni með hjálp sérstakra tanka sem sökkva á niður að honum og verða síð- an loftfylltir í þeim tilgangi að hífa hann upp. Í lok mars síðastliðins var aðgerð- um hins vegar slegið á frest en að sögn Ásgeirs Loga Ásgeirssonar leið- angursstjóra er það fyrst og fremst veðrið sem hefur sett strik í reikning- inn. „Það er búið að vera einstaklega leiðinlegt tíðarfar þarna í vetur og ævinlega verið suðvestanátt, sem er ein friðminnsta áttin á þessu svæði,“ segir hann. Norsk mengunaryfirvöld gáfu fyrirtækinu frest til 1. maí næst- komandi til að ná skipinu upp en út- séð er um að það takist. Að sögn Ás- geirs hefur málið hins vegar verið unnið í fullu samráði og samvinnu við norsk stjórnvöld. „Þau gera sér grein fyrir því að við höfum ekki stjórn á veðrinu. Ég held að við getum verið sammála um að allir aðilar hefðu vilj- að sjá þetta ganga hraðar fyrir sig en menn hafa líka séð hvað hefur dvalið því við vorum með allan viðbúnað þarna sem hægt var að hafa til að geta lokið verkinu eins fljótt og unnt var.“ Vonast er til að verkinu verði lokið um mánaðamót maí–júní, verði veð- urguðirnir leiðangrinum hliðhollari en hingað til. Ásgeir segir að nú sé unnið að því að betrumbæta tankana sem nota á við björgunina þannig að hægt sé að sökkva þeim hraðar og beðið sé með að kalla til norska kaf- ara, sem festa eiga þá á skipsskrokk- inn, þar til því sé lokið. Guðrún Gísladóttir í Noregi Björgunaraðgerð- ir hefjast á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.