Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 25 milljóna starfslokasamning vi› sjálfa(n) flig Ger›u www.isb.is  Vertu me› allt á hreinu! Vi›bótarlífeyrissparna›ur Íslandsbanka Fá›u borga› fyrir a› spara! Byrja›u  strax! fia› mu nar  milljón um. Vi›bótarlífeyrissparna›inum má líkja vi› risastóran starfslokasamning sem flú gerir vi› sjálfa(n) flig. fiín getur be›i› vegleg upphæ› vi› starfslok. Ekki hika, flví fyrr sem flú byrjar a› spara flví hærri ver›ur „samningurinn“. Vegna mótframlags launagrei›anda og ríkis er vi›bótarlífeyrissparna›ur besti sparna›ur sem völ er á. Fyrir hverjar 10.000 kr. sem flú leggur  fyrir í vi›bótarlífeyrissparna› leggjast 6.000 kr. til vi›bótar inn  á reikninginn flinn. fia› jafngildir 60% ávöxtun strax! Klára›u máli› á isb.is e›a komdu  vi› í næsta útibúi Íslandsbanka. Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Alfljó›asvi› Marka›svi›skipti „ÞETTA er búið að vera lengi í kollinum á mér að setja upp svona aðstöðu og ég lét verða af því þeg- ar húsnæðið varð til,“ sagði Sverr- ir Andrésson, fyrrverandi bílasali og áhugamaður um fornbíla, sem opnað hefur Fornbílasetrið í hús- næði við Hrísmýri á Selfossi. Þar hefur hann einnig komið upp litlu húsi með búnaði sem gerir mönn- um kleift að upplifa jarðskjálfta. Fornbílarnir í sýningarsalnum eru af ýmsum gerðum. Elsti upp- runalegi bíllinn er Dodge Brothers árgerð 1923. Allir bílarnir eru ökufærir og mjög vel útlítandi og greinilegt að eigendur þeirra hafa lagt mikinn metnað í útlit þeirra og að þeir héldu útliti sínu þegar þeir voru gerðir upp. Auk bílanna er að finna í Fornbílasetrinu skráningabók bíla í Árnessýslu frá því fyrsti bíll- inn með einkennisstöfunum ÁR 1 var skráður 9. október 1928 til árs- ins 1946. Þessi fyrsti bíll var í eigu Einars Einarssonar frá Eyrar- bakka. Sverrir segir gaman að glugga í bókina einkum ef rekja þarf sögu bíla sem sjást á gömlum myndum og menn þekkja ef til vill ekki. „Ég nota bókina heilmikið,“ sagði Sverrir. Fornbílasetrið verð- ur opið í sumar á laugardögum og sunnudögum klukkan 14–17 og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Sverri Andrésson. Jarðskjálftinn góður fyrir hjónabandið „Hjá fólki sem kemur snýst heimsóknin ekki síður um að kom- ast í jarðskjálftahúsið hérna og upplifa síðasta Suðurlands- skjálfta,“ sagði Sverrir en hann býður fólki að ganga inn í eftirlík- ingu af húsi og upplifa þar jarð- skjálftann. Fólk ýtir á takka og heyrir drunurnar þegar skjálftinn nálgast og síðan gengur gólfið upp og niður undir fótunum með við- eigandi hávaða frá fallandi hlutum og tilheyrandi brothljóðum. Skjálftinn er svo eðlilegur inni í myrkvuðu húsinu að fólk verður vart við sömu tilfinningu og kom fram hjá þeim sem upplifðu skjálft- ann á Suðurlandi í húsum sínum. Sverrir sagði að einn gestanna hefði sagt að heimsókn í jarð- skjálftahúsið væri góð fyrir hjóna- bandið því hjónum brygði þegar kippurinn kæmi og þau gripu ósjálfrátt hvort í annað til að leita öryggis. Fornbílasetrið með jarðskjálfta- húsinu er við Hrísmýri og er ekið að því af fyrsta hringtorginu við komuna að Selfossi úr vestri. Fornbílasetrið býður upp á jarðskjálfta Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sverrir Andrésson í Fornbílasetrinu á Selfossi. Á myndinni sjást nokkrir bílanna og húsið sem geymir jarðskjálftaupplifunina. Selfoss GAMALT pakkhús, sem upphaflega var kennt við Kaup- félagið Heklu á Eyr- arbakka, en síðar við útgerðarfélagið Óð- in, hefur nú á ný öðl- ast nýtt hlutverk. Nú er húsið notað til list- sýninga og einmitt þessa dagana sýna þar listamenn sem kalla sig Breiðumýr- armenn. Listamennirnir eru: Elfar Guðni, Halldór Forni, Liston og Sverrir Geirmundsson. Þarna getur að líta högg- myndir og málverk þeirra. Sýningin var opnuð um páskana, en framvegis verður hún opin frá kl. 13 til 19 næstu helgi, fyrsta maí og helgina 3. og 4. maí. Í vesturenda hússins var eitt sinn til húsa Rafstöðin á Eyrarbakka, síðar slökkvistöð og loks áhaldahús Árborgar á Bakkanum. Nú er þar einnig brotið í blað, því listakonan Sjöfn Har hefur þar vinnu- stofu sína, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sýning í Óðinshúsi Eyrarbakki NÝ BENSÍN- og þjónustustöð Olís við Arnberg á Selfossi var tekin í notkun á sumardaginn fyrsta. Það var Sjöfn Halldórsdóttir verslunar- maður sem var fyrsti viðskiptavinur stöðvarinnar og var hún leyst út með blómakörfu og áfyllingu á bílinn. „Þessi nýja stöð er ein sú glæsileg- asta sem Olís hefur í sínum flota,“ sagði Helga Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Olís, þegar hún ávarpaði starfs- menn nýju stöðvarinnar. Í tilefni opn- unarinnar verða ýmis tilboð í stöðinni yfir helgina en meðal þess er grill- veisla klukkan 14 í dag, laugardag. Hin nýja stöð býður upp á mikla þjónustumöguleika en auk þess að vera bensínstöð og þjónustustöð er í stöðinni glæsileg verslun með nauð- synjavöru og þjónustuvörur fyrir ferðalanga. Að baki stöðvarinnar er OB sjálfsafgreiðsludælan með ódýr- ara eldsneyti og inni er aðstaða fyrir sölu til stórnotenda. Í versluninni er bakarí og síðan björt og vistleg kaffi- stofa með útsýni yfir Ölfusá. Nýja stöðin tekur við af eldri stöð Olís á Arnbergi en þar hóf Olís rekst- ur bensínstöðvar 1969 og hefur verið með rekstur þar síðan. Nafnið Arn- berg er dregið af nöfnum hjónanna sem áttu jörðina sem Olís keypti und- ir stöðina árið 1967 en þau hétu Arn- fríður og Sigurbergur. Núverandi rekstrarstjóri er Ingv- ar Guðmundsson. „Það er vel við hæfi að svo veglega þjónustustöð sé að finna við innkomuna hér á Selfossi. Þessi glæsilega nýbygging gerir okk- ur kleift að þjóna viðskiptavinum okkar enn betur en áður og takmark okkar er að allir fari frá okkur vel mettir og sælir með þjónustuna,“ sagði Ingvar. Ný þjónustustöð Olís opnuð við Arnberg á Selfossi Allir verði mettir og sælir með þjónustuna Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ingvar Guðmundsson, stöðvarstjóri á Arnbergi, og Hildur Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs smásölu hjá Olís, tóku vel á móti Sjöfn Halldórsdóttur, fyrsta viðskiptavini nýju stöðvarinnar. Selfoss LIONSKLÚBBUR Hveragerðis hyggst halda vorfagnað fyrsta föstu- dag í maí að Hótel Örk. Fyrsta til- raun var gerð í fyrra og þótti hún takast mjög vel og því var ákveðið að blása til nýs fagnaðar í vor. Fyrir- tæki og vinnustaðir bæjarins senda fulltrúa sína til að troða upp og verða atriðin ekki af verri endanum. Líkt og í fyrra er verið að safna peningum til styrktar góðu málefni. Í ár hafa Lionsmenn ákveðið að styrkja Hjálparsveit skáta hér í Hveragerði til bifreiðakaupa. Hjálp- arsveitin keypti á dögunum nýja bif- reið, sem búin er öllum þeim tækjum og tólum sem á þarf að halda þegar þeir fara um landið þvert og endi- langt til að bjarga okkur hinum, sem lendum í vandræðum. Þar sem fyrir nokkru voru spila- kassar og staðurinn nefndur Happa- gerði er verið að undirbúa vorfagnað Lionsklúbbsins. Þegar fréttaritari kemur inn kemur það mest á óvart hversu vel er hægt að raða hljóðfær- um og hljóðfæraleikurum í jafn litlu rými og raun ber vitni. Þessa stund- ina eru söngkonur frá Kjörís að æfa sitt lag, Berglind Sigurðardóttir seg- ist vera svo stressuð að fæturnir á henni titri, en það heyrist ekki þegar hún hefur upp raustina og byrjar að syngja. Fyrirtækin eru boðuð á ákveðnum tímum til æfinga og kem- ur það ekki á óvart því plássið er lít- ið. Þegar söngkonurnar frá Kjörís hafa lokið sínu lagi, kemur Maríanna starfsstúlka á Hótel Örk og syngur sitt lag. Það kemur upp úr dúrnum að hún er ekki óvön, hefur áður tekið þátt í söngvakeppni, og það heyrist greinilega að hér er ekki neinn við- vaningur á ferðinni. Hljómsveitin sem kallar sig Lionsbandið er skipuð félögum úr hljómsveitinni Pass ásamt þeim Sölva Ragnarsyni og Eyjólfi Harðarsyni. Fagnaður undirbúinn Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hluti af Lionsbandinu æfir sig af mikilli innlifun fyrir kvöldið. Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.