Morgunblaðið - 26.04.2003, Side 62
ÍÞRÓTTIR
62 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Deildabikar kvenna
EFRI DEILD:
Valur - Stjarnan......................................14:1
Staðan:
Valur 5 5 0 0 33:5 15
Breiðablik 4 2 1 1 13:9 7
ÍBV 3 2 0 1 8:6 6
KR 4 1 1 2 10:14 4
Stjarnan 5 1 0 4 5:29 3
Þór/KA/KS 3 0 0 3 2:8 0
Valur tryggði sér efsta sætið með sigr-
inum og mætir liðinu sem endar í fjórða
sæti í undanúrslitum.
NEÐRI DEILD, A-riðill:
ÍR - Fjölnir.................................................0:7
Staðan:
Fjölnir 5 3 1 1 20:6 10
ÍR 5 2 2 1 14:11 8
Breiðablik 4 2 1 1 15:6 7
Víðir 4 1 3 0 6:4 6
Reynir S. 4 1 1 2 7:15 4
Árborg 4 0 0 4 5:25 0
EFRI DEILD, A-riðill:
KA tefldi fram tveimur ólöglegum leik-
mönnum gegn Aftureldingu og verður því
úrskurðaður 0:3 ósigur í stað 3:0 sigurs.
Lokastaða riðilsins verður því þannig:
Keflavík 7 6 0 1 23:9 18
ÍA 7 4 1 2 15:6 13
Fram 7 4 1 2 16:10 13
KR 7 4 0 3 14:8 12
Þór 7 4 0 3 16:15 12
Afturelding 7 3 0 4 9:20 9
Stjarnan 7 1 1 5 10:21 4
KA 7 0 1 6 4:18 1
Holland
Waalwijk - Willem II.................................3:1
Belgía
Lierse - Club Brugge ................................1:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslitakeppni, 16-liða úrslit:
Austurdeild:
Boston - Indiana ..................................101:83
Boston er yfir, 2:1.
Milwaukee - New Jersey ..................101:103
New Jersey er yfir, 2:1.
Vesturdeild:
LA Lakers - Minnesota ....................110:114
Minnesota er yfir, 2:1.
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Úrslit kvenna, Essodeildin, fyrsti leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar ...............16
Sunnudagur:
Undanúrslit karla, Essodeild, annar leik-
ur:
KA-heimili: KA - Haukar......................16.15
Austurberg: ÍR - Valur .........................16.15
BLAK
Laugardagur:
Úrslitaleikir í bikarkeppninni í Austur-
bergi.
KONUR: Þróttur N. - HK .........................14
KARLAR: Stjarnan - HK ..........................16
GLÍMA
Íslandsglíman verður í Víkinni í dag, laug-
ardag. Keppni karla um Grettisbelti hefst
kl. 15 og strax á eftir keppa konur um
Freyjumenið.
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
Deildabikarkeppni karla:
Fífan: HK - Leiknir R. ...............................13
Reykjaneshöll: Njarðvík - Léttir ..............14
Gróttuvöllur: Grótta - ÍH...........................14
Garðskagavöllur: Víðir - Reynir S. ...........14
Grenivík: Magni - Tindastóll .....................14
KA-völlur: Vaskur - Völsungur.................14
Selfoss: Selfoss - Sindri..............................14
Neskaupst.: Fjarðabyggð - Leiknir F......14
Akranes: Skallagrímur - Hvöt ..................14
Boginn: Leiftur/Dalvík - KS.................15.15
Deildabikarkeppni kvenna:
Fífan: Breiðablik - ÍBV..............................15
Egilshöll: KR - Þór/KA/KS .......................15
Sunnudagur:
Atlantic-bikarinn:
KR-völlur: KR - HB ...................................17
Deildabikarkeppni kvenna:
Laugardalur: ÍBV - Þór/KA/KS ...............13
Reykjaneshöll: RKV - HK/Víkingur ........14
Laugardalur: Þróttur/Haukar - Fjölnir...15
Reykjaneshöll: Tindastóll - FH ................16
BORÐTENNIS
Reykjavíkurmótið í borðtennis fer fram í
dag kl. 10 í TBR-húsinu.
Lokamót stigamóta Borðtennissam-
bands Íslands fer fram í TBR-húsinu á
morgun, sunnudag kl. 11. Úrslitaleikir
karla og kvenna verða kl. 12.30.
SKVASS
Úrslitaleikirnir á Íslandsmótinu í skvassi
fara fram kl. 16 í dag í Veggsporti.
KRAFTLYFTINGAR
Íslandsmótið í kraftlyftingum verður í
Garðaskóla í Garðabæ kl. 13. í dag.
UM HELGINA
ÍVAR Bjarklind hefur tekið fram
knattspyrnuskóna á ný og mun
leika með sínu gamla félagi, KA, í
úrvalsdeildinni í sumar. Ívar lék
nokkra leiki með KA-mönnum í 1.
deildinni sumarið 2001 en hann hef-
ur að miklu leyti verið í fríi frá
knattspyrnunni frá því hann varð
Íslandsmeistari með ÍBV árin 1997
og 1998. Hann kom þó inn í lið KR á
miðju tímabilinu 2000 og fagnaði
einnig Íslandsmeistaratitlinum þar.
Ívar er 28 ára gamall og hefur
ýmist leikið sem miðjumaður eða
bakvörður. Hann hefur spilað sam-
tals 100 leiki í efstu deild með ÍBV,
KR og KA og á einn A-landsleik að
baki, gegn Sádi-Arabíu árið 1997,
en það ár var hann jafnframt í
landsliðshópnum í einum leik í und-
ankeppni HM.
Ívar lék með KA-mönnum þegar
þeir sigruðu Aftureldingu, 3:0, í
deildabikarnum í fyrradag. Hann
er ekki kominn með leikheimild og
þar með verður leikurinn úrskurð-
aður tapaður KA-mönnum, 0:3.
Þeir létu einnig danska markvörð-
inn Sören Byskov spila þann leik en
hann fékk síðan leikheimild í gær.
„Við ákváðum að nota Ívar og
Sören þar sem við litum á þetta sem
undirbúningsleik fyrir sumarið.
Það er orðið erfiðara en áður að fá
leikheimildir erlendis frá og því
teljum við að KSÍ ætti að slaka á
með þessar reglur í deildabik-
arnum og gefa félögunum kost á að
prófa erlenda leikmenn í keppn-
inni,“ sagði Gunnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar KA, við Morgunblaðið.
LEIKMANNAHÓPUR KR sem
mætir HB á morgun er þannig
skipaður: Kristján Finnbogason,
Hilmar Björnsson, Gunnar Ein-
arsson, Kristján Örn Sigurðsson,
Sigursteinn Gíslason, Kristinn
Hafliðason, Sigurvin Ólafsson,
Arnar Gunnlaugsson, Bjarki
Gunnlaugsson, Veigar Páll
Gunnarsson, Einar Þór Daníels-
son, Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son, Garðar Jóhannsson, Jón
Skaftason, Valþór Halldórsson,
Sverrir Bergsteinsson, Sölvi
Davíðsson og Kjartan Finnboga-
son.
Leikmannahópur HB er þann-
ig skipaður: Bárður Johannesen,
Martin Christensen, Elí Thor-
steinsson, Janus M. Joensen,
Kári Nielsen, Nicu Dogaru, Rúni
Nolsöe (fyrirliði), Rógvi Jacob-
sen, Karsten From, Andrew av
Flötum, Jan Christian Dam, Tór-
Ingar Akselsen, Bergleif Sól-
sker, Rókur av Flötum Jesper-
sen, Hallur Danielsen, Pól Næss
Joensen og Páll Mohr Joensen.
Leikmenn KR og HB
KR-ingar tefla fram sínu öflug-asta liði til þessa á tímabilinu
en allir fastamenn liðsins að undan-
förnu verða með, nema Jökull Elísa-
betarson sem er meiddur.
Það er samstarfsnefnd Íslands og
Færeyja í ferðamálum, FITUR, sem
stendur að þessari meistarakeppni
en leikið verður í löndunum til skipt-
is. Meistaralið þjóðanna 2003 mæt-
ast því í Færeyjum næsta vor.
HB varð færeyskur meistari í 16.
skipti í fyrra en félagið er það sig-
ursælasta í sögu færeysku knatt-
spyrnunnar og vann fyrsta titilinn
árið 1955. HB hefur jafnframt unnið
færeyska bikarinn 25 sinnum á 48
árum. Félagið hefur margoft tekið
þátt í Evrópukeppni og gerði t.d.
jafntefli, 2:2, við Grazer AK frá Aust-
urríki fyrir tveimur árum. Þá hefur
HB unnið og gert jafntefli gegn
finnskum liðum í Evrópuleikjum á
síðustu árum.
Tveir leikmanna HB, þeir Andrew
af Flötum og Rógvi Jacobsen, eru í
færeyska landsliðinu en vegna Ís-
landsferðarinnar sleppa þeir vin-
áttuleik gegn Kazakhstan sem fram
fer í Færeyjum á morgun. Reyndasti
maður liðsins, Jan Christian Dam,
lék 39 landsleiki, m.a. sigurleikinn
fræga gegn Austurríki árið 1990, og
fyrirliðinn, Runi Nolsöe, hefur einn-
ig spilað með landsliðinu.
Þá teflir HB fram tveimur Dön-
um, sóknarmanninum Karsten
From sem liðið fékk frá Midtjylland í
vetur, og varnarmanninum Martin
Christensen sem einnig er nýkominn
til félagsins en hefur verið meiddur
og spilar væntanlega sinn fyrsta leik
gegn KR. Einnig er reyndur rúm-
enskur varnarmaður, Nicu Dogaru, í
liðinu.
Þeir Andrew af Flötum, marka-
kóngur færeysku 1. deildarinnar í
fyrra, og Karsten From eru helstu
markaskorarar HB og hafa gert 12
af 15 mörkum liðsins í færeysku bik-
arkeppninni í vor en undankeppni
hennar er leikin í riðlum áður en
deildakeppnin hefst. Þar varð HB í
öðru sæti í sínum riðli, á eftir GÍ frá
Götu en á undan erkifjendunum í
B36, og er því komið í átta liða úrslit-
in þar sem liðið mætir NSÍ frá Runa-
vík um næstu helgi.
Arnar Gunnlaugsson á ferðinni með knöttinn.
Öflugt lið KR-inga gegn reyndum
Færeyjameisturum í keppni um
Atlantic-bikarinn í Frostaskjóli
TVÍBURARNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugsson leika í fyrsta skipti
saman með KR á eigin heimavelli þegar Íslandsmeistararnir taka á
móti Færeyjameisturum HB í meistarakeppni landanna á KR-
vellinum á morgun. Leikurinn hefst kl. 17 og er önnur viðureign
meistaraliða þjóðanna um Atlantic-bikarinn en ÍA vann B36 í Þórs-
höfn í fyrravor, 2:1, í fyrsta leiknum.
Arnar og
Bjarki í fyrsta
skipti saman
með KR
Ívar Bjarklind
aftur með KA
HEIÐAR Helguson, knattspyrnu-
maður hjá Watford, leikur ekki
meira með liði sínu á tímabilinu og
missir af landsleik Íslands og Finn-
lands í Vantaa á miðvikudaginn
kemur. Heiðar fékk í gær þann úr-
skurð að tvö liðbönd í ökkla væru
rifin og hann verður frá æfingum
og keppni í 4–6 vikur. Þar með er
tvísýnt að hann verði búinn að ná
sér í tæka tíð fyrir Evrópuleikina
gegn Færeyjum og Litháen í júní.
KR-ingarnir Arnar Gunnlaugs-
son og Veigar Páll Gunnarsson
hafa verið kallaðir inn í hópinn í
staðinn og fara með til Finnlands
en áður höfðu verið valdir 17 leik-
menn. Arnar lék sinn fyrsta lands-
leik í hálft fjórða ár þegar Ísland
lék við Eistland í Tallinn í nóvem-
ber sl. en Veigar Páll spilaði einu
tvo landsleiki sína til þessa í Ind-
landsferð landsliðsins fyrir tveimur
árum.
Heiðar meiddist í leik Watford
gegn Bradford síðasta laugardag
en þá skoraði hann mark í ósigri,
2:1. „Ég lenti í návígi með þessum
afleiðingum en niðurstaðan var
ekki ljós fyrr en núna rétt áðan. Ég
var í myndatöku og þar kom í ljós
að liðböndin eru rifin. Nú tekur við
meðferð vegna meiðslanna og það
ræðst ekki fyrr en síðar hvort ég
verði orðinn heill í tæka tíð fyrir
landsleikina í júní. Þetta er leiðin-
legt en maður verður að taka því
eins og öðru í þessari íþrótt,“ sagði
Heiðar í gær. Heiðar er marka-
hæsti leikmaður Watford í ensku 1.
deildinni í vetur með 11 mörk.
Hann varð að hætta við þátttöku í
landsleik Íslendinga gegn Skotum í
mars vegna meiðsla
Heiðar úr leik, Veigar
og Arnar til Finnlands
Heiðar
Helguson
Veigar Páll
Gunnarsson
Arnar
Gunnlaugsson